Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 19 Kombitaxi-miðstöð í Höfðaborg. skyldu yrði herinn hins vegar allt of stór. Það verður að finna aðra lausn.“ Ofbeldi daglegt brauð í miðborg Jóhannesarborgar er sumar. En það eru líka að koma jól. Jólaskreytingar prýða flestar götur og verslanirnar búa sig undir jólaösina. Taktfastur söngur mörg hundruð svertingja sem hálf hlaupa, hálf dansa, um göturnar í breiðri þyrpingu á hins vegar lítið skylt við jólin. Þeir bera borða með merkjum stéttarfélags borgarstarfsmanna en fyrir hópnum fara menn merktir ANC í bak og fyrir. Flestir eru mennirnir vopnaðir. Þeir bera spjót, axir, kylfur eða sveðjur, en sam- kvæmt samkomulagi sem ríkis- stjórnin og helstu samtök svertingja undirrituðu fyrr á árinu mega menn einungis bera hefðbundin vopn ætt- bálkanna á samkomum sem þessum. Allir klæðast þeir hins vegar venjulegum fatnaði, flestir fremur tötralegum, og maður er ekki alveg viss um hvort maður eigi að telja þá ógnvekjandi eða broslega. Þeir segjast vera að mótmæla „morðum Inkatha" á saklausum verkamönn- um. „Þeir vilja drepa okkur alla,“ segir einn þeirra. Fylkingin heldur áfram að ráðhúsi Jóhannesarborgar þar sem þess er krafist að borgaryf- irvöld taki í taumana og reyni að stöðva mannvígin. Daginn áður höfðu nokkrir námuverkamenn ver- ið myrtir á hrottalegan hátt skammt frá borginni. Enginn veit með vissu hveijir stóðu að verknaðinum eða hvers vegna hann var framinn. Ofbeldið er alls staðar nálægt. Á síðustu árum hafa ellefu þúsund manns fallið í innbyrðis átökum svertingja. Á hverjum degi birta blöðin fréttir af nýjum grimmdar- verkum. Enginn hefur í raun ná- kvæma tölu á öllum morðunum. Og þau eru heldur ekki öll pólitísks eðlis. í Höfðaborg geisar það sem menn kalla „leigubílastríð" eða taxi war. Svertingjar nota flestir hveijir sérstakar bifreiðar, kallaðar kombitaxi, sem eru einskonar blanda af strætisvagni og leigubíl, þegar þeir ferðast milli borgarhluta. Hátt í hundrað þúsund slíkar bifreið- ar aka um götur Suður-Afríku og sagt er að alltaf sé rými fyrir einn farþega til viðbótar. En samkeppnin er gífurlega hörð milli leigubíla- stöðvanna og ef menn fara inn á vitlaust „yfirráðasvæði" eða leigubílstjórum sinnast af öðrum ástæðum er gripið til vopna, oft AK-47 vélbyssna. Fórnarlömbin eru ekki síst saklausir farþegar. Þessar fréttir eru orðnar sjálf- sagður hluti hins daglega lífs hjá flestum íbúum landsins, hversu óhugnanlegt sem það kann að virð- ast. í betri hverfum í borgum Suður-Afríku er skilti á hveiju ein- asta hliði þar sem gefið er til kynna að húsið sé vaktað af öryggisfyrir- tæki og að ekki sé hikað við að skjóta fyrst. Armed Response - 24 Hours. Margir hvítir íbúar ganga að staðaldri um vopnaðir og á skemmtistöðum er ekkert sjálfsagð- ara en að skilja skammbyssuna sína eftir í sérstökum þar til gerðum hólfum í fatahenginu áður en geng- ið er inn. Þegar maður spyr hissa hvort mönnum finnist þetta ekki hálfóeðlilegt er bara brosað og svar- að: „Þetta er Afríka." Þriðja aflið Joe Latakgomo, aðstoðarritstjóri dagblaðsins The Star, segir