Morgunblaðið - 22.11.1991, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
55
SKODUN
Ásgeir gerði mistök að láta Eyjólf Sverrisson ekki byija
Þetta var ekki rétti leikurinn til að skoða nýjan leikmann
Voru það ekki mistök hjá
Ásgeiri Elíassyni, landsliðs-
þjálfara, að láta Eyjólf Sverris-
son ekki byija leikinn gegn
Frökkum á Parc des Princes-
leikvanginum í París í fyrra-
kvöld? Mín skoðun
er sú að hann hafí
gert mistök. Á sama
tíma og Ásgeir var-
aði við því fyrir leik-
inn að íslensku leik-
mennimir væm ekki
í nægilegri ieik-
æfingu til að spila
alvöru landsleik á
þessum árstíma,
valdi hann ekki
þann leikmann sem
er sjálfsagt í einna
bestu leikæfingunni
um þessar mundir,
Eyjólf Sverrisson.
Hvernig gat lands-
liðsþjálfarinn gengið
framhjá leikmanni
sem hefur staðið sig
svo vel með liði sínu
og landsliðinu?
Til að undirstrika
þetta má geta þess
að Eyjólfur gerði
eitt af þremur mörk-
um Stuttgarts um
siðustu helgi og
fékk mjög góða
dóma í þýskum fjölmiðlum fyrir
frammistöðu sína - sagður hafa
leikið í „landsliðsklassa”. Samt
fékk hann ekki náð fyrir augum
landsliðsþjálfarans íslenska.
Hann fékk aðeins að spreyta sig
í 34 mínútur í París og breytti
þá gangi leiksins með krafti sín-
um og dugnaði - náði að skora
og leggja upp marktækifæri fyr-
ir samheija sína. Er hægt að
ætlast til meira af leikmanni?
Landsliðsþjálfarinn sagði eft-
ir leikinn að það sem hefði
kannski háð liðinu var hve
leikmenn væru í lítilli leik-
æfíngu. Ef svo er hvemig stend-
ur þá á því að hann lætur leik-
mann sem er í bestu leikæfing-
uni sitja á bekknum mest alian
leikinn, leikmann sem er í liði
sem er í toppbaráttunni í einni
bestu deildarkeppni í Evrópu?
Er blaðamaður Morgunblaðs-
ins spurði Ásgeir eftir leikinn í
París hvort hann hefði ekki séð
eftir að hafa ekki byijað með
Eyjólf inná, sagði þjálfarinn:
„Nei, ég sé ekki eftir því að
hafa látið Eyjólf sitja á bekkn-
um. Ég sagði fyrir ieikinn að
ég ætlaði að skoða Guðmund
Torfason. En Eyjólfur stóð sig
vei - og hefur gert það í síð-
ustu leikjum.”
Sú spurning vaknar eftir
þetta svar þjálfarans hvort þessi
leikur hafi verið sá rétti til að
skoða leikmann. Hefði ekki
verið nær að láta Guðmund
reyna sig með íslenska landslið-
inu í æfingaleik áður en farið
var að stilia honum upp í til-
raunaskyni í alvöruieik? Hvers
vegna vill þjálfarinn ekki viður-
kenna að hann hafi gert mistök?
Það er nú einu sinni svo að
mönnum geta orðið á mistök og
þá er einfaldast að viðurkenna
þau og læra af þeim um leið.
Valur Benedikt
Jónatansson
„Ég var að sjálfsögðu svekktur yfir
að sitja á bekknum. Annars hefði
ég ekkert að gera hér,” sagði Eyjólf-
ur við Morgunbiaðið eftir leikínn.
KNATTSPYRNA
Frakkar eru í
áttunda himni
FRAKKAR halda vart vatni yfir
knattspyrnulandsliði sínu, eftir
að það sigraði ísland og varð
þar með fyrst allra liða í sögu
Evrópukeppninnartil að kom-
ast í gegnum riðlakeppni með
fullu húsi stiga. Liðinu er hrós-
að í hástert í frönsku blöðunum
í gær.
Frakkar hafa nú lokið leikjum
sínum og árangurinn er glæsi-
legur: átta leikir og átta sigrar,
nokkuð sem aldrei
Skapti hefur gerst og um-
Haiigrimsson sagnir blaða hér
skrilar benda til þess að
fréttamenn séu að
rifna úr monti yfir sínum mönnum.
Þeir eru á því, sem er auðvitað lauk-
rétt, að liðið sé feykilega sterkt -
og eins og. eilt blaðið benti á: Það
tók enginn eftir því að Jean-Pierre
Papin vantaði í liðið! Það segir
meira en mörg orð. Papin, þessi
frábæri markaskorari, var í leik-
banni, og tók Simba stöðu hans.
