Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNRLAÐIÐ MiaYIKUDAGUR.fi. N.Ó.VEMBER.1991 Landslagið 1991: Rás 2 og Sjón- varpið sjá um keppnina RAS 2 og Sjónvarpið hafa tekið að sér að sjá um keppnina um Landslagið 1991. Lögin verða kynnt í miðiunum auk þess sem þeim verður útvarpað og sjón- varpað á samtengdum rásum Rásar 2 og Sjónvarpsins úrslita- kvöldið 29. nóvember. Miðlarnir taka við keppninni af Stöð 2 og Bylgjunni sem upphaf- lega ætluðu að sjá um hana. Þorgeir Ástvaldsson, á Rás 2, sagði að bytjað yrði að kynna lög- in á mánudaginn. Þau verða aðal- lega í tveimur þátttum, Níu-fjögur og Landinu og miðunum, og verða tvö ný lög leikin á dag þar til öll lögin hafa verið kynnt en þá verða þau leikin saman. Myndbönd með keppnislögunum verða sýnd í Sjón- varpinu. Á meðan á kynningunni stendur getur almenningur nálg- ast atkvæðaseðla í dagblöðunum en atkvæðin munu vega milli 10 og 20% úrslitakvöldið. Þar verður til staðar 7 manna dómnefnd. Einnig munu atkvæði gesta á úr- slitakvöldinu hafa vægi í keppn- inni. -----MH----- Sjóslysið við Hornafjörð: 30-40 manns leita daglega Morgunblaðið/Rax Baggagarðar gegn uppblæstri Bændur í Biskupstungum, sem eru félagar í Lionsklúbbnum Geysi, fóru um síðustu helgi upp á Haukadalsheiði með heybagga._ Baggarn- ir, sem eru afrakstur sláttar fyrra árs, eru notaðir til að hefta uppblást- ur á heiðinni. Brynjar Sigurgeir Sigurðsson, bóndi á Heiði, sagði að bændur leggðu baggana í langa garða, þar sem þeir heftu sandfok. „Landgræðslan tekur svo við og sáir melgresi í baggagarðana. Þetta hefur gefið góða raun, en það er mikil vinna eftir til að hefta uppblástur á heiðinni,” sagði Brynjar. Á stærri myndinni er Magnús bóndi Jónas- son á Kjóastöðum að dreifa böggunum. Á innfelldu myndinni sést bagga- garður, sem nú er orðinn melgresisrönd þvert yfir heiðina. V onum að beiðni um greiðslu- stöðvun verði tekin fyrir á ný - segir stjórnarformaður Stálfélagsins „SVO virðist sem einhvers misskilnings hafi gætt varðandi grundvöll úrskurðar skiptaréttar. Við erum að reyna að koma skikkan á það. Burtséð frá því þá vinnum við að sjálfsögðu enn að því að afla fyrir- tækinu fjármagns. Það er eiginlega þetta sem á sér stað núna,” sagði Lars Gunnar Norberg, framkvæmdasljóri íslenska Stálfélagsins hf., en bæjarfógeti í Hafnarfirði hafnaði beiðni fyrirtækisins um greiðslu- stöðvun á mánudag. Björn Ilallenius, sljórnarformaður Stálfélagsins og aðaleigandi móðurfyrirtækisins Ipasco Steel Ltd. í London, kvaðst vonast til þess að beiðni um greiðslustöðvun yrði tekin fyrir aftur. LEIT stendur enn yfir að Þórði Erni Karlssyni sem saknað er eftir að skólaskipið Mímir fórst við Hornafjarðarós 28. október. 30-40 manns ganga fjörur dag- lega og bátar hafa leitað á sjó án árangurs. Hópur manna úr Keflavík hefur verið björgunarsveitarmönnum á Höfn til aðstoðar við leitina. í gær voru um 30 manns við leit á svæð- inu ailt frá Holtsósi á Mýrum aust- ur fyrir Hvalnes. -----4..».+--- Leiðrétting I leiðara Morgunblaðsins í gær var ranghermt að starfrækt væri kirkjuskjól fyrir börn í tveimur kirkjum í Reykjavík. Hið rétta er að einungis Neskirkja býður upp á þessa þjónustu núna en fyrr á árinu var í tilraunaskyni einnig starfrækt kirkjuskjól í safnaðar- heimili Fella- og Hólakirkju. Lars Gunnar sagði ekki vitað enn hvort fyrirtækið yrði lýst gjaldþrota. „Við vitum ekki hvort hægt er að taka málið upp að nýju og erum að afla okkur upplýsinga um það núna.” Björn Hallenius, stjórnarformaður Stálfélagsins, vildi ekki tjá sig um næstu skref. „Ég vona að málið verði tekið fyrir að nýju því mér finnst við skulda öllum lánardrottn- um okkar það. Við viljum forðast gjaldþrot sem annars verður líklega uppi á teningnum. Stjórnin hefur lagt fram áætlun um fjárhagslega endurskipulagningu á greiðslustöðv- unartímanum og við höfum átt við- ræður við helstu lánardrottna sem hafa þegar samþykkt að þessi leið verði farin. Sænski viðskiptabankinn okkar hefur stutt þessa leið,” sagði Hallenius. „Ég held að málið hafí ekki verið krufíð til mergjarenn. Ég vil í raun ekki tjá mig um þetta því það er ekki mitt hlutverk að