Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991
37
Borgarræflar í beljurekstri
Úr myndinni Fjörkálfar.
Morgunblaðið/Amór
Svipmynd frá Bridsdeild Skagfirðinga. Þar er nýlokið aðalsveita-
keppni deildarinnar með sigri sveitar Steingríms Steingrímssonar
en í þeirri sveit spiluðu meðal annarra Magnús Torfason og Sigrtygg-
ur Sigurðsson.
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Fjörkálfar („City Slickers“).
Sýnd í Regnboganum. Leik-
stjóri: Ron Underwood. Hand-
rit: Babaloo Mandel, Lowell
Ganz. Aðalhlutverk: Billy Cryst-
al, Daniel Stern, Bruno Kirby,
Helen Slater og Jack Palance.
Castle Rock. 1991.
Hvað gerir maður, sem er að
verða fertugur, og finnst hann
ekkert hafa afrekað í lífinu? Hann
er orðinn miðaldra og hættur að
brosa, konan hans kvartar yfir því
að afmælin hans séu eins og Berg-
manmyndir, honum gengur herfi-
lega að selja auglýsingatíma hjá
lítilli útvarpsstöð. Hvað er það sem
ég sel? spyr hann sjálfan sig. Ekk-
ert. Loft. Meira að segja börnin
eru hætt að nenna að vera í kring-
um hann. Hvað gerir þessi þung-
lyndi, miðaldra, tilvistarkreppti
nútímamaður? AjSkiptir um
vinnu. BjLeitar hjálpar sálfræð-
ings. CjGerist kúreki.
Ef þú velur A eða B er ekki
víst að gamanmyndin Fjörkálfar,
sem er jólamynd Regnbogans,
höfði til þín. C tryggir þér örugga
skemmtun frá upphafi til enda. í
Flugásar („Hot Shots!“ Sýnd í
Bíóborginni. Leikstjóri: Jim
Abrahams. Handrit: Abrahams
og Pat Proft. Aðalhlutverk:
Charlie Sheen, Cary Elwes, Val-
eria Golino, Lloyd Bridges, Jon
Cryer, Kevin Gunn. 20th Century
Fox. 1991.
í gamanmyndinni Flugásar, sem
er ein af jólamyndum Sambíóanna,
gerir leikstjórinn Jim Abrahams
ásamt handritshöfundinum Pat
Proft, óborganlegt grín að glæstum
hetjum flugskólamynda á borð við
„Top Gun“ og „Iron Eagle“. Það
er bakgrunnur myndarinnar en inn
á milli er skopast með atriði úr ótelj-
andi frægum bíómyndum allt frá
Dansar við úlfa til Á hverfanda
hveli. Margt er listilega vel gert,
myndin er barmafull af bröndurum,
litlum og stórum, löngum og mjóum
og fyrsta hálftíman gerir maður
ekkert annað en hlægja.
Fyrir þá sem kunna að meta
absúrd gamansemina í Beint á ská
myndunum er þessi ómissandi. Hún
gefur þeim ekkert eftir í fjölda og
gæðum brandaranna og er jafn-
betri á köflum. Leikstjórinn Abra-
hams er miðhlutinn í hinu svo-
nefnda ZAZ-gengi sem ábyrgð ber
á „Airplane!" og Beint á ská (David
Zucker, Abrahams og Jerry Zuck-
er) og hann er með húmorinn í lagi.
Það líður varla svo mínútan án þess
að eitthvað fyndið gerist.
Charlie Sheen er Tom Cruise í
„Top Gun“. Hann er leðuijakka-
klæddur mótorhjólatöffari og meiri-
háttar fluggarpur en á við sálræn
vandamál að stríða; flugkappinn
faðir hans varð fjölskyldunni til
ævarandi skammar með heiguls-
hætti fyrir 20 árum og var skotinn
á hreindýraveiðum eftir að hann
hrapaði til jarðar (hann var hrein-
dýrið). En samsærismenn innan
flughersins þarfnast Charlie til að
henni leikur grínarinn góðkunni
Billy Crystal manninn á mið-
aldrabömmernum sem fer (konan
hans rekur hann raunar til þess,
„farðu og finndu brosið þitt“, seg-
ir hún) í kúasmalaferð inní
óbyggðir á hestum með tveimur
vinum sínum, leiknum af Daniel
Stern og Bruno Kirby. Eins og
kemur í ljós er varla til betri að-
ferð til að kippa sér útúr þrúgandi
hversdagsleikanum og borgar-
leiðindunum en að fara út í naut-
griparekstur.