pólitíska ofbeldið eiga rætur sínar að rekja til deilna um yfirráðasvæði milli UDF og lnkath'a. Þegar átökin breiddust síðan út til Transvaal-hér- aðs hafi þau orðið blóðugri og tilvilj- anakenndari. „Hvernig geta menn vitað að þeir eru ekki að myrða sitt eigið fólk, t.d. þegar þeir ganga inn í lestarvagn og byija að skjóta villt með sjálfvirkum vopnum. Sú ná- kvæmni og atvinnumennska sem einkennir margar árásir, ekki síst á lestir, bendir líka til að eitthvert „þriðja afl“ hafi stundum verið að verki. Okkur hefur ekki enn tekist að komast að því nákvæmlega hveij- ir standa að því en okkur grunar að þarna kunni að vera um að ræða menn úr öryggissveitunum eða öfgamenn til hægri. Tilgangurinn gæti verið að læða þeirri hugsun inn hjá hinum almenna Afrikaner að allir svertingjar séu einfaldlega villi- menn.“ Latakgomo segir fjölmiðlamenn einnig verða fyrir aðkasti. Það sé ekki óalgengt að þeir fái símtöl þar sem þeim er hótað lífláti ef einhver ákveðin frétt birtist. Á suma hefur verið ráðist þegar þeir sinntu ekki slíkum tilmælum. „Ég og nokkrir aðrir svartir ritstjórar höfum átt fundi með m.a. ANC og PAC og sagt að þessu verði að linna. Það verður að virða tjáningarfrelsi, ann- ars er framtíðin í hættu. Vandinn er að þessi samtök sætta sig ekki við að störf þeirra séu gagnrýnd.“ Öflugustu samtök suður-afrískra blökkumanna, Afríska þjóðarráðið eða ANC, eiga í ákveðinni tilvistar- kreppu þessa stundina. Innan sam- takanna var ávallt að finna margar fylkingar, allt frá hófsömum miðju- mönnum til stalínista, sem áttu sér það eina sameiginlega markmið að beijast gegn aðskilnaðarstefnunni með öllum tiltækum ráðum. Nú þeg- ar sú stefna hefur gefið upp öndina verða samtökin að skilgreina sig upp á nýtt. Breytast í hefbundinn stjórn- málaflokk sem getur axlað þá ábyrgð að takast á við stjórn lands- ins. Þessi umskipti eru ekki sárs- aukalaus. Margir vilja ekki segja skilið við gömlu tímana og hinir geta ekki komið sér saman um hvað framtíðin eigi að bera í skauti sér. Það er sagt að ef maður vilji fá nokkurn veginn heildstæða mynd af afstöðu ANC til eiiihvers máls verði að ræða við að minnsta kosti sjö ólíka aðila. Til þess gafst hins vegar ekki tími. Fyrir svörum varð Peter Mokaba, einn af yngri leiðtogum ANC sem stundum er kallaður „hinn ungi Mandela" vegna ræðusnilldar sinnar. Líkt og Mandela hefur hann afplánað refsingu í fangelsinu á Robben-eyju fyrir utan Höfðaborg, sakaður um hryðjuverk. Mokaba segir Inkatha-hreyfingu Zúlúmanna bera ábyrgð á ofbeldinu. Áður fyrr hafi verið gott samband milli ANC (þar sem Xhosa-menn eru í meiri- hluta) og Inkatha en það hafi breyst í lok áttunda áratugarins. „Mörg morðanna má rekja til dauðasveita Zúlúmanna sem er að finna í fléstum townships (borgar- hlutum svartra). Morðin í lestunum eru hins vegar annað mál. Þar gæti verið um að ræða sveitir tengdar ríkisstjórninni. Þetta gæti verið arf- leifð þess tíma er stjórnin vildi eyði- leggja ANC innan frá. Það eru líka aðrar skýringar á sumu townships- ofbeldi og þá fyrst og fremst félags- legar,“ segir Mokaba. Hann segir