Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991
eftir Guðm. Halldórsson
ÞJÓÐVERJAR hafa ákveðið
að viðurkenna Króatíu og
Slóveníu eins og íslending-
ar, líklega fyrir jól, ef skil-
málum Evrópubandalagsins
(EB) verður fullnægt. EB
hefur samþykkt að viður-
kenna Króatíu, Slóveníu og
önnur júgóslavnesk lýðveldi
15. janúar ef þau uppfylla
skilyrði um lýðræðislegt
sijórnarfar, óbreytt landa-
mæri og virðingu fyrir rétti
þjóðarbrota og mannrétt-
indum. Þjóðverjar hafa beitt
sér fyrir viðurkenningu lýð-
veldanna þrátt fyrir and-
stöðu frá Sameinuðu þjóðun-
um og helztu bandamönnum
sínum, Bandaríkjamönnum,
Frökkum og Bretum, og
Helmut Kohl kanzlari telur
ákvörðun EB „mikinn sigur
fyrir þýzka utanríkis-
stefnu“.
Peir sem hafa verið tregir til
að samþykkja skjóta við-
urkenningu hafa óttazt að
hún geti leitt til þess að
átökin í Júgóslavíu breið-
ist út til annarra lýðvelda, en
stuðningsmenn stefnunnar telja
að bardagarnir muni þvert á móti
magnast ef skjót viðurkenning
komi ekki til. Hans-Dietrich
Genscher, utanríkisráðherra Pjóð-
veija, hefur sagt að ef Króatar
og Slóvenar fái ekki viðurkenn-
ingu fljótlega muni Serbar líta á
það sem stuðning við „landvinn-
ingastefnu" sína og árásir sam-
bandshersins undir þeirra stjórn
aukast.
ítalir hafa verið helztu stuðn-
ingsmenn Þjóðveija, meðal annars
vegna þrýstings frá Páfagarði, því
að flestir íbúar Króatíu eru róm-
versk-kaþólskir. Þjóðveijar hafa
einnig notið stuðnings Austurrík-
ismanna og Ungveija, sem einnig
börðust með þeim í tveimur heims-
styijöldum, og Serbar munu reyna
að færa sér þetta í nyt í áróðri
sínum gegn „Fjórða ríkinu“, sem
er uppnefni þeirra á sameinuðu
Þýzkalandi. Bretar og Frakkar
hafa fengið stuðning frá Hollend-
ingum, Grikkjum, Spánveijum og
Portúgölum.
Þýzkir fjölmiðlar hafa yfirleitt
fagnað baráttu stjórnarinnar í
Bonn og gagnrýnt EB fyrir hik
og óákveðni, þótt sumir telji hana
hafa farið of geyst. Þingleiðtogi
sósíaldemókrata, Hans-Ulrich
Klose, kvað ákvörðun EB skyn-
samlega, þar sem komizt hefði
verið hjá klofningi, en taldi að
réttara hefði verið að fara hægar
í sakirnar, því að ekki megi líta
út fyrir að Þjóðveijar leggi á það
ofurkapp að fara eigin leiðir. „Við
verðum að hafa taumhald á okkur
af sögulegum ástæðum," sagði
hann. Suddeutsche Zeitung varaði
við hættu á því að Serbar sýndu
aukna harðýðgi, en viðbrögð
þeirra hafa verið væg til þessa,
þótt áfram sé barizt af hörku.
Nýtt hlutverk
Hugmyndir um nýtt hlutverk
Þýzkalands í Evrópu eftir samein-
ingu þess eru meðal annars taldar
búa á bak við öflugan stuðning
Bonn-stjórnarinnar við Króata og
Slóvena. Stuðningurinn er oftast
rökstuddur með skírskotun til
sjálfsákvörðunarréttar, sem lá til
grundvallar sameiningu þýzku
ríkjanna. Þjóðveijar hafa haft
samúð með sjálfstæðisbaráttu
kaþólskra Króata gegn síðustu
merkisberum stalínismans í Evr-
ópu, Serbum.
Engin þjóð hefur hagnazt eins
mikið á endalokum kalda stríðsins
og Þjóðveijar og þeir óttast að
langvinn styijöld í Júgóslavíu geti
komið í veg fyrir nýtt friðartíma-
bil í Evrópu. Þar við bætist að í
Þýzkalandi eru 700.000 júgóslavn-
eskir verkamenn, aðallega króat-
ískir. Þúsundir flóttamanna frá
Júgóslavíu hafa leitað hælis hjá
ættingjum í Þýzkalandi og það
hefur kynt undir óánægju í garð
erlendra gistiverkamanna. Óttazt
er að fleiri fylgi á eftir ef stríðið
brejðist út.
