Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 félk f fréttum ÞUNGAROKK Eitriðí eitrinu Það hefur heldur betur hallað undan fæti hjá bandarísku þungarokkshljómsveitinni sem hefur hin seinni misseri þótt vera í hópi bestu, en er samt þekktust á íslandi fyrir að koma ekki á Risarokkið í Hafnarfirði síðasta sumar. Fjórmenningunum gengur illa að fylgja eftir vinsældum sín- um og skiptir þar ekki minnstu, að heiisan er tekin að bresta hjá hálfri hljómsveitinni, en þannig er mál vexti, að þeir Rikki Roekett og Bobby Dall, gítar- og bassaleik- arar sveitarinnar eru nú langt leiddir af fíkniefnaneyslu. Kunnugir segja að vandinn hafi alltaf verið fyrir hendi, en hafí Poison: f.v. Rockett, Deville, Dall og Michaels. versnað stöðugt í beinu hlutfalli við vaxandi vinsældir hljómsveit- arinnar, en þar með jókst álagið á drengjunum, þess var krafist að þeir ferðuðust mgira og spiluðu miklu oftar. Nú er svo komið, að hljómsveitin er að heita má óstarf- hæf, að minnsta kosti um stundar- sakir, því þeir Rockett og Dell eru í meðferð vegna neyslu sinnar. Því er haldið fram, að meðlimir nok- kurra þekktari þungarokksveitana séu langt leiddir eiturfíklar, þann- ig hefur því lengi verið spáð að tannhjól „Guns ’n Roses” hljóti að fara að hjökta hvað og hveiju, Sigurvegararnir Sigríður Vala og Björn. Morgunblaðið/Jón Svavarsson. NÆTURLÍFIÐ Bestklæddu kjörin í Hvítahúsinu Best klæddu íslendingamir voru kjömir á hófi miklu í skemmtistaðnum Casablanca um síðustu helgi. Tíu voru fyrirfram útnefndir og kallaðir inn á dans- gólfið, en kjörið byggði 8 manna dómnefnd á tilþrifum fólksins í klæðaburði á þessu umrædda kvöldi. Keppt var um vegleg verðlaun og að þessu sinni voru það Sigríður Vala Þórarinsdóttir og Bjöm Stefensen sem urðu hlutskörpust. Siguijón Sigurðs- son markaðsstjóri Casablanca sagði að það hefði verið rífandi stemming og kvöldið allt betur heppnað en nokkur aðstandandi hefði þorað að vona. „Þetta er að hasla sér völl hjá okkur sem einn af föstu punktunum í skemmtanalífinu,” sagði Sigur- jón. Siguijón sagði að dómnefnd- ina hefðu skipað Jóhann Traust- ason verslunarstjóri hjá 17, Lilja Hrönn Hauksdóttir hjá Cosmo, Gunnar Þór Elvarsson hjá Hans, Reynir Kristinsson hjá Tango, Sigmundur Sigurðsson (Simbi) frá Jóa og félögum, Rut Róberts- dóttir, Ingibjörg Hilmarsdóttir Úrslit og verð- laun kynnt, þarna eru f.v. Sólveig Grét- arsdóttir og Jóhann Traustason úr dómnefndinni og Siguijón Sigurðsson markaðsstjóri Casablanca. Hin útnefndu. og Sólveig Grétarsdóttir sem var annar sigurvegara síðasta árs. Kvöldið byijaði á fordrykk boðs- gesta og síðan smáfylltist húsið, en upp úr miðnætti hófst dag- skrá þar sem Icelandic Models riðu á vaðið með sýningu á fötum frá ýmsum tískuverslunum. Strax að tískusýningunni lokinni vora hinir útnefndu kallaðir inn á gólfið og dómnefndin gaf sér Fra tískusýningu Iceland Mod- els. nokkrar spennuþrungnar mínút- ur til þess að ná niðurstöðu. Til mikils var að vinna, fataúttekt hjá Centrum, 17, Hans, Cosmo og Tango, hársnyrting hjá Jóa og félögum, ljósatímar hjá Sól og saunu, mánaðarkort hjá Worls Class, nuddtímar, kvöld- verður á Trúbadornum og hel- garpakki á Hótel Örk svo eitt- hvað sé nefnt. Myndir sem birtast í Morgunblaöinu, teknar af Ijósmyndurum blaösins fdst keyptar, hvort sem er til einkanota eða birtingar. UÓSMYNDADEILD „SALA MYNDA" Aðalstrœti 6, sími 691150 103,ReYkjavík ÞAÐ ER OÞARFI AÐ SKJÁLFA ÞÓTT HANN BLÁSI KÖLDU Hita- og kæliblásaramir frá Blikksmiðjunni eru löngu landsþekktir fyrir gæði og afköst. Þeir eru sérstaklega hannaðir fyrir fslenskt vatn sem tryggir þeim hámarks endingu. Ef þú þarft að hita eða kæla bílskúrinn, tölvuherbergið, verkstæðið, vinnusalinn, húsbygginguna eða kæliklefann þá höfum við lausnina. Hafðu samband og við veitum fúslega allar nánari upplýsingar um verð og tæknileg atriði. BLIKKSMIÐJAN Allir hrta- og kæliblásararnir eru gæðaprófaðir af sérfræðingi Blikksmiðjunnar í hita- og kælitækni. SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVfK SlMI 685699 Metsölub/aó á hveijum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.