Morgunblaðið - 15.12.1991, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991
C 9
David Attenborugh óritar bók sína Lífsbarótta dýranna, sem Gissur Ó. Erlingsson þýddi.
fólk bregst við sjónvarpsþáttunum.
Fyrir stuttu birtist þáttur um veiðar-
hjá dýrum. Skömmu síðar barst
mér bréf frá konu. Ég er viss um,
að ef þú hefðir rekist á hana í stór-
markaði, hefði hún komið þér mjög
eðlilega fyrir sjónir. Trúlega mjög
venjuleg kona.
En þessi kona sagði: „Ég var
skelfingu lostin yfir þættinum þín-
um. Að sýna fólki, hvernig dýrin
drepa hvort annað. Þú ert að kynda
undir grimmd. Ég veit, sagði hún,
að þessir þættir kosta mikið. Það
væri miklu betra, ef þú byggir til
þætti um þjálfunarferli dýra, t.d.
„hvernig lambi er kennt að bíta
gras!“ Auðvitað er miklu auðveldara
að búa til myndir af fallegum, fög-
rum heimi, en það væri bara ékki
sönn náttúrulífsmynd."
— Hvert er stærsta vandamál
mannkyns?
„Hvað við erum mörg,“ svarar
Sir David hiklaust. „Allar mein-
semdir jarðarbúa liggja í ofljölgun-
inni. Sjúkdómar, mengun og félags-
leg vandamál. Ég er ekki kona, en
ég held að mjög erfitt sé að fæða
börn, hvað þá að horfa upp á þau
deyja. 50-70% barna deyja á unga
aldri. Að hafa hemil á_fæðingum
er lausn mannkynsins. Ég er með-
limur í mörgum félögum sem eru
að reyna að hjálpa. Eg segi fólki
ekki, að það megi aðeins eiga þetta
mörg börn. Vil aðeins, að það geti
stjórnað því sjálft.
Verst er ástandið í Afríku og
Asíu. í Kenýa er um 50% þjóðarinn-
ar undir 23 ára aldri. Nú tölum við
um vemdun fílabeins, en ég er viss
um að eftir 50 ár verður ekki talað
um það. Þá verða engir bithagar
lengur til fyrir fíla í Afríku.
Þá verða hræðilegar hungurs-
neyðir í Afríku. Nú þegar á Afríka
í erfiðleikum með fæðuöflun. Rúss-
land á líka í erfiðleikum. En við
þurfum ekki að líta til næstu framt-
íðar, hvað þá eftir um 500 ár. Horf-
um heldur á núverandi ástand í
Suðaustur-Afríku, þar sem hung-
ursneyðir blossa upp annað hvert
ár.
Á 2-3 ára fresti vaknar heimur-
inn upp við frétt frá einhverjum
blaðamanni sem er staddur í Súdan
eða einhverju Afríkuríki. Og hann
segir: „Ég er að horfa á fólk hrynja
niður úr hungri!" Og hvers vegna?
Af því að íbúar eru margir á fá-
tæku landsvæði sem getur ekki séð
þeim fyrir lífsviðurværi. Og ef rign-
ir ekki í 2-3 ár á þessum slóðum,
svelta milljónir!"
— Er framtíðarsýnin þá svona
dökk, spyr blaðamaður.
„Ég er- bjartsýnn að eðlisfari og
vil vakna brosandi. Osk mín er sú,
að við förum að hafa stjórn á örlög-
um mannkynsins, í stað þess að
vera rekin áfram af kröfum fjöl-
dans. Að mannkyninu hætti að
fjölga og þjóðir heims geti, eins og
Island, fundið ódýra leið til að fram-
leiða rafmagn.
Mér er sagt, að þið vitið ekki
hvað þið eigið að gera við allt raf-
magnið sem hér er. Víðast í heimin-
um er framleiðsla rafmagns helsti
mengunarvaldur,- Brennsla á kolum,
olíu og fleira. En þið látið eldvirkni
neðanjarðar hita vatnið. íslendingar
eru einstaklega heppnir. Eitt af því
besta við að koma til Reykjavíkur,
er að sjá hvað borgin er hrein. Og
þessi nýi staður, Perlan, alveg hvít-
þvegin. Ég finn hreinleikann í loft-
inu, hvert sem ég sný mér. Stór-
kostlegt!
Ég vil trúa því, að barnabörnin
mín muni eiga gott líf. Og ég sé
merki þess, að við séum að verða
meira meðvituð. Sjúkdómar vegna
gróðurhúsaáhrifa? Fólk segir þetta
og hitt. Einu sinni héldum við, að
sólin myndi slpkkna og allir myndu
fijósa í hel. Ég veit bara, að það
sem fer fram þarna uppi er geysi-
lega flókið.
