Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.12.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1991 C 23 Gamall draumur HLJÓMPLÖTUÚTGÁFA hér á landi er hættuspil; það er mikið fé í húfi og erfitt að komast að í flóðinu fyrir jólin. Það eru þó ailtaf einhverjir sem láta ekki óvissuna hræða sig frá út- gáfu og einn þeirra er Ilornfirðingurinn Óskar Guðnason, sem nýverið lauk við að taka upp tólf lög sem hann gefur út á snældu á næstu dögum. Snælda Óskars heitir Gam- all draumur, og sér til halds og trausts á henni hef- ur hann ýmsa tónlistarmenn og söngvara, þar á meðal Bubba Morthens, sem syngur titillagið og allmikið hefur heyrst í útvarpi undanfarið, Þorstein Magnússon, Rut Reginalds, Öi-var Kristjáns- son, Ara Jónsson Pálma Gunnarsson og fleiri snjalla hljóðfæraleikara og söngv- ara. Óskar sagðist annast allt við útgáfuna sjálfur, fjár- magna og dreifa. Hann sagð- ist einna helst dreifa snæld- unni fyrir austan, „þar sem allir þekkja mig, þar vilja þeir kaupa“, segir hann og kímir, „en ég ætla vitanlega að selja plötuna alls staðar það sem hægt er“. Óskar segist hafa gengið alllengi með þann draum að gefa út plötu, en Þorsteinn Magnússon vinur hans hafi stungið upp á því í vor að hann léti verða af því. „Ég ákvað því að láta slag standa Óskar Guðnason og Þor- steinnGamall draumur rætist. og gera kannski 2—300 kas- settur til að selja vinum og kunningjum, en þegar farið var af stað vatt þetta upp á sig. Ég var búinn að taka upp nokkur lög og fór með þau til Bubba og leyfði honum að heyra og hann heimtaði að fá að syngja titillagið." Helmingur laganna er eftir Óskar, en hin eftir ýmsa og úr ýmsum áttum, ýmist eftir erlenda kunningja eða inn- lenda. Óskar segist lítið hafa starfað með hljómsveitum fyrir austan í seinni tíð og segist vona að ekki verði meira af því, ,,það er allt of mikil vinna. Aherslur hafa breyst og ég hef ekki sama áhuga á því og áður að eyða miklum tíma í að flakka um í spilamennsku." Ásgeir rokkskáld ÁSGEIR Hvítaskáld var áberandi í íslensku lista- lífi á árum áður, eða þangað til hann flúði bjór- þurrð á íslandi og fór ut- an að nema viðskpta- fræði. Síðan hefur hann búið í Skandinavíu, en sneri heim í heimsókn fyr- ir stuttu og sýndi þá á sér nýja hlið sem rokkskáld. Ifarteskinu hafði Ásgeir breiðskífu, sína fyrstu, sem hann hljóðritaði í Svíþjóð í sumar. Ásgeir segir að þetta tónlistarstúss sé eitthvað sem hafi komið upp smám saman. „Ég var í Noregi og þar voru allir að spila á gít- ara og syngja, þannig að ég fór og keypti mér gítar og fór að pæia í þessu. Þar sem sköpunar- þörfin var fyrir hendi fór ég strax að semja lög, enda hent- ar þetta form mér mjög vel og gítarinn og textinn sam- an gefa mér mikinn inn- blástur. Síðar flutti ég til Sví- þjóðar og var þar gjaldkeri hjá félagi trúbad- úra Gauta- borg. Félag- ar mínir þar voru alltaf að hvetja mig til að taka eit- thvað upp og allt í einu vakn- aði ég upp í stúdíói á kafí í upptökum." Tónlistin á plötunni er rokkuð og minnir um margt á þá gerð rokks sem hæst reis á sjötta og fram á sjö- unda áratuginn, enda segist Ásgeir sækja fyrirmyndina