Morgunblaðið - 22.11.1991, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
Listasafn Islands:
Sýningxi á verkum
Sigurðar að ljúka
Yfirlitssýningu á ljósmyndaverkum Sigurðar Guðmundssonar,
„Natúra Romantíka” í Listasafni Islands lýkur á sunnudag, 24. nóvem-
ber.
í frétt frá Listasafni íslands kem-
ur fram, að sýningin hafi verið
ágætlega sótt og hafi rúmlega 14
þúsund manns séð hana. í tilefni
af sýningunni, sem er liður í alþjóð-
iegu sýningarátaki sem tengist
verkum Sigurðar, var gefin út bók
um listamanninn á íslensku og
ensku, í samvinnu Máls og menn-
ingar og hollenskra aðila. Þessi
bók, sem hefur verið til sölu í Lista-
safninu, er nú nær uppseld.
Almenningi er boðið upp á leið-
sögn um sýninguna og fer síðasa
leiðsögn fram á sunnudag kl. 15.
Listasafn íslands er opið alla daga
nema mánudag frá kl. 12-18.
Grikkland ár o g síð
Grikklandsvinafélagið heldur Hellas kynningarfund í Norræna
húsinu í tilefni af útkomu tveggja bóka sem varða Grikkland laugar-
daginn 23. nóvember kl.16.00.
Þar munu leikaramir Helgi Skúl-
ason og Erlingur Gíslason flytja
fræga kappræðu Þrasýmakkosar
og Sókratesar um réttlætið, úr Rík-
inu eftir Platon. Þá verður kynnt
bókin Grikkland ár og síð sem er
■ ÞESSA helgi mun Sri
Chimnoy-setrið halda námskeið í
jóga og hugleiðslu. A námskeiðinu
verða kenndar slökunar- og einbeit-
ingaræfíngar jafnframt því sem
hugleiðsla er kynnt sem aðferð til
betri árangurs í starfi og aukinnar
fullnægju í daglegu lífi. Námskeiðið
verður haldið í Arnagarði, það er
ókeypis og öllum opið. Það er í sex
hlutum og byijar fyrsti hlutinn
föstudagskvöld kl. 20.
nýútkomin hjá Hinu íslenska bók-
menntafélagi og hefur að geyma
25 greinar eftir núlifandi íslendinga
um ýmsa þætti grískrar menning-
ar, sögu og þjóðlífs að fornu og
nýju, og er hún helguð minningu
Sveinbjamar Egilssonar á tveggja
alda afmæli hans.
Lesið verður úr greinum eftir
Friðrik Þórðarson, Guðmund Arn-
laugsson, Sigurbjöm Einarsson,
Thor Vilhjálmsson og Þórarin
Guðnason, en þau Helga Bach-
mann, Sigurður A. Magnússon og
Þorsteinn Þorsteinsson flytja ljóða-
þýðingar úr forngrísku og nýgrísku.
Kristján Árnason verður kynnir á
samkomunni og er hún öllum opin.
(Fréttatilkynning)
t
Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlý-
hug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HALLGRÍMS SIGURÐSSONAR,
Suðurgötu 15,
Keflavík.
Ingvar Hallgrímsson, Guðrún M. Þorleifsdóttir,
Guðmundur R. Hallgrimsson, Gerða Halldórsdóttir,
Hrafnhildur Hallgrimsdóttir, Garðar Jóhannesson,
Hlöðver Hallgrimsson, Guðrún Númadóttir,
J. Sigurður Hallgrímsson, Gréta Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SALÓME HALLDÓRSDÓTTUR
frá Súðavík.
Þórður Sigurðsson,
Hjördís O. Þórðardóttir,
Sigurður B. Þórðarson,
Gerðar Ó. Þórðarson,
Gunnar T. Þórðarson,
Sæþór M. Þórðarson,
Halldór G. Þórðarson,
Sesselja G. Þórðardóttir,
Sigurborg E. Þórðardóttir,
Kristín S. Þórðardóttir,
Geir Baldursson,
Ásta Ákadóttir,
Gyða Óladóttir,
Marta Haraldsdóttir,
Mikkalína Pálmadóttir,
Petrea Emanúelsdóttir,
Magnús Þorgilsson.
