Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 56

Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 56
VÁTRYG9ING SEM BRÚAR BILIfl SJOVA LYKILLINIM /VD GÓDL KVÖLDI / •• LETTOL MORGUNBLAÐID, ADALSTltÆTl 6, 101 REYKJA VÍK SÍMl 601100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRl: HAFNARSTRsETl 85 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Grandi eykur sjó- frystingn og sigl- ingar með karfa Einum togara lagt um áramót, en ákveð- ið að kaupa annan kvótalausan í haust STJÓRNENDUR Granda hf. hafa ákveðið að leggja einum af sjö togur- um sinna frá og með næstu áramótum og færa aflaheimildir hans yfir á önnur skip í eigu sinni. Þá hefur verið mörkuð sú stefna að draga úr karfavinnslu í landi, en auka hana um borð í frystitogara fyrirtæks- ins, Snorra Sturlusyni, og auka um leið siglingar með ísaðan karfa til Þýzkalands. Loks er fyrirhugað að kaupa togarann Ögra RE í haust og nýta hann við sigiingar til Þýzkalands. Aðgerðir þessar eru ákveðnar í ljósi tekjuskerðingar fyrirtækisins vegna skertra aflaheim- ilda. Skerðing á aflaheimildum Granda \nemur alls um 2.200 tonnum, sem eru tæplega 10% af heildaraflaheim- ildum fyrirtækisins. Að meðaltali er skerðing á þorskveiðiheimildum 17%. Um heimingur aflaheimilda Granda er karfi og kemur engin skerðing á þær. Þessi samdráttur svarar til 250 milljóna króna tekjutaps, sem er um 10% af heildarveltu og að öllu óbreyttu þýðir skerðingin tekjutap starfsfólks til sjós og lands um 80 til 90 milljónir króna. Grandi gerir nú út 7 togara. Um áramótin verður Ásgeiri lagt. Brynj- ólfur Bjamason, framkvæmdastjóri Granda, segir að ofangreindar að- gerðir séu nauðsynlegar til að há- marka mögulega arðsemi af rekstri ' fyrirtækisins, en jafnframt verði reynt að losa um eignir og þjappa starfseminni saman. Það sé því mið- ur svo einfalt, að vinnsla á karfa í Jandi sé rekin með tapi og þar sem það sé ætlun eigenda og stjórnenda Granda að gera það sem unnt er til að reka fyrirtækið taplaust, verði farin sú leið sem mestar tekjur gefi, það er að frysta karfann úti á sjó og sigla með hann. Ögri RE er í eigu Ögurvíkur hf, sem auk hans gerir út Vigra og frystitogarann Frera. Nú er verið að smíða frystitogara fyrir Ögurvík í Noregi og verður hann væntanlega afhentur í september á næsta ári. Þá verða veiðiheimildir Ögra og Vigra fluttar yfir á nýja skipið og kaupir Grandi Ögra kvótalausan. Ögri hefur stundað siglingar með ísaðan karfa um árabil og nýtur því ákveðinna réttinda við úthlutun sigl- ingaleyfa, sem munu koma Granda vel. Morgunblaðið/Sigurgeir Brandugla leitar ásjár skipverja Brandugla leitaði ásjár skipveija á Öðlingi VE í gær er þeir voru á togveiðum í Skeiðarárdýpi um 30 mílur frá landi. Hún byijaði á því að sveima nokkra hringi yfir bátnum, en fór aldrei úr augsýn er hún kann- aði viðbrögð skipveijanna. Uglan var vel á sig komin og hefur líklega komið frá landi og villst í þokunni. Þegar komið var í land var branduglan afhent mönnum frá Náttúrugripasafninu. Hún var merkt og síðan sleppt og tók vel við sér á fluginu. Hér heldur Sigurður Ólafsson, stýrimaður, á uglunni. Skipstjórinn, Ólafur Einarsson, og einn skipveijanna, Haukur Hauksson, fylgjast grannt með. Edward A. Notter, yfirmaður hráálsframleiðslusviðs Alusuisse: Utilokum ekkí breyttan rekst- ur ISAL batní aðstæður ekki Lottóið 5 ára: Milljóna- mæringar orðnir 229 229 manns hafa unnið milljón eða meira í Lottó á þeim fimm árum, sem það hefur starfað. Lottóið hefur á þessum tíma skilað eigendum sínum þúsund- földu stofnframlagi þeirra, alls 1,2 milljörðum. Sjá nánar á bls. 23 STJÓRN ÍSAL kom saman til fundar í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum Edwards A. Notter, yfirmanns hráálsframleiðslusviðs Alusuisse, sem á sæti í framkvæmdastjórn ISAL, voru engar ákvarð- anir teknar um breyttan rekstur álbræðslunnar í Straumsvík, þrátt fyrir erfiða afkomu verksmiðjunnar á þessu ári. Notter útilokar ekki ákvarðanir um breyttan rekstur ÍSAL haldist óbreytt mark- aðsástand í áliðnaðinum langt fram á næsta ár. Christian Roth, forstjóri ISAL sagði í samtali við Morgunblaðið að til greina kæmi að fresta viðhaldi á kerjum, til þess að draga eitthvað úr fram- leiðslunni. Notter sagði: „Við höfum rekið I þótt það tímabil sem við nú erum verksmiðjuna í Straumsvík, ÍSAL, í sé það erfiðasta. En við erum í meira en 20 ár og á þeim tíma ekki með nokkur áform uppi nú höfum við vissulega lent í mörgum um að draga úr framleiðslu eða erfiðum tímabilum með reksturinn, | loka álbræðslunni í Straumsvík, og ekkert