þangað; það sé tónlist sem honum falli vel. Smáfyrirtæki í Gautaborg, Moon Records, gefur plötuna út, en Ásgeir býr núna í Kaupmannahöfn og segist hugsa sér að starfa með tón- listarfólki þar f borg og til greina komi að gefa næstu plötu út þar í landi og þá jafnvel með enska texta. Ásgeir segist ekki ætla sér að spila mikið hér heima, „ég er þó með gítarinn með mér, og það gæti vel verið að ég myndi grípa í hann. nzrrVTDTAlVV tct UiLUUtl A UNLlð A Hvað er að marka vinsældalistanaf Vimælarplötur eða vesælar SAMKEPPNIN á ís- lenska plötumarkaðnum. hefur líklega aldrei verið meiri en nú. Þijú fyrir- tæki beijast um hituna, Skífan, Steinar og Japfs, en Steinar og Skífan eru líka umsvifamestu útgef- endur ísienskrar tónlist- ar (þess má geta hér að Steinar dreifir einnig út- gáfum ps: músik). Skifan og Steinar hafa rekið grúa plötuverslana undanfarin ár, en Japfs slóst í hópinn á sí ðasta ári og rekur nú verslanir í Brautarholti og Kringl- unni. í búðum allra þess- ara fyrirtækja eru teknir saman plötusölulistar, sem eru oft einkennilega ólíkir. Eini íslenski breiðskífu- listinn sem birtist reglulega á prenti hefur verið DV-listinn. Hann hef- ur verið byggður á upplýs- ingum úr plötu- verslun- um og kaupfé- lögum, en ekki eru menn á eitt sáttir um áreið- anleika hans og fyrir stuttu var honum breytt. Hilmar Karlsson hjá DV var ekki á þvf að listinn hefði verið svo óáreiðanlegur, en sagði að þegar ekki væri hægt að treysta sem tölum sem verslanir gæfu upp væri erfítt að gera nokkuð í málinu. Hann sagði að klögumálin hefðu lengi gengið á vlxl hjá útgefend- unum og það væri meðal annars ástæðan fyrir því að listanum hefði verið breytt. „í dag eru í úrtak- inu aðeins þær verslanir á ^öfuðborgarsvæði nu og ut- " ess, sem ekki tengjast plötuútgefanda. i því segja að listinni riarktækur í dag tusölu sem er í eftir Áma Matthíasson verslunum." Hilmar sagði að einhveijar breytingar hefðu orðið á stöðu hljóm- platna á listanum eftir breytinguna fyrir tveimur vikum, sem væri kannski vísbending um að ekki hafi allt verið með felldu, en nú er Nýdönsk efst á DV-list- anum, þá Sálin, Rokkling- amir og Bubbi. Hjá Steinum í Austur- stræti varð fyrir svörum Ásgeir Eyþórsson sem sagði að skammt væri síð- an Steinar hefðu hætt að vera með í DV-listanum. Ásgeir sagði að listinn hefði oft verið villandi, en líklega aldrei eins og upp á síðkastið, enda hefði nið- urstaða hans verið allt önn- ur en Steinamenn hefðu séð í sölu hjá sér. „Við tök- um saman lista að kvöldi hvers þriðjudags, sem er byggður á sölu í öllum verslunum okkar og á að gefa góða mynd af raun- verulegri sölu á landinu." Hann sagði að vissulega gæti mismunandi áhersla á plötur, hvað varðar upp- stillingar o.fl., haft sitt að segja í því að Steinaversl- anir seldu e.t.v. meira af plötum sem fyrirtækið gæfi út, en Skífuverslanir og öfugt, en þó mætti ljóst vera að einhverjir væru að fegra sinn hlut, þegar svo mikið bæri á milli og raun Ljósmynd/Björg Sveinsdótlir Sálin Næstefst, efst, eða hvað? ber vitni. „Á listanum fyrir tekið nema þokkalegt mark stuttu var plata þar sem munaði 3—400% á