Sá skoraði eitt mark. Þetta var
annar landsleikur Simba, og hann
hefur gert eitt mark í hvorum.
Já, franska landsliðið er sterkt -
og Guðni Bergsson, varnarmaður-
inn sterki, sagði eftir leikinn í fyrra-
kvöld eins gott að Papin hefði ekki
verið með. „Þeir voru alveg nógu
góðir samt!” sagði Guðni.
Það má því segja að Frakkar
hafi haldið upp á tvennt í gær -
frábæran árangur landsliðs síns í
knattspyrnu, og það að aðal rauð-
vínsdagur ársins var þá haldinn
hátíðlegur í landinu. Beaujolais
Nouveaus kom á markaðinn, en það
er ætíð heimsviðburður. Og Frakkar
geta verið ánægðir með að landslið-
ið ec gott, og svo virðist sem Beauj-
olaið sé einnig gott þetta árið.
SUND / BIKARKEPPNI SSI
Alltaf möguleiki á meti
- sagði Ragnheiður Runólfsdóttir, sem kom frá
Bandaríkjunum til að keppa með Skagamönnum
SUNDDROTTNINGIN Ragn-
heiður Runólfsdóttir verður í
liði Skagamanna í bikarkeppn-
inni í sundi, sem fer f ram um
helgina og héfst í Sundhöll
Reykjavíkur klukkan 20 í kvöld.
Ragnheiður, sem stundar nám
í Bandaríkjunum, kom til lands-
ins í gær vegna mótsins og fer
aftur út eftir helgi. Skagamenn,
sem hafa sigrað í keppninni í
þrjú ár í röð, hafa fullan hug á
að verja titilinn enn einu sinni
og takmarkið hjá Ragnheiði er
að setja met. „Það er alltaf
möguleiki á meti, þegar maður
stingúr sér í laugina,” sagði
hún við Morgunblaðið í gær.
Ragnheiður, sem átti 25 ára af-
mæli í fyrradag, sagðist hafa
æft mjög vel að undanförnu, en hún
verður á meðal keppenda á Opna
bandaríska meistaramótinu í
Minneapolis um aðra helgi og kepp-
ir þar í 100 m og 200 m bringu-
sundi. Hún æfir með sundliði há-
skóla síns, en má ekki keppa fyrir
hönd skóians vegna aldurs — sund-
menn háskólaliða í Bandaríkjunum
mega ekki vera eldri en 23 ára —
og verður því fulltrúi íslands í
Minneapolis.
„Þetta eru furðulegar reglur og
aldurshámark er mismunandi eftir
greinum — fijálsíþróttamenn mega
til dæmis vera 30 ára. Ég verð því
að notfæra mér göt í kerfinu og
keppi fyrir hönd ÍA á félagsmótum
og Island á opnum mótum.”
Aðspurð sagðist Ragnheiður
miða allan undirbúning við Ólymp-
íuleikana í Barcelona næsta sumar
og því hefði hún ekkert hvílt að
undanförnu heldur æft grimmt.
„Samt hef ég verið að synda mjög
Ragnheiður Runólfsdóttir stefnir á að setja met í bikarkeppninni í sundi.
vei og verið við ólympíulágmarkið
að kvöldi þrátt fyrir að hafa synt
sex kílómetra að morgni. En ég kem
aftur heim um jólin og hvíli fyrir
árlegt boðsmót, sem verður í Ala-
bama í byijun janúar, en þar gilda
sömu lágmörk og fyrir Opna banda-
ríska mótið.”
Ragnheiður var ekki með í bikar-
keppninni í fyrra, fékk ekki frí frá
þjálfara sínum ytra, en ekkert aftr-
aði henni frá því_ að taka boði ÍA
að þessu sinni. „Ég verð sennilega
með í þremur einstaklingsgreinum
og svo í boðsundum og stefni að
sjálfsögðu á að setja met.”
GOLF
BADMINTON
Skoska mótið:
Broddi og"
ÁmiÞór
úrleikí
einliðaleik
EM klúbbliða:
Sveit GR
byrjar illa
SVEIT Golfklúbbs Reykjavíkur
er í næst neðsta sæti að lokn-
um tveimur keppnisdögum á
Evrópumeistaramóti klúbbliða,
sem fer fram á Quinta-vellinum
nálægt Marbella á Costa del
Sol á Spáni og hófst í fyrradag.