Hugmyndin er góð í bíómynd
og hún er miklu fyndnari en þessi
lýsing gefur til kynna. Fjörkálfar
er smellin og þrælskemmtileg
eyðileggja mikilvæg plön, sálar-
ástand hans í háloftunum á að
tryggja það. í flugskóla flotans hitt-
ir hann stúlku drauma sinna (Val-
eria Golino) og félaga eins og Pétur
Dauðakauða og Jim Úteygða. Einn-
ig erkikeppinaut sinn, fullkominn
fluggarp sem Gary Elwes leikur.
Leikararnir eru allir unaðslega
vel innstilltir á fáránleikafyndnina,
grafalvarlegir í veröld sem er svo
óendanlega undin og furðuleg.
Sheen er nógu svipbrigðalaus fyrir
hlutverk garpsins og aukaleikararn-
ir allir eru mjög kómískir. En senu-
þjófurinn er sá aldni og reyndi Lloyd
Bridges. Hann gerir jafnmikið fyrir
Flugásana og Leslie Nielsen gerir
fyrir Beint á ská. Lloyd, sem líka
er eftirminnilegur úr „Airplane!“,
leikur yfirmann lúðanna, stríðshetju
af gamla skólanum sem fengið hef-
ur nýja líkamsparta eftir hveija
orpstu og er eins og lifandi vara-
hlutaverkstæði. Maður hlær í hvert
skipti sem hann opnar munninn en
eins og Nielsen hefur hann hæfi-
leika til að láta mann halda að blábj-
ánahátturinn sé honum fullkomlega
eðlislægur.
Það má finna skopstælingar af
fjöldanum öllum af frægum mynd-
um í Flugásunum. Misfyndið er það v
allt saman en smellur ágætlega inní
frásögnina því í og með er Abra-
hams að láta okkur hlægja að sí-
felldum endurlitum (,,flash-back“)
bíómynda. Heilmikið er lagt í gerð
myndarinnar bæði er varðar loft-
myndatökur og tökur um borð í
fiugmóðurskipi. Það er allt brak-
andi ekta og hjálpar húmornum
vegna þess að því eðlilegra sem
umhverfið og persónurnar eru í öll-
um skringilegu kringumstæðunum
því fyndnari verða þær.
Þess má geta að þýðingin er vel
af hendi leyst.
gamanmynd um borgarræfla í
beljurekstri, sem fá tækifæri til
að sanna sig þegar líður á ævintýr-
ið og gera upp líf sitt og tilveru.
Handritið eftir þá Babaloo Mandel
og Lowell Ganz, eina fremstu
gamanmyndahöfunda Holly-
woods, notfærir sér allt það besta
úr Jcringumstæðunum og er stút-
fullt af hlægilegum og sniðugum
athugasemdum ekki aðeins í belju-
rekstrinum heldur og ekkert síður
í frásögn af hinni aumu sálar-
kreppu Crystals. Ræðan hans um
lífshlaupið frá fæðingu til elliár-
anna, sem enda í leit að hinu full-
komna jógúrti, er einn af hápunkt-
um myndarinnar.
Persónusköpunin er líka gletti-
lega góð og kómísk, ekki aðeins
Crystals, heldur hitta allar mann-
gerðirnar í mark undir öruggri
leikstjórn Rons Underwoods, sem
síðast gerði grínskrýmslamyndina
„Tremors". Daniel Stern er ger-
samlega bældur eiginmaður sér-
lega drottnandi pabbastelpu og
þykist allstaðar sofa til að þurfa
ekki að hlusta á naggið í henni
og Bruno Kirby veit ekki hvort
hann vill eignast barn með
barnungri sýningarstúlku því
sjálfur átti hann slæma æsku.
Ekki dregur úr húmornum þeg-
ar komið er út á sléttuna undir
vakandi auga hins aldna stórleik-
ara Jack Palance, sem er yfirkúas-
malinn á langri leið. Hann er goð-
sögn í lifanda lífi og sérlega ábúð-
armikill í nk. John Wayne rullu,
harður og grimmur. Eins og
hnakktaska með augu, segir
Crystal.
