Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
Jón Baldvin Hannibalsson:
Sósíalisminn sam-
ræmist ekki lýðræði
> ____
Olafur Ragnar er framsóknarmaður
í pólitískri gíslingu
„OLAFUR Ragnar Grímsson hefur aldrei tilheyrt þessum flokki sem
hann er formaður fyrir. Hann var framsóknarmaður og er það í
raun og veru enn. Hann er hins vegar í pólitískri gíslingu hjá þessu
liði og það hentar þeim nú í stjórnarandstöðu að flagga honum, af
því að fortíð hans er í þeim skilningi flekklaus að hann hefur ekki
verið áhangandi þeirrar hugmyndafræði sem nú er í rústum um
gervalla heimsbyggðina, eins og þeir hinir,” segir Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins.
„Sósíalismi er í reynd stjórnkerfi
sem samræmist ekki lýðræði og það
gerðu jafnaðarmannaflokkar í
Vestur Evrópu sér grein fyrir upp
úr 1930. Okkar stefna heitir sósíal
demókratí og byggir á gmnnhug-
myndum um lýðræði og réttarríki.
Alþýðubandalagið er með seinustu
pólitísku söfnuðum í veraldarsög-
unni til að uppgötva þetta núna.
Ég þekki reyndar svo vel til innan
veggja Alþýðubandalagsins að ég
veit að þrátt fyrir þessa varaþjónk-
un, er meginhlutinn af forystu-
mönnum flokksins alls ekki sam-
mála þessum hugmyndum. Þeir
þora einfaldlega ekki að hampa sín-
um eigin, vegna þess að þær eru
dauðar,” sagði Jón þegar hann var
■ í HREYFILISTAHÚSINU
Vesturgötu 5, fer fram kennsla í
kínverskri leikfimi eða Tijiquan.
Tijiquan er afslöppuð og róleg lík-
amleg athöfn, sem getur hjálpað
fólki að halda sér í andlegu og lík-
amlegu formi. Nú eru að hefjast
' námskeið fyrir barnshafandi konur,
þar sem áhersla er lögð á öndun,
hugarró, þjálfun grindarbotnsvöðva
og opnun á flæði til líffæra.
(Fréttatilkynning)
■ ÍSLANDSMÓT kvenna 1991
verður haldið dagana 22. nóvember
til 24. nóvember nk. í Faxafeni 12,
Reykjavík. Tefldar verða 7 umferð-
ir. Tímamörk 2 klst. á 40 leiki og
30 mín. til að ljúka skákinni. Gert
er ráð fyrir 1 umf. kl. 19.00 föstu-
daginn 22. nóv. Síðan verður teflt
á laugardag og sunnudag. Sigur-
vegarinn fær fríar ferðir á skákmót
erlendis einhvem tíma á því tíma-
bili sem hann heldur titlinum.
spurður álits á hvort jafnaðar-
mennska og sósíalismi gætu farið
saman.
Jón sagði að Alþýðuflokkurinn
hefði verið jafnaðarmannaflokkur
íslands í meira en 70 ár og þyrfti
ekki að biðjast afsökunar á fortíð
sinni öfugt við Alþýðubandalagið.
„Alþýðuflokkurinn hefur verið boð-
beri lýðræðissinnaðrar jafnaðar-
stefnu allan þennan tíma og er það
enn. Á þessu tímabili hefur Alþýðu-
bandalagið og forveri þess háð heil-
agt hugmyndafræðilegt stríð gegn
Alþýðuflokknum og hugmyndum
lýðræðissinnaðrar jafnaðarstefnu.
Þeirra hugmyndaarfur var mótaður
á árunum milli heimsstyijalda og
var ótvírætt sovéttrúboð. Nú er
fortíð þeirra öll í ösku og í þeim
skilningi er það rétt skilið hjá Ólafi
Ragnari að Alþýðubandalagið er
pólitísk flóttamannasamtök frá
fortíðinni. Þeir telja nú rétt að
nudda sér utan í þá jafnaðarstefnu
sem Alþýðuflokkurinn er málsvari
fyrir- og ekkert nema gott um það
að segja. Við jafnaðarmenn fögnum
öllum nýjum liðskosti,” sagði Jón.
