Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
15
Sagan
eftir Fríðu
Einarsdóttur
Aftur og enn eru breytingar á
Fæðingarheimili Reykjavíkur
(FHR) til umræðu. Síðasta atlagan
að starfsemi heimilisins virðist vera
hafin. Nú eru það ekki umræður í
borgarstjórn sem ógna tilvist þess,
heldur eru það fjárlög þjóðarinnar,
sem við er að glíma. — Ég neita
að trúa því að konur láti enn og
aftur ganga svo á rétt sinn til þess
að fæða börn sín við viðunandi að-
stæður. Því miður verð ég að játa
að ég óttast mjög að svo verði, því
helsti stuðningsmaður fyrir
óbreyttri starfsemi FHR, þegar
vinstri meirihluti var við völd í
Reykjavík, var borgarfulltrúinn
Davíð Oddsson núverandi forsætis-
ráðherra, sem því miður virðist
hafa „kúvent” í afstöðu sinni til
þessa máls. Ég hefi alla tíð talið
hann einangraðan í afstöðu og trú-
an sannfæringu sinni, en ekki
framagosa sem hagar seglum eftir
vindi. Forsendurnar frá því 1981
fyrir tilvist FHR hafa ekkert breyst.
Fæðingarstofum á Fæðingarheimili
Landspítalans (FDL) hefur því mið-
ur ekkert fjölgað, þær eru enn að-
eins 5. Á FHR eru nú 3 fæðingar-
stofur, voru áður 4. FHR hefur
verið mikið endurnýjað síðastliðið
ár, til þess meðal annars að gera
það enn heimilislegra, ef eitthvað
er.
Þið af yngri kynslóðinni sem les-
ið þessa grein, gerið ykkur væntan-
lega ekki ljóst hvað þessar breyting-
ar kunna að þýða, enda ekki við
því að búast, sem betur fer vil ég
segja.
Þið, væntanlegir foreldrar, vitið
ekki að lokun á 3 fæðingarstofum
þýðir það að á mesta annatíma
(fæðingum virðist fara fjölgandi)
myndast örtröð sem ekki verður
hægt að sinna svo vel sé. Að breyta
FHR eingöngu í sængurkvenna-
gang þýðir afturhvarf til áranna í
kringum 1060-70, þegar konur
fæddu börn sín iðulega inn á klós-
etti eða á göngum gamla fæðingar-
gangsins.
Ef núverandi fjárlög ná fram að
ganga verður þetta því miður upp-
lifun margra foreldra í framtíðinni.
Ég veit að starfsfólk FDL leggur
sig allt fram um að koma nýrra
einstaklinga í þennan heim verði
eins ánægjuleg minning og hægt
er fyrir aðstandendur. En 5 fæðing-
arstofur geta engan veginn annað
má ekkí endurtaka sig
sama álagi og 8 gera í dag. Blessuð
börnin virðast mjög oft fæðast í
lotum, en ekki eftir pöntunum.
Ekki má heidur gleyma því að
FDL sinnir ekki bara Stór-Reykja-
víkursvæðinu, heldur öllu landinu.
Ég skora á allar konur að standa
saman um að varðveita áframhald-
andi starfsemi FHR.
Við konur höfum sýnt það í gegn-
um árin, að ef við stöndum saman,
getum við rutt öllum hindrunum
úr vegi, sbr. byggingu Landspítal-
ans og stækkun fæðingadeildarinn-
ar.
Ég sá í lesendabréfi í Morgun-
blaðinu 31. október sl. tillögu um
að konur yrðu sjálfar að borga fyr-
ir fóstureyðingar, sem þá myndi
spara ríkinu um 25 milljónir kr.
árlega. — Þetta er allavega ekki
vitlausari tillaga en ýmislegt það
sem hefur komið frá heilbrigðisráð-
herra undanfarið, á tímum þegar
sjálfstryggingar virðast vera töfra-
orðið og lausn á vanda heilbrigðis-
mála.
Árið 1981 virtist það vera skoðun
Davíðs Oddssonar að almenn heilsu-
gæsla myndi aldrei skila arði í bein-
hörðum peningum. Ég vona inni-
lega að svo sé enn þó að hann sé
nú orðin forsætisráðherra, en ekki
óbreyttur borgarfulltrúi.
Að mínum dómi hefði samstarf
FDL og FHR mátt vera meira og
betra í gegnum árin og vafalaust
væri hægt að spara eitthvað með
hagræðingu og betra samstarfi.
Einnig má benda á að það kostar
líka peninga að flytja konur í
sjúkrabíl á milli staðanna. Eflaust
væri hægt að spara með því að
flytja 3-6 konur og börn þeirra í
einni ferð, en er það sú þjónusta
. sem við viljum bjóða upp á?
Fæðingar eru sem betur fer í
flestum tilfellum eðlilegur hlutur,
en ekki sjúkdómur. Með góðu eftir-
AFMÆLISTILBOD
I tilefni 5 ára afmælis
(þar af 4 ár í Kringlunni)
tískuverslunarinnar CÖRU,
bjóðum við vióskiptavinum
okkar 20% staðgreiðslu-
afslátt (15% greiðslukort) af
öllum vörum verslunarinnar,
ásamt skóm frá Di Sandro
Magli, föstudaginn 22. og
laugardaginn 23. nóvember.
Verið velkomin.
tískuverslun,
Kringlunni, s. 33300.
„Við megum alls ekki
við því að fæðingar-
stofnunum fækki á
Reykjavíkursvæðinu.
Það yrði missir og stórt
skref afturábak sem
yrði ekki svo auðvelt
að bæta aftur.”
liti á meðgöngu er nær oftast hægt
að sjá fyrirfram þá erfiðleika, sem
kunna að koma upp í fæðingunni —
en með undantekningum þó, sem
alltaf hljóta að verða og enginn
mannlegur máttur né tæki geta
sagt fyrir um. Því á ekki að vera
þörf á að allar konur fæði í gjör-
gæslu, heldur geti þær, ef þær vilja,
fætt á minni og að margra mati
heimilislegri stað, þar sem visst
öryggi er auðvitað líka fyrir hendi,
eins og er á FHR.
Það má enginn taka þetta svo
að ég sé á móti FDL. Langt þar
frá, — þar hefi ég bæði unnið og
notið frábærrar þjónustu.
Við megum alls ekki við því að
fæðingarstofnunum fækki á
Reykjavíkursvæðinu. Það yrði miss-
ir og stórt skref afturábak sem
yrði ekki svo auðvelt að bæta aftur.
Þetta er ekki einkamál kvenna
heldur varðar það okkur öll.
Höfundur er ljósmóðir.
Friða Einarsdóttir
Verðum með
Armaflex
Á góðu verði
pípuelnangrun i hólkum,
plötum og límrúllum frá
Þ. ÞORGRÍMSSON &C0
Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640
SIEMENS
Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara!
Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið!
• Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6.
• Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13.
• BorgarfjörOur: Rafstofan Hvítárskála.
• Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25.
• GrundarfjörOur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42.
• Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7.
• BúOardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12.
• ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9.
• Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1.
• SauOárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1.
'* SiglufjörOur: Torgið hf., Aðalgötu 32.
• ÁRtrreyríf "Sfr bf., ReynishúslnurFúrúvöllúm 1. '
• Húsavík: Öryggi sf., Garðarsbraut 18a.
• Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3.
• NeskaupstaOur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24.
• Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31.
• EgilsstaOir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1.
• BreiOdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13.
• Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43.
• Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18.
• Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4.
• Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29.
• Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2,
KeflávlkT'EjðsBöginnrHafhárgötu 25.