Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1991
HVAÐ ER AÐ GERAST?
eftir Sigurlaugu
Bjarnadóttur
„Hvað er að gerast?” - spurði
forsætisráðherra, Davíð Oddsson,
í sjónvarpsviðtali að kvöldi sama
dags og flokksráðsfundur Sjálf-
stæðisflokksins var haldinn í
Reykjavík í sl. viku. Fréttamaður
hafði innt ráðherrann eftir skýr-
ingu á þeim ummælum hans í setn-
ingarræðu fundarins, að athuga
þyrfti hvort og hvernig ætti að
hjálpa því fólki, sem byggi í strjál-
býlinu að flytjast burt til annarra
svæða, sem lífvænlegri væru til
búsetu.
Ráðherrann dró enga dul á, að
hann hefði þarna Vestfirði sérstak-
lega í huga. Orð hans urðu ekki
skilin á annan veg en þann, að
þessi landshluti, sem státar af
hæstu meðaltekjum á landinu og
hefir löngum dregið íslensku þjóð-
inni hvað drýgsta björg í bú, væri
nú hið dæmigerða; vandræðaharn
íslensks efnahagslífs, sem Einar
Oddur, „bjargvætturinn að vestan”
og formaður VSÍ, staðhæfír í sí-
bylju, að sé „á hraðri leið til and-
skotans” - og heimtar, að tekið
sé mark á honum.
Heggur sá er hlífa skyldi!
Það fór ekki hjá því, að þessar
hugmyndir forsætisráðherrans
vektu veruiega athygli. í mínum
huga tengdust þær ósjálfrátt at-
burðum vestur við Djúp fyrr á
þessu hausti, þegar Héraðsskóiinn
í Reykjanesi var iagður niður með
tilskipun frá menntamálaráðuneyti
rétt í þann mund, er skólastarf
skyldi heijast. Sú aðför stjórnvalda
að fámennu byggðarlagi, sem á í
vök að veijast í byggðalegu tilliti
var með slíkum hætti að til ein-
dæma má teljast. „Héggur sá, er
hlífa skyldi!” - varð mætum manni
að orði að leikslokum.
Ágúst Gíslason, formaður skóla-
nefndar Reykjanesskóla, stóð í eld-
línunni á meðan þetta erfiða mál
var á döfinni. Það mætti líkja því
við viðureign Davíðs og Golíats
forðum, nema hvað nú - í fyrstu
lotu - urðu úrslitin Golíat í vil. í
ítarlegri frásögn Ágústs, sem birt-
ist í Vestfírska fréttablaðinu á
ísafirði 19. september sl. er skýrt
frá, hvernig allt þetta gekk til. Mér
finnst þær upplýsingar eiga erindi
til fleiri en lesenda Vestfirska.
Ekki til að koma höggi á einn né
neinn, heldur íslendingum almennt
til umhugsunar og glöggvunar á
því sem er að gerast í okkar þjóðfé-
lagi. Ég mun því hér á eftirjstyðj-
ast við frásögn Ágústs af inála-
vöxtum.
Villandi og rangar upplýsingar
Það er fyrst um miðjan ágúst-
mánuð, sem skólanefnd Reykjanes-
skólans fréttir af hugmyndum
ráðuneytisins í svæðisútvarpinu á
ísafirði, án þess að nokkuð sam-
band eða samráð hefði verið haft
áður við heimamenn. í þessari út-
sendingu tíundaði starfsmaður
menntamálaráðuneytisins, Hrólfur
Kjartansson, kostnað á hvern nem-
anda skólans og nefndi þar tölur
sem að sögn Ágústs voru „all-
sendis ósannar og víðsfjarri réttu
lagi”. Og áfram töluðu ráðuneytis-
menn á sömu nótum. Á fundi ráðu-
neytismanna um þetta sama leyti
með þingmönnum Vestfjarða, sem
þó voru alls ekki allir boðaðir tii
fundar, voru iagðar fram af hálfu
ráðuneytisins „ekki aðeins villandi
heldur beinlínis rangar upplýs-
ingar”. Þingmönnum var þar sagt,
að fyrir lægju 11 umsóknir um
skólavist á sama tíma og skóla-
nefnd hafði í höndunum 24 um-
sóknir. Talað var um 3 umsóknir
í 10 bekk, en skólanefndin var með
12. „Ráðuneytismenn hirtu alls
ekki um að afla réttra upplýsinga,”
ÁKVÖRÐUNARRÁÐGJÖF '
Hef opnað ráðgjafarþjónustu í Skipholti 50c í Reykjavík. Tek
að mér ákvörðunarráðgjöf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofn-
anir. Einnig tek ég að mér að hjálpa fyirtækjum að skilgreina
markmið sín, staðsetja flöskuhálsa í rekstri, aðstoða við starfs-
mannaráðningar, gerð starfslýsinga og margt fleira.
Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 612026. Einnig símsvari.
Er með menntun í ákvörðunarfræði frá Stanford háskóla í
Bandaríkjunum.
Betri ákvörðun
Ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar,
Skipholti 50 c, 2. hæð.
NOTUÐ S NÝ
■ ■
I
I
HUSGOGN
Við bjóðum upp á margskonar húsgögn
s.s. sófasett, boröstofusett, skrifborö, stóla,
barnarúm, hillur, skápa og margt fleira.
Seljum á góðum kjörum.
Kaupum gegn staögreiðslu.
GA>1LA •
KRONAN •
BOLHOLTI 6 •
I
I
BOLHOLTI 6, 105 REYKJAVIK, SIMI 679860
segir Ágúst. Hinn mikla kostnað á
hvem nemanda á liðnum árum
fundu þeir með því að taka út úr
langversta ár skólans (1989-1990)
en þá voru tveir skólastjórar á laun-
um. „Þetta skólaár var byijað um
haustið með 23 nemendum og ráðu-
neytismenn deila með þeirri tölu í
heildarkostnaðinn, enda þótt um
vorið væru 32 nemendur útskrifað-
ir! Þá sem endranær voru nemend-
ur að bætast við smátt og smátt
eftir að kennsla var byijuð. Þetta
var auk þess síðasta skólaárið, sem
starfsmenn mötuneytis voru á laun-
um hjá ríkinu.”
Gættin opnuð til hálfs - 30
umsóknir skilyrði
Ágúst upplýsir, að síðasta skóla-
ár (1990-1991) hafi kostnaður á
hvem hemanda verið 450 þúsund
krónur og ljóst, að hann hefði ekki
orðið meiri á yfirstandandi ári
(1991-1992). Ráðuneytið áætlaði
hann hinsvegar yfir 1.500 þúsund.
Skólanefndin gafst samt ekki
upp. Annar fundur var haldinn með
þingmönnum kjördæmisins, sem
lögðust hart gegn áformum ráðu-
neytisins, - og menntamálaráð-
herra, Ólafur G. Einarsson, opnar
þá gættina til hálfs: Ef 30 nemend-
ur fáist, þá sé réttlætanlegt að
endurskóða ákvörðun ráðuneytisins
um að fella niður skólahald. Og
ráðuneytið skrifar bréf (30. ágúst)
til skóíanefndar, þar sem hún er
beðin um að afla snarlega upplýs-
inga um raunverulega stöðu um-
sókna. Þeir vilja fá umsóknirnar
staðfestar og ljósrit af þeim.
Heimamenn bregðast skjótt við og
skólatjórinn hringir í alla aðstand-
endur til að fá upplýsingar um,
hveijir væru öruggir, hveijir í vafa
og jiverjir hættir. „Vitaskuld,” seg-
ir Ágúst, „var ekki hægt að lá for-
eldrum, þótt þeir væru orðnir
þreyttir á að bíða í óvissu alian
þennan tíma, og almennt skólahald
hafið eða að hefjast.”
Ráðuneytið rannsakar
sannleiksgildi
Hinn þriðja september fyrir há-
degið er Ágúst skólanefndarfor-
maður mættur í ráðuneytið með
umbeðnar upplýsingar. Allt átti að
standa og falla með því, að þær
lægju þá fyrir. Ráðuneytið ætlaði
að taka ákvörðun síðdegis þennan
dag eða í síðasta lagi morguninn
eftir. Og Ágúst heldur áfram:
„Umsóknirnar voru alls 36. Út
úr könnuninni hafði komið, að 28
voru ákveðnir, 6 voru óákveðnir en
vildu halda opnu, en 2 hættir við.