Hann sagði athyglisvert að þessi
sinnaskipti ættu sér stað nú. „Allt
efnahagskerfi og stjórnkerfi þess
sem Alþýðubandalagið boðaði sem
sósíalisma er nú á öskuhaugum
sögunnar, og kemur vonandi aldrei
þaðan aftur. Það er ekki pláss á
Islandi nema fyrir einn jafnaðar-
mannaflokk. Það er að sjálfsögðu
sá flokkur sem ekki þarf að biðjast
afsökunar á fortíð sinni og hefur
alla tíð haldið fram gildi lýðræðis-
legrar jafnaðarstefnu, og þarf þess
vegna ekki að taka hugmyndafræði
sína til algjörs endurmats. Þetta er
því eins og hvert önnur fjölmiðla-
sýning, sem ólafur Ragnar er snill-
ingur í,” sagði hann.
Morgunblaðið/Rúnar Þór.
Loksins
loðna
SÚLAN frá Akureyri
landaði í gærkvöldi 600
tonnum af loðnu á
Krossanesi. Loðnuvertíð
hefur gengið illa það sem
af er hausti, tíð verið rysj-
ótt og loðnan ekki fundist
eða staðið djúpt. Síðustu
daga hefur heldur ræst
úr og nokkur skip fengið
afla. Myndin var tekin í
gærkvöidi er byijað var
að landa úr Súlunni.
Landsfundur Alþýðubandalagsins hófst í gær;
Jafnaðarmannaflokk-
ur íslands er hér
-sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður í setningarræðu sinni
ÓLAFUR Ragnar Grímson, formaður Alþýðubandalagsins, beindi
harðri gagnrýni að ríkisstjórninni í setningarræðu sinni á 10. lands-
fundi flokksins sem hófst í gær. Sagði hann ríkisstjórnina magna
átök, andstæður og fjandskap í þjóðfélaginu. Lýsti hann Alþýðu-
bandalagið reiðubúið til viðræðna við aðra stjórnmálaflokka um
myndun nýrrar ríkissljórnar sem kæmi tillögum, sem væru lykill
að nýjum kjarasamningum og stöðugleika, í framkvæmd, í samvinnu
við samtök launafólks og atvinnulífs. Ólafur sagði að Alþýðuflokkur-
inn hefði svikið jafnaðarmenn, skreytt sig nafnbótinni Jafnaðar-
mannaflokkur Islands fyrir ári, sem nú væri háðsmerki við verk
forystunnar. „Jafnaðarmannaflokkur Islands er hér,” sagði formað-
ur Alþýðubandalagsins.
„Á þessum fundi munum’ við
samþykkja nýja stefnuskrá. Stefnu-
skrá sem svarar skýrt hvert við
viljum halda. Stefnuskrá sem verð-
ur leiðarvísir um ókomin ár,” sagði
formaðurinn.
„Við heitum því að bera með
réttu, í raun og sann heiti jafnaðar-
stefnunnar og þeirrar róttækni og
félagshyggju sem ísland þarf nú á
að halda. Og við segjum við þær
þúsundir sem trúðu því að aðrir
myndu bera þetta merki en voru
sviknir í vikunni eftir kjördag; Við
bjóðum ykkur velkomin í okkar
samfylgd. Og við segjum einnig við
þá sem voru áður fyrr í okkar flokki
en létu blekkjast af þeim sem sögðu
eitt en gerðu annað; Verið velkomin
heim,” sagði hann. „Þúsundir heim-
ilislausra jafnaðaiTnanna og félags-
hyggjufólks á íslandi er nú að leita
að vettvangi samstarfs og forystu.
Við bjóðum ykkur velkomin í okkar
lið,” sagði Olafur.
Um Sjálfstæðisflokkinn sagði
Ólafur að hann væri klofinn niður
í rót og væri núna flokkur lítillar,
harðsvíraðrar klíku sem ætlaði að
steypa íslenskt samfélag í mót
kreddna Friedmans og Heyeks.