Örnólfur Hálfdánarson,
Jón Jóhannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Frá æfingu Leikfélags Hveragerðis á syrpu úr verkum meistara
Leikfélag Hveragerðis:
Syrpa úr verkum
Þórbergs á Örkinni
Selfossi.
SYRPA úr verkum Þórbergs
Þórðarsonar verður sýnd í Hótel
Örk næstkomandi laugardag, 23.
nóvember, klukkan 21. Það er
Leikfélag Hveragerðis sem
stendur fyrir sýningunni. Að
henni iokinni verður stiginn
dans við undirleik hljómsveitar
Magnúsar Kjartanssonar.
Sýningin er eitt af árlegum verk-
efnum leikfélagsins. í fyrra voru
tekin fyrir nokkur af verkum Hall-
dórs Laxness og verkum Jónasar
Árnasonar og Kjartans Ragnars-
sonar hafa verið gerð svipuð skil.
Þau verk Þórbergs sem tekin eru
fýrir eru Sálmurinn um blómið,
Ofvitinn og Steinarnir tala. Það er
Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson sem
leikstýrir og í uppfærslunni er mik-
ið sungið og greinilegur kraftur í
leikurunum. Tónlistin er eftir Atla
Heimi Sveinsson og Jóhannes
Morávik.
Að sögn formanns Leikfélags
Hveragerðis, Margrétar Ásgeirs-
dóttur, hefur það gefist nokkuð vel
að hafa þennan hátt á leiksýning-
um félagsins. Leiksýningin hefst
klukkan 21 og að henni lokinni
verður dansleikur. Sýningarsalur-
inn í Hótel Örk tekur um 300
manns og ef aðsókn verður svipuð
og í fyrra verður þétt skipaður
bekkurinn. Um 40 manns standa
að uppfærslunni og dijúgur hluti
Leiðrétting
í fréttatilkynningu frá Vin-
áttufélagi Islands og Króatíu um
hjálparstarf í Króatíu kom fram
rangt símanúmer þar sem tekið er
við gjöfum til hjálparstarfsins, það
rétta er 672662.
þeirra eru böm og unglingar sem
standa sig vel að sögn formanns
leikfélagsins. Sig. Jóns.
BÍÓHÖLLIN sýnir myndina
„Fífldjarfur flótti”. Með aðalhlut-
verk fara Rutger Hauer og Mimi
Rogers. Leikstjóri er Lewis
Teague.
Sam hefur fengið vin sinn Frank
(Hauer) til að taka þátt í stórþjófn-
aði með sér. Þeir ætla að ræna
demöntum fyrir 25 millj. dala.
Frank er það nokkur hvatning að
unnustan hans Noelle (Rogers) er
með í ráðum. En ekki fer allt eins
og ætlað er. Þau ná að flýja en sitt
í hvoru lagi. En endurfundir þeirra
verða öðruvísi en Frank áætlaði og
kemur það fljótt á daginn að vin-
átta og ástir rista ekki djúpt, því
Noelle dregur upp skammbyssu og
Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson
leikstjóri.
skýtur Frank þrisvar sinnum í
bijóstkassann. En þetta ber alveg
þann árangur sem þau höfðu gert
ráð fýrir. Að vísu halda Noelle og
Sam að þau hafa drepið Frank en
svo er ekki og ekki var hann heldur
með demantana sem þau gerðu ráð
fyrir. Frank heldur hins vegar lífi
og er dæmdur í tólf ára fangelsi.
Þetta er fangelsi er nýstárlegt, þar
eru engir fangelsisveggir heldur
bera fangamir hálsmen sem eru
þess eðlis að tvö og tvö eru sam-
tengd með rafeindum og þau
springa ef vegalengdin milli þeirra
verður meira en hundrað metrar
og veit enginn fanganna hver svo-
kallaður maki hans er og það hindr-
ar að þeir reyni strok.
Eitt atriði úr myndinni „Fífldjarfur flótti”.
Bíóhöllin sýnir myndina
„Fífldjarfur flótti”
t
Matargerð
er list og undirstaðan
er úrvals hráefni
mn
SMJÖRLÍKISGERÐ
ikjöjT ií nr.tr. oöoioc