Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991
\
UMHVERFISVERND:
\iihini uKinmni
KASTAIIÁ GLÆ
Endurvinnsla og endurnýting sorps getur sparað mikla fjármuni að
ógleymdri þeirri umhverfisvernd sem í þeim felst
Gunnar Bragason við plastumbúðapressu Endurvinnslunnar.
Morgunbladid/Sverrir
mjög nákvæmt. Þetta efni er notað
sem kolefnisgjafi hjá Járnblendi-
verksmiðjunni á Grundartanga og
höfum við annað um 50% af því sem
verksmiðjan þarf en áður var allt
þetta efni flutt inn. Um þrír fjórðu
af timbrinu skilar sér í þessari end-
urvinnslu en einn fjórði er fínni flís,
sag og spænir sem er sigtað frá.
Vel væri hugsanlegt að nýta þetta
sem eldsneyti og ættu áhugasamir
einstaklingar að athuga það. Við
Ögmundur Einarsson við flísavinnsluna hjá Sorpu.
Morgunbæaðið/J úlíus
eftir Broga Óskarsson
ENDURVINNSLA og endurnýt-
ing eru orð sem oft heyrast þessa
dagana. Til skamms tíma hefur
þótt sjálfsagt að aka öllu sorpi á
opna hauga og urða það þar.
Umhverfisspjöll sem af þessu
hljótast eru mikil fyrir utan það
að gífurleg verðmæti fara í súg-
inn. Með endurvinnslu er hægt
að draga verulega úr því magni
sem óhjákvæmilega safnast fyrir
og skapa ný verðmæti. Nokkur
fyrirtæki fást við endurvinnslu
hér á landi. Það stærsta, Stálfé-
lagið hf., hefur átt í erfiðleikum
og liggur starfsemin þar nú niðri.
Silfurtún hf. í Garðabæ hefur um
nokkurt skeið framleitt eggja-
bakka úr endurnýttum pappír og
Gúmmívinnslan hf. á Akureyri
hefur endurnýtt hluta af gúmmíi
sem fellur til af hjólbarðaverk-
stæðum. Fjölmörg iðnfyrirtæki
endurnýta afganga og efni sem
fallatil í eigin framleiðslu og fer
slík endumýting mjög í vöxt.
A vegum Sorpu í Gufunesi fer
fram umfangsmikil aðgreining á
þeim úrgangi sem til fellur á
höfuðborgarsvæðinu.
Það eru um
90.000 tonn
sem berast
hingað á
hverju ári,
sagði Ög-
mundur Ein-
arsson framkvæmdastjóri Sorpu.
Við sjáum um flokkun á þessu sorpi
sem gerð er með endumýtingu í
huga. Fólk er mjög áhugasamt um
þessa starfsemi og hefur tekið til-
mælum okkar mjög vel. Þessi starf-
semi á mikla framtíð fyrir sér —
nú er miklum fjárupphæðum veit
til rannsókna á möguleikum endur-
vinnslu í heiminum og eigum við
örugglega eftir að nóta góðs af
því. Fáar greinar fá eins mikið fé
og umhverfismál um þessar mundir
enda ekki vanþörf á að taka til
hendinni. Ég held að boð og bönn
séu ekki rétta leiðin heldur á að
beita sköttum til að losna við þetta
umbúðaflóð.
Timbur
Hvaða endurvinnsla fer fram
hér í Sorpu?
Við lítum ekki á endurvinnslu
sem hlutverk okkar heldur viljum
við standa að flokkun fyrir aðra
aðila sem standa að endurvinnslu.
Hér fer þó fram endurvinnsla á öllu
úrgangstimbri en hingað berst, um
40-60 tonn á dag. Viðurinn er kurl-
aður niður í ákveðna flísastærð og
verður stærðarhlutfallið að vera
höfum enga brennsluhefð hér á
landi og því enga ofna til að brenna
þetta í. Hér eru framleiddir um 200
rúnjmetrar af flís á dag — Járn-
blendið'vgreiðir 146 krónur fyrir
hvern rúmmetra og sér um flutn-
' ingskoslnað. Þetta verð stendur
varla undir vinnslunni, það hlytist
mikill kostnaður af að urða allt
þetta efni. Hagnaðurinn er ekki síst
fólginn í að komast hjá því.
