Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 31 upp á þá valkosti að draga einhver atriði til baka gegn því að annað fengi greiðari framgang í gegnum þingið. Efstur á óskalistanum var „lögregluskatturinn“ svonefndi sem ætlað er að færa 700 milljónir króna í ríkissjóð, einnig var orðað að draga frestun á greiðslum til bænda til baka, ennfremur að milda skerðing- una á barnabótum. Til að koma til móts við tekjutap sem af þessu leiddi, bentu stjórnarandstæðingar á að væri gildistími gildistíma jöfn- unargjaldsins framlengdur allt næsta ár, myndi það færa ríkissjóði 360 milljónir kr. í tekjur. Hækkun neysluvarnings ÁTVR um 6% myndi færa ríkissjóði svipuð bú- drýgindi. Stjórnarandstæðingar töldu einnig að með hertri inn- heimtu skatta mætti ná inn um 500 milljónum kr. Lögregluskattur eða jöfnunargjald Stuðningsmenn ríkisstjórnarinn- ar buðu á móti að lækka þá upphæð sem sveitarfélögunum er ætlað að greiða fyrir löggæslu niður í 600 milljónir, þar að auki skyldu 75 milljónir af þessum 600 milljónum renna í Jöfnunarsjóð sveitarfélag- anna. Til að afla tekna í mót þessum afslætti skyldi jöfnunargjaldið vera framlengt fram í september. Stjórn- arandstæðingar töldu þetta tilboð fjarri öllu lagi. Buðu þeir þá þau skipti að „lögregluskatturinn færi út“ en í mót kæmi að fjárlagafrum- varpið og frumvörp því tengt, fengu þess mun greiðari framgang. Að þessu gátu stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar ekki gengið og slitn- aði upp úr viðræðunum á öðrum tímanum í fyrrinótt. Að sögn Geirs H. Haarde, formanns þingflokks Sjálfstæðismanna, var afstaða stjórnarliða sú að þeir voru reiðu- búnir til að ræða ýmis atriði en það kæmi ekki til greina að auka halla ríkissjóðs og tekjuöflunarleiðir stjórnarandstæðinga væru annað- hvort óaðgengilegar eða ófram- kvæmanlegar. Á sjötta tímanum í gærmorgun gerðu stjórnarliðar það tilboð að sveitarfélögin greiddu 500 milljónir í ríkisjóð en ekki var nán- ari útfærsla á því gjaldi tilgreind. Jöfnunargjaldið skyldi áfram lagt fram í september. Ráðgert var að hittast í hádeginu og ræða málin nánar þar eð málsaðilar voru annað- hvort vansvefta ellegar gengnir til sængur. Þingfundi lauk laust fyrir kl. 6 í gærmorgun. Skákstigabólgan * nær ekki til Islands Skák Margeir Pétursson IBM í Þýskalandi liefur nú tekið við stigaútreikningi fyrir Alþjóða- skáksambandið af júgóslavnesku fyrirtæki. Þjóðverjarnir hafa byij- að mjög rösklega og er þegar vitað hvernig listinn sem tekur gildi 1. janúar 1992 lítur út í meginatrið- um. Honum er ætlað að ná til allra skákmóta sem fullnægja skilyrð- um til stigaútreiknings fram til 30. nóvember í ár. Þess má geta að á þingi FIDE í Berlín í byrjun mánaðarins var ákveðið að sameina stigalista karla og kvenna og þarf nú að ná 2.005 stiga árangri til að komast inn á hann, en áður var lágmarkið 2.205 hjá körlum en 1.805 hjá konum. Heimslistinn: 1.1.92 1.7.91 Kasparov, Rússl. 2.780 2.770 Karpov, Rússl. 