Formaðurinn fjallaði einnig um
tillögur flokksins um lífskjarajöfnun
og aðgerðir í atvinnulífinu, sem
hann sagði að hefðu m.a. hlotið
hljómgrunn hjá forsvarsmönnum
atvinnulífsins. Hélt hann því fram
að ef Alþýðuflokkurinn hefði ekki
hlaupið burt úr síðustu ríkisstjórn
hefðu tillögumar þegar verið fram-
kvæmdar og nýjum kjarasamning-
um verið lokið í sumar og haust.
Ólafur sagði að meðal verkefna
framtíðarinnar væru möguleikar á
að gera samninga við aðila í fjar-
lægum heimsálfum um sameigin-
lega hagsmuni í sjávarútvegi og
fískveiðum og nefndi sem dæmi
Mexíkó, Indland og Indónesíu. „Ég
veit af viðræðum við fjölmarga for-
ystumenn þessara ríkja að þeir eru
reiðubúnir til að setjast að samn-
ingaborðinu með íslenskum útgerð-
armönnum, kaupa kunnáttu okkar
í sjávarútvegi og fískvinnslu og
gera samkomulag um veiðar okkar
skipa í þeirra landhelgi gegn endur-
gjaldi af sölu aflans í gegnum mark-
aðskerfí okkar og fá síðan aðstoð
íslendinga við að þróa fiskiðnað og
vinnslu í heimalöndum þeirra,”
sagði Ólafur.
Sósíalismi og markaðsbúskapur í stefnuskrárdrögnm Alþýðubandalagsins:
Jafnaðarstefna og ákveðið hlutverk
frjálsrar samkeppni fara ágætlega saman
- segir Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður flokksins
„ALÞÝÐUBANDALAGIÐ er flokkur jafnaðarstefnu og félags-
hyggju, róttækur flokkur sem byggir á grunnhugmyndum jafnað-
arstefnunnar, sósíalismans, um jafnrétti, lýðræði og félagslegt
réttlæti,” segir í skilgreiningu á Alþýðubandalaginu í drögum
að nýrri stefnuskrá , sem lögð hafa verið fram á landsfundi
flokksins. Áhersla er lögð á lýðræði og að flokkurinn hafni frjáls-
hyggju og einnig „alráðri forsjárhyggju hins opinbera” en nýta
beri kosti markaðsbúskapar á margvíslegum sviðum. „Við vísum
í grunnhugmyndir jafnaðarstefnunnar, sósíalismans, og óumdeil-
anlega sækja jafnaðarmannaflokkar, sósíalistar, ákveðnar hug-
myndir í þá átt,” segir Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður
og varaformaður flokksins, en hann vann að lokafrágangi stefnu-
skrárdraganna ásamt Má Guðmundssyni hagfræðingi. Kjartan
Valgarðsson, formaður Birtingar, segist hafa viljað losna við
hugtakið „sósíalisma” úr stefnuskránni en segist sætta sig við
það, því það hafi sömu merkingu og jafnaðarstefna, einsog það
kemur fram í drögunum.
„Grunnþættir þessa plaggs eru
fjórir: Blandað hagkerfí, lýðræði,
jafnaðarstefnan og græni þráður-
inn, sem er töluvert sterkur,” seg-
ir Már. „Sósíalismi er aðeins er-
lent orð yfír jafnaðarstefnu,”
sagði hann. Már benti á að Al-
þjóðasamband jafriaðarmanna
bæri nafnið The Socialist Intern-
ational og meðlimir Verkamanna-
flokksins í Bretlandi, Sósíalista-
flokksins í F’rakklandi og sænskir
jafnaðarmenn kenndu sig við sós-
íalisma.
Már sagði að orðalag stefnu-
skrárdraganna um að nýta' beri
kosti markaðasbúskapar á marg-
víslegum sviðum fari vel saman
með jafnaðarstefnu. „Það fer hins
vegar ekki saman að dýrka mark-
aðinn sem trúarbrögð, heldur á
að nota hann þar sem hann leiðir
gott af sér. Þetta hafa sósíaldemó-
kratar um allan heim gert. Þetta
er ekki sérstök áhersla á markað-
inn heldur fyrst og fremst skil-
greining á því hvert hlutverk hans
eigi að vera.
