Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991
PÓSTUR og sími hefur nýlega komið á Ijósleiðarasambandi milli
Grindavíkur og Keflavíkur sem getur borið 2 þúsund talrásir, sem
að sögn Jóns Kr. Valdimarssonar tæknifræðings hjá Pósti og sima,
þýðir að kerfið getur nú annað samtímis 2.000 símtölum eða annars
konar samskiptum. Jón sagði að með þessu hefði verið bætt úr skorti
á lausum símanúmerum í Grindavík, auk þess sem símnotendur þar
gætu nú notið kosta þess að hafa stafræn símanúmnar og yrðu var-
ir við mun tærara samband en áður og minni vandkvæði á að ná
sambandi á álagstímum.
Sem dæmi um nýja notkunar-
möguleika sem fylgja stafrænu sím-
akerfí er að sögn Jóns þeir að menn
geta keypt aðgang að kerfi sem
lætur þá vita ef hringt er í þá með-
an símtal stendur yfir, auk þess sem
hægt er að stimpla inn vakningar-
hringingu án milligöngu langlínu-
stöðvar.
Unnið er að lagningu ljósleiðara
og uppsetningu búnaðar vegna
tengistöðva hringinn í kringum
landið og að óbreyttu á því starfi
að ljúka árið 1993. Nú þegar er
verkinu lokið á kaflanum frá
Reykjavík í norður til Húsavíkur
ogtil suðurs að Hvolsvelli. Strengur
hefur verið lagður að Vík en annan
búnað vantar milli Hvolsvallar og
Víkur. Næsta sumars verður lagður
lósleiðari frá Húsavík um Raufar-
höfn, Vopnafjörð og Bakkafjörð til
Seyðisfjarðar, en strengur er þegar
kominn frá Egilsstöðum til Seyðis-
fjarðar, Reyðarfjarðar og Eskifjarð-
ar. Að sunnan verður lagt til Horna-
fjarðar í sumar. Einnig verður unn-
ið á Vestfjörðum. Lokakaflinn verð-
ur svo unninn 1993 á suðurfjörðum
Austfjarða og á Vestfjörðum.
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Fjölmenni var við opnun vatnsveitunnar eftir framkvæmdirnar.
Það var Guðmundur Sævar Guðjónsson oddviti sem skrúfaði frá
veitunni við dynjandi lófaklapp viðstaddra.
Samningur um uppbyggingu íþróta-
mannvirkja í Eyjum:
Dans- og . skemmtihópurinn
Panorama frá Litháen, sem ætlar
að skemmta hér á landi yfir há-
tíðirnar.
Listamenn
frá Litháen
skemmta hér
ájólunum
Á JÓLADAG koma til landsins
hljómsveitin Studio og dans- og
skemmlihópurinn Panorama frá
Litháen og ætla að skemmta Is-
lendingum yfir hátíðarnar. Með
þeim kemur einnig samgönguráð-
herra Litháen auk nokkurra kaup-
sýslumanna.
Hópurinn frá Litháen kemur hing-
að á eigin vegum vegna vinsamlegra
samskipta þjóðanna tveggja. Sam-
gönguráðherra Litháens ætlar að
ræða við Halldór Blöndal samgöngu-
ráðherra og ætla kaupsýslumennirnir
að ræða hér viðskipti.
Hljómsveitin Studio og danshópur-
inn Panorama skemmta á Hótel ís-
landi, fimmtudaginn annan í jólum,
föstudaginn 27. desember, og laug-
ardaginn 28. desember. Auk þess
verða þau á Hótel Örk á gamlárs-
kvöld og hugsanlega fara þau víðar.
Að sögn Asgeirs Hannesar Eiríks-
sonar kemur hópurinn í einkaflugvél
og í athugun er hvort mögulegt sé,
í samvinnu við einhveija ferðaskrif-
stofu, að bjóða íslendingum í hópferð
til Litháens með flugvélinni.
Kviknaði í
út frá jóla-
skreytingu
ELDUR varð laus í kaffistofu
Hagkaups í kjallara í Kjör-
garði um kl. 22.30 í fyrra-
kvöld. Eldurinn hafði kviknað
út frá jólaskreytingu.
Þegar slökkvilið kom á stað-
inn hafði starfsfólki Hagkaups
tekist að kæfa eldinn en mikill
reykur var í kaffistofunni og
þurfti að reyktæma húsnæðið.
Síðar sama kvöld var slökkvil-
iðið beðið um aðstoð vegna
vatnsleka á þriðju hæð frá loft-
ræstikerfi í Kaupstað í Mjódd.
Þegar að vat' komið voru menn
frá tryggingarfélagi verslunar-
innar teknir við málinu.
Póstur og sími:
Mannvirki byggð
fyrir 220 milljónir
Framkvæmdir hafnar við Hásteinsvöll
Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjabær og íþróttahreyfingin í Vestmannaeyjuin und-
irrituðu fyrir skömmu rammasamning um uppbyggingu íþrótta-
mannvirkja í Eyjum næstu árin. Heildarupphæð samningsins
er 220 milljónir króna og er hlutur bæjarins 180 milljónir, sem
greiðast með árlegum greiðslum næstu 20 árin.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Gunnlaugur Axelsson, frá Golfklúbbi Vestmannaeyja, Guðjón
Hjörleifsson, bæjarstjóri, og Ómar Garðarsson, formaður IBV
(lengst til vinstri) undirrita samninginn.
