Morgunblaðið - 22.11.1991, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR
FOSTUDAGUR 22. NOVEMBER 1991
Frá
Bob
Hennessy
i Englandi
Mm
FOLK
■ GARY Lineker hefur ákveðið
að þetta keppnistímabil verði hans
síðasta með Tottenham. Hann er
ákveðinn í að leika í Japan og fær
325 millj. ísl. krfyr-
ir samning sinn við
Grampus. Talið er
að hann tvöfaldi þá
upphæð með ýmsum
, auglýsingatekjum og öðru, þannig
að hann á að fá 650 millj. kr. fyrir
að fara til Japans. Tottenham fær
aftur á móti 78 millj. kr. fyrir hann.
■ TERRY Butcher, fram-
kvæmdastjóri Coventry, rak á
mánudaginn aðstoðarmann sinn
Mike Mills, fyrrum félaga hjá Ips-
wich. Þá var þjálfarinn Brian
Estick einnig rekinn.
■ DON Howe, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Arsenal, og þjálfari
enska landsliðsins, hefur verið ráð-
inn aðstoðarmaður Butcher.
■ MO Johnston, sem Everton
keypti frá Glasgow Rangers, fær
515 þús. kr. ísl. í vikulaun. Þá fær
hann 31.000 kr. fyrir hvert mark
' sem hann skorar.
■ PETER Reid, framkvæmda-
stjóri Manchester City, verður frá
keppni í mánuð - hann braut tvö
rif í leiknum gegn Man. Utd. sl.
laugardag.
■ UEFA sektaði Liverpool um
206 þús. ísl. kr. - ástæðan; fimm
áhorfendur hlupu inn á völlinn, til
að fagna marki, þegar Liverpool
vann Auxerre í Evrópukeppninni.
■ TERRY Fenwick hjá Totten-
liam, sem var settur inn fyrir ölv-
_> unarakstur, er laus úr fangelsisvist-
inni eftir tvo mánuði. Hann losnaði
á mánudagsmorgun, en seinna um
daginn lék hann með varaliði Tott-
enham gegn Luton.
■ BILLY Bond, framkvæmda-
stjóri West Ham, hefur skrifað
undir nýjan tveggja og hálfs árs
samning.
■ DAVID Kelly, landsliðsmaður
írlands, sem leikur með Leicester,
var settur á sölulista í gær.
■ MARK Wright, sem Liverpool
keypti frá Derby á 2,2 millj. punda,
er byrjaður að æfa. Hann var að-
eins búinn að leika tvo leiki með
Liverpool þegar hann meiddist -
sleit hásin.
■ ARDILES, framkvæmdastjóri
Newcastle, sagði frá því í gær að
Brasilíumaðurinn Mirandinha
kæmi aftur til félagsins í janúar -
til æfinga. „Ef hann stendur sig
mun hann leika með okkur,” sagði
Ardiles.
■ ENGLENDINGAR hafa
ákveðið að leika vináttulandsleik
gegn Brasilíumönnum á Wembley
17. maí 1992. Það verður þriðji leik-
ur þjóðanna á Wembley á fímm
árum.
■ IAN Rush, miðheiji Liverpool,
meiddist í leiknum gegn West Ham
á sunnudag og gekkst undir aðgerð
á hnéi í gær. Hann verður frá vegna
meiðsla í rninnst þrjár vikur.
ARSENAL keypti í gær norska
landsliðsmanninn Paal Lidersen
fyrir 500 þúsund pund, eða um 52
milljónir ísl. kr. Lidersen er vinstri
bakvörður,og lék áður með Start
í Noregi.
SJONVARP
Næstu leikir
frá Englandi
Sónvarpið hefur fengið skeyti frá
Englandi, þar sem tilkynnt er
hvaða leikjum verði sjónvarpað
beint til Norðurlanda fram að ára-
mótum. 30. nóvember verður leikur
Chelsea - Nott. Forest. 7. desember
verður sýnt frá viðureign Aston
Villa - Man. City, 14. des. Leeds -
Tottenham, 21. des. Liverpool -
Man. Cjty pg 28. des. Man. City -
Arsenal- ii l:< < ;:11 <, <• i I j j í
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
„Við réðum ekki öllu”
- segir Eggert Magnússon, formaður KSÍ, ísambandi við ádeilurá
hvað íslenska landsliðið lék seint gegn Frökkum í París - í lok nóvember
Við höfum engan áhuga að
semja svona - að leika
landsleiki svona seint, en við réð-
um ekki öllu í sam-
Skapti bandi við niðurröð-
Hallgrímsson un leikja,” sagði
tá'pL* Eí?g:ert Magnús-
traPans sorli formaður
Knattspyrnusambands íslands, er
Morgunblaðið spurði hann - vers
vegna stæði á því að ísland léki
í Evrópukeppninni í nóvember.