V
Garðaúrgangur
Almenningur brást mjög vel við
þegar við fórum fram á að úrgang-
ur úr görðum færi ekki saman við
heimilissorp og hvarf hann úr tunn-
um á þremur vikum í sumar. Þessi
úrgangur er fyrst og fremst hey,
greinar og torfusneplar. Við erum
ekki farnir að vinna þetta enn og
er því ekið á jarðvegstippa. Auðvelt
væri að gera úr þessu góðan jarð-
veg en til þess þyrfti að kurla úr-
ganginn niður, blanda í hann hús-
dýraáburði og láta geija í nokkra
mánuði. Æskilegt væri að einhver
aðili tæki þessa vinnslu að sér, við
hjá Sorpu viljum gjarnan koma
svona verkefnum frá okkur því hér
er nóg að gera við að safna efnun-
um saman.
Pappír
Við hvetjum sérstaklega til að-
greiningar á bylgjupappa, því í hon-
um liggja hrein verðmæti. Um 200
tonn berast af honum í hveijum
mánuði. Bylgjupappír er það verð-
mætur að andvirðið nægir að mestu
fyrir flutningi úr landi.
Almenningur hefur brugðist
mjög vel við en meiri tregða hefur
verið hjá fyrirtækjum að safna hon-
um. Það fer mikið fyrir pappaköss-
um og getur verið dýrt fyrir fyrir-
tæki að flytja þá til Sorpu. Lausnin
er sú að koma sér upp pressu, þá
er geymsluvandamálið úr sögunni
og mun ódýrara að flytja pappann
þannig. Varðandi pappír almennt
er annað uppi á teningnum. Vanda-
málið er að það eru rúmlega 30
flokkar af pappír sem verður að
halda aðgreindum svo endurvinnsla
sé möguleg. Auk þess kemur fleira
til. Tímarit hér á landi eru t.d. flest
límd í kjölinn og þetta lím má alls
ekki fara með í endurvinnsluna.
Við gerðum tilraun með símaskrána
í sumar, en hún er einnig límd í
kjölinn. Til að endurvinna pappírinn
hefði þurft að skera kjölinn af fyrst.
Tímarit á hinum Norðurlöndunum
eru heft í kjölinn. Það auðveldar
mjög endurvinnslu og er reyndar
mun ódýrari aðferð fyrir útgefand-
ann.
Við gerðum tilraun með að senda
út nokkra gáma af pappír í sumar
en flokkunin var langt frá því að
vera fullnægjandi og er það mál nú
í biðstöðu. Markaðurinn í Evrópu
er yfirfullur af pappír sem reynt
er að koma til endurvinnslu og því
gera endui-vinnslufyrirtæki miklar
kröfur um flokkun. Erlendis fer
hluti af úrgangspappír til sorp-
brennslustöðva en borgir í Evrópu
eru að verulegu leyti hitaðar upp
með sorpbrennslu.
Eiturefni
Nú hafa komið upp hugmyndir
um að blanda áburði saman við
pappír, pressa hann og nota til
að græða upp örfoka land.
Þetta er hugmynd sem má at-
huga. En það e_r ýmislegt sem fylg-
ir pappírnum. í prentsvertunni eru
t.d. ýmsir þungmálmar sem eru eit-
urefni. Ég tel mjög hæpið að flytja
þetta út í náttúruna í stórum stíl
án þess að kanna málið rækilega
fyrst. Menn leita að vistvænni efn-
um, sem nú eru að ryðja sér til
rúms í prentiðnaði, og verði þau
ofan á verður auðveldara að fást
við pappír til endurvinnslu.
Hér er tekið á móti eiturefnum
— er unnt að endurvinna þau?
Við tökum á móti rafgeymum,
þeir eru fluttir út til endurvinnslu
og fáum við verð sem stendur rúm-
lega undir flutningskostnaði. Hing-
að berst mikið af leysiefnum en
mörg þeirra væri hægt að endur-
vinna hjá fyrirtækjunum. Það er
t.d. auðvelt að eima terpentínu og
endurnýta hana þannig. Það er
f
I
>
i
i
►
>
>
I
>
|
I