slíkt kom einu sinni til umræðu á stjórnarfundi ÍSAL,” sagði hann. Notter bætti við að orð hans ættu við um ástandið eins og það væri nú, „en það þýðir ekki að áform okkar um reksturinn í Straumsvík geti ekki breyst í framtíðinni, en ég ítreka að á þess- ari stundu eru engin slík áform uppi,” sagði Notter. Notter var spurður hver framtíð verksmiðjunnar í Straumsvík yrði, ef markaðsaðstæður breyttust ekki áliðnaðinum í hag á næstu sex mánuðum: „Ef engar breytingar Halli ríkissjóds stefnir í 10,4 milljarða í stað 4,1 í fjárlögum Vantar 3,5 milljarða upp á að sparnaðaráform núverandi ríkisstjórnar náist fram MARKMIÐ fjárlaga 1991, að halda ríkisútgjöldum óbreyttum aö raun- gildi milli ára, næst engan veginn, segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrstu níu mánuði ársins. Að sögn Sigurðar Þórðarsonar, vararíkisendurskoðanda, sýna útreikningar Ríkisendur- skoðunar að hallinn á ríkissjóði í ár verði um 10,4 milljarðar, en ekki rúmlega fjórir eins og ráð var fyrir gert í fjárlögunum. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp til fjárlaga fyrir yfir- standandi ár, gerði hann ráð fyrir að hallinn á ríkissjóði yrði 3,6 millj- arðar og lánsfjárþörfin 4,7 milljarð- ar. Þá var jafnframt ætlunin að hlut- Jall ríkisútgjalda af landsframleiðslu lækkaði úr 29,1% árið 1990 í 28,4% á yfirstandandi ári. Þegar fjárlaga- frumvarpið var samþykkt var hallinn orðinn 4,1 milljarður (1,1% af lands- framleiðslu), lánsfjárþörfin 5,9 millj- arðar (1,6% af landsframleiðslu) og gert var ráð fyrir óbreyttu hlutfalli ríkisútgjalda af laridsframleiðslu, 29,1%. Útlit er fyrir að ekkert af þessu gangi eftir. Samkvæmt útreikning- um Ríkisendurskoðunar stefnir ríkis- sjóðshallinn í 10,4 milljarða, sem er 2,7% af landsframleiðslu. Lánsfjár- þörfin meir en tvöfaldast; fer yfir 13 milljarða og verður 3,6% af lands- framleiðslu. Ríkisútgjöldin í heild verða 30% af landsframleiðslu, sem er 1,2% meira en ætlað var í upphaf- legu fjárlagafrumvarpi. Núverandi ríkisstjórn ákvað í upp- hafi ferils síns að grípa til sparnaðar- aðgerða, sem áttu að minnka fjár- þörf ríkisins um sex milljarða. Vext- ir voru hækkaðir á ríkisverðbréfum og útlánum Byggingarsjóðs ríkisins, innheimta tekna vat- hert og ýmis útgjöld voru lækkuð. Að mati Ríkis- endurskoðunar hefur ríkisstjórnin náð að minnka fjárþörfina urn 2,5 ntilljarða og hefur læþkun lyfjakostn- aðar og vaxtahækkun lána Bygging- arsjóðs þar talsverð áhrif. Hins vegar hafa komið til ný útgjöld, til dæmis eru útflutningsbætur á landbúnaðar- afurðir 890 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir og kostnaður vegna ríkisábyrgðar á launum starfs- manna gjaldþrota fyrirtækja hækkar um 250 milljónir. Rekstrarhalli ríkis- stofnana á fjárlögum verður 600 milljónum meiri en fjárlög gera ráð fyrir. Þar af er 300 milljóna halli á skólastofnunum. Einnig tekur At- vinnutryggingadeild Byggðastofnun- ar (áður Atvinnutryggingasjóður) til sín tæplega 360 milljóna króna ríkis- framlag. verða til hins betra á þeim tíma, sem þú talar um, þá verðum við náttúrlega að endurmeta öll okkar áform og ég útiloka engar ákvarð- anir í þeim efnum. Slíkt myndi að sjálfsögðu hvað ÍSAL varðar fela í sér langar og ítarlegar viðræður við stjórn ÍSAL. Auðvitað verðum við að vera opnir fyrir þeim ráð- stöfunum sem við kunnum að þurfa að grípa til í framtíðinni,” sagði Edward A. Notter. Christian Roth forstjóri ÍSAL sagði: „Á þessu augnabliki höfum við engin áform uppi um að loka eða draga úr framleiðslu hjá ÍSAL í Straumsvík, svo nokkru nemi. En ef hið lága verð helst óbreytt langt fram á næsta ár, kann svo að fara að við neyðumst til þess að endurskoða allar okkar rekstr- aráætlanir. Satt best að segja hef ég ekki hina minnstu hugmynd um hvað verður um áliðnaðinn í heim- inum almennt, ef þetta ástand helst óbreytt.” Roth sagði jafnframt: „Við hreinsum með reglulegum hætti og gerum við kerin hjá okkur. Við gerum við um tvö ker á viku. Nú kemur til greina að fresta viðhaldi á korjum, til þess að draga eitt- hvað úr framleiðslunni, ” sagði Roth. Christian Roth sagði að Alusu- isse hefði þegar gripið til samdrátt- ar í rekstri í Þýskalandi, þar sem raforkuverð væri fyrirtækjum þess ekki hagstætt: „Verksmiðjan í Ess- en hefur þegar ákveðið að loka 48 keijum af 360, sem þýðir að dreg- ið er úr ársframleiðslu verksmiðj- unnar í Essen um 16 þúsund tonn.” Roth sagði að Alusuisse hefði í októbermánuði einnig lokað ál- bræðslu sinni í Rheinfelden og sú lokun væj-i endanleg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.