Þetta legg ég fyrir aðstoðarmann
ráðherra, Ólaf Arnarson. ”
En það kom ekkert svar síðdegis
og heldur ekki morguninn eftir, svo
að Ágúst labbar aftur niður í ráðu-
neyti til að vita, hveiju þetta sætti
og þá kom nokkuð merkilegt í ljós:
„Þegar ég kem inn til forstöðu-
manns grunnskóladeildar, Hrólfs
Kjartanssonar, þá situr hann við
að hringja í foreldra og athuga
sannleiksgildi þeirra upplýsinga,
sem skólastjóri hafði nýlokið við
að afla og ég sem formaður skóla-
nefndar undirritaði.”
Skyldi nokkurn furða, að slík
vinnubrögð af hálfu ráðuneytisins,
slík tortryggni og slíkt vantraust,
kæmu illa við skólanefndarfor-
manninn - eftir allt sem á undan
var gengið?
Áætlaður sparnaður 1-2
kennaralaun
En ráðuneytismenn höfðu sitt upp
úr krafsinu og fengu það sem þeir
vildu - og ætluðu að fá. Þeir sögð-
ust hafa fengið 27 umsóknir stað-
festar auk þeirra, sem voru
óákveðnir. Væntanlega hefur þó
deildarstjórinn talað hvetjandi
fremur en letjandi við aðstandendur
nemenda - eða hvað?
Okkar reynsla í Reykjanesi er
sú - ítrekar Ágúst - og það létum
við fylgja til ráðuneytisins, að nem-
endur eru ávallt að koma inn í
skólann fram eftir hausti, jafnvel
Sigurlaug Bjarnadóttir
„Það er hætt við því,
að Vestfirðingar og
annað landsbyggðar-
fólk kunni lítt að meta
„hjálpsemi” forsætis-
ráðherrans eins o g
hann túlkaði hana á
flokksráðsfundi Sjálf-
stæðisflokksins. Þótt
hugsanlega sé hún vel
m'eint, þrátt fyrir allt,
þá boðar hún augljósa
og neikvæða uppgjafar-
stefnu í byggðamálum,
sem Sjálfstæðisflokkur-
inn hefir ekki hingað
til viljað vera kenndur
við. Við þurfum á allt
öðru að halda nú, þegar
á móti blæs í niáluni
landsbyggðarinnar.”
allt fram til jóla. En á þau rök var
ekki hlustað.
Þar með var málinu lokið. Það
hafði verið tekið upp fyrirvara-
laust, án þess að hlutaðeigandi
aðilar í heimabyggð væru virtir
viðlits, skólanum kippt út af fjár-'
lögum og málið síðan rekið með
þjösnaskap og látum rétt í þann
mund er skólastarf var að hefjast.
Menntamálaráðherra, Ólafur G.
Einarsson, taldi sig nú hafa þau
vopn í höndunum, sem með þyrfti,
með aðstoð sinna dyggu þjóna og
tilkynnti 5. september að staðið
yrði við fyrri ákvörðun um að fella
niður skólahald í Héraðsskólanum
í Reykjanesi á yfirstandandi skóla-
ári. Ágúst Gíslason áætlar, að sú
ráðstöfun muni spara íslenska rík-
inu íjármuni sem nemur launum
eins til tveggja kennara auk ein-
hvers kostnaðar vegna ræstingar.
Og nú stunda 11 nemendur nám
við Reykjanesskóla - á grunnskóla-
stigi.
