Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 27 Snemma beygist krókurinn. Jónas Jónasson þrettán ára við hljóðnem- ann. Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir ásamt börnum sínum, Jónasi, Kol- brúnu og Björgu. Akureyrar leikrit eftir Pál J. Jónsson á Laugum. Það heitir Úlfhildur, óskaplega mikið verk, fjölmennt og í mörgum þáttum. Ritstjóri viku- blaðsins íslendings kom að máli við mig og mæltist til þess að ég skrif- aði dóm um leikritið. Ég lofaði að gera mitt besta, en brátt tók þetta að spyijast út meðan á æfingum stóð og olli töluverðum titringi. Svo kom að frumsýningu. A Akureyri bjó bráðskemmtileg kona sem hét Helga og var kölluð Helga stóra. Helga bar þetta viður- nefndi með rentu því hún var gríðar- lega stórvaxin og stórkorin í andliti en þó einkennilegajieillandi kona. Hún var orðheppin og svo afburða hnyttin að hún kom mér til að hlæja í hvert skipti sem við hittumst. Eg lagði oft lykkju á leiðu mína ef hún var á ferðinni, til þess eins að sækja mér hláturskammt dagsins. Hrifn- ingin virtist vera gagnkvæm því Helga tók mig undir sinn verndar- væng og þoldi ekki að neinn hall- mælti mér í sín eyru. En nú sat ég á frumsýningu á stórverkinu Úlfhildi og var heldur farinn að þreytast á hinum ótrúlega fjölda atriða og tíðum senuskipting- um. Ég brá mér því fram í hléinu og hitti þá Helgu stóru. Hún horfði á mig undirfurðulega, hallaði undir flatt og sagði: — Jæja, mikið helvíti er þetta leiðinlegur andskoti. Mér brá nokkuð við þessa kjarn- yrtu yfirlýsingu og muldraði: — Ja, en það er samt gott að teygja úr sér. — Það er nú bráðnauðsynlegt að gera annað og meira en það! svar- aði Helga og dró upp silfurbúinn vasapela og fékk sér vænan slurk. Mér þótti þetta skemmtilegt uppá- tæki og horfði á hana með tölu- verðri virðingu. Það var ekki hvers- dags að kona kæmi fram í hléi og staupaði sig feimnislaust á vasa- pela. En svona var Helga. Svo kom auðvitað að því að ég þurfti að stinga niður penna og kveða upp dóm minn um verkið. En áður en að þvi kom hringdi Jón Norðfjörð í mig og var heldur þung- ur í málrómnum. Hann spurði hvort það væri rétt að ég ætlaði mér að skrifa dóm um Úlfhildi. Ég játaði því og bætti við máli mínu til stuðn- ings að ég væri eini leiklistarlærði maðurinn á Akureyri. Jón brást þá reiður við og hafði í hótunum við mig. Hann sagði að þetta gæti þýtt að hann og Ágúst Kvaran tækju sig til og skrifuðu um sýningarnar mín- ar. Ég bað hann vel að lifa og hvatti hann eindregið til skrifanna. Þessi yfirvofandi dómur vakti hrylling hjá sumuin í leikfélaginu. Freyja Antonsdóttir, sem rak vefn- aðarverslun og var þekkt kona í bænum, kom arkandi inn í búð til mín og var mikið niðri fyrir: — Gerðu það ekki, Jónas minn. Gerðu það ekki vegna hennar móður þinnar! Nú þótti mér komið hafa fyllt mælinn og hertist enn í þeirri ákvörðun minni að skrifa þennan dóm sem margir virtust óttast óséð- an. Ég skrifaði ansi harða gagnrýni og dró hvergi úr. Ég varð mjög óheilagur eftir dóm- inn. Akureyringar voru alls ekki lukkulegir með þá útreið sem þeirra fólk hafði fengið, en ég var slíkt flón að ég áttaði mig ekki á því hversu snörp viðbrögð skrif mín fengju. Ég lét því sjá mig í leikhús- inu eins og ekkert hefði í skorist og gerði ráð fyrir að menn myndu skilja að ekkert persónulegt hefði falist í áliti mínu á sýningunni. Ég rak mig hins vegar fljótlega á að fólk hafði ekki hugsað málið á sama hátt, og ég fékk að heyra það frá ýmsum að þeir væru mér sárir. Fljótlega greri þó um, nema á milli okkar Jóns Norðfjörð. Við skildum ósáttir og þótti mér það miður. Hann hafði tekið við mér sem ung- um leikstjóra og ég varð snortinn af þeirri hjálpsemi sem hann sýndi mér þá. Ég hafði setið á hnjám hans þegar hann lék jólasvein á jóla- dansleik útvarpsins, en það var á þeim árum þegar bestu menn þjóð- arinnar voru fengnir til að leikajóla- sveina. En með okkur Jóni urðu vin- slit. Hann lést mörgum árum síðar án þess að við sættumst. Nokkru eftir lát Jóns var ég staddur á miðilsfundi hjá Hafsteini Björnssyni. Þá kom einhver í gegn, leitaði eftir sambandi við mig og sagðist heita Jón. — Ja, það