„Fjörkálfar“ var svokölluð
„sleeper hit“ sumarsins í Banda-
ríkjunum, sem þýðir að hún sló
óvænt í gegn og tók inn meira en
hundrað milljón dollara. Hún er
hin fullkomna strákamynd; hú-
morinn er strákslegur og æfintýrið
líka, en ætti að höfða til allra sem
unna góðum gamanmyndum.
Leikaravalið er einkar gott. Daniel
Stem á til að stela senunni og
ekki í fyrsta skiptið. Myndin reyn-
ist full væmin þegar nær dregur
lokum en ef hægt er að draga ein-
hvern lærdóm af henni er hann
þessi: Gerðu eitthvað óvenjulegt í
næsta sumarfríi.
Kennarar
styðja ályktun
Háskólaráðs
STJÓRN Félags háskólakennara
lýsir yfir einróma stuðningi við
mótmæli Háskólaráðs vegna
framkominna tillagna um fjár-
veitingu til Háskóla íslands fyrir
árið 1992.
Stórnin bendir á að fjárveitingar
til Háskólans em nú þegar undir
lágmarkskostnaði við starsemi
hans. Það fé, sem nú er veitt til
rannsókna, kennslu og stjórnunar-
starfa í Háskóla Islands er raunar
svo lítið, að starfsemi skólans er
þegar í mikilli hættu, jafnvel að
óbreyttri þjónustu.
„Því er það krafa stjórnar Félags
háskólakennara," segir í ályktun-
inni, „að ijárveitingar til Háskóla
íslands fyrir árið 1992 verði veru-
iega auknar að raungildi."
_____________Brids_________________
Umsjón: Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Breiðholts
Magnús Oddsson og Magnús Hall-
dórsson sigruðu með yfirburðum í
þriggja kvölda jólatvímenningi sem
lauk sl. fimmtudag.
Efstu pör.
MagnúsOddsson-MagnúsHalldórsson 1517
Óskar Karlsson - Lárus Hermannsson 1375
Ingibjörg Halldórsdóttir - Sigvaldi Þorsteinsson
1351
Eðvarð Hallgrímsson - Eiríkur Jónsson 1339
Friðjón Margeirsson - Ingimundur Guðmundsson
1327
Kristófer Magnússon - AlbertÞorsteinsson 1325
Guðlaugur Karlsson - Óskar Þór Þráinsson 1324
IngiAgnarsson - Grímur Guðmundsson 1316
Óskum spilurum okkar gleðilegra
jóla og vonumst til að sjá alla káta
og hressa eftir áramót.
Frá Skagfirðingum
Sveit Steingríms Steingrímssonar
sigraði aðalsveitakeppni Skagfirðinga,
sem lauk sl. þriðjudag. 14 sveitir tóku
þátt í keppninni. Ásamt Steingrími
spiluðu í sveitinni Sigtryggur Sigurðs-
son, Magnús Torfason, Friðrik Vigfús-
son og Hrólfur Hjaltason.
Röð efstu þara:
Sveit Steingríms Steingrimssonar 237
Sveit Sigmars Jónssonar 221
Sveit Magnúsar Sverrissonar 219
Sveit Sigurðar ívarssonar 218
Sveit Rúnars Lárussonar 214
Sveit Hjálmars S. Pálssonar 212
Sveit Fram 204
Sveit Aðalbjörns Benediktssonar 194
Síðari hluta kvöldsins var spiluð
létt jólasveinatvímenningskeppni.
Jólasveinar ársins urðu (N/S) Ármann
J. Lárusson — Ólafur Lárusson og
(A/V) Hrólfur Hjaltason — Steingrím-
ur Steingrímsson.
Næstu sæti skipuðu Árni Loftsson
— Þröstur Ingimarsson, Helgi Her-
mannsson — Kjartan Jóhannsson og
Jens Jensson — Jón Steinar Ingólfs-
son.
Öll pörin voru leyst út með jólakon-
fekti.
Þriðjudaginn 7. janúar hefst svo
spilamennska á ný, með eins kvölds
tvímenningskeppni.
Við þökkum samstarfið á árinu sem
er að líða. Sérstakar þakkir færum
við umsjónarmanni bridsþáttar Mbl.,
Arnóri Ragnarssyni, fyrir hans fram-
lag. Gleðileg jól.