2.725 2.730 Ivantsjúk, Úkraínu 2.720 2.735 Short, Englandi 2.685 2.660 Anand, Indlandi 2.670 2.650 Gelfand, Sovétr. 2.665 2.665 Shirov, Lettlandi 2.655 2.610 Kamsky, Bandaríkj. 2.655 2.595 Jusupov, Rússlandi 2.655 2.625 Salov, Rússlandi 2.655 2.665 Bareev, Rússlandi 2.635 2.680 Nikolic, Júgósl. 2.635 2.625 Gúrevitsj, Belgiu 2.635 2.630 I. Sokolov, Júgsl. 2.630 2.570 Speelman, Englandi 2.630 2.630 Polugajevskí, Rúss 2.630 2.630 Kalifman, Þýskal. 2.625 2.630 Epishin, Rússlandi 2.620 2.615 Timman, Hollandi 2.620 2.630 Beljavskí, Úkraínu 2.620 2.655 Chernin, Rússlandi 2.620 2.605 Hansen, Danmörku 2.620 2.600 Þess ber að geta að tilraun til að sveitfæra þá skákmenn sem koma frá því svæði sem nefnt verður Sov- étríkin fram á næsta gamlárskvöld er undirritaðs. I viðbót við það má geta þess að Júsupov er fluttur til Þýskalands, Salov til Spánar og Chernin til Ungveijalands. Þá er heimsmeistarinn ekki borirm og barnfæddur Rússi, heldur frá Az- erbadjan. Alls hafa nú hvorki meira né minna en 43 skákmenn 2.600 stig eða meira, en þeir voru 38 á síðasta lista. íslenski listinn Reiknaðar skákir frá síðasta lista eru í sviga fyrir aftan nýju stigin: Jóhann Hjaitai'son Mai'gcii’ Pctui'sson Helgi Ólafsson Jón L. Árnason Karl Þoi-steins Hcðinn Steingrímss. Hannes H. Stcfánss. Þröstui- Þórhallsson Bjöi'gvin Jónsson Gylfi Þói'hallsson Helgi Áss Grötai's. Róbeit Haiðarson Jóhannes Ágústsson Andri Áss Grötai's. Sævar Bjamason 2.580 (39) 2.550 2.555 (43) 2.540 2.525 (19) 2.525 2.515(11) 2.520 2.485 (11) 2.470 2.455 (32) 2.505 2.455 (26) 2.470 2.425 (11) 2.425 2.420 ( 0) 2.420 2.375 ( 8) 2.285 2.350 (23) 2.245 2.345 (22) 2.310 2.315 ( 0) 2.315 2.315 ( 0) 2.315 2.310 ( 1) 2.315 Tveir efstu íslendingarnir eru á listanum yfir 100 stigahæstu skák- menn heims. Sú stigabólga sem setur mark sitt á heimslistann virðist lítil eða engin áhrif hafa hér á landi. Nú eru aðeins 42 íslenskir skákmenn á FIDE-listanum, sem er talsvert mikil fækkun frá því 1. júlí, en þá voru 55 á honum. 13 skákmenn hafa dottið út fyrir að tefla ekki, þ. á m. Stór- meistararnir Friðrik Ólafsson og Guð- mundur Siguijónsson. Aðeins fimm skákmenn íslenskir eru með alþjóðleg mót reiknuð inn í þennan lista. Ljóst er að ástæðan fyrir þessum doða er að ekkert alþjóðlegt skákmót var haldið hérlendis 1991, nema Heims- bikarmót Flugleiða, þar sem aðeins einn íslendingur var með. í raun og veru er ekkert samhengi í því að þjóð sem er reiknuð með áttunda öflugasta fjögurra manna landslið heims skuli ekki eiga nema 42 skákmenn með yfir 2.200 stig. Hátt í tíuþúsund manns eru á lista FIDE. Líklega hafa a.m.k. helmingi fleiri íslendingar styrkleika til að vera á listanum. Ljóst er að ástandið stendur til bóta með alþjóðlegum mótum í Reykjavík og Hafnarfírði í marz, en þar fá aðeins fáir tækifæri og betur má ef duga skal ef við ætl- um að halda okkar stöðu. Ein augljós mistök setja svip sinn á listann yfir íslendinga. Farið