Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 14
MORGUN.BLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. .OKTÓBER 1991 -14 Súlurnar við Sólfar: Ætlað að afmarka lista- verkið frá umferðinni Hannað 1 samraði við erfingja lista- mannsins, segja hönnuðirnir SÚLURNAR, sem settar hafa verið upp við Sólfar, höggmynd Jóns Gunnars Arnasonar, þjóna meðal annars því hlutverki að afmarka listaverkið frá umferðinni á Sæbraut og í súlunum eru Ijóskastarar, sem lýsa munu verkið upp að næturlagi. Þetta segir Baldur Svavarsson, arkitekt hjá teiknistofunni Úti og inni, sem sá um hönnun umhverfis listaverksins. Eiríkur Þorláksson, myndlist- argagnrýnandi Morgunblaðsins, gerði súlur þessar að umræðu- efni í dáiki sínum síðastliðinn sunnudag og segir þar meðal annars: „Stórar súlur, sem marka inngang að svæðinu, minna á öndvegissúlur og gjör- breyta þar með inntaki verksins; það breytist úr tákni fyrir flug hugans um sólkerfið í ómerkileg- an víkingadall. Hvað ræður slíkri umgjörð? Voru gefendur verks- ins hafðir með í ráðum? Voru erfingjar listamannsins og/eða handhafar höfundarréttar spurð- ir álits? Var leitað til listamanna eða listráðunauta um þessa framkvæmd? Eða er hér á ferð- inni einkamál arkitekta eða verk- fræðinga, sem ekki þurfa að taka tillit til eins eða neins?” Baldur Svavarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að umgjörð verksins hefði verið hönnuð í samráði við dætur lista- mannsins og samstarfsmann hans, Kristin Hrafnsson, áður en verkið var sett upp. Aðaltil- gangur þeirra væri að bera ljósk- astara til að lýsa verkið upp, en jafnframt ættu súlurnar að vera eins konar hlið að verkinu. „Þær eiga að aðskilja umhverfi bílanna og umferðarinnar og umhverfi verksins, sem ekki tilheyrir bíln- um,” sagði Baldur. „Menn eiga að geta horfið frá umferðinni og nálgast verkið.” Hann sagði að á lægri stöllum til hliðar við súlurnar væri ætlun- in að koma fyrir útsýnisskífu og upplýsingum um verkið. Einnig yrðu settir upp bekkir, þar sem hægt væri að sitja og virða lista- verkið fyrir sér. Sulurnar við listaverkið. Morgunblaðið/Páll Steingrímsson Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar. Síðasta sýn- ingarhelgi hjá Hörpu Björnsdóttur NÚ fara í hönd síðustu dagar sýningar Hörpu Björnsdóttur í Austursal Kjarvalsstaða. Sýningin ber yfirskriftina „ And- lit daganna” og má líta á verkin sem hugleiðing- ar um svipi daganna og andblæ. Sýningin er opin kl. 11-18 og lýkur sunnu- daginn 27. október. Á Kjarvals- stöðum eru fleiri sýningar; Einar Hákon- arson sýnir málverk í vest- ursal, Hall- steinn Sigurðs- son sýnir höggmyndir og auk þess stendur yfir sýning á tillögum listamanna að listskreytingum í hinu nýja ráðhúsi Reykjavíkur- borgar. Ilarpa Björnsdóttir Sigurbjörn Aðalsteinsson, leiksljóri Ókunnra dufla, ræðir við aðal- leikara kvikmyndarinnar, þá Valdimar Örn Flygenring og Þröst Leó Gunnarsson. Stuttmyndin Okunn dufl frumsýnd í Háskólabíói Kristján Jóhannsson óperusöngvari: Umræðan um listir hálf- gert kaffibollakjaftæði „MER ER það ljúft og skylt að svara bréfi Sigrúnar Davíðsdóttur og mér þykir það leitt að ég skyldi eigna henni þessa slæmu grein Morgunblaðsins sem verður alltaf til skammar vegna slakrar vinnslu og lélegrar þýðingar,” sagði Krislján Jóhannsson óperu- söngvari í samtali við Morgunblaðið í gær. ÍSLENSKA stuttmyndin Ókunn dufl verður frumsýnd í Háskóla- bíói á morgun, laugardag. Sigur- björn Aðalsteinsson