gagnrýna úr- skurð skiptaréttar, en við erum að reyna að koma frekari upplýsingum á framfæri til réttra aðila svo unnt verði að endurskoða það. Það er ein- læg trú mín að fyrirtækið hafí burði til að halda velli til langs tíma litið og það hefur verið sýnt fram á að það hefur góða möguleika á fram- leiðsluaukningu að því tilskildu að hráefni sé til staðar,” sagði Hallen- ius. _ „Ég vona svo sannarlega að unnt verði að halda fyrirtækinu í rekstri því starfsmenn sem hafa hlotið þjálf- un við þessa starfsemi og þeir sem standa að baki fyrirtækinu vita að þeir geta framleitt gæðastál. Þetta er sterkt fyrirtæki og það er leitt að vita til þess að tafír í uppsetningu verksmiðjunnar hafí valdið þessum vandamálum. Hollenskur banki sem við skiptum við og sem við héldum að stæði að baki félaginu og staðfesti reyndar þennan stuðning með bréfaskriftum, greip skyndilega til aðgerða sém við botnum enn ekkert í. Við höfum reynt að ná sambandi við ábyrga aðila hjá bankanum án árangurs. Okkur fínnst við hafa verið hafðir að leiksoppum af bankanum,” sagði Hallenius. Engin niðurstaða lá fyrir eftir stjórnarfund fyrirtækisins í gær- kvöldi og sagði Lars Gunnar Nor- berg í samtali við Morgunblaðið að áfram yrði leitað leiða til að tryggja fjárhag félagsins. Hins vegar væri ljóst að niðurstaða yrði að fást í þessari viku. Evrópusamtök um atferlismeðferð: Islendingur kosinn formaður Borgarráð: Dr. Eiríkur Örn Arnarsson, sálfræðingur, var kjörinn formaður Evrópusamtaka um atferlismeðferð á aðalfundi samtakanna sem haldinn var i Osló 7. september. Atferlismeðferð er sálfræðileg meðferð sem fæst við að breyta atferli einstaklinga. Hinn nýkjörni formaður lauk doktorsprófi frá háskólanum í Manchester í Englandi 1979. Sama ár flutti hann til íslands og hefur starfað sem yfírsálfræðingur á geð- deild Landsspítalans ef frá eru tal- in 2 ár þegar hann gegndi sömu stöðu á Borgarspítalanum. Eiríkur sagði að meginverkefnið framundan væri án efa að sam- ræma nám og kröfur til meðferða- raðila á sameiginlegum vinnumark- aði í Evrópu. Evrópusamtök um atferlismeðferð voru stofnuð árið 1970 og eru opin þeim stéttum sem vinna með atferlismeðferð. Félagar eru 10.000 frá 21 landi. Á undan- förnum árum hafa ýmis austan- tjaldsríki bæst í hópinn s.s. Tékk- aslóvakía, Pólland, Ungveijaland og Eistlendingar gengu í samtökin á síðasta aðalfundi. Næsti aðal- fundur verður haldinn í Portúgal á næsta ári. Eiríkur er einnig formaður Fé- lags áhugamanna um atferlismeð- ferð á Islandi sem stofnuð voru árið 1987. Þau samtök munu standa fyrir 5. norrænu ráðstefn- unni um atferlismeðferð í Reykja- vík dagana 23.-25. apríl 1992 og aðalefni ráðstefnunnar verður heilsusálfræði. Á ráðstefnunni hef- ur mörgum þekktum fyrirlesurum verið boðið og verða fjölmörg nám- skeið haldin í tengslum við hana. Eiríkur Örn Arnarsson Sauðfjárbúskapur tak- markist við tíu kindur Landssamtök sauðfjárbænda hefur óskað eftir því við borgarráð, -*ið settar verði reglur um sauðfjárhald í borginni. Miðað verði við að ekki verði fleiri en 300 kindur í eigu borgarbúa, sem stunda sauðfjárbú- skap og að hver eigandi eigi ekki fleiri en 10 vetrarfóðraðar kindur. I erindi _sauðfjárbænda til borgar- ráðs kemur fram, að þar sem verið sé að laga sauðfjárframleiðsluna að innanlandsmarkaði, sé það mikil nauðsyn fyrir bændur sem lifa af sauðfjárbúskap að sitja sem mest að framleiðslunni. Bent er á að tak- marka beri eða leggja niður sauðfjár- búskap í þéttbýli. Þá mun og falla úr gildi allur framleiðsluréttur sauð- fjárafurða utan lögbýla með gildis- töku nýs búvörusamnings 1. sept- ember 1992. Þó er fjáreigendum heimilt að halda eftir allt að 10 kind- um til heimanota. „Fordæmi er fyrir því að bæjarfé- lag hafi sett reglur um sauðfjárhald þess efnis að heildarfjöldi sé bundinn ákveðnu hámarki (300 kindur) og hver eigandi megi ekki eiga fleiri en 10 vetrarfóðraðar kindur. Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda telur mjög æskilegt að hliðstæðar reglur verði settar í öllum þéttbýlissveitar- félögum þar sem sauðfjárhald er.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.