í samningnum er gert ráð fyr-
ir endurbyggingu Hásteinsvallar,
aðalgrasvallar Eyjamanna, og
byggingu búningsaðstöðú við
hann, stækkun golfvallarins í 18
holur, byggingu nýs íþróttasalar
qg gerðar gervigrasvallar.
Iþróttahreyfingin mun taka á sig
40 milljónir af kostnaði við upp-
byggingu mannvirkjanna en
bærinn mun greiða sinn hluta,
180 milljónir, með ákveðnum ár-
legum greiðslum næstu 20 árin.
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að þrátt fyrir að hlutur bæjarins
yrði greiddur á 20 árum ætti
framkvæmdum við þau verkefni
sem ákveðin eru í samningnum
að geta lokið á 7 til 10 árum.
Endurbygging Hásteinsvallar
var forgangsverkefni í samn-
ingnum og eru framkvæmdir við
völlinn þegar hafnar. Skipt verð-
ur um jarðveg í honum, drenlagn-
ir lagðar og á næsta vori er
áætlað að leggja torf á völlinn
þannig að hann ætti að verða
leikhæfur á ný sumarið 1993.
Grímur
Jarðvegi Hásteinsvallar hefur nú verið rutt upp en skipta á uni
jarðveg undir vellinum. Fram til þess liefur völlurinn verið eitt
forarsvað í rigningum en eftir endurbygginguna er vonast til
að hann komist í gott lag.
Könnun Þjóðhagsstofnunar á atvinnuástandi:
Reiknað er með 2,6% at-
vinnuleysi á næsta ári
í KÖNNUN sem Þjóðhagsstofnun hefur gert á atvinnuástandi og
atvinnuhorfum í nóvember kemur m.a. fram að reiknað er með
2,6% atvinnuleysi á næsta ári. Á heildina litið vildu atvinnurekend-
ur í öllum greinum fækka starfsfólki að undanskildum sjúkrahús-
rekstri þar sem talið var æskilegt að fjölga starfsmönnum.
Yfirleitt eru kannanir sem þess-
ar gerðar af Þjóðhagsstofnun
þrisvar á ári, í janúar, apríl og
september en þessi var gerð sér-
staklega að ósk aðila vinnumark-
aðarins. Úrtakið náði til um 200
fyrirtækja og bárust svör frá 170
þeirra.
Þegar á heildina er litið vildu
atvinnurekendur á landinu öllu
fækka starfsmönnum um 330 sem
er 0,4% af heildaratvinnuafli í
þeim atvinnugreinum sem könn-
unin náði til. Þetta á við allar
greinar utan sjúkrahúsarekstur
þar sem talið var æskilegt að
fjölga um 150 manns. Þetta eru
töluverð umskipti frá könnuninni
í september þar sem fram kom
að vilji atvinnurekenda á landinu
öllu var að fjölga starfsmönnum
um 680.
Frá því í september hefur vinnu-
aflsnotkun minnkað um 4% í þeim
atvinnugreinum sem könnunin
náði til, mest í iðnaði, byggingar-
starfsemi, samgöngum og á
sjúkrahúsum. Þjóðhagsstofnun
telur að þennan samdrátt megi
fyrst og fremst rekja til þess hve
efnahagshorfur hafa breyst til hins
vefrá á milli september og nóvem-
ber. Miðað við framvindu mála
gerir Þjóðhagsstofnun svo ráð fyr-
ir að atvinnuleysi á næsta ári verði
2,6%.
I könnuninni nú hvað höfuð-
borgarsvæðið varðar var talið
Ljósleiðarasambandi hefur
verið komið á við Grindavík
æskilegt að fækka starfsmönnum
um 165 í nóvember þar af um 115
í iðnaði, um 70 manns í þjónustu,
uni, 50 manns í verslun og
veitingastarfsemi, um 30 manns í
byggingastarfsemi og_ um 10
manns í samgöngum. Á móti var
talið æskilegt að fjölga um 110
mapns í sjúkrahúsrekstri.
Á landsbyggðinni var var talið
æskilegt að fækka um 165 manns
í nóvember og var fækkunin mest
í fisiðnaði og byggingastarfsemi
um 60 manns.
Bíldudalur:
Vatnsskortur úr sögunni
Bildudal.
FRAMKVÆMDUM við vatnsveitu á Ilnjúksdal lauk í síðasta mán-
uði, og telja menn að nú sé búið að leysa vatnsvandamál sveitarfé-
lagsins til frambúðar. Vatnsskortur hefur hrjáð tvö stærstu at-
vinnufyrirtæki staðarins í mörg ár og einnig hluta.íbúa við einstak-
ar götur.
Framkvæmdir hófust í júní og
var þeim lokið í síðasta mánuði.
Það var Tréverk á Bíldudal sem
sá um verkið. I samtali við Einar
Mathiesen sveitarstjóra sagði
hann að þessar framkvæmdir
hefðu verið mjög brýnar og for-
gangsverkefni sveitarstjórnar í ár.
„Þetta virkar mjög vel og það virð-
ist vera nægilegt vatnsmagn í
kauptúninu, og ég tel að nú sé
þetta vandamál úr sögunni," sagði
Einar. Um er að ræða hreint og
tært lindarvatn sem kemur frá
Hnjúksdal og skila leiðslurnar
núna tvöföldu vatnsmagni.
Kostnaður framkvæmdanna er
10 milljónir króna eins og kostnað-
aráætlunin hljóðaði upp á. Sveitar-
félagið fær á næstu tveimur árum
endurgreitt sem samsvarar helm-
ingi kostnaðar frá Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga, samkvæmt lögum
um breytta verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga.
R. Sehmidt