Líf á öðrum stjörnum? Nei, ég
trúi ekki á það. Stjarnfræðingar eru
búnir að sanna, að engin skilyrði
eru fyrir lífi í okkar sólkerfi, nema
kannski einhveijum gerlagróðri. Af
hveiju ættum við að tala um þann
hugsanlega möguleika að stíga upp
í geimskip, til að sjá græna menn
með 5 augu og 9 fætur? Við sem
þekkjum ekki nema um helming
þess lífríkis sem regnskógar okkar
geyma.“
Mikilvægustu skrefin í
umhverfisvernd
„Við berum umhyggju fýrir hvöl-
um og stærri dýrum, en enn hefur
okkur ekki tekist að útrýma einni
einustu skaðlegri skordýrategund.
Fyrir 50 árum var mennirnir tiltölu-
lega fáir og villta lífríkið tiltölulega
stórt. Þá byggðum við háa skor-
steina til að komast hjá mengun
úr verksmiðjum. Og mengun á ná-
lægum svæðum kallaði á byggingu
enn hærri skorsteina. Síðan höfum
við gert svo marga hræðilega hluti,
að við erum hvergi óhult.
Það besta sem við höfum gert í
umhverfisvernd er bygging þjóð-
garða sem hófst fyrir 100 árum í
Bandaríkjunum. Umhverfisvernd
liggur að stórum hluta hjá yfirráða-
mönnum þjóðgarða. Flestir ferðast
í hópum sem betur fer, annars
væru stórir hlutar jarðar troðnir
undir. Nú þarf að bóka inn í þjóð-
garðana. Aðeins tilteknum ijölda
er hleypt inn hveiju sinni og aðeins
í þá hluta sem ekki eru friðaðir.
Vissulega getur ferðaþjónusta
eyðiiagt og hefur valdið umhverfis-
spjöllum með græðgislegri upp-
byggingu. Undarlegt hvað margir
hafa sóst eftir að liggja í sólböðum
við háhýsi á spánskri strönd, óvarin
gegn húðkrabba. Fallegasta strönd
Spánar í eina tíð minnir nú á eyði-
mörk sem fáir vilja heimsækja.
Ferðamenn sækja nú meira til nátt-
úrulífsstaða. En ef ferðaskrifstofur
vilja bjóða ferðir til slíkra staða,
verða þær að tryggja gegn um-
hverfisskemmdum sem er mjög
gott. Það mikilvægasta sem við
verðum að gera núna, er að standa
saman að alþjóðlegum samningum
um umhverfisvernd."
Ævintýralegur furðuheimur
„Náttúrulífsmyndir munu stöð-
ugt leiða betur í ljós hvað lífríkið
er stórkostlegt. Fallegt og undur-
samlegt. Það er í raun eini fjársjóð-
urinn sem mannkynið á. Grunnur-
inn sem allt hvílir á. Ef við eyði-
leggjum það, eyðileggjum við okkur
sjálf.
Það sem komið hefur mér mest
á óvart við náttúruskoðun er hvað
dýraríkið býr yfir ótrúlegum ævin-
týraheimi. Þar gefur að líta slík
undur, að ímyndunaraflið er fátæk-
ara. Til dæmis má finna dæmi um
svo furðulega æxlun, að maður trú-
ir ekki eigin augum.
Eins og allir vita, vaxa sveppir
mjög hratt, en hverfa líka nijög
fljótt. Hjá örsmárri sveppategund
þarf kvenplantan allt í einu á mörg-
um munnum að halda, til að inn-
byrða eins mikla fæðu og mögulegt
er. Og eggin inni í henni byija allt
í einu að fijóvgast án tilkomu karl-
frumu. Skyndilega er hún komin
með 50 afkvæmi inni í sér sem
vaxa með því að nærast á henni.
Og eins og hendi sé-- veifað,
spretta 50 örsmá afbrigði út úr
móðursveppnum. Og afkvæmin eru
ekki eins og börnin mín eða þín.
Þau eru nákvæmar eftirmyndir
móður, af því að karlfruman kemur
hvergi nærri. Móðirin er orðin eilíf.
Jafnvel vísindaleg skáldritun hefur
ekki getað skapað neitt eins ævin-
týralega furðulegt.
Annað sem vekur furðu er að
sjá, hvað dýrin búa í furðulega rík-
um heimi. Þetta mætti sjá í sjónum
umhverfis ísland. Að hugsa sér t.d.
eina síld með 5 milljón seiði inni í
sér. Eða að sjá Afríkusléttuna auða
að kvöldi, þegar þú tjaldar, en
vakna að morgni með villt dýr allt
í kringum þig eins langt og augað
eygir.“
Tilgangur lífsins
„Ég trúi því, að aðaltilgangur
dýra og manna sé að viðhalda stofn-
inum. Ef dýrinu tekst að koma
helstu eiginleikum sínum um erfða-
vísana og þeim lærdómi sem dregin
er af hóphegðun kynsins, hefur það
náð megintilgangi lífs síns. En
mannkynið kemur lærdómi fyrri
kynslóða á einstæðan hátt til af-
komenda sinna. Við gerum það
menningarlega.
Ég get komið erfðavísum mínum
áfram í börnum mínum, en ég gef
þeim líka málfar mitt, hugsanir og
tækni. Kenni þeim hvernig á að
SIEMENS
gera þetta eða hitt. Þau taka við
þar sem ég hætti. Fólk gerir þetta
líka í gegnum frænkur og frændur
og samfélagið í heild.
