Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991
47
Rás 2
Bubbi á Borginni
■■■■ Þetta er bein útsending frá tónleikum Bubba Morthens á
OO 07 Hótel Borg. Tónleikar þessir á þessum tíma eru orðnir
fastur liður í bæjarlífinu. Á dagskrá hjá Bubba verða
bæði gömul lög og ný.
Heims um bói
mmm Þetta er fjölskyldumynd þar sem sagt er frá því hvernig
nn 40 jólasáimurinn „Heims um ból“ varð til. í myndinni fara
“vl saman falleg tónlist, gamansemi, töfrar og sögulegar stað-
reyndir. Sögusviðið er Oberndorf í Austurríki veturinn 1818 og á
áhorfendum eftir að koma á óvart stór þáttur músa í tilurð sálmsins...
Metsölublad á hverjum degi!
S
Giafaverð
Kertastjakar
3 stærðir
Svartir kr. 3.200,-
Gylltir kr. 4.500,-
b í r ó
s t e i n a r
SMIÐJUVEGI 2
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 46600
Gárur
eftir Elítiu Pálmadóttur
Hirðamirmeð
fjárhópinn
Jólin koma! Og með þeim
fagnaðarboðskapurinn um
fæðingu frelsarans í Betle-
hem. „í þeirri byggð voru fjár-
hirðar úti í haga og gættu um
nóttina hjarðar sinnar“ mun
heyrast í kirkjum og víða í stof-
um. Maður sér fyrir sér hirðana
leggja af stað með kindahópinn.
Og snúa aftur eftir að hafa séð
Mariu og Jósep og ungbarnið
liggjandi í jötu. Á hverjum jól-
um í aldaraðir hefur fólk hér
uppi á íslandi væntanlega séð
þá fyrir sér, þar sem þeir ganga
spaklega með hjörðina í kring
um sig og vegsama og lofa guð
fyrir allt sem þeir höfðu heyrt
og séð, eins og lýst er í ritning-
unni.
Skyldi þessi mynd af hirðun-
um með spaka hópinn aldrei
hafa vafist fyrir íslendingum?
Fyrr í haust heyrði ég á tal
séra Gunnars Kristjánssonar í
útvarpinu þar sem hann var að
tala um sauðkindina. Sló því
fram að hún gæti allt eins ver-
ið ímynd Islendinga og lýsti
henni sem hinni fijálsu kind,
ef ég man og hefi skilið rétt.
Þá rann það upp fyrir mér að
þessi kind, sem við höfum í
huga, er allt önnur rolla og
annarrar náttúru en kindur
hirðanna sem spaklega röltu
með þeim til Betlehem, biðu og
fylgdu þeim svo til baka.
Sauðkindurnar okkar eru miklu
líklegri til að týnast eins og
kindurnar í ljóðinu hans Snorra
Hjartarsonar, sem eru horfnar
og þarf að fara að leita að.
Þetta eru fijálsar kindur og
geta allt eins tvístrast út um
holt og móa meðan mennirnir
eru með hugann við aðra og
merkilegri hluti.
Um þessi jól munu slíkar
hugrenningar samt ekkert
trufla þessa kyrrlátu mynd af
hirðunum með hjarðstafinn. Nú
veit ég betur. Skýringin kom
til mín í Gólanhæðum í vor, sem
ég horfði á alla fjárhirðana með
kindurnar í nánd, hvort sem
þeir voru á gangi eða sátu; og
þær á beit i kring. Þetta voru
ekki rollur sem ég þekkti frá
mínum árum í sveit. Rollur sem
voru horfnar upp fyrir ásinn og
á fjöll áður en við var litið og
þurfti hlaupa fyrir og smala
saman, helst á hesti og með
hund. Finnsku hermennirnir frá
friðargæsluliði Sameinuðu þjóð-
anna voru að segja mér að helstu
slysin á friðaða svæðinu yrðu
þegar hirðarnir lentu með rollur
sínar á jarðsprengjum. Væru þá
að elta græna gróðurbletti yfir
hlutlausa bannsvæðið. Og svo
kom skýringin: Þessar kindur
fara nefnilega aldrei langt frá
hirðinum. Þær fara ekkert sem '
hann fer ekki! Þetta, þvældist
svolítið fyrir mér. Samkvæmt
mínurn reynsluheimi hefðu roll-
urnar vel getað flandrað einar
yfir í fjallið handan bannsvæðis-
ins. Þá rann upp ljós. Þessar
kindur eru allt aðrar rollur og
allt annarrar náttúru en þær sem
smalinn eltist við á íslenskum
fjöllum. Enda með stóra lafandi
fituhnúða aftan á sér, þegar
betur er að gáð. Þetta eru spak-
ar kindur sem ekki víkja frá hirð-
inum. Sömu kindumar sem vom
á glansmyndunum þétt í kring
um smalann með hjarðstafinn í
sunnudagaskólanum og á mynd-
inni sem dregin er upp í guð-
spjöllunum; myndinni sem við
sjáum fyrir okkur undir frásögn-
inni um fjárhirðana úti í haga á
jólanóttina að gæta kinda sem
svo fylgja þeim fast eftir til
Betlehem og til baka eftir að
hafa beðið í hnapp meðan þeir
segja Maríu og Jósep hjá ung-
barninu í jötunni það sem Drott-
inn hafði kunngert þeim: „Verið
óhræddir, því sjá, ég boða yður
mikinn fögnuð, sem veitast mun
öllum lýðnum; því yður er í dag
frelsari fæddur, sem er Kristur
Drottinn, í borg Davíðs."
Eftir að hafa kynnst hegðun-
armynstri kindanna prúðu með
stóru fitukeppina suður í Mið-
austurlöndum verða allar dæmi-
sögurnar um hirðinn og kinda-
hópinn, sem er honum svo háð-
ur, miklu skýrari í huganum.
Og spurning vaknar: Skyldi það
aldrei hafa þvælst obbolítið fyrir
alþýðumanneskju uppi á íslandi
að sjá fyrir sér í huganum mynd-
ina af góða hirðinum sem ekk-
ert þarf að hlaupa á eftir rollun-
um? Þær víkja ekki frá honum
og fylgja ávallt sínum góða hirði.
Ætli hún hafi ekkert truflað
fijálsa íslenska fjallakindin,
ímynd íslendinga, sem engu eir-
ir og engum fylgir?