Bridsfélag byrjenda
Liðlega 20 pör mættu á síðasta
spilakvöld og urðu úrslit þessi:
Norður/Suður
Jóna Magnúsdóttir - Hrefna Valdemarsdóttir 170
María Guðnadóttir - Hjördís Siguijónsdóttir 155
Guðmundur Þórðarson - Guðný Hálfdanardóttir
150
Austur/Vestur
Jónlngþórsson-ÓlafurHaukur 157
Jóliann Guðnason - Sigurður Kristjánsson 155
Kolbrún Thomas — EinarPétursson 146
Tæplega 30 pör spiluðu á spila-
kvöldinu í byijun desember en þá urðu
úrslit þessi:
Norður/Suður
HalldórMárSverrisson-Jónlngþórsson 223
Guðmundur Sigurbjömsson - Hallgrímur Jónsson
218
Auður Bjarnadóttir - Soffía Gísladóttir 213
Austur/Vestur
Jóna Magnúsdóttir- Hrefna Valdemarsdóttir 235
Björk Lind Óskarsdóttir - Amar Eyþórsson 226
Þorleifur Þórarinsson - Margrét Runólfsdóttir 216
Næsta spilakvöld félagsins verður
14. janúar 1992.
Bridsfélag Breiðholts
Sl. þriðjudag var spiluð jólarúberta.
14 pör mættu til léiks. Tvö efstu pör-
in fengu konfekt í verðlaun og einnig
bauð félagið upp á kaffi og meðlæti.
Efst urðu eftirtalin pör:
Gunnar Bragi Kjartansson - Valdimar Sveinsson
34
Sigfús Súlason - Bergur Ingimundarson 27
Rúnar Einarsson - Björgvin M. Kristinsson 20
Sunnudaginn 29. desember verður
aðalfundur félagsins haldinn í veit-
ingahúsinu Lækjarbrekku. Hefst hann
kl. 18.
Þriðjudaginn 7. janúar verður spil-.
aður eins kvölds tvímenningur í Gerðu-
bergi kl. 19.30. Stjórn félagsins þakk-
ar bridsfréttaritara Morgunblaðsins
öruggan fréttaflutning á líðandi ári,
og óskar honum og bridsspilurum
gleðilegra jóla og gæfuríks komandi
árs.
Bridsfélag Reykjavíkur
Aðalsveitakeppni félagsins lauk sl.
miðvikudg. Sveit L.A. Café sigraði
með miklum yfirburðum. Sveitin hafði
tryggt sér efsta sætið fyrir síðasta _
leik, hafði þá 36 stiga forskot á næstu
sveit. Sveitin tapaði tveimur leikjum
6—24 en vann aðra leiki með miklum
yfirburðum, fengu 22,6 stig að meðal-
tali út úr vinningsleikjunum. I sveit-
inni spiluðu: Valur Sigurðsson, Guð-
mundur Sveinsson, Jónas P. Erlings-
son, Júlíus Siguijónsson. Varamenn- '
irnir Rúnar Magnússon og Einar Jóns-
son spiluðu eitt kvöld hver í sveitinni.
Sveit Landsbréfa vann fjóra síðustu
leiki sína stórt og náði öðru sæti eftir
rólega byijun. í sveitinni spiluðu:
Magnús Olafsson, Björn Eysteiilsson,
Jón Baldursson, Aðalsteinn Jörgensen,
Sverrir Ármannsson og Matthías Þor-
valdsson.
Sveit S.Á. Magnússonar varð að
láta sér lynda þriðja sætið eftir að
hafa verið í toppbaráttunni allan tím-‘
ann og var eina sveitin sem veitti L.A. -
Café keppni seinni hluta mótsins. í
sveitinni spiluðu Ólafur Lárusson,
Hermann Lárusson, Ásmundur Páls-
son og Hjördís Eyþórsdóttir.
Lokastaðan í mótinu varð þessi:
LACafé 238
Landsbréf 213
S. Ármann Magnússon 207
Jón Steinar Gunnlaugsson 203
Tryggingarmiðstöðin 203
VÍB 194
Roche 188
Sigmundur Stefánsson 182
Hreinn Hreinsson 180
Næsta keppni félagsins er aðaltví-
menningur og hefst hann 29. janúar.
GULLSMIÐJA
ÖNNU MARIU
Vesturgötu 3 simi 20376
Skopstælingar; úr myndinni Flugásar.
Fantagóðir fluggarpar