Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
Morgunblaðið/Rúnar Þór
„Þetta var 25 bala hús,” sagði Gunnar Jónsson starfsmaður hjá
Endurskoðun Akureyrar, en verulegt tjón varð á húsnæði félagsins
vegna leka í fyrrinótt.
Umtalsvert tjón vegria
leka í tveimur húsum
UMTALSVERT tjón varð vegna vatnsleka á tveimur húsum á Akur-
eyri í fyrrinótt, annars vegar í húsnæði Endurskoðunar Akureyrar
við Glerárgötu 24 og hins vegar í Hafnarstræti 100 þar sem bókabúð-
in Edda er til húsa.
Gunnar Jónsson starfsmaður
Endurskoðunar Akureyrar sagði að
lekans hefði orðið vart í fyrrakvöld
er starfsmaður átti fyrir tilviljun leið
í fyrirtækið. Fjöldi fólks vann við
það í fyrrinótt að soga upp bleytu.
Undirstaða niðurfallsrörs gaf sig á
kafla með þeim afleiðingum að vatn
safnaðist saman á þakinu og fann
sér síðan leið niður í gegnum þak-
plötuna, en mikill snjór var á þakinu
sem bráðnaði er fór að hlána í fyrra-
dag.
Gunnar sagði að um verulegt tjón
væri að ræða, loft væri ónýtt að
hluta, sem og milliveggir, teppi og
innanstokksmunir auk þess sem vatn
hefði flætt yfir tvær tölvur.
Þorsteinn Thorlacius eigandi
bókabúðarinnar Eddu í Hafnarstræti
100 sagði að kaldavatnsrör á salerni
þriðju hæðar hússins hefði af ókunn-
um ástæðum gefið sig með þeim
afleiðingum að allt fór á flot. „Við
tókum eftir því um morguninn þegar
við komum til vinnu að það voru
dropar í loftinu og þegar betur var
að gáð reyndist rörið hafa gefið sig.
Það var allt á floti niðri í kjallara
hússins, en þar er aðailager verslun-
arinnar. Við geymdum þar m.a. tölv-
ur og tæki, ritföng og bækur og er
hluti af því skemmdur,” sagði Þor-
steinn.
Bókabúðin er á fyrstu hæð húss-
ins, en engin starfsemi hefur verið
á efri hæðunum þremur frá því síð-
asta vor er þar var rekinn skemmti-
staður.
Ferðafélag Akureyrar:
Undirskriftum safnað til að
mótmæla legu Fljótsdalslínu 1
FERÐAFÉLAG Akureyrar
stendur nú að söfnun undir-
skrifta til að mótmæla fyrirhug-
aðri legu Fljótsdalslínu 1, há-
spennulínu frá Fljótsdalsvirkjun
til Akureyrar. Þegar hafa nokkr-
ir tugir manna ritað nöfn sín á
Markaðstorg
Þórsara
af stað á ný
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór fer á ný
af stað með markaðstorg með
svipuðu sniði og félagið hefur
staðið fyrir síðastliðin ár, en
ástæða þess að það fer svo seint
af stað er að ekki hefur fundist
hentugt húsnæði fyrr.
Til bráðabirgða hafa Þórsarar
fengið inni í húsnæði við Árstíg þar
sem fyrirhugað er að slökkvistöð
Akureyrarbæjar verði í framtíðinni.
Húsnæði þetta er skammt frá íþrótt-
askemmunni og síðast rak Sæplast
þar einingaverksmiðju.
Fyrsta markaðstorgið verður á
morgur., laugardag, og verður það
opnað kl. 11 og er opið til kl. 16.
Undanfarnar vikur hafa fjölmargir
aðilar haft samband við forráðamenn
félagsins og lýst yfir áhuga á að fá
leigða sölubása, þannig að þess er
. að vænta að líflegt verði í „slökkvil-
iðsstöðinni” nú síðustu vikumar fyrir
jólin.
listana, en um helgina verður
opið hús hjá Ferðafélaginu þar
sem fólki gefst kostur á að skrifa
undir mótmælin. Athugasemdum
á að skila fyrir 5. desember næst-
komandi.
