Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 34
■ MQRGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 25. OKTÓBER 1991 * * Ami V. Arnason Keflavík — Minning Fæddur 19. janúar 1942 Dáinn 16. október 1991 Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama en orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getr. (Úr Hávamálum.) í dag, föstudaginn 25. október 1991, verður Árni Vigfús Árnason, verkstjóri í Keflavík, jarðsettur frá Keflavíkurkirkju. Árni Vigfús var elsti sonur hjón- anna Árni B. Árnasonar smiðs og Þuríðar Halldórsdóttur. Árni Bjarn- mundur var einn margra systkina frá Veghúsum í Keflavík þar sem ættfaðirinn, Árni Vigfús Magnús- son, stundaði bátasmíðar og sonur- inn Árni að honum gengnum. Við Árni Vigfús kynntumst fljót- lega eftir að ég flutti unglingur í foreldrahúsum til Keflavíkur. Við vorum á líku reki, áttum lík áhuga- mál og áttum því nokkra samleið. Ámi Vigfús fetaði í fótspor föður síns og nam húsasmíðar að loknu _ aimennu gagnfræðaskólanámi. Iðn sína stundaði hann síðan í Keflavík og síðar á Keflavíkurflugvelli. Þar réðst hann í þjónustu varnarliðsins til viðgerða á húsum og öðrum mannvirkjum, síðar vann hann við stjórn og eftirlit með slíkum við- gerðum og síðast um árabil sem verkstjóri við viðgerðabirgðahús varnarliðsins. Árni Vigfús stundaði störf sín af árvekni og dugnaði og vakti athygli fyrir kunnáttu á sínu sviði þar sem unnið er við afar fjöl- breytt vöruval ætlað mjög fjöl- breyttum verkefnum. Hann fylgdist vel með fjölbreytni byggingarvar- anna sem notaðar voru, kynnti sér gæði og endingartíma og hagaði birgðahaldi eftir vitneskju sinni svo fremi sem hann hafði áhrif. Ég sá gjörla til starfa Árna Vigfúsar á þessu sviði sem næsti yfírmaður hans um árabil. Þar fór maður sem lagði sig fram um að kunna allt sem Iaut að hans verki og að stunda það svo að þeir sem til hans eða starfs- manna hans þurftu að leita gengju ekki bónleiðir til búðar. Þar verður skarð fyrir skildi. Árni Vigfús vildi gjarna hafa áhrif til þess að bæta umhverfí sitt í dag, föstudaginn 25. október, verður til moldar borinn í Stokk- hólmi Per Olof Forshell, sendiherra Svía á íslandi. Minningarathöfn um hann verður í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Sú harmafregn að Per Olof Forshell sendiherra væri látinn -^snerti okkur öll djúpt. Með einlæg- um söknuði og djúpri hryggð minn- ast hans vinir víða um heim. Bless- uð sé minning hans. Þau fjögur ár sem Per Olof og Helena, elskuleg eiginkona hans, voru sendiherrahjón á íslandi unnu þau gagnmerkt starf, ekki síst með því að eiga frumkvæði á fjölmörg- um sviðum að frjósömum menning- arsamskiptum íslands og Svíþjóðar. Vegna gáfna sinna, gestrisni og persónutöfra urðu þau fljótt lykil- menn í þessum menningarsam- _skiptum. Þau voru einstaklega eftir- "minnileg sendiherrahjón og sannir lýðræðissinnar í því Norðurlanda, sem hefur elstu þinghefð heimsins. Þau létu skrá sig undir fornöfnum í Símaskrána að íslenskum sið. Meðal íslendinga eignuðust þau ótal vini í öllum stéttum. Kona mín, Rakel Sigurðardóttir, og ég viljum votta fj'ölskyldu Per Olofs einlæga samúð okkar. og samfélag. Því tók hann virkan þátt í ýmsum félagssamtökum hér í bæ. Hann starfaði innan þess stjórnmálaflokks sem hann studdi að málum, var þátttakandi í starfi björgunarsveitarinnar Stakks, var lengi í stjórn deildar Rauða kross Suðurnesja og mjög áhugasamur í starfi skátafélagsins Heiðarbúa. Hann tók virkan þátt í kirkjustarfi, sat um árabil í sóknarnefnd og hafði nýlega tekið við formennsku í henni. Við nafni áttum samleið í frímúr- arastúkunni Sindra í Keflavík og um árabil náið samstarf í stjórn hennar. Þar kynntumst við á ný orðnir fulltíða menn og fundum aftur að þrátt fyrir ólíkar stjórnmál- askoðanir um margt og þrátt fyrir þátttöku í ólíkum öðrum félagasam- tökum