Hlutverk markaðarins
Steingrímur benti á að stefnu-
skráin væri stutt og ætti fyrst og
fremst að geta verið grundvallar-
yfírlýsing sem stæðist tímans
tönn óháð ýmsum breytingum á
líðandi stund. „Sú lýðræðislega
jafnaðarstefna sem við stöndum
fyrir er skilgreind og er vísað í
ákveðnar grunrthugmyndir jafn-
aðarstefnunnar, sósíalismann, um
jafnrétti og jöfnuð, lýðræði og
félagslegt réttlæti. A öðrum stað
er víkið að því að við aðhyllumst
blandað hagkerfí á félagslegum
grunni, þar sem markaðinum er
ætlað ákveðið hlutverk en honum
eru settar skýrar skorður og
minnt á að hann eigi að vera þjónn
en ekki herra, tæki en ekki trúar-
brögð. Ég tel að þannig fari ágæt-
lega saman nútímaleg, lýðræðis-
leg jafnaðarstefna og ákveðið
hlutverk sem fijáls samkeppni og
markaður gegnir, á að gegna og
getur vel gegnt. Við erum jafn
andvígir óheftri fijálshyggju og
frumskógarlögmálum eftir sem
áður. Við setjum því mjög skýrar
skorður innan hvaða takmarkana
markaður og samkeppni eigi að
vera í farsælu þjóðfélagi,” sagði
Steingrímur.
Birting hefði viljað losna
við hugtakið „sósíalismi
Kjartan Valgarðsson, formaður
Birtingar, sagðist vera vel sáttur
við stefnuskrárdrögin þó hann
vildi gjarnan losna við hugtakið
„sósíalisma”. „Við erum andstæð-
ingar sósíalisma í merkingunni
ríkisrekstur og miðstýring en ég
, lít á þetta orð, eins og það kemur
fyrir í stefnuskrárdrögunum, ein-
göngu sem þýðingu á jafnaðar-
stefnu,” sagði Kjartan. „Ég tel
■jrniod mmaTöm'fí ifmieúri traöftn
þessa stefnuskrá mikilvægan
áfanga og að hún sé árangur af
því starfi sem við höfum unnið
innan flokksins undanfarin tvö
ár,” sagði hann.
Endurskoðun stefnuskrár
flokksins má rekja aftur til lands-
fundar 1983 þegar þáverandi for-
maður, Svavar Gestsson, lagði til
að farið yrði í endurskoðun stefnu-
skrár, og var það samþykkt.
Margvísleg uppköst og drög hafa
síðan verið til umræðu í flokknum.
Á landsfundi 1989 lagði stefnu-
skrárnefnd fram drög sem sættu
mikilli gagnrýni en á miðstjórnar-
fundi á Akureyri í október 1990
var samþykkt plagg sem kom að
nokkru í stað stefnuskrár til
bráðabirgða og var gildandi
stefnuskrá afnumin. Æðstu stofn-
anir flokksins hafa fjallað um
lokadrög að stefnuskrá flokksins
á undanförnum mánuðum og að
sögn viðmælenda Morgunblaðsins
hefur náðst víðtæk sátt í flokkn-
um um hana. Er fastlega búist
við að hún verði afgreidd sem ný
stefnuskrá flokksins á landsfund-
inum án verulegra breytinga. „Ég
tel að breytingartillögur þurfi að
vera vel rökstuddar og ígrundaðar
ef þær eiga að hrófla við þessu
plaggi í veigamiklum atriðum.
Menn munu ekki gleypa við hug-
myndum um breytingar nema þær
séu vel rökstuddar eftir þá vinnu
sem búið er að leggja í þessi
drög,” sagði.Steingrímur,
uniýlTErrran.l 6om nibn'
i
1
I
i
I
I
I
I
>
)
i
ft