það, vissulega vera ríkt í’ samtökum svartra að þar gæti skorts á um- burðarlyndi. Fyrir því sé hefð. Hir,s vegar sé það hans persónulega skoð- un að það sem skilji að ANC og Inkatha réttlæti ekki það ofbeldi sem nú sé í gangi. Deilumálin sé hægt að leysa við samningaborðið. „Vandinn er að það er svo oft búið að gera samkomulag sem aldrei var staðið við. Ég hef sjálfur sagt það nýlega við Mandela að ég telji nauð- synlegt að hann og Buthelezi, leið- togi Inkatha, setjist niður og ræði saman. Margir ættbálkahöfðingjar Zúlúmanna vilja hins vegar ekki leyfa ANC að starfa á þeirra svæði vegna þess að þeir segja okkur ekki virða konung þeirra. Mér finnst það ólýðræðislegt,“ segir Mokaba. Hann segir ANC beijast fyrir „þjóðlegu lýðræði". Markmiðið sé að félagar þeirra verði fullgildir ríkisborgarar og að einn maður hafi eitt atkvæði. „Við erum ekki só- síalísk eða kommúnísk samtök. Ekki vegna þess að við höfum neitt á móti slíkri hugmyndafræði heldur vegna þess að það eru önnur mál sem við teljum mikilvægari." Hann segir lausnina vera „blandað hag- kerfi“. Áfram eigi að vera til staðar einkaeign og fijáls markaður. „Við verðum hins vegar að velta fyrir okkur hvert eigi að vera hlutverk ríkisins í hagkerfinu. Ég tel að ríkið eigi að gegna ákveðnu „þróunar- hlutverki". Við eigum ekki að ákveða fyrirfram hvort við grípum til þjóðnýtingar eða ekki en við eig- um heldur ekki að útiloka það. Næsta skref er að gera úttekt á því hversu æskileg þjóðnýting sé,“ seg- ir Mokaba. Hann segir vandamál ANC þessa stundina vera að sem frelsishreyfing hafi verið hægt að hafa ólíkar hug- myndir innanborðs. Stjórnmála- flokkur verði hins vegar að hafa eina ákveðna stéfnu. „Við getum einungis stjórnað landinu sem stjórnmálaflokkur," segir hann að lokum. Rót vandans Zúlúmenn eru fjölmennasti ætt- bálkur svartra í Suður-Afríku og búa flestir þeirra í Natal-héraði á austurströnd landsins. Þar eru einn- ig höfuðstöðvar Inkatha-hreyfingar þeirra, nánar tiltekið í borginni Durban við Indlandshaf. Gawin Woods, formaður Inkatha-stofnun- arinnar, sem er hugmyndabanki hreyfingarinnar, segir stríðsástand ríkja í Suður-Afríku, jafnt blóðug átök sem áróðursstríð. „Hveijum á að kenna um þetta? Ég held að ijölmiðlar eigi sinn þátt í því. Þeir ýta undir ágreininginn sem leiðir til aukins ofbeldis. Ef við lítum á þetta tölfræðilega kemur líka í ljós að af hvetjum tíu morðum má rekja þrjú til pólitískra ástæðna en sjö til glæpa. Ef við eigum að stöðva þetta þá verðum við að finna rót vand- ans. Það er Ijóst að eftir því sem fátækt er meiri eykst ofbeldi. Sum fátækrahverfi stækka um 4-6% á hveiju ári,“ segir Woods. En auðvitað er ekki hægt að líta fram hjá blóðugum átökum ANC og Inkatha. Þau telur Woods eiga rætur sínar að rekja til grundvall- arágreinings hreyfinganna á undan- förnum árum. „Við hjá Inkatha höf- um alla tíð verið andsnúnir vopn- aðri baráttu gegn stjórn hvítra þar sem alltaf hefur legið ljóst fyrir að stjórnarherinn var ekki hægt að sigra. Þá vildum við ekki efnahags- legar þvinganir á Suður-Afríku þar sem það hefur einungis leitt örbirgð