Morgunblaðið - 22.11.1991, Page 52

Morgunblaðið - 22.11.1991, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 „úycorcdolor, LseJcn'irínn. seg'/r þrí getlr ekJz.L hcríd/Í irugg'/ngunni, eJ þú h&durá■fr&m að kcrrux méh 'vinnan(X h g/'/rz SAMBYLI Til Velvakanda. í Morgunblaðinu fimmtudaginn 14. nóv. birtist frábær leiðari undir yfirskriftinni Sambýli. Þar tekur einstaklega góður, greindur, fallega hugsandi, víðsýnn og þroskaður einstaklingur upp hanskann fyrir lítinn hóp í þjóðfé- laginu sem ekki getur talað fyrir sig sjálfur. Þ.e.a.s. geðsjúkir. Hjartans þakkir fyrir þessa grein. Mæl þú manna heilastur! Drottinn sagði eitthvað á þá leið að „það sem þér gjörið fýrir hinn minnsta bróður það gjörið þér mér”. Allt sem stendur í þessari grein er það sem ég vildi sagt hafa. Sú sem ritar þessa grein á geð- sjúkan bróður og hefur horft upp á hann þjást ásamt foreldrum okk- ar og öðrum aðstandendum í ára- tugi. Eg var að undirbúa mig undir að fara í vinnu einn dag í þessum mánuði þegar ég heyrði á útvarps- stöðinni Bylgjunni forstjóra einn koma fram í viðtali þar sem óð á honum fyrir hönd nágranna sinna. Þau vilja ekki hafa þetta fólk fyrir nágranna og vísa til laga og regjugerða. Eg get fullvissað þetta fólk um að geðsjúkir koma ekki til með að ónáða neinn á einn eða annan hátt. F’ólk kemur ekki til með að vita af þeim svo framarlega sem óþroskaðir einstaklingar láta þá í friði. Ég get ekki skilið hvernig fólk þorir að vera með þessa fordóma og hofmóðugheit. Því eins og fram kemur í leiðaranum þá getur „fötl- un komið fram í hvaða fjölskyldu sem er og sá sem er fullfrískur í dag getur búið við fötlun á morg- un”. Almenningur sem ekki hefur reynslu af þessum sjúkdómi — og má þakka fyrir það — skilur ekki þennan sjúkdóm. En komið hefur í ljós að hann kemur oftast fram þegar fólk er um tvítugt. Enginn veit hvar bjallan glymur næst. Gáið að því kæra samferðafólk. Við þurfum ekki að vera hrædd við geðsjúkt fólk. Það er miklu hræddara við okkur. Við búum hér saman í þessu þjóðfélagi og erum meira og minna mismunandi. Við verðum að leitast við að lifa hér saman í eins mikilli sátt og samlyndi og frekast er unnt. Reynum heldur að finna út hvemig við eigum að umgangast geðveikt fólk svo að þeim geti liðið sem best. Þetta fólk er oftar en ekki mikið rólegra en þeir sem heilbrigðir teljast. Geðveikir eiga nákvæmlega sama rétt og allir stjórar landsins, frúr þeirra og börn — vonum að þau verði heilbrigð um aldur og ævi — til þess að eignast sitt heim- ili. Það hrynja áreiðanlega ekki gullhringirnir af neinum þó svo að þeir búi í næsta húsi. Það tekur því ekki að vera að særa þetta fólk og aðstandendur þeirra meira. Það að standa í vegi fyrir því að það geti eignast heim- ili er eins og að hella spritti á sár- in. Þau eru búin að gráta nóg. Röðin er komin að þeim fyrir löngu. Ég hef búið í þremur fjölbýlis- húsum um ævina og alltaf orðið fyrir miklu ónæði af nágrönnum sem heilbrigðir teljast. Þar hefur ekki verið stundlegur friður. Þar hafa búið, svo dæmi séu tekin, drykkjusjúklingar, foreldrar hafa sent krakkana sína út á stigagang- inn til þess að nota hann fyrir leik- völl svo og allskonar fólk sem hef- ur ekki látið sér lynda við hvort annað. Svo ekki sé minnst á sóða- lega umgengni og að sameignin hefur verið notuð fyrir geymslur. Meðvísun til áðurnefnds leiðara og þess sem ég hef hér ritað vil ég enda með orðunum: „Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir sjálfir.” Aðstandandi t»essir hringdu Gleraugu í óskilum Gleraugu fundust sl. laugar- dag fyrir utan raftækjaverslun- ina Blönduhlíð 2. Hringið í síma 22618 eða 21145. Herðasjal Herðasjal tapaðist fimmtu- daginn 14. nóv., annað hvort fyrir framan Ræsi á Skúlagöt- unni eða á Rauðarárstíg 12-14. Um er að ræða ullarsjal, svart með lilluðum blæ öðrum megin en lillablátt hinum megin. Skil- vís fínnandi hafí samband í síma 666340. Rás 2 og skilnaðarmál Margrét vildi koma með fyr- irspum til Stefáns Jóns og Sig- urðar á Rás 2 þess efnis hvort almenningur hafí aðgang að Rás 2 í náinni framtíð fyrir konur sem lenda í skilnaðarmálum. Rauði krossinn og spilafíklar Húsmóðir í sveit vildi koma þeim skilaboðum til Rauða krossins að hún kynni ekki við það að félagið tæki þátt í að gera fólki að fíklum og hafí tekj- ur sínar af spilakössum sem