Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991
Suður-Afríka:
Texti og myndir:
Steingrímur Sigurgeirsson
„Hér skiptist sólarhringurinn \
í tvennt. Annan helminginn not-
um við til vinnu og hinn til
svefns. A hvorum helmingi sólar-
hringsins erum við nú?“ spyr
Fritz Meyer, greinilega pirraður
yfir því hvað gestirnir frá Evr-
ópu koma seint. Meyer er tröll
að vexti. Dökkur yfirlitum.
Skeggjaður. Það þarf ekki þétt-
ingsfast handtakið til að segja
manni að þetta sé ekki rétti
maðurinn til að reita til reiði.
Hinn stuttbuxnaklæddi Meyer
virðist samt ekki ætla að erfa
þetta „agaleysi“ (eins og hann
nefnir það) Evrópubúanna held-
ur stígur upp í japanska pall-
bílinn sinn og ekur á undan að
skrifstofu sinni í suður-afríska
smábænum Phalaborwa, rétt
sunnan við landamæri Zimb-
abwe. Klukkan er einungis rétt
rúmlega tíu þetta fimmtudags-
kvöld en samt er allur bærinn
greinilega genginn til náða. Eina
lífsmarkið er að finna á tveimur
bensínstöðvum bæjarins sem
opnar eru allan sólahringinn.
Skrifstofan sem Meyer stjórn-
ar er engin venjuleg frið-
samleg skrifstofa. Þaðan er
starfsemi flestra hægri-
öfgahreyfinga í Transvaal-
héraði stjórnað. Sjálfur er
Meyer háttsettur í íhalds-
flokknum og hefur verið í framboði
fyrir hann í þingkosningum. Hann
er hins vegar einnig leiðtogi Afrik-
aner Weerstandsbeweging (AWB) í
norður Transvaal.
Byssan á borðið
Þegar inn er komið sest Meyer
niður og skellir stóru sjálfvirku
skammbyssunni sinni á borðið. „Nú
getum við rætt saman,“ _segir hann
og hlær hryssingslega. Á veggnum
fyrir aftan hann hangir stórt mál-
verk þar sem sjá má hvítt tígrisdýr
bijótast út úr búri og rottur merkt-
ar stöfum annarra flokka hlaupa
dauðskelkaðar í burtu. Á hinum
veggjunum hanga úrklippur úr blöð-
um, fáni gamla Búaríkisins í risaút-
gáfu og merki AWB sem minnir
óþyrmilega á hakakrossfána þýskra
nasista. Féiagar í AWB klæðast líka
búningum, þegar þeir koma saman,
sem vekja upp svipuð hughrif.
Þeir líta á sig sem hinn hernaðar-
lega arm Ihaldsflokksins. Þeirra
sem ekki vilja bara berjast á vett-
vangi stjórnmálanna gegn því að
svertingjar fái aðild að stjórn lands-
ins heldur eru reiðubúnir að grípa
til vopna. Meyer greinir frá því að
þeir komi saman annan hvern laug-
ardag til heræfinga. Markmið þeirra
er einfalt. Þeir/ætla að hefja stríð
ef þeir telja þess þörf.
Meyer og félagar segja sig vera
hina einu sönnu málsvara Afrik-
aner-þjóðarinnar (Búa) en þeir eru
í raun lítill minnihluti hennar. Nokk-
ur þúsund manns eru virkir á vett-
vangi AWB þó að tugir þúsunda til
viðbótar hafi vissulega samúð með
málstað þeirra. En þó þessi þúsund
séu ekki mörg hafa flestir þessara
einstaklinga að baki nokkurra ára
herþjónustu og eru voþnaðir í bak
og fyrir. Þetta er því minnihluti sem
getur valdið töluverðum usla. Það
er sagt að ef öfgamenn innan
Afríska þjóðarráðsins (ANC)
sprengi sprengju hristist gluggarnir
en ef sprengjan er frá AWB hrynur
húsið.