þá áttum við fleira sameigin- legt í skoðunum á málum lands og þjóðar. Við áttum auðvelt um sam- starf og höfðum báðir ánægju af. Hans mun víða verða sárt sakn- að, en um síðir kemur maður í manns stað. Síðdegis miðvikudaginn 16. októ- ber sl. átti ég leið suður Reykjanes- braut og kom þar að sem lögregla og sjúkraflutningamenn voru að sinna slysi sem orðið hafði, en umferðinni var beint um eldri veg- arslóða framhjá slysstað. Um kvöld- ið bárust mér þær fréttir, að nafni minn, vinur og samstarfsmaður, Árni Vigfús Árnason, mundi allur, hann hefði þar slasast svo að ekki varð forðað frá bana. Ég átti brott- för úr landi árla að morgni, henni varð ekki breytt, en undir dökkum skugga var hún farin. Eg vil _að leiðarlokum þakka Árna Vigfúsi Árnasyni samfylgd og sam- starf, sem var á stundum náið og alltaf gott og í trúnaði. Ég bið hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að veita honum góðar mótttökur í ríki Ijóss og kærleika og að blessa og hugga þá sem eftir sitja í djúpum söknuði og sorg. Elskulegri eiginkonu hans, Matt- hildi Óskarsdóttur, bið ég huggunar við þungum harmi. Hennar missir er mestur svo og barnanna fjögurra og fjölskyldna þeirra og aldraðrar móður sem horfír á eftir góðum syni í blóma lífsíns. Megi kærleiks- ríkur Guð gefa þeim öllum styrk. Árni Ragnar Árnason Sjálfur vel ég Per Olof Forsheil fegurstu eftirmæli sem nokkur norrænn maður getur valið - orð Hávamála: Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur hið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Esbjörn Rosenblad í dag, 25. október, er Árni Vig- fús Árnason kvaddur hinstu kveðju. Já! Hann er „farinn heim” eins og skátum er svo tamt að segja. Kallið kom svo óvænt og alltof fljótt. Hann var félagslyndur, traustur og góður maður, sem mörg félög kusu til forystu. Hann starf- aði mikið fyrir Skátafélagið Heið- arbúa og var fyrsti skátinn sem Heiðarbúar heiðruðu með Borgara- liljunni árið 1984. Borgaraliljan er veitt eldri skát- um fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu skáta. Hann var virkur þátt- takandi og starfsmaður á skátamót- um og. skátaþingum. Ennig var hann formaður skátasambands Kjalarnesþings í nokkur ár og gild- ismeistari St. Georgs gildisins í Keflavík undanfarin ár og til dauða- dags. Alltaf mætti hann til vinnu við fermingarskeytin. Árni var „ávallt viðbúinn” eins og sönnum skáta ber, og alltaf hafði hann tíma til að liðsinna og gerði það af heilum hug. Fyrir allt starf hans erum við skátarnir í Heiðarbúum þakklátir. Það er dýr- mætt að eiga slíkan félaga. Eiginkona Árna var Matthildur Óskarsdóttir og eignuðust þau 4 myndarlegar og góðar dætur. Þær eru Anna Pálína, gift Karli Óskars- syni, Þuríður, gift Rúnari Helga- syni, Kolbrún, unnusti hennar er Jóhann Bjarki Ragnarsson, Árný Hildur er yngst og dvelst í heima- húsum. Litlu barnabörnin voru aug- asteinar afa síns. Fjölskyldan var mjög samhent en nú kemur stórt skarð í hópinn. Minningarnar um góðan eigin- mann, föður og afa munu ylja ykk- ur um ókomin ár. Við biðjum góðan guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Við kveðjum kæran vin hinstu kveðju með þökk fyrir það vega- nesti sem hann veitti okkur. Það skilur enginn augnablikið, fyrr en það er farið. Það skilur enginn nýja sköpun, fyrr en henni er lokið og enginn þekkir stund hamingjunnar, fyrr en hún er liðin. (Gunnar Dal) F.h. Skátafélagsins Heiðar- búa, Eydís Eyjólfsdóttir. Það skipast fljótt veður í lofti í okkar lífi og enn einu sinni breytist gleði í sorg í okkar fjölskyldu þegar okkur barst sú frétt að banaslys hefði orðið á Reykjanesbraut og mágur minn Árni V. Árnason hefði látið lífíð. Árna kynntist ég þegar hánn og systir mín Matthildur Ingibjörg Óskarsdóttir feldu hugi saman og giftu sig 23. ágúst 1963. Þegar ég kom sem unglingur til Keflavíkur tii að