Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 15 Sagan eftir Fríðu Einarsdóttur Aftur og enn eru breytingar á Fæðingarheimili Reykjavíkur (FHR) til umræðu. Síðasta atlagan að starfsemi heimilisins virðist vera hafin. Nú eru það ekki umræður í borgarstjórn sem ógna tilvist þess, heldur eru það fjárlög þjóðarinnar, sem við er að glíma. — Ég neita að trúa því að konur láti enn og aftur ganga svo á rétt sinn til þess að fæða börn sín við viðunandi að- stæður. Því miður verð ég að játa að ég óttast mjög að svo verði, því helsti stuðningsmaður fyrir óbreyttri starfsemi FHR, þegar vinstri meirihluti var við völd í Reykjavík, var borgarfulltrúinn Davíð Oddsson núverandi forsætis- ráðherra, sem því miður virðist hafa „kúvent” í afstöðu sinni til þessa máls. Ég hefi alla tíð talið hann einangraðan í afstöðu og trú- an sannfæringu sinni, en ekki framagosa sem hagar seglum eftir vindi. Forsendurnar frá því 1981 fyrir tilvist FHR hafa ekkert breyst. Fæðingarstofum á Fæðingarheimili Landspítalans (FDL) hefur því mið- ur ekkert fjölgað, þær eru enn að- eins 5. Á FHR eru nú 3 fæðingar- stofur, voru áður 4. FHR hefur verið mikið endurnýjað síðastliðið ár, til þess meðal annars að gera það enn heimilislegra, ef eitthvað er. Þið af yngri kynslóðinni sem les- ið þessa grein, gerið ykkur væntan- lega ekki ljóst hvað þessar breyting- ar kunna að þýða, enda ekki við því að búast, sem betur fer vil ég segja. Þið, væntanlegir foreldrar, vitið ekki að lokun á 3 fæðingarstofum þýðir það að á mesta annatíma (fæðingum virðist fara fjölgandi) myndast örtröð sem ekki verður hægt að sinna svo vel sé. Að breyta FHR eingöngu í sængurkvenna- gang þýðir afturhvarf til áranna í kringum 1060-70, þegar konur fæddu börn sín iðulega inn á klós- etti eða á göngum gamla fæðingar- gangsins. Ef núverandi fjárlög ná fram að ganga verður þetta því miður upp- lifun margra foreldra í framtíðinni. Ég veit að starfsfólk FDL leggur sig allt fram um að koma nýrra einstaklinga í þennan heim verði eins ánægjuleg minning og hægt er fyrir aðstandendur. En 5 fæðing- arstofur geta engan veginn annað má ekkí endurtaka sig sama álagi og 8 gera í dag. Blessuð börnin virðast mjög oft fæðast í lotum, en ekki eftir pöntunum. Ekki má heidur gleyma því að FDL sinnir ekki bara Stór-Reykja- víkursvæðinu, heldur öllu landinu. Ég skora á allar konur að standa saman um að varðveita áframhald- andi starfsemi FHR. Við konur höfum sýnt það í gegn- um árin, að ef við stöndum saman, getum við rutt öllum hindrunum úr vegi, sbr. byggingu Landspítal- ans og stækkun fæðingadeildarinn- ar. Ég sá í lesendabréfi í Morgun- blaðinu 31. október sl. tillögu um að konur yrðu sjálfar að borga fyr- ir fóstureyðingar, sem þá myndi spara ríkinu um 25 milljónir kr. árlega. — Þetta er allavega ekki vitlausari tillaga en ýmislegt það sem hefur komið frá heilbrigðisráð- herra undanfarið, á tímum þegar sjálfstryggingar virðast vera töfra- orðið og lausn á vanda heilbrigðis- mála. Árið 1981 virtist það vera skoðun Davíðs Oddssonar að almenn heilsu- gæsla myndi aldrei skila arði í bein- hörðum peningum. Ég vona inni- lega að svo sé enn þó að hann sé nú orðin forsætisráðherra, en ekki óbreyttur borgarfulltrúi. Að mínum dómi hefði samstarf FDL og FHR mátt vera meira og betra í gegnum árin og vafalaust væri hægt að spara eitthvað með hagræðingu og betra samstarfi. Einnig má benda á að það kostar líka peninga að flytja konur í sjúkrabíl á milli staðanna. Eflaust væri hægt að spara með því að flytja 3-6 konur og börn þeirra í einni ferð, en er það sú þjónusta . sem við viljum bjóða upp á? Fæðingar eru sem betur fer í flestum tilfellum eðlilegur hlutur, en ekki sjúkdómur. Með góðu eftir- AFMÆLISTILBOD I tilefni 5 ára afmælis (þar af 4 ár í Kringlunni) tískuverslunarinnar CÖRU, bjóðum við vióskiptavinum okkar 20% staðgreiðslu- afslátt (15% greiðslukort) af öllum vörum verslunarinnar, ásamt skóm frá Di Sandro Magli, föstudaginn 22. og laugardaginn 23. nóvember. Verið velkomin. tískuverslun, Kringlunni, s. 33300. „Við megum alls ekki við því að fæðingar- stofnunum fækki á Reykjavíkursvæðinu. Það yrði missir og stórt skref afturábak sem yrði ekki svo auðvelt að bæta aftur.” liti á meðgöngu er nær oftast hægt að sjá fyrirfram þá erfiðleika, sem kunna að koma upp í fæðingunni — en með undantekningum þó, sem alltaf hljóta að verða og enginn mannlegur máttur né tæki geta sagt fyrir um. Því á ekki að vera þörf á að allar konur fæði í gjör- gæslu, heldur geti þær, ef þær vilja, fætt á minni og að margra mati heimilislegri stað, þar sem visst öryggi er auðvitað líka fyrir hendi, eins og er á FHR. Það má enginn taka þetta svo að ég sé á móti FDL. Langt þar frá, — þar hefi ég bæði unnið og notið frábærrar þjónustu. Við megum alls ekki við því að fæðingarstofnunum fækki á Reykjavíkursvæðinu. Það yrði miss- ir og stórt skref afturábak sem yrði ekki svo auðvelt að bæta aftur. Þetta er ekki einkamál kvenna heldur varðar það okkur öll. Höfundur er ljósmóðir. Friða Einarsdóttir Verðum með Armaflex Á góðu verði pípuelnangrun i hólkum, plötum og límrúllum frá Þ. ÞORGRÍMSSON &C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • BorgarfjörOur: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • GrundarfjörOur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • BúOardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • SauOárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. '* SiglufjörOur: Torgið hf., Aðalgötu 32. • ÁRtrreyríf "Sfr bf., ReynishúslnurFúrúvöllúm 1. ' • Húsavík: Öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • NeskaupstaOur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. • EgilsstaOir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • BreiOdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2, KeflávlkT'EjðsBöginnrHafhárgötu 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.