Mótmæli Ferðafélags Akureyrar
beinast að fyrirhugaðri lagningu
línunnar yfir Ódáðahraun sunnan
Herðubreiðatagla, en norðan
Dyngjufjalla að Svartárkoti. Lín-
unni er ætlað að liggja rétt sunnan
Herðubreiðartagla, sveigja þar til
norð-vesturs fyrir norðan Vikrafell,
liggja síðan syðst við rætur Svörtu-
dyngju norðan við Stórukistu og
um Fjárhóla. Línan lægi um Út-
bruna og Frambruna sunnan Svart-
árbotna og um Suðurárhraun, þar
sveigði hún til norðurs, þveraði
Suðurá suðvestan við Svartárkot,
færi austan í Háutungum og þver-
aði Svartá austan við Svartárgil
með stefnu fyrir ofan Bjarnastaði
og Rauðafell.
Guðmundur Gunnarsson hjá
F'erðafélagi Akureyrar sagði að
fyrst og fremst væri félagið að
mótmæla legu línunnar um Odáða-
hraun. „Það er svæði sem snertir
okkur sérstaklega, það má segja
að félagið hafi numið þama land,
en á þessu svæði eigum við tvo
skála, Þorsteinsskála við Herðu-
breiðarlindir og Dreka í Dyngjufjöll-
um,” sagði Guðmundur.
Hann sagði að félagið vildi mót-
mæla legu línunnar í svo mikilli
nálægð við Dyngjufjöll og Öskju,
þetta væri svæði sem mikið aðdrátt-
arafl hefði fyrir ferðamenn, en yrði
línan lögð þar sem fyrirhugað er
að leggja hana hlytist af veruleg
sjónmengun fyrir þá sem leið sína
legðu í Öskju.
Skrifstofa Ferðafélags Akur-
eyrar við Strandgötu 23 verður
opin á morgun, laugardag, frá kl.
Björk, Mývatnssveit.
SVEITARSTJÓRN Skútustaða-
hrepps beinir því til ríkisvalds-
ins, að það beiti sér fyrir rann-
sóknum á bleikju- og urriðastofni
Mývatns. Rannsóknin skal hafa
það markmið að svara spurning-
unni: Hver er orsök eða orsakir
þess að veiði bleikju úr Mývatni
liefur farið minnkandi á síðari
árum?
I greinargerð segir: „Nytjar
veiðihlunninda eru efnahag veiði-
réttarhafa mikilvæg. Samdráttur í
hefðbundnum landbúnaði auka enn
mikilvægi þessara hlunninda. Alda-
löng hefð silungsveiði í Mývatni
hefur skapað einn þátt atvinnu-
menningar sem ber að viðhalda.
Alþingi hefur með lögum sett skorð-
ur við nýtingu lands og möguleikum
atvinnuuppbyggingar í Mývatns-
sveit, sem hljóta að hafa í för með
sér skyldur af hálfu ríkisvaldsins.
Óvissa um orsakir minnkandi
veiði í Mývatni veldur spennu, sem
hefur óæskileg áhrif í samfélaginu.
Vitað er um minnkandi silungsveiði
í mörgum íslenskum vötnum síðari
ár, því gæti rannsóknin haft víð-
tækt gildi varðandi nytjar veiði-
vatna.
Verkefnið er viðamikið, Skútu-
staðahreppur hefur ekki bolmagn
til að ráðast í það. Eðlilegt virðist
KG-BOLSTRUN
Fjölnisgötu 4N
Hýsmiðl - vlðgeiðii
1$. 96-26123. hs. 96-26116.
13 til 17 og á sunnudag frá kl. 13
til 16, en þar munu undirskriftar-
listar liggja frammi þar sem þeim
sem eru sama sinnis og félagsmönn-
um gefst kostur á að koma mótmæl-
um sínum á framfæri. Frestur til
að gera athugasemdir við línulögn-
ina rennur út 5. desember næst-
komandi.
að Veiðimálastofnun í samvinnu við
veiðiréttarhafa og fleiri, svo sem
Stéttarsamband bænda, hafi rann-
sóknina með höndum.”
- Kristján
-----» ♦ ♦-----
Kvikmyndaklúbb-
ur Akureyrar:
Þrjár mynd-
ir sýndar
um helgina
KVIKMYNDAKLÚBBUR Akur-
eyrar efnir til sýninga á þremur
myndum nú um hclgina í Borg-
arbíói. Tvær þeirra voru sýndar á
Kvikmyndahátíð Listahátíðar í
október og ein var sýnd á franskri
kvikmyndaviku fyrr á þessu ári.