yfir þjóðina. Við gerðum ANC ljóst að við teldum þá vera að reyna að nota æsku landsins til að koma af stað borgarastyrjöld jafnvel þó tæk- ist að afnema aðskilnaðarstefnuna. Þetta varð til þess að þeir snerust gegn Buthelezi, sögðu hann eiga í samkrulli við stjórn hvítra og í raun ekki vera neitt annað en strengja- brúðu,“ segir Woods. Hann segir að ef litið sé á pólitiska hlið átaka síðustu ára komi í ljós að ANC hafi ávallt staðið á bak við þau. „ANC líður ekki að til sé svört stjórnarandstaða. Það væri ekki réttlátt að segja að þetta eigi við um forystu samtakanna. Það er miklu fremur um að ræða almennan skort á umburðarlyndi í neðri valda- stigum ANC.“ Aðspurður um þær kenningar að eitthvert „þriðja afl“ standi á bak við hlutá morðanna segist Woods ekki telja að ríkisstjórnin komi þarna nálægt. Það sé á hinn bóginn hugsanlegt að öfl innan lögreglu eða hers séu viðriðin ofbeldisaðgerðir og einnig beri að hafá í huga að til séu um 60 öfgasinnuð Afrikaners- samtök. Félagar þeirra séu til alls líklegir. Það sé líka mjög auðvelt fyrir þá að fá svertingja til að fram- kvæma verkin. Margir séu reiðu- búnir að gera hvað sem er fyrir peninga eða eiturlyf. „Jafnt við sem ANC verðum að koma þeim skilaboðum áleiðis til félaga okkar að ofbeldið verði að stöðva þannig að hægt sé að koma á eðlilegu stjórnmálaástandi. En þá verða menn að sýna umburðarlyndi. Það eiga allir flokkar' rétt á sér. Við verðum líka að sýna mönnum fram á að mannslíf séu einhvers virði og hverfa aftur til þeirrar húm- anísku menningar sem svertingjar hafa alltaf haft.“ Woods telur margar hættur vera framundan á þeirri leið sem nú er byijað að feta. „Margir svertingjar gera sér mjög miklar vonir. Það cr mjög útbreitt sjónarmið að peninga sé einfaldlega hægt að búa til í vél- um, þetta sé ekkert nema pappír. ANC hefur af því miklar áhyggjur að þeir geti ekki uppfyllt þessar væntingar. Ef við getum komið efnahagslífinu á réttan kjöl er auð- veldara að segja fólki að sýna þolin- mæði. Fulltrúar ANC segja nú að ekki eigi að aflétta efnahagsþving- unum að fullu fyrr en þeir hafa náð völdum. Með þessu eru þeir að mynda sér sjálfskapai’víti. Þeir gera sér ekki grein fyrir, að því lengur sem efnahagsþvinganirnar eru við lýði þeim mun lengri tíma mun það taka fyrir Suður-Afríku að rétta úr kútnum." Um framtíð Inkatha segir Woods að reynsla síðustu ára sýni að fylgi hreyfingarinnar sé stöðugra en ann- arra. Þrátt fyrir að Inkatha hafi sætt hörðum árásum hafi það engin áhrif haft á fylgið. „Sumir stjórn- málaskýrendur telja á hinn bóginn að fylgi ANC sé ekki jafnstöðugt. Aðskilnaðarstefnan er að geispa golunni og þeir verða að finna eitt- hvert nýtt lím til að halda hreyfing- unni saman.“ Hann viðurkennir að miklar vangaveltur séu í gangi um hugsanlegan samruna Inkatha og Þjóðarflokksins. Aðrir flokkar séu hins vegar enn sem komið er mun nær stefnu hreyfingarinnar, s.s. Lýðræðisflokkurinn. „Það eru marg- ir þeirrar skoðunar að allir miðju- flokkarnir ættu að taka upp sam- starf og að stefna beri að kerfi í framtíðinni þar sem tvær megin- fylkingar takast á um völdin.