Íslensku kylfíngarnir voru í neðsta
sæti eftir fyrsta dag, en fóru
upp um eitt sæti i gær og eru í 20.
sæti. Þá fór Einar L. Þórisson á
82 höggum (77 á miðvikudag), Sig-
urður Hafsteinsson á 85 (84) og
Ragnar Ólafssop á 91 höggi (84).
Sveitin er á 328 höggum, Tékkar
eru á 329 höggum, Þjóðveijar á 325
höggum og Austurríkismenn á 324
höggum. Spánveijar eru í fyrsta
sæti á 287 höggum, síðan koma
Danir (296) og Englendingar eru í
3. sæti (297).
Golfklúbburinn Keilir átti að taka
þátt, en hætti við á síðustu stundu
og hljóp GR í skarðið, þó menn
hefðu hvorki tíma til undirbúnings
né fjáröflunar.
ÚRSLIT
Handknattleikur
Bikar HSÍ, 16 liða úrslit karla:
Þór - Fram..................24:20
Mörk Þórs: Rúnar Sigtryggsson 7, Jóhann
Samúelsson 7/2, Atli Rúnarsson 4, Ole
Nielsen 4, Sævar Ámason 2.
Mörk Fram: Karl Karlsson 6/1, Gunnar
Andrésson 5, Davíð Glslason 4/2, Páll Þó-
rólfsson 2, Andri SiguiAsson 2, Andrés
Hansen 1.
Valur b - Afturelding...........27:25
f BV - Stjaraan...............frestað
Karen Sævarsdóttir
Karen
kylfingur
ársins
Karen Sævarsdóttir var í gær
útnefnd kylfingur ársins af
Golfsambandi íslands. Karen, sem
varði íslandsmeistaratitil sinn, vann
öll stórtu mótin hér á landi, sem
hún-tók þátt í. Þá var hún í öðru
gæti á Norðurlandamóti unglinga.
Karen vann það afrek að verða fyrst
íslenskra kvenna til að leika 72
holur á undir 300 höggum og 18
holur undir 70 höggum.
íkvöld
HANDBOLTI
1. deild karla:
KA-hús, KA - Selfoss.kl. 20.30
1. deild kvenna:
Höll, KR - Haukar......kl. 20
Seltjn., Grótta - Ármann.kl. 20
Valsh., Vaiur-Víkingurkl. 18.15
BLAK
1. deild karla:
Hvera^., UMS-Skeið - KA ......20
BRODDI Kristjánsson tapaði í
1. umferð Opna skoska meist-
aramótsins í badminton í gær
og er þar með úr leik í einliða-
leik karla. Árni Þór Hallgríms-
son tapaði í 2. umferð í undan-
rásum og komst því ekki í aðal-
keppnina, en þeir keppa í tví-
liðaleik í dag.
Broddi tapaði fyrir Dananum
Michael Soggard 11-15, 15-7
og 15-1 í Glasgow í gær, en hann
■■■■■■ tryggði sér þátt-
Bill tökurétt í 1. umferð
Melvill með því að sigra
skrífarfrá þriá andstæðinga
'of an i sina { undanrásum á
miðvikudag.
Broddi vann Stevén Clark, Skot-
landi, í 1. umferð undankeppninnar
15:6 og 15:9. í 2. umferð mætti
hann Englendingnum, Simon Arc-
her, og vann 17:15 og 17:14. Í 3.
umferð vann Broddi síðan Ala#-*
McMillan, Skotlandi, 15:7 og var
kominn í 9:1 þegar Skotinn gaf leik-
inn. Broddi tryggði sér þar með
sæti í aðalkeppninni sem hófst í
gær.
Árni Þór mætti Campbell Petter-
son frá Skotlandi og vann auðveld-
lega 15:2 og 15:1. í 2. umferð
mætti hann Jim Mailer frá Skot-
landi og tapaði 11:15 og 3:15 og
var þar með úr leik.
Elsa ekki áfram á HM
Elsa Nielsen komst ekki í 2.
umferð á heimsmeistaramóti ungi-
inga 18 ára og yngri, sem fer fram
í Jakarta f Indónesíu. Elsa tapaði
fyrir Sita Catur frá Indónesíu 11:8
og 11:5 í 1. umferð í einliðaleik.
Hún lék með stúlku frá Indónesíu
í tvíliðaleik og töpuðu þær gegn
kínverskum stúlkum, 15:2 og 15:6.
í tvenndarleik lék Elsa með James
Anderson frá Englandi og töpuðu
þau (18:15, 11:15, 8:15) fyrir pari
frá Tælandi.