Á flokksþingi kristilegra demó-
krata (CFU) í Dresden um síðustu
helgi var því haldið fram að
Austur-Evrópubúar væntu þess að
fá efnahagslega aðstoð og pólitísk-
ar ráðleggingar frá Þjóðveijum til
að koma á fót lýðræði og tryggja
velsæld eftir margra áratuga al-
ræði. „Okkur ber skylda til að
styðja lýðræði í Austur-Evrópu,
ef- við eigum að vera traustsins
verðir," sagði einn ræðumanna.
Ýmsum þótti Þjóðveijar hafa
látið of lítið að sér kveða í Persa-
flóastríðinu og vildu að þeir stæðu
betur vörð um hagsmuni sína.
Fylgja þyrfti virkari stefnu og það
væri meðal annars hægt með virk-
ari stuðningi við vini Þjóðveija í
Austur-Evrópu.
Þýzka hefur lengi verið út-
breiddasta erlenda tungumálið í
Tékkóslóvakíu, Ungveijalandi,
Norður-Júgóslavíu og víðar í
Austur-Evrópu. Þýzk áhrif í
stjórnmálum, menntamálum og
viðskiptum héldust eftir sundur-
limun Habsborgarríkis Austurrík-
ismanna og Ungveija, sem bæði
Króatía og Slóvenía tilheyrðu auk
Bosníu-Herzegóvínu, í lok heims-
styijaldarinnar 1914-1918. Eftir
innlimun Austurríkis og stórs
hluta Tékkóslóvakíu urðu áhrif
Þjóðveija yfirgnæfandi og afleið-
ingarnar hörmulegar.
Þjóðveijar, ítalir og Ungveijar
studdu króatískt leppríki, sem stóð
fyrir morðum á hundruðum þús-
unda Serba og gyðinga í stríðinu,
en Serbar stóðu einnig fyrir fjölda-
morðum á Króötum. Síðan hafa
*
Ottast ao
átökin
v
breiðist
út til
annarra
lýðvelda
margar elfur runnið til sjávar, en
Serbar og Króatar hafa aldrei
getað gleymt borgarastyijöldinni
á heimsstyijaldarárunm og upphaf
núverandi átaka er rakið til þessa
tímabils.
Algert stríð?
Nú táknar væntanleg viður-
kenning Evrópubandalagsríkj anna
á sjálfstæði Króata og Slóvena
endalok þeirrar Júgóslavíu, sem
var komið á laggirnar 1918, en
framtíð hinna lýðveldanna fjög-
urra er óráðin.
í Serbíu og hinum lýðveldunum
er óttazt að viðurkenningin geti
leitt til bardaga í öðrum landshlut-
um, spillt fyrir friðarumleitunum
og valdið óstöðugleika á Balkan-
skaga. Serbar segja að Króötum
sé fijálst að segja skilið við Júgó-
slavíu, en þeir verði að viðurkenna
sjálfsákvörðunarrétt serbneskra
íbúa og sambándsherinn verði að
halda kyrru fyrir í Króátíu til að
veija þá.
„Ástandið mun versna,“ sagði
ráðgjafi Slobodans Milosevics
Serbíuforseta í vikunni. „Friðar-
umleitanir munu stöðvast. Þetta
táknar endalok Haag-ráðstefnu
EB um Júgóslavíu, því að viður-
kenning á Slóveníu og Króatíu
leggur Júgóslavíu í rúst.“
Enn er óráðið hvort fallizt verð-
ur á aðskilnað alls yfirráðasvæðis
Króatíu, eða hvort svæði byggð
minnihluta 600.000 Serba verða
undanskilin. Serbnesk héruð í Kró-
atíu liggja yfirleitt ekki að Serbíu
heldur að Bosníu- Herzegóvínu,
þar sem 44% íbúanna eru múham-
eðstrúar, 31% Serbar og 17% Kró-
atar. Eitt þessara héraða, Krajina,
lýsti yfir sjálfstæði á fimmtudag-
inn, en eigi yfirlýsingin að þjóna
einhveijum tilgangi verður ekki
óskað eftir sameiningu við Serbíu
heldur Bosníu vegna legu héraðs-
ins.
Hugsanleg áhrif viðurkenning-
ar á Króötum og Slóvenum í Bos-
níu valda mestum áhyggjum. Fyrri
heimsstyijöldin hófst eftir morðið
á austurríska ríkisarfanum í
höfuðborg Bosníu, Sarajevo, og
nú óttast margir að auknar viðsjár
í Bosníu leiði til algers stríðs í
Júgóslavíu.
Bosníumenn óttast að íbúar kró-
atískra byggðarlaga í lýðveldi
þeirra muni lýsa yfir sameiningu
við Króatíu og fara þannig að
dæmi serbneskra íbúa Króatíu,
sem hafa reynt að sameinast Serb-
íu. Tugþúsundir Serba í Króatíu
hafa flúið til Bosníu og Bosníu-
menn óttast að Serbar muni færa
út átökin til lýðveldis þeirra til að
sölsa undir sig svæði í Bosníu
byggð Serbum. Síðan kunni að
verða reynt að tengja við Serbíu