leikstýrir myndinni, en með aðalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson og Valdimar Örn Flygenring. Kvikmyndin Ókunn dufl, sem er 30 mínútna löng, fjallar um Hrólf (Þröst Leó), sem býr einn á sjávar- jörð. Hann finnur tundurdufl, sem rekið hefur á land og ætlar sér að nopta það í skúlptúr, þrátt fyrir sprengihættuna. Um svipað leyti kemur lögfræðingur (Valdimar Örn) í heimsókn. Hann vill hefja byltingarkennt þorskeldi á jörð Hrólfs og beitir allra bragða til að hrekja hann af jörðinni. Leikstjórinn, Sigurbjörn Aðal- steinsson, hefur leikstýrt þremur stuttmyndum. Sú síðasta var Hund- ur, hundur, sem sýnd var í sjónvarp- inu fyrir skömmu. Hugmyndina að Ókunnum duflum á Jón Ásgeir Hreinsson, sem skrifaði handritið ásamt Sigurbirni. Kvikmyndatöku- maður var Baldur Hrafnkell Jóns- son. Ivar Sigurbergsson samdi tón- listina, fyrir utan lagið Dufl, sem Sýningu Sig- runar Ols- ens lýkur Sigrún Olsen sýnir olíumálverk í Ásmundarsal v/Freyjugötu. Verkin eru unnin í Bandaríkjunum undan- farin tvö ár. Sýningunni lýkur á sunnudagjnn 27. október. samið er og flutt af Breka Brodda- syni. Helgarmyndir úff framieiða myndina ásamt Winther film í Kaupmannahöfn. Kvikmyndasjóður íslands og Norræni kvikmynda- sjóðuirnn styrktu gerð hennar að hluta. Samkvæmt íslenskum lögum, er íslenskukunnáttu krafist til að eftir- taldir fá starfsleyfi: læknar, tann- læknar, ljósmæður, hjúkrunarfræð- ingar, sjúkranuddarar, matvæla- fræðingar, talmeinafræðingar og flugliðar aðrir en einkaflugmenn og svifflugmenn. Að sögn Berglindar Ásgeirsdóttur ráðuneytisstjóra fé- lagsmálaráðuneytisins, er ekki litið svo á-gð krafa um íslenskukunnáttu mismuni einstaklingum á efnahags- svæðinu. Þrátt fyrir sameiginlegan evrópsk- an vinnumarkað, þá mun íslensk vinnulöggjöf áfram gilda, að sögn Berglindar Ásgeirsdóttur. Þannig geti útlendingar ekki undirboðið inn- lend laun, eða erlend stórfyrirtæki boðið í íslensk verk á þeim forsendum „Það var ekki órökrétt af mér að álíta að Sigrún hefði þýtt þessa nafnlausu grein en mér vitandi var enginn annar blaðamaður á Morg- unblaðinu sem skrifaði um þetta margumtalaða „debut” í Veróna. Það var rangt og ég biðst afsökun- ar á því, en sá blaðamaður er mér ennþá huldumaður. Sigrún þýðir orðið „provinsíal” sveitó og gerir mjög lítið úr því, en orðið er mikið notað alþjóðaorð og erfitt er að finna orð yfir það á íslensku. í leik- að þau flytji inn vinnuafl til verks- ins, sem þyggi lægri laun en íslensk- ir kauptaxtar gera ráð fyrir. Þá hafa íslensk stjórnvöld lýst því sérstaklega yfir, að þau muni beita öryggisákvæði EES-samninganna, ef hætta er á röskun vegna hópflutn- inga starfsfólks, eða ef ójafnvægi verður á fasteignamarkaði. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig öryggisákvæðið hljóðar í endanlegri gerð samninganna, en samkvæmt uppkasti frá í sumar geta samnigns- aðilar gripip til öryggisráðstafana, ef alvarlegir efnahagslegir, félags- legir eða umhverfíslegir erfiðleikar steðja að á ákveðnum svæðum eða landshlutum. Slíkar ráðstafanir verði þó að einskorðast, með tilliti til þessa ákveðna vandámáls og_ hve bað sé húsum á Ítalíu er provinsíal ekki mjög neikvætt heldur hlutur út af fyrir sig og um hann er fjallað á annan hátt en t.d. leikhús í Mílanó, Róm eða Plórens. Á Ítalíu eru þijár tegundir leikhúsa: „Ente au- tonomo” sem eru alþjóðaleikhús, „traditionaT’-leikhús sem í mörg- um tilfellum svipar til „autonomo”- leikhúss