sölu hjá Skífunni og Steinum, sem benti til þess að ekki væri allt með felidu." Ásgeir sagði að í efsta sæti hjá Steinum væri Sálin, „naumlega", þá væru Bubbi og Nýdönsk jöfn í öðru sæti og Stóru bömin leika sér, Todmobile og KK jöfn í þriðja sæti. Hjá Skífunni í Kringl- unni varð fyrir svömm Helgi Þór Jóhannsson, sem sagði að hann hefði þann hátt á að hann tæki saman lista yfír mest seldu plötur yfir hvem dag og þá aðal- lega íslenskar plötur og fáeinar erlendar. Hann sagði að það væri sérstakur listi fyrir hveija búð og ekki væri endilega verið að spá í nákvæmar sölutölur, þar væri frekar verið að leita eftir niðurröðun. Helgi sagði að sumt á DV-listan- um þætti honum orka tví- mælis, en hann hefði ekki á listanum í gegnum tíðina. Hann tók undir að skýra mætti misræmi að nokkru með mismunandi áherslu á efni útgáfanna sem eiga verslunina, en sér þætti líka trúlegt að einhverjir væm að fegra niðurstöðu sínu fyrirtæki í hag. Helgi sagði fjóra titla á toppnum: Nýdönsk, Sálin, Rokklingarnir og Dengsi, en hann sagði að það væri engin plata með afgerandi forystu, „það er enginn Bubbi eins og í fyrra“. Ásmundur Jónsson hjá Japís sagði að þar væri tek- inn saman listi yfír smá- sölu, sem væri einfaldlega keyrður út úr tölvu, enda sölukerfi allt tölvuvætt. Hann sagði að sér hefði ekki þótt DV-listinn mark- tækur undanfarin ár, en væri líklega traustari í dag. Ásmundur sagði að líklega væri listi Japís eins nálægt því að vera óháður og frek- ast væri unnt, enda ekki hagur fyrirtækisins hvor útgefandinn seldi fleiri plötur. Hann tók þó vara fyrir því að menn byggðu of mikið á sölutölum yfir erlendar plötur, enda væri fyrirtækið að flytja inn er- lendar plötur, sem það væri með á tilboðsverði og ámóta. Þannig nefndi hann að söluhæsta plata Japís væri erlendur jólasaftidisk- ur, sem fyrirtækið hefði lagt áherslu á undanfarið. í öðm sæti sagði hann Nýdanska, þá Sálina og svo Commitments. 46smynd/Björg Sveinsdóttir Rokklingamir Þriðja platan þriðja árið í toppslag? Ham í Reykjavík BANDMYNDIR með ís- lenskri tónlist hafa fáar verið gefnar út hér á landi og færri selst í einhverju magni. í næstu viku verður gefin út hcimildarband- myndin Ham í Reykjavík, þar sem segir frá hljóm- svcitinni Ham. Ottarr Proppé, söngvari sveitarinnar, sagði að Ham í Reykjavík væri heim- ildarmynd um ótrúlega heimska hljómsveit sem hag- ar sér mjög heimskulega og er mikið á sviði, með við- tölum inn á milli. „Það er mikið af hári í myndinni og gáfulegum athugasemdum um hár.“ Óttarr sagði mynd- ina, sem er um 45 til 50 mínútur að lengd, hafa verið gerða í haust og þá þrennir tónleikar kvikmyndaðir og Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Óttar Proppe Mikið af hári og gáfulegum athugasemdum um hár. hljóðritaðir, en alls eru um 30—40 mínútur af tónlist í myndinni. „Nafnið vísar til annarrar heimildamyndar með miklu af tónlist og heimskulegum viðtölum inn á milli. Fram- haldið verður svo Eins og skepnan Ham, þá Milli Ham og fjöru og svo framvegis." Tónlist úr myndinni verður gefin út samtímis á snældu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.