vinna var mér tekið opnun örmum á heimili þeirra og var oft glatt á hjalla. Þessi vinátta hélst alla tíð og voru ófáar ferðirnar farn- ar á milli Keflavíkur og Þorláks- hafnar eftir að ég fluttist þangað. Börnum mínum reyndist Árni sem besti frændi eins og þau köll- uðu hann og alltaf þegar hann hitti þau gaf hann sér tíma til að glett- ast við þau og kitla pínulítið enda sakna þau hans sárt. Ég ætla ekki að rekja ættir né störf Árna, það munu aðrir gera. Ég þakka elsku Árna fyrir allt sem hann var mér og fjölskyldu minni, guð blessi hann að eilífu. Elsku Matta, Þuríður, dætur og aðrir ættingjar. Ég, Kári og börnin vottum ykkur okkar dýpstu samúð ogmegi minningin um góðan dreng styrkja ykkur í þessari þungu sorg. Jóhanna H. Óskarsdóttir Þann 16. október barst mér sú harmafregn að ástkær tengdafaðir minn, Árni V. Árnason, hefði látist í umferðarslysi. Ég var staddur á Reyðarfirði og þar sem ég var einn og langt frá ættingjum mtnum þá flaug margt í gegnum huga minn. Ég kynntist Árna fyrst er ég kynnt- ist dóttur hans sem síðar varð eigin- kona min. Þegar ég bað um hönd hennar sagði Árni, drengur þú veist að ég tek ekki við notuðu; þetta finnst mér lýsa best kímni hans. Árni varð fljótt mikill vinur, oft sátum við og ræddum málin og var gaman að hlusta á hann því að hann hafði svo ákveðnar skoðanir á hlutunum, einnig var gaman hvað hann setti sig inn í störf mín og var ötull við að spyija, því ekkert var honum óviðkomandi er varðaði afkomu hans nánustu. Árni var trúmaður mikill, hann var iðinn við að koma trúmálum inn í umræðuna og oft tengdi hann þau skemmtilega við efnið. Hann var alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd er einhveijar fram- kvæmdir voru í gangi og vann þá ætíð manna mest. Það er erfitt að sætta sig við þegar menn eins og Árni eru hrifn- ir burt svo snögglega. Ég vil þakka honum fyrir þær ánægjustundir sem hann veitti mér og mínum. Guð varðveiti þenna góða dreng. Karl Einar Óskarsson Okkur bárust þau hörmulegu tíð- indi miðvikudaginn 16. október, að mikill og góður vinur og faðir vin- konu okkar, hefði látist í bílslysi. Með þessum fátæklegu orðum vilj- um við kveðja þennan indæla mann, sem ávallt studdi við bakið á okkur stelpunum þegar á fótboltavöllinn var komið. Alltaf var Árni mættur á áhorf- endapallana til að hvetja okkur, hvernig sem viðraði og hvar sem var á Iandinu. Árni starfaði mikið að líknarmál- um og alltaf voru íþróttirnar skammt undan. Við minnumst þess sérstaklega þegar hann aðstoðaði okkur við fjáröflun fyrir keppnisferð til Danmerkur. Ávallt var tekið vel á móti okkur á Faxabrautinni hjá Árna og Möttu og við vitum að svo verður einnig í framtíðinni. Góði Guð, við biðjum þig að styrkja Árnýju Hildi vinkonu okkar og fjölskylduna alla í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning Árna V. Árn- asonar. Lóa, Olga, Björg, Anna María Sv. og Anna María Sig. Mig setti hljóðan þegar ég frétti yfir Atlantsála lát vinar rníns og samstarfsmanns, Árna V. Árnason- ar formanns sóknarnefndar Kefla- víkur. Reykjanesbrautin hefur kraf- ist mikilla fórna á umliðnum árum og löngu kominn tími til þess að huga að því að bæta akstursskilyrði með því að tvöfalda brautina, ekki síst vegna þess hve miklir þunga- flutningar fara um hana og verða æ meiri ef svo heldur sem horfir. íslenskt samfélag þarf að leggja sig fram um að gæta sem best sér- hvers einstaklings, því við megum erigan mann missa. Það er mikil eftirsjá af Árna V. Árnasyni. Hann var góður félagi og vinur, hreinskiptinn og vissi hvar hann stóð. Hann var alltaf boðinn og búinn að bæta það sem betur mátti fara og brá skjótt við. Til hans fór enginn bónleiður til búðar. Skátahugsjónin var samofin lífi hans og starfi og hann lagði sig fram um að tengja starf skátahreyf- ingarinnar við kirkjulegt starf í Keflavík. Hann vildi