Það hefur vakið mikla athygli,
að íslenska liðið léki landsleik
tveimur mánuðum eftir að keppn-
istímabilinu á íslandi lauk. Það
gefur auga leið að leikmenn, sem
leika hér heima, eru í lítilli sem
engri leikæfingu. Þegar ísland
leik gegn Wales, 1:2, í Cardiff 14.
nóvember 1984 undir stjórn Tony
Knapp í Evrópukeppninni, var
Knapp óhress og forráðamenn
KSÍ sögðu; „Þetta gerist aldrei
aftur.” Sjö árum seinna er ísland
að leika nær jólum en 1984.
„Við sátum á fjórtán tíma fundi
með Frökkum, Spánveijum,
Tékkum og Albönum þegar var
verið að semja um leikdaga. Fund-
urinn hefði einfaldlega ekki klár-
ast ef við hefðum ekki fallist á
þennan leikdag. Það leit allt út
fyrir að vísa yrði málinu til UEFA,
Knattspyrnusambands Evrópu, en
það verður að gera ef þjóðir ná
ekki samkomulagi um leikdaga.
Við vorum miklu hræddari við
það en að leika í nóvember. UEFA
hefði getað sett leikinn á um miðj-
an vetur þess vegna,” sagði Eg-
gert Magnússon.
Farseðlar á EM
í Svíþjóð 1992
Landslið 1 V/ ■m h #
Frakkland 8 8 0 0 19 6 16
5 Tékkóslóvakía 8 5 0 3 12 9 10
Spánn 7 3 0 4 17 12 6
ísland 8 2 0 6 7 9 4
Albanía 7 1 0 6 2 21 2
-j Skotland 8 4 3 1 14 7 11
Sviss 8 4 2 2 19 7 10
Q Rúmenía 8 4 2 2 13 7 10
o: Búlgaría 8 3 3 2 15 8 9
c\i San Marínó 8 0 0 8 1 33 0
-J Sovétrikin 8 5 3 0 13 2 13
Q Noregur 8 3 3 2 10 5 9
Ungverjaland 8 2 4 2 10 9 8
oc Ítalía 7 2 4 1 10 5 8
có Kýpur 7 0 0 7 2 23 0
*J Júgóslavía 8 7 0 1 24 4 14
Danmörk 8 6 1 1 18 7 13
Q Norður írland 8 2 3 3 11 11 7
ic Austumki 8 1 1 6 6 14 3
'fr' Faereyjar 8 1 1 6 3 26 3
Q Wales 6 4 1 1 8 6 9
Þýskaland 5 4 0 1 9 4 8
£ Belgia 6 2 1 3 7 6 5
irí Lúxemborg 5 0 0 5 2 10 0
-J Holland 7 5 1 1 15 2 11
—J Q Portúgal 8 5 1 2 11 4 11
Grikkland 6 3 1 2 10 6 7
oc Finnland 8 1 4 3 5 8 6
<D Malta 7 0 1 6 1 22 1
a 1 England 6 3 3 0 7 3 9
írland 6 2 4 0 13 6 8
Pólland 6 2 3 1 8 6 7
n: Tyrkland 6 0 0 6 1 14 0
Frakkar, Englendingar, Sovétmenn, Júgóslavar og Skotar hafa tryggt sér farseðilinn til Svíþjóðar. Þjóðveij-
ar og Hollendingar eru komnir í farseðlasöluna. Þjóðveijar þurfa aðeins jafntefli gegn Luxemborg, heima, og Hollending-
ar gegn Grikkjum, út, til að tryggja sér farseðilinn.
Taugaveiklun í
Svfþjóð vegna EM
ÞAÐ má með sanni segja að
taugaveiklun hafi gripið um sig
í Sviþjóð að undanförnu vegna
Evrópukeppni landsliða, sem
verður í Sviþjóð næsta sumar.