Hvað gera einstaklingar sem
gengur vel í lífinu og vilja skila
einhveiju frá sjálfum sér til næstu
kynslóða? Lítum á öll þau bókasöfn
og menningarstofnanir sem mann-
kynið á.“
Lífsundrið mesta
„Lítum á þetta í öðru ljósi! Varla
er hægt að hugsa sér meiri gleði
en að verða afi eins og ég er. Töfr-
ana sem gagntaka mann, þegar
þetta litla krýli kemur í heiminn,
sem þú veist í hjarta þínu, að er
hluti af sjálfum þér. Mannvera, ólík
öllum öðruin börnum. Einstakt fyr-
irbæri. Ég varð alveg undrandi.
Sagði við sjálfan mig: Heyrðu nú,
þetta er bara ungbarn sem fram-
leiðir lykt úr öðrum enda og hávaða
með hinum. En það er þetta geysi-
sterka afl.
Líttu á fólk í félagslegum erfið-
leikum. Átti börn sem það viidi
ekki viðurkenna. Fólk sem eyðir
síðan öllu lífshlaupi sínu í að finna
þessi börn aftur og spyr: Hvar eru
þau? Hvað hefur komið fyrir þau?
Eða ættleitt barn spyr, strax og
þroskinn færist yfir: Hvar er faðir
minn? Hvar er móðir mín? Samband
skyldra erfðavisa er geysisterkt.
Leðurblökumóðirin finnur sitt af-
kvæmi í hópi 10 milljón annarra
unga!“
— Er mannkyn og menning í
hættu?
„Er veldi mannsins í lífríkinu
ógnað? Vissulega gæti það átt sér
stað. Lítum á eyðni-virusinn. Hann
er sterkari en við. Gæti eytt okkur!
Það er gífurlegt vandamál, ef ein-
hver tegund í lífríkinu tekur allt í
einu stökkbreytingum. Ef Dai-win
hafði á réttu að standa, að náttúru-
legt úrval stjórni og orsaki stökk-
breytingu, þá höfuin við fyrirbyggt
það, með því að gera svona mörgum
börnum okkar ókleift að lifa. Eyðni-
vírusinn sýnir, að mannkynið hefur
ekki allt í valdi sínu.
Eru menningarstraumar í hættu?
Vissulega. Lítum á England. Þar
tala fáir skosku eða Cornwall-mál-
ýsku. Ef þessi spurning hefði kom-
ið upp fyrir 20 árum, hefðu allir
sagt: Sjónvarpið og fjölmiðlarnir
eiga sök á þessu. En það stórkost-
lega er, að nú-er staðarfólk miklu
meðvitaðra og viil viðhalda málfari
sínu og menningarlegum sérkenn-
um, betur en fyrir 100 árum.
Maðurinn er ékki hjarðdýr, þrátt
fyrir allt sem Evrópubandalagið
kann að segja. Mannkynið vill fá
að vinna saman í litlum hópum. Við
í Bretlandi tölum nákvæmlega
sama „mál“ og þeir í Tyrklandi.
En við viljum hafa okkar hátt á að
gera hlutina, byggja húsin okkar
eins og við viljum, ala börnin okkar
upp á okkar hátt. Viljum varðveita
tungumál okkar og menningu.
Á Nýju Guineu eru töluð u.þ.b.
þúsund tungumál. Svoleiðis vilja
íbúarnir hafa það. Mannkynið vill
fá að búa saman í litlum hópum,
til að geta haft áhrif á leiðtoga sinn.
Ég er ekki sammála öllu því sem
forsætisráðherrann okkar segir. En
hann hefur á réttu að standa, þegar
hann segir: „Það yrði mjög erfitt
að mynda ríkisstjórn, ef þingið tal-
aði tungumál sem ekki skildist af
fólkinu sem stjórnað er.“ Ef ég
held, að framtíð minni verði stjórn-
að af fólki sem talar frönsku, en
ekki ensku, þá verð ég reiður. Allt
í lagi, ef þeir gefa mér peninga.
En ef þeir taka frá mér peninga,
þá verð ég mjög reiður.
Á Islandi hafið þið mjög gott
dæmi um þetta. Þið eruð sjálfstæð
og byggið á gamalli menningu. Þið
skiljið ensku, en viljið heldur gefa
út bækur á íslensku. Þetta er grund-
völlur eða hornsteinn mannkyns og
menningar. Við erum ekki hjarð-
dýr.“
Litlu raftœkin fra SIEMENS gleðja
augað og eru afbragðs jólagjafir!
kaffivélar
hrærivélar
brauðristar
vöfflujárn
strokjárn
handþeytarar
eg&jaseyðar
dj úpsteikingarpottar
hraðsuðukönnur
símtæki
áleggshnífar
kornkvarnir
„raclette“-tæki
veggklukkur
vekjaraklukkur
rakatæki
handryksugur
blástursofnar
hitapúðar o.m.fl.
O
5
C'
05
o
J3
Lítiö inn til okkar og skoðið vönduð tœki.
Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið!
ro
co
03
O
O
>
o