“ Suður-afríska tímasprengjan Þó aðskilnaðarstefnan sé nú að hverfa eru mörg óveðursský á lofti þegar litið er til framtíðar Suður- Afríku. Hið hrikalega efnahags- ástand í landinu er það sem helst ógnar þeirri þróun sem nú á sér stað. „Eins og stendur eru fjórar milljónir manna atvinnulausar og sú tala gæti orðið fimm milljónir á næsta ári,“ segir Karen Bateson, sem starfar hjá fyrirtækinu Strat- egic Concepts, en það hefur náin samskipti við allar stjórnmálahreyf- ingar og fylgist mjög vel með stjórn- málaástandinu í landinu fyrir fjöl- mörg fyrirtæki. Hún bendir líka á hina einu sönnu suður-afrísku tímasprengju: Fólks- fjölgunina. „íbúar Suður-Afríku í dag telja 42,34 milljónir en það stefnir í að þeir verði 59,7 milljónir árið 2100. Landið ber hins vegar, ef tekið er tillit til vatnsmagns og annarra slíkra þátta, í hæsta lagi 80 milljónir íbúa.“ Hún segir annan óvissuþátt varð- andi framtíðina vera kommúnista- flokk Suður-Afríku (SACP), sem er einn elsti kommúnistaflokkur ver- aldar og hefur alla tíð verið kaþ- ólskari en páfinn. SACP hefur lítinn vilja sýnt til að „mýkja“ ímynd sína. Eftir hrun kommúnismans í Sov- étríkjunum hefur flokkurinn í stað- inri aukið tengsl sín við Kúbu og að einhveiju leyti einnig við Kína. „Kpmmúnistaflokkurinn á í ákveð- inmj kreppu þessa stundina. Hann hefur misst sína hefðbundnu styrktaraðila og bráðvantar fjár- magn. Áhrif hans eru hins vegar enn mikil. Helmingur allra yfir- manna ANC er einnig félagar í SACP og ástandið er svipað í stærstu verkalýðssamtökunum, COSATU," segir Bateson. „Þá eru líka starfandi í landinu 62 hvítir hægri öfgaflokkar sem nánast allir hafa verið stofnaðir síðan í febrúar á þessu ári. Flestir telja þeir einungis 10-20 manns en innbyrðis tengsl þeirra eru mjög vel skipulögð og það sama má segja um samskipti þeirra við svipaðar hreyfmgar í Bandaríkjunum og Evr- ópu. Þá skortir síst af öllu fjár- magn, meðlimirnir eru vel þjálfaðir hernaðarlega og margir þeirra vel gefnir menn sem eru virtir í þjóðfé- laginu. Þó þessir flokkar hafi flestir mismunandi markmið eiga þeir tvennt sameiginlegt: Gyðingahatur og það að vilja „hvíta,, Suður- Afríku.“ Aðspurð hvort eitthvert „þriðja afl“ standi á bak við ofbeldisbylgj- una sem nú tröllríður landinu, seg- ist Bateson telja að allir aðilar eigi einhverja aðild að þessu afli. Tólf hópar blökkumanna beijist um völd, sem sé stór hluti skýringarinnar. Þá geti verið um að ræða öfgasinn- uð öfl innan hers og lögreglu og einnig séu jafnvel til dæmi um lög- reglumenn sem að lokinni vinnu vinni grimmdarverk fyrir ANC gegn greiðslu. „Sá eini sem enn nýtur trausts allra aðila er forsetinn. Ef menn vilja styðja við bakið á umbótunum í Suður-Áfríku verður það að gerast meðan sú staða helst, áður en hann verður kominn í sömu stöðu og Gorbatsjov. Ég tel, í ljósi þess of- beldisástands sem nú ríkir og þeirra efnahagslegu upplýsinga sem við höfum fengið hjá bönkum, að F.W. de Klerk geti haldið völdum áfram í átján mánuði til viðbótar. Ekki lengur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.