Svíar óttast að til óláta komi
þegar knattspyrnubullur frá
Þýskalandi, Hoilandi, Englandi
og Skotlandi geri innrás.
Það voru ekki fagrar fréttir sem
bárust frá Brússel á miðviku-
daginn, þegar Belgía og Þýskaland
Frá
GrétariÞór
Eyþórssyni
ÍSviþjóð
áttust þar við. 6000
Þjóðverjar komu til
Belgíu og voru 799
knattspyrnubullur
og nýnasistar hand-
teknir á járnbrautastöðinni í Brúss-
el, en þar var ástandi eins og í
Júgóslavíu - allt í hershöndum og
stöðin sem vígvöllur. Belgíumenn
kölluðu út 1000 manna aukalið lög-
reglumanna, sem voru á varðbergi.
Svíar eru nú þegar byijaðir að
ræða um að að kostnaður vegna
öryggisgæslu verði mjög mikill.
Þær raddir hafa skotist upp á
yfirborðið hvort hugsanlegt væri
að þátttaka Þjóðverja í EM verði
stöðvuð vegna þess að þýskar
knattspyrnubullur hleypa öllu upp
í háloft, þar sem þær ferðast um.
21 ára keppnin:
Átta þjóðir
eru eftir
Atta Evrópuþjóðir hafa tryggt
sér rétt til að leika um fjögur
sæti á Olympíuleikunum í
Bracelona 1992. Skotar, Tékkar,
Italir, Danir, Þjóðveijar, Hollend-
inga, Pólveijar og Svíar. Þessar
þjóðir leika jafnframt í 8-liða úrslit-
um í Evrópukeppni 21 ára landsliða.
Dregið verður í 8-liða úrslitin í
desember.
FELAGSLIF
Armenningar
vígja nýjan
félagsfána
Glímufélagið Ármann heldur
íþróttadag í Laugardalshöll-
inni á morgun kl. 13. Félagið kynn-
ir þá starfsemi sína og jafnframt
munu Ármenningar víga nýjan fé-
lagsfána undir stjórn Þorsteins Ein-
arssonar, sem verður áttræður á
morgun.
SKVASS
Landsliðið í
Luxemborg
Fyrsta íslenska skvasslandsliðið
hefur verið valið og tekur það
þátt í Smáþjóðaleikum í Luxem-
borg, þar sem mótheijar liðsins eru
skvassspilarar frá Kýpur, Mónakó,
Andorra, Luxemborg og Liecten-
stein. Landsliðið æfði undir stjórn
Englendingsins Nigel Gildersleve í
tvær vikur. Landsliðshópurinn er
skipaður spilurum úr Skvassfélagi
Reykjavíkur.
tt,
sk knattspyrnubulla handL'kiþ í Briissel.
iimiiiKiiiiiiaiusiKiiflii I
I Reuter ;
.gítiblsiiillA - il 'iulnV
..... njjmnhl^ - V8I
FRJALSIÞROTTIR
ÆT
Arangur með
Nemeth-spjótunum
afskrifaður
Alþjóða fijálsíþróttasambandið
hefur ákveðið að afskrifa
allan árangur í spjótkasti, sem
hefur unnist með Nemeth-spjót-
unum, eða öðrum sjótum með
hrufótt yfirborð.
1. janúar 1991 verður 89,58 m
kast Bretans Steve Backleys, sem
hann setti 1990, skráð sem heims-
met..
Backley, Tékkinn Jan Zelezny
og Finninn Seppo Ráty hafa allir
'imy ir-:i’> 11v "~'a '■<< I n>~'-j T) <u
Itog ginnio bt, öir.Io
kastað Nemeth-spjótinu lengra.
Raty hefur kastað því lengst -
96,96 m í Finnlandi í júní
Með þessu er ljóst að Nemeth-
spjótið var alla tíð vafasamt, eins
og margir fremstu spjótkastarar
heims hafa svo oft bent á, eins
og Backley og Einar Vilhjálmsson.
Afrek þau sem íslenskir spjót-
kastarar hafa náð með Nemeth-
spjótum verða afskrifuð frá og
með áramótum.
i i■) '•■yi •>•>
crn si‘í-
fir ivr' 'iUlo nfihs’nf' áöl