Morgunblaðið - 22.11.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
19
vinnuástand í einstökum byggðar-
lögum. Þeir myndu kaupa fisk-
vinnslustöðvar, sem eru hagkvæm-
ar, og slík fyrirtæki hafa engum
skyldum að gegna gagnvart íbúun-
um, það hefur fyrst og fremst skyld-
um að gegna gagnvart hluthöfum
sínum.”
Ég endurtek: Með aðild að EES
erum við að hleypa inn í landið
gróðaþyrstu auðmagni. Það er
mergurinn málsins.
Talsmenn EES segja: Það er
engin hætta á að erlent auðmagn
fái hér fótfestu. Við höfum fyrir-
vara, við munum setja upp girðing-
ar okkur til varnar.
Ég spyr: Hvernig í ósköpunum
er hægt að setja upp girðingar sem
koma að gagni? Ríkisstjórnin boðar
einkavæðingu orkustofnana og rík-
isbanka. Stofnuð verða svokölluð
aimenningshlutafélög. Hlutabréfin
ganga kaupum og sölum. Erlendum
aðilum eru heimiluð kaup. Er ekki
ljóst að hið „gróðaþyrsta auðmagn”
muni koma til sögunnar?
7.
Ef afglöp Jóns Baldvins í umræð-
um EB og EFTA um EES eru tíund-
uð þá eru þau þessi helst:
Hann átti mestan þátt í því að
ísland fylkti sér í hóp EFTA-ríkj-
anna þrátt fyrir þá staðreynd að
þau höfðu allt annarra hagsmuna
að gæta en ísland.
í samningaviðræðunum glutraði
hann niður þýðingarmiklum fyrir-
vörum sem Steingrímur Hermanns-
son setti fram í ræðu sinni í Ósló
í mars 1989.
Hann gekk á snið við samráð-
herra sína í ríkisstjórn Steingríms
og hann hefur allt frá upphafi við-
ræðnanna látið undir höfuð leggjast
að hafa náið samráð við utanríkis-
málanefnd Alþingis — þrátt fyrir
að það er tilskilið í lögum. Eins og
áður segir þá hafa nefndarmenn
enn þann dag í dag ekki fengið næg
gögn til yfirvegunar.
8.
íslenska þjóðin stendur frammi
fyrir miklum vanda nú um stundir
— eins og svo oft áður. Kvótaskerð-
ing, atvinnuleysi, orkuvextir, verð-
bólga. Ult er að vita til alls þessa,
en þetta eru innanríkismál.
Með atorku sinni, dugnaði og
menntun mun þjóðin sigrast á erfið-
leikunum.
Samningurinn um þátttöku Is-
lands í efnahagssvæði Evrópu er
utanríkismál. Fari svo að við íslend-
ingar gerumst aðilar að EES þá
ráðum við ekki einir ferðinni inn í
21. öldina.
Það voru orð að sönnu sem Stein-
grímur Hermannsson, þáverandi
forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu
til þjóðarinnar um síðustu áramót:
„Éins og sagan sýnir munu er-
lendar þjóðir eða efnahagssam-
steypur aldrei láta stjórnast af
hagsmunum hinnar örsmáu ís-
lensku þjóðar, ef þær mega ráða
landsins auði. Minnumst þess jafn-
Tónleikar
Hljómsveit-
ar Tónlist-
arskólans
FYRSTU tónleikar Hyóm-
sveitar Tónlistarskólans í
Reykjavík á þessu skólaári
verða haldnir í Langholts-
kirkju laugardaginn 23. nóv-
ember nk. og hefjast kl. 17.00.
Fluttur verður forleikur að
Brottnáminu úr kvennabúrinu
eftir W.A. Mozart og einnig
aríur og dúett úr sömu óperu.
Einsöngvarar eru Hlín Péturs-
dóttir, sópran, Laufey Helga
Geirsdóttir, sópran, og Tómas
Tómasson, bassi, en þau eru öll
nemendur í skólanum. Jafn-
framt verður flutt Sinfónía nr.
7 í A-dúr op. 92 eftir L. van
Beethoven. Stjómandi er Örn
Óskarsson.
Aðgöngumiðar verða seldir
við innganginn.