Þetta eru myndirnar Ó, Carmela,
sem gerist í spænsku borgarastyij-
öldinni, fjörug og skemmtileg mynd
með alvarlegum undirtón sem verður
sýnd á morgun, laugardag, kl. 17.
Þá verður óskarsverðlaunamyndin
Vegur vonar sýnd á sunnudag kl.
17, en þar segir frá tyrkneskri fjöl-
skyldu er lendir í hörmungum á leið
til fyrirheitna landsins, Sviss. Loks
verður franska myndin Cyrano de
Bergerac sýnd kl. 18.30 á mánudag,
25. nóvember.
Ó, Carmela verður einnig sýnd kl.
18.30 á fimmtudag í næstu viku og
Cyrano de Bergerac kl. 17 laugar-
daginn 30. nóvember næstkomandi.
(Frcttatilkynning)
hw^híI’ííI : t nijfll asipsPipBP
Versliiiiar/skrifstofiiliúsiiæúl
Til leigu er 176 fm húsnæði í Kaupangi við Mýrarveg
á Akureyri. Húsnæðið skiptist í jarðhæð og kjallara
og hentar vel sem verslunar- eða skrifstofuhús-
næði. Húsnæðið er laust nú þegar.
Upplýsingar gefnar á Fasteignasölunni, Brekkgötu
4, Akureyri, í síma 96-21744.
Mývatnssveit:
Orsakir mirmkandi bleikju-
veiði verði rannsakaðar
Kristján Kristjánsson — KK.
■ KRISTJÁN Kristjánsson,
söngvari, gítarleikari og munn-
hörpuleikari og Þorleifur Guð-
jónsson, bassaleikari, skemmta á
veitingastaðnum Gikknum, Ármúla
7, um helgina, bæði í kvöld og ann-
að kvöld. Þeir flytja meðal annars
lög af nýrri plötu KK-bandsins, „The
Lucky One” sem kemur út í næstu
viku, en einnig ný og gömul blús
og bluegrass-lög.
-----» ♦ ♦----
Alþýðubandalagið
á Reykjanesi:
Forkastanleg
aðför að fé-
lögum okkar
STJÓRN kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins á Reykjanesi hefur
sent frá sér yfirlýsingu þar sem
mótmælt er þeim rökum fyrir
útgöngu HÍK og FÍN úr BHM að
leiðtogar BHM skuli hafa tekið
sæti á lista Alþýðubandalagsins
fyrir síðustu alþingiskosningar.
í yfirlýsingu stjórnarinnar segir
m.a.: „Þátttaka í stjórnmálum eru
grundvallarmannréttindi sem ekki
geta takmarkast. Með rökum sínum
reyna forystumenn stéttarfélaga að
hræða fólk frá þátttöku í stjórnmál-
um. Aðförin að félögum okkar er
einnig forkastanleg í ljósi þess að
þeir Heimir Pálsson og Gunnlaugur
Ástgeirsson eru með reyndustu og
virkustu forystumönnum sinnar
stéttar.”
Borghildur Óskarsdóttir
Sýnir á Kjarv-
alsstöðum
BORGHILDUR Óskarsdóttir opn-
ar laugardaginn 23. nóvember 5.
einkasýningu sína á Kjarvalsstöð-
um.
Borghildur hóf listnám 17 ára við
Myndlista- og handíðaskóla íslands
og síðar við iistaskólann í Edinborg.
Seinna tók hún próf úr kennaradeild
Myndlista- og handíðaskólans og
kenndi börnum og fullorðnum mynd-
list í 10 ár við Myndlistaskólann í
Reykjavík.
Síðustu ár hefur Borghildur unnið
eingöngu að fijálsari myndlist og
tekið þátt í fjölda sýninga víða um
heim.
-------»■-■♦■-♦---
M ÞESSA helgi mun Sri Chimnoy-
setrið halda námskeið í jóga og
hugleiðslu. Á námskeiðinu verða
kenndar slökunar- og einbeitinga-
ræfingar jafnframt því sem hug-
leiðsla er kynnt sem aðferð til betri
árangurs í starfi og aukinnar full-
nægju í daglegu lífi. Námskeiðið
verður haldið í Árnagarði, það er
ókeypis og öllum opið. Það er í sex
hlutum og byijar fyrsti hlutinn
föstudagskvöld kl. 20.