og síðan er talað um „the- atro de provinca”, það er leikhús sem eru meira þjóðarleikhús og gilda þar strangari reglur um ráðn- varanlegt, við það sem sé bráðnauð- synlegt til að koma ástandinu í samt lag. í samningsuppkastinu kemur einnig fram, að ef þessar öryggisráð- stafanir skapa ójafnvægi réttar og skyldu samkvæmt EES-samningn- um, geti aðrir samningsaðilar gripið til gagnaðgerða til að ná því jafn- vægi. Ekki fengust heldur upplýsingar um nákvæmt orðalag á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. En að sögn Berg- lindar Ásgeirsdóttur er orðalagið svipað og í öryggisákvæði í samningi um samnorrænan vinnumarkað. I þeim samningi segir orðrétt: „Samningurinn skal ekki vera því til fyrirstöðu, (...) að íslensk stjómvöld geti, í sérstökum tilvikum og að höfðu samráði við hin samningslönd- in, áskilið atvinnuleyfi í því skyni, að koma í veg fyrir röskum jafnvæg- is vegna hópflutninga starfsfólks eða meiri háttar flutninga einstaklinga sem beinast að sérstökum svæðum, ÉÉHLEfá átyipnugreinum.” ingu listamanna og varla um ráðn- ingu útlendinga að ræða. Ég myndi því ekki þýða orðið sveitó nema þá í slangi eða gríni. Mín skoðun á greininni hefur í raun ekkert breyst og mér finnst umfjöllunin vera fátækleg og vanta alla breidd, listræn umfjöllun er sama og engin. Varla er t.d. minnst á óperuna, þ.e.a.s. Turandot, hvað þá höfundinn sjálfan Puccini. Hún fjallar lítið um frammistöðu lista- manna, að vísu er minnst á að mér hafí verið klappað lof í lófa. Mér finnst að ijalla hefði mátt um kollega mína svo ég tali nú ekki um leikstjórann sem er heims- þekktur kvikmynda- og óperuleik- stjóri og heitir Montaldo. Greinin fannst mér vera á frekar lágu plani. I greininni um „debutið” í Ver- óna er gert mjög lítið úr góðum dómum í blöðum í Breccia. Það komu dómar í tveimur blöðum í Breccia og þau eru bæði stærri að upplagi heldur en Morgunblaðið og það er farið með dylgjur um að ástæða hinna góðu dóma sé sú að _ég búi í borginni. Ég óska ekki eftir daðri eða skjalli en mér finnst einfaldlega að Morgunblaðið sem einn virtasti fjölmíðill landsins eigi að hafa á sínum snærum skynsaman kunn- áttumann sem getur fjallað fag- lega um leikhús og listir, málefna- lega, óhlutdrægt og með góðri samvisku. Þetta vantar á þetta ágæta blað og hefur vantað lengi. Við eigum þó nokkra listamenn á háu plani erlendis og það er alltaf verið að senda á okkur eitthvert fólk sem varla veit um hvað hlutur- inn fjallar. Mér þykir leitt hvað það hefur orðið mikil umræða um þetta og hávær en samt vona ég að hún eigi eftir að skilja eftir sig árangur og verði til þess að listrænn skrif- ari í hæsta gæðaflokki verði ráðinn að blaðinu. Þessi umræða hefur hingað til verið hálfgert kaffíbolla- kjaftæði og það má kannski skrifa það á fámennið á Islandi,” sagði Kmtjáu.... .............. Sam-evrópskur vinnumarkaður á efnahagssvæði: A Islenskukunnátta skilyrði fyr- ir atvinnu í heilbrigðisstéttum ÞRÁTT fyrir að ein grundvallarreglan á evrópsku efnahagssvæði verði frjáls atvinnu- og búseturéttur, eru atvinnumöguleikar útlendinga liér á landi takmarkaðir í nokkrum löggiltum starfsgreinum, þar sem kraf- ist er íslenskukunnáttu. Þá gildir atvinnurétturinn ekki um opinbera starfsmenn. Islensk stjórnvöld hafa einnig lýst því yfir, að þau muni beita svonefndu öryggisákvæði EES-samninganna, verði meiriháttar röskun á atvinnuástandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.