er eftir föðurnöfnum við útreikning og stórmeistaraárangur Þrastar Þór- hallssonar á móti í Gausdal í sumar hefur greinilega verið færður á Gylfa Þórhallsson frá Akureyri, sem er hækkaður um 90 stig. Líklegt er að Þröstur eigi inni 20-25 stig vegna þessa. Vonandi verður þetta leiðrétt fyrir áramótin. Þá vantar tvö mót sem þeir Hannes og Þröstur tefldu á í Austurríki og mót sem þeir tveir og Héðinn Steingrímsson tefldu á í Gausdal. Þá er aukakeppnin um ís- Auglýsendur athugið! Auglýsingar í laugardagsblaöiö 28/12 þurfa að berast auglýsingadeild í síðasta lagi fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 24/12 (aðfangadag). fHevgun^Ifihihi landsmeistaratitilinn ekki inni í þess- um tölum. Hannes Illífar Stefánsson, al- þjóðlegur meistari, kom fyrir stuttu heim frá Búdapest þar sem hann tók þátt í nokkuð öflugu alþjóðlegu móti. Hannes byijaði vel með sigri yfir sovéska stórmeistaranum Arsh- ak Petrosjan, en tapaði síðan tveim- ur skákum afar illa fyrir sigurveg- urum mótsins, alþjóðlegu meistur- unum Baburin, Rússlandi og Lutz, Þýskalandi. Hann náði sér þó upp í 50% vinninga, hlaut 5Vi v. af 11 mögulegum, sem er dágóður árangur. Enn er það drekaafbrigði Sikil- eyjarvarnarinnar sem er til umræðu hér í skákþættinum: Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart.: S. Farago, llngverjal. 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — g6 6. Be3 - Bg7 7. f3 - 0-0 8. Dd2 - Rc6 9. Bc4 - Bd7 10. 0-0-0 - Hc8 11. Bb3 - Re5 12. h4 - h5 13. Bg5 - Hc5 14. Kbl - b5 15. g4 - a5 16. Bxf6 - Bxf6 17. gxh5 — a4 18. Bd5 í Hastings um áramótin 1985-86 lék Chandler 18. hxg6 — axb3 19. Rxb3 gegn mér, en eftir 19. — Hxc3! 20. gxf7+ - Kxf7 21. Dxc3 — Rc4! var svarta staðan í lagi. Eg sá hins vegar möguleika yfir borðinu sem mér leist mjög illa á fyrir svarts hönd og „talaði af mér“ eftir skákina. Strax daginn eftir vann enski stórmeistarinn Mestel fyrstu skákina með þeirri leikaðferð og æ síðan hafa drekabændur orðið fyrir þungum búsitjum vegna henn- ar. 18. — e6 19. hxg6 — exd5 20. h5! - Bg5 21. f4 - Bh6? Mun nákvæmara er 21. — Hxc3!? 22. bxc3 - Bh6 eða 21. - Rc4 22. ’ Dh2 — Bh6. Nú getur Hannes stað- sett drottningu sína á betri reit en í síðastnefnda afbrigðinu. Ung- verskir skákmenn eru margir hveij- ir afar vel heimá í fræðunum og Farago sagðist eftir á hafa séð nokkrar skákir í heimalandi sínu þar sem svartur komst vel frá því að leika 21. — Bh6. En Hannes sýnir fram á að afleikirnir batna ekki við það að fleiri herini þá eftir. 22. Rxd5 - Rc4 23. Dg2! - Hxd5 24. gxf7++! - Kh8 25. Dg6 - Hxf7 26. Hdgl - De8 27. Df6+ - Kh7 28. Dg6+! - Dxg6 29. hxg6+ - Kg7 30. Hxh6! - Kxh6 31. g7 - Hc8 32. g8=D - Hxg8 34. Hxg8 og hvítur vann. / Jola-Happoi o ??orÆrr/ hásv Síðasti söludagur Milljónir dregnar út þriðjud. 24. des. (Aðfangadag). Vinningar birtir á annan jóladag, 26. desember. SPENNAMW! - ef þú átt miða!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.