þetta fólk sæki í. Vanhugsuð sparsemi Biskupinn yfír íslandi tilkynnti fyrir nokkru að hann hefði afþakkað boð páfans í Róm um að heimæskja Vatikanið ásamt öðrum æðstu mönnum kirkjunnar víðsvegar um heim. Ástæða þessarar ákvörðunar biskups var sögð spamaðarvilji á erfiðum tímum ríkissjóðs. Páfínn í Róm hefur sýnt íslensku þjóðinni sértaka vinsemd m.a. með því að sækja okkur heim. íslensk menning dafnaði best á tímum kaþ- ólskunnar og íslenska þjóðin á kaþ- ólsku kirkjunni ævarandi skuld að gjalda. Þess vegna ver það gegn allri háttvísi að hafna slíku boði, en boðið hefur vafalaust verið gert með löngum fyrirvara. Það er blátt áfram ekki hægt að óvirða páfann í Róma með þeim hætti, sem nú hefur verið gert. Farareyrir í þessu skyni gat ekki breytt neinu í fjárhaldi biskups og var því vanhugsað að bera slíku við. Otrúlegt er að prestar ætli með þögn sinni að leggja blessun sína yfir þetta skammhlaup biskupsins yfír Islandi. E.J., enn þjóðkirkjumaður Víkverji skrifar Lesendur Morgunblaðsins hafa undanfarna daga getað lesið greinar Hrafns Jökulssonar, þar sem hann lýsir ferðum sínum meðal stríðshijáðra Króata. Þar hefur dag- legt líf fólks skyndilega umturnast og ekkert verður eins og áður var. í grein Hrafns hér í blaðinu í gær segir hann til dæmis af kynnum sín- um við konu í borginni Osijek í Króa- tíu. Konan, sem var á fímmtugs- aldri, hafði sloppið giftusamlega, þegar sprengja sprakk við hús henn- ar. Henni tókst að skýla sér á bak við vegg, en rúður sprungu beggja vegna við hana. Hrafn segir konuna hafa verið ótrúlega rólega og yfir- vegaða. Þegar hann hafði orð á því við hana, brosti hún og svaraði: „Ég er í Þjóðvarðliði Króatíu og var heima í stuttu fríi. Ég hef verið í fremstu víglínu og er orðin vön því að sprengjur falli allt í kringum mig. Fyrst var það hræðileg lífs- reynsla, en þetta venst, þetta venst.” xxx Slíkur er hra?ðilegur raunveruleiki þessa fólks. Sjálfsagt er fleirum farið eins og Víkveija, að átta sig þá fyrst á skelfilegu ástandinu, þeg- ar lesin er svo persónuleg lýsing, sem greinar Hrafns eru. Þá er það um- hugsunarefni fyrir okkur íslendinga, hversu mjög Króatar líta til okkar í von um stuðning. Aftur og aftur hittir Hrafn fólk, sem þekkir til ís- lands. Þetta fólk hefur frétt af stuðn- ingi Islendinga við sjálfstæðisbar- áttu Eystrasaltslandanna og bíður nú fregna héðan. „Mikið væri gaman ef ísland yrði fyrst til þess að viður- kenna Króatíu,” hafði Hrafn eftir ungum Króata í greininni í gær og var það ekki sá fyrsti, sem iátið hafði þá von sína í ljós. Nú er að sjá, hvemig Alþingi Islendinga tekur þessum áskorunum. XXX Víkveiji hefur orðið var við, að fólk verður æ þreyttara á sölu- mönnum, sem knýja dyra á síðkvöld- um, með „bækurnar sem allir verða að eignast”, „reykskynjara á frá- bæru verði” og hvað það nú allt er, sem verið er að falbjóða. Njörður P. Njarðvík skrifaði pistil hér í blað- ið í vikunni, þar sem hann fer fram á að fá að vera í friði fyrir slíkri ágengni á heimili sínu. Hann nefnir líka fjölda happdrættismiða, jóla- korta og ýmissa bæklinga, sem dag- lega berast inn á heimili fólks. Ví- kvetji kann ekki óbrigðult ráð til að losna við sölumennina af tröppunum, en ef til vill þarf að setja upp skilti við dymar, þar sem sölumenn eru beðnir um að knýja ekki á. Slík skilti sjást jú víða erlendis. En „ruslpóst- inn” er hægt, að minnka. Víkverji greip til þess ráðs fyrir um tveimur árum, þegar flóðið inn um bréflúg- una gekk fram af honum, að fara á Hagstofuna og fylla þar út mjög einfalt eyðublað. Eftir það er óheim- ilt að setja nafn Víkveija á póstlista, sem hin ýmsu fyrirtæki og félög nota. Árangurinn lét ekki á sér standa, Víkverji er að mestu laus við allan „ruslpóstinn”. Eftir sem áður eru hæg heimatökin að styrkja þau málefni, sem hver og einn vill. xxx Víkveiji hefur oftar en einu sinni gert athugasemd hér í dálkin- um vegna auglýsingapésa, sem Rúmfatalagerinn dreifði í hús. Pési þessi var á dönsku, þó fyrirtækið sé í Reykjavík. Þegar Víkveiji sá svo slíkan pésa frá fyrirtækinu fyrr í vikunni ætlaði hann að henda honum beint í ruslið, en sá þá að mikil breyt- ing hefur orðið. Nú er þessi auglýsin- gapési allur á íslensku og Víkveiji óskar Rúmfatalagernum til hamingju með þessi stakkaskipti. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.