Meyer er ómyrkur í máli varð-
andi skoðanir sínar á þeim umbótum
sem ríkisstjórn Þjóðarflokksins og
ANC eru að knýja í gegn. F.W. de
Klerk forseti og aðrir umbótasinnar
eru „svikarar" en „svik“ þeirra
verða ekki liðin að sögn Meyers.
Hann segir svertingja einfaldlega
vera ófæra um að stjórna sjálfum
sér. „Við munum ekki líða að það
sama verði látið gerast hér og í
Ródesíu eða Mósambík. Við, Afrik-
aner-þjóðin, viljum fá okkar eigið
landssvæði. Annars verður aldrei
friður. Bretarnir geta farið aftur til
Englands og aðrir innflytjendur til
sinna landa. En við Afrikaners, sem
höfum verið hér frá sautjándu öld
getum hvergi farið. Þetta er okkar
eina heimili."
Hann notar hugtök eins og
„sjálfsákvörðunarrétt þjóða“ en
þegar hann er spurður hvort sá litli
minnihluti A/Wkaner-þjóðarinnar
sem hann er fulltrúi fyrir sé ekki
einmitt að beijast gegn vilja meiri-
hluta þessarar þjóðar verður hann
hálfillur. „Við teljum meirihluta
Afrikaners vera á okkar bandi.
Ríkisstjórnin var kosin á fölskum
forsendum í síðustu kosningum.
Þeir hafa gert allt sem þeir lofuðu
að gera ekki. Við viljum fá að kjósa
einu sinni enn, bara við hvítir, og
láta okkar vilja koma í ljós. Annars
látum við hart mæta hörðu.“
Meyer segir menn sína vera reiðu-
búna að hefja stríðsaðgerðir að fyrra
bragði og það stríð sem AWB og
aðrar öfgahreyfmgar segjast ætla
að heyja yrði ekki fyrst og fremst
gegn hinum svarta meirihluta held-
ur gegn hófsömum öflum innan
hvíta minnihlutans. Gegn þeirri
sömu Afrikaners-\>jóð og hann seg-
ist vera málsvari fyrir. „Ég held að
til þess muni koma,“ segir Meyer.
„Það virðist fátt geta komið í veg
fyrir að ríkisstjórnin afsali öllum
völdum til svartra. Það eina sem
gæti stöðvað það væri að einhver
dræpi de Klerk.“ Á svip hans má
greina að hann teldi það ekkert af-
leitan kost.
Her Suður-Afríku hefur ávallt
verið með íhaldssamari stofnunum
í þjóðfélaginu og óttast sumir að
hann gæti haft tilhneigingu til að
taka afstöðu með hægri öfgaöflum
ef til átaka kæmi. Chris Fismer,
einn þingmanna Þjóðarflokksins,
segist ekki óttast að sú verði raun-
in. Hvaða stjórnmálaafl sem er geti
treyst á stuðning hers og lögreglu
komist það til valda. Hann bendir á
að 60% suður-afrískra lögreglu-
manna séu svartir og ekkert sé
hægt að gera án þeirra stuðnings.
„Herinn byggir að mestu á her-
skyldu. Fastaherinn sjálfur er mjög
lítill og ef hann tæki afstöðu til
hægri, sem ég dreg sjálfur í efa,
mætti hann ekki við styrk her-
skylduhersins. Það geta komið upp
atvik þar sem einstaka hermenn
reyna að taka málin í sínar hendur
en byltingartilraun tel ég mjög
ósenniiega,“ segir Fismer.
Hann bendir á að í Suður-Afríku
eins og annars staðar séu menn að
takast á við það erfiða verkefni í lok
kalda stríðsins að draga úr stærð
hersins. Mikil umræða er nú í gangi
um hvort breyta eigi hernum í at-
vinnuher og segir Fismer það vera
atriði sem menn verði að ákveða í
fjölflokkaviðræðunum. „Persónu-
lega tel ég að herinn gæti orðið að
stofnun þar sem fólk frá mismun-
andi kynþáttum kemur saman og
lærir að þekkja hvert annað. Ef við
styðjumst áfram við almenna her-