„Hið versta mál”
Eftir þessi málalok, sem vöktu
athygli alþjóðar meðan á hrinunni
stóð, var áðurnefndur aðstoðar-
maður menntamálaráðherra spurð-
ur að því í blaðaviðtali, hvort hér
hefði ekki þurft að taka tillit til
byggðasjónarmiða? Svarið kom,
stutt og laggott: „Byggðamál heyra
undir forsætisráðuneytið.” Fleira
þurfti ekki um málið að segja. En
hvað þýddi þetta svar? Að byggða-
mál kæmu menntamálaráðuneyt-
inu ekki við? Að algert sambands-
leysi væri milli ráðuneytanna? Að
forsætisráðherra, sem byggðamál
„heyra undir”, hafí sjálfur staðið á
bak við þessa atlögu og aðstoðar-
maður menntamálaráðherra því
ekki viljað eða getað tjáð sig frek-
ar um málið? Sjálf hallast ég að
því, að þetta kynlega svar og öll
meðferð þessa máls vitni einfald-
lega um hörmulega vanþekkingu
og skilningsleysi ráðuneytismanna
- þar með ráðherra - á þeirri stað-
reynd, að skólamálin, ásamt sam-
göngumálum, eru einn hinn
viðkæmasti og um leið hvað mest
afgerandi þáttur í framkvæmd
byggðamála og þá auðvitað helst
þar sem byggð stendur höllustum
fæti vegna stijálbýlis. Einmitt
vegna þessa eru aðfarir stjórnvalda
í umræddu skólamáli „hið versta
mál” - skemmdarverk eða embætt-
isafglöp, nema hvort tveggja sé.
Uppgjafarstefna
Það er hætt við því, að Vestfírð-
ingar og annað landsbyggðarfólk
kunni lítt að meta „hjálpsemi” for-
sætisráðherrans eins og hann túlk-
aði hana á flokksráðsfundi Sjálf-
stæðisflokksins. Þótt hugsanlega
sé hún vel meint, þrátt fyrir allt,
þá boðar hún augljósa og neikvæða
uppgjafarstefnu í byggðamálum,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir
ekki hingað til viljað vera kenndur
við. Við þurfum á allt öðru að haida
nú, þegar á móti blæs í málum
landsbyggðarinnar. Við megum
ekki láta það, sem miður hefur
farið í framkvæmd byggðastefnu á
undanförnum árum og áratugum
hrekja okkur frá þeirri grundvallar-
hugsjón að treysta byggð og
byggðajafnvægi í landinu öllu, þar
sem á annað borð eru lífvænleg
búsetuskilyrði. Við þurfum já-
kvæða uppbyggingarstefnu til að
hamla gegn frekari fólksflótta og
eyðingu byggða, stefnu sem hefur
bjarsýni og trú á landið að aflgjafa
og leiðarljósi, en ekki markaðslög-
málin ein saman.
Gleymdust byggðamálin?
Það vekur athygli, að í nýútkom-
inni „hvítri bók”, sem hefur að inni-
haldi stefnu og starfsáætlun núver-
andi ríkisstjórnar og sem ýmislegt
gott má segja um, eru byggðamál
ekki á blaði sem sérstakur mála-
flokkur og raunar varla á þau
minnst á síðum kversins. Gleymd-
ust þau bara, eða getur það verið,
að skýringin sé sú, að höfundar
þess - ríkisstjórnin - hafi hreinlega
ekki treyst sér til að opinbera sína
„byggðastefnu” - með öfugum for-
merkjum (eyðingarstefnu)? Að þeir
hafi talið vænlegra að láta hana
- liggja í þagnargildi um sinn en láta
verkin tala síðar - vafningalaust,
með svipuðum hætti og farið var
að í málum Héraðsskólans í
Reykjanesi nú á haustdögum? —
Eða hvað er að gerast í Sjálfstæðis-
flokknum?
Höfundur er fyrrverandí
alþingisma ður.
Opinn fundur um EES
ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN Háskóla íslands gengst fyrir opnum
fundi um ísland og Efnahagssvæði Evrópu laugardaginn 26. októb-
er í Átthagasal Hótel Sögu. Fundurinn hefst kl. 13.30.
fessor.
Að framsöguerindum loknum
verða pallborðsumræður og fyrir-
spurnir. Fundarstjóri verður Gunn-
ar G. Schram prófessor. Fundur
þessi er öllum opinn sem áhuga
hafa á þeim málum sem þar verða
rædd.
Á fundinum verða EES-samn-
ingarnir ræddir út frá stjórnmála-
legu, efnahagslegu og lögfræði-
legu sjónarhorni. Ræðumenn á
fundinum verða þessir: Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra,
Kristín Einarsdóttir alþingismað-
ur, Ásgeir Daníelsson hagfræðing-
ur og Stefán Már Stefánsson pró-