(Fréttatilkyiming)
Skuldin við starfsmenn
Stj örnunnar 1,8 milljónir
segir fyrrverandi starfsmaður Jóhannesar Skúlasonar
FYRRVERANDI starfsmenn Jóhannesar B. Skúlasonar, útvarps-
stjóra nýju útvarpsstöðvarinnar Sólarinnar, á Stjörnunni, segja að
hann skuldi þeim laun, og að það sé alrangt að Jóhannes hafi ekki
fengið reikninga fyrir þeim launum, sem hann skuldi þeim, eins og
fram kom í viðtali við hann í Morgunblaðinu s.l. miðvikudag.
framt að alþjóðleg fyrirtæki, sem
velta árlega margföldum þjóðar-
tekjum okkar íslendinga, eiga hægt
með að eingast það, sem þau girn-
ast, ef landamærin eru ekki vel
varin.”
Hannibal Valdimarsson var þjóð-
rækinn maður og mikill jafnaðar-
maður. Enn' vísa ég til orða hans:
„Ég heiti á þjóðina að kynna sér
þetta stærsta mál íslenskra stjórn-
mála vandlega — og forðast að láta
blekkja sig — hefja málið langt
yfir flokka og kreíjast þess að þjóð-
in verði áður spurð annaðhvort með
þjóðaratkvæðagreiðslu, eða beinum
alþingiskosningum sem fyrst og
fremst snúast um þetta mál.”
Höfundur er hagfræðingur og var
aðstoðarmaður Lúðvíks
Jósepssonar, ráðherra, 1971-74,
varamaðurí bankaráði
Seðlabankans 1972-80 og
Útvegsbankans 1982-86.
Þóra Hjartar er ein þeirra sem
starfaði á Stjörnunni undir stjórn
Jóhannesar á sínum tíma. Hún seg-
ist vera búin að senda honum reikn-
ing fyrir því sem hann skuldi henni.
„Jóhannes skuldar mér hluta launa
minna fyrir septembermánuð, og
einnig hluta launa í október. Ég er
reyndar mjög heppin því að sumum
skuldar hann laun allt aftur í maí.
Ég get aðeins staðfest að þessi
upphæð sem hann skuldar mér er
um 50 þúsund krónur. Ég er sölu-
maður og hann tók með sér öll þau
sölugögn, sem við höfðum aflað
okkur,” segir Þóra.
Hún segir að sá hópur, sem eigi
launakröfur á hendur Jóhannesi
hafí tekið sig saman og ætli að
fara með málið til lögfræðings. „Jó-
hannes skuldar fólki allt upp í 200
þúsund krónur, og af því má sjá
að persónulega stend ég nokkuð
vel.”
Þóra segir að í heild séu það um
1,8 milljónir króna sem Jóhannes
skuldi þeim. „Þess vegna, eins og
gefur að skilja, erum við orðin mjög
þreytt og vond yfír þessu máli,”
sagði Þór Hjartar að lokum.
FRELSI
SEMDU
VIÐ §§§
SJÁLFAN
ÞIGUM
SKATT-
Jón Grímur Jónsson geröi tímamótasamning viö sjálfan sig. Hann ákvað aö
kaupa sér Launabréf og getur nú greitt sjálfum sér laun meö nýjum hætti.
Launin eru vextirnir af bréfunum, sem eru greiddir fjórum sinnum á ári, og
veröbætur leggjast viö höfuðstólinn þannig aö hann heldur verögildi sínu.
Þar aö auki eru Launabréfin skattfrjáls. Eigandi þeirra greiöir hvorki eignarskatt
af höfuðstólnum né tekjuskatt af vöxtunum.
Þaö eru fleiri en Jón Grímur sem geta notiö árangurs erfiöis síns og skapaö sér
og sínum meiri tíma og ánægju. Faröu aö dæmi hans’: Festu fé þitt í
Launabréfum, bréfum sem eru skattfrjáls tekjulind og einvörðungu byggð á
ríkistryggðum eignum.
Kynntu þér kosti Launabréfa hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsmönnum
Landsbréfa í útibúum Landsbanka íslands um allt land.
m
LANDSBRÉF H.F. ?
Landsbankinn stendur meö okkur 1
Suöurlandsbraut 24, sími 679200 «
Löggilt veröbréfafyrirtæki Aöili að Verðbréfaþingi íslands =