gera sitt til að hlúa sem best að fijálsu leikmanna- Per Olof Forshell sendiherra - Minning starfi sem hefði mannbætandi áhrif. Árni tók oft að sér störf fyrir skát- ana og var allt í öllu á þeim vett- vangi. Hann gaf kost á sér til starfa í sóknarnefnd og hafði nýverið verið kjörinn formaður. Við væntum mik- ils af honum, vitandi hve driftugur hann var og verkfús. Hugur minn leitar nú til ástvina Árna, eiginkonu og barna, með fyr- irbæn. Missir þeirra er sárastur. Mér verður einnig hugsað til bíl- stjórans sem lenti í slysinu og á um sárt að binda. Það rifjast upp fyrir mér þegar ég söng messu í Keflavíkurkirkju þann 1. september sl., áður en ég hélt utan til náms í New York, að þá þakkaði ég sóknarnefnd Kefla- víkur, undir foi-ystu Árna V. Árna- sonar, góðan skilning og greiðvikni í minn garð og sagði að málefni sóknarinnar væru í góðum höndum. Nú væri markvisst stefnt að því að bæta starfsaðstöðuna með bygg- ingu nýs safnaðarheimilis, sem ég væri sannfærður um að myndi rísa fyrir 90 ára afmæli kirkjunnar 1995. Árni stóð í fylkingarbijósti fyrir þeirri hugsjón og merkið stendur þótt maðurinn falli: En ég minntist þess einnig þenn- an sama dag að þó við verðum fyr- ir þyngstu áföllum í lífinu þá er Guð með okkur þar. Ef við lendum í myrkri á lífsleiðinni, þá hefur Guð verið þar áður og vill leiða okkur inn í ljósið og birtuna á ný. Þegar við gerum okkur grein fyrir því, að við látum sérhvern sig- ur lífs okkar fyrr eða síðar af hendi, þá finnum við til fátæktar, en sú fátækt leiðir okkur að auðlegð Krists, sem er upprisan og lífið. Sigur hans er sigur okkar. Þetta er innsta eðli kristinnar trúar að snúa öllum ósigrum lífsins í sigur. Guð er í rauninni alltaf að mæla sitt máttarorð, verði h'f, verði Ijós, þrátt fyrir þungbær áföll. Ég bið þess að kraftar hans verði okk- ur styrkur, nú þegar við felum hon- um mætan vin og starfsbróður. New York, Olafur Oddur Jónsson í dag er Árni Vigfús Árnason borinn til hinstu hvílu frá Keflavík- urkirkju. Árni var fæddur 19. jan- úar 1942 í Keflavík. Faðir hans var Árni Bjarnmundur Árnason, sjó- maður í Keflavík, f. 4. maí 1919, d. 11. janúar 1972, sonur Árna Vigfúsar Magnússonar, bátasmiðs í Veghúsum, Keflavík, sem fæddur var á Minna-Knarrarnesi á Vatns- leysuströnd 27. júlí 1884, d. 7. maí 1959, og konu hans Bjarnhildar Helgu Halldórsdóttur, f. 25. ágúst 1885 á Vatnsnesi við Keflavík, d. 29. mars 1950. Móðir Árna var Þuríður Halldórs- dóttir, f. 29. maí 1920 á Hallsstöð- um á Fellsströnd í Dalasýslu, nú til heimilis að Vesturgötu 14, Kefla- vík. Faðir hennar var Halldór Guð- brandsson á Hallstöðum, f. 18. maí 1889, d. 9. júní 1939, sonur Guð- brands Jónssonar,'ff. 3. nóvember 1852, d. 9. október 1931 og konu hans Kristínar Sigríðar Halldórs- dóttur frá Níp. Árni var elstur fimm systkina sem eru auk hans Sigríð- ur, Magnús, Birgir og Bjarnhildur. Árni varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum í Keflavík og stundaði síðan nám í húsasmíði við Iðnskólann. Hann hóf störf hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli árið 1962 og starfaði þar óslitið síðan. Síðustu árin starfaði hann sem verkstjóri á efnislager varnar- liðsins. Árni Vigfús kvæntist 23. ágúst 1963 eftirlifandi eiginkonu sinni, Matthildi Ingibjörgu Óskarsdóttur frá Hvammstanga, f. 24. september 1943. Þau eignuðust fjórar dætur sem eru Anna Pálína, sjúkraliði, gift Karli Einari Óskarssyni, stýri- manni, Þuríður, húsmóðir, gift Rún- ari Helgasyni, slökkviliðsmanni, Kolbrún, verslunarmaður, í sambúð með Jóhanni Bjarka Ragnarssyni, pípulagningarmanni og Árný Hild- ur, nemi í Fjölbrautaskóla Suður- nesja, sem er í foreldrahúsum. Barnabörnin eru orðin 4. Árni var mjög fjölhæfur maður og bera fjölbreytt áhugamál hans því glöggt vitni. Hann tók þátt í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.