er nú margur Jóninn. Hvaða Jón ert þú helst? spurði ég. Eftir nokkra þögn kom svarið: — Norðijörð. Ertu nokkuð reiður mér? var spurt. Ég brást glaður við og fullvissaði minn gamla félaga um að allar okk- ar eijur væru mér löngu gleymdar. — Það er gott, var svarað og svo hvarf veran úr sambandinu. Hafsteinn vissi auðvitað ekkert um samskipti okkar Jóns Norðfjörð og því slógu þessi skilaboð mig sterkar en ella. Þetta sýndi mér svo ekki verður um villst, að við verðum að gæta tungu okkar, því orð verða aldrei aftur tekin. Feluleikurinn var flókinn Um árabil barðist Jónas við alkóhólisma sinn og segir hann frá þeirri viðureign af hispurs- leysi. Fyrst er gripið niður í frá- sögn hans þegar tekið er að halla undan fæti, og svo síðar þegar sigur hafði unnist í baráttunni við sjúkdóminn. Ég efast stórlega um að Sigrún hafi áttað mig á því hvað var að gerast í lífi mínu. Ég var ótrúlega hraustur og leyndi drykkju minni lygilega lengi fyrir umhverfinu og sjálfum mér. Lengi framan af tókst mér að halda starfinu fyrir utan drykkjuna, ég var aldrei drukkinn í útvarpinu, þótt sannarlega ætti ég það til að hafa smakkað vín áður en ég las tilkynningar. Á jólum var til siðs að þulir fengju sér sjerrýtár til að mýkja röddina og stundum urðu þau tár fleiri en eitt og fleiri en tvö. Útvarpið var býsna hættu- legur vinnustaður í þessu tilliti og ég kallaði það uppeldisstöð fyrir alkóhólista. Spennan í starfinu er mikil, þar ríkti lengi sú undarlega skoðun að hæfileg áfengisneysla væri góð og gild. Á þessu viðhorfi varð síðar a)gjör bylting. En það mikilvægasta er að enginn sér út- varpsmanninn. Hann talar út í loft- ið til hlustenda, en er sjálfur í fel- um. Ég er sannfætður um að þó að ég hafi oft verið rakur eða timbr- aður, þá hafi hlustendur ekki áttað sig á Jjví hvernig komið var fyrir mér. Ég hélt uppteknum hætti og drakk á hveijum degi. Mér þótti við hæfi að bregða mér á hádegisbarinn og styrkja andann í fjörlegum fé- lagsskap, en gleðin sat við barborð- ið hjá okkur. Einu sinni var ég að koma af hádegisbarnum og hafði fengið mér of mikið neðan í því. Úti var sólskin og yndislegt veður. Þar sem ég rölti yfir Arnarhólinn á leið á Skúlagötu, sótti að mér þreyta og værð, og ég áttaði mig á því að ég var orðinn afar drukkinn. Ég hugsaði nú ráð mitt og sýndist best að liggja þetta úr mér í sólinni. Ég lagðist því niður á Arnarhól og sofn- aði. Þegar ég vaknaði, hafði ég sof- ið allt of lengi, var bæði timbraður og fullur og staulaðist niður í út- varp. Ég komst inn á skrifstofuna mína, óséður og nokkurn veginn óbijálaður, lagðist þar niður á gólf- ið og hélt áfram að sofa. Þegar ég svo raknaði úr rotinu, varð ég skelf- ingu lostinn og fann að nú var nóg komið. Ég var orðinn eins og rón- amir sem ég hafði áður horft á með vorkunnsemi. Ég ákvað að hætta að drekka á hveijum degi og gerðist þess í stað túramaður. Ég var farinn að fela brennivín heima. Sigrún tók þessu náttúrlega mjög illa og sá löngu á undan mér að í algjört óefni var komið. Makarn- ir þróa með sér sjötta skilningarvit- ið og hún heyrði það á mér í síma ef ég hafði fengið mér einn sjúss. Ástandið hafði slæm áhrif á sam- band okkar og fjölskylduiíf. Ég var alltaf að hætta, en braut þann ásetn- ing jafnóðum. Drykkjuskapur alkó- hólistans er alltaf eins. Ég hugsaði um brennivín þegar ég vaknaði á morgnana og sofnaði með sömu hugsun í höfðinu. Allt snerist um að ná sér í vín, fá lánaða peninga eða flösku hér og þar, því launin hrukku skammt til að framfleyta mér með þessu móti. Það liðu nokkrar vikur eftir að ég ákvað að hætta að drekka á hveijum degi. Ég var orðinn þokka- lega uppréttur og penn og sagði við sjálfan mig að þetta hefði nú ekki verið svo erfitt. En ég var alltaf þyrstur. Ég drakk Freska og lét sem þetta væri eðlilegur þorsti. Þegar á leið seildist ég í pilsnerinn og var farinn að drekka allt upp í fimmtán flöskur á dag. Árni Kristjánsson, píanóleikari og tónlistarstjóri út- varpsins, hafði einhvern tíma sagt mér þegar ég var að bölsótast yfir bjórleysinu að ein matskeið af vodka út í pilsner gerði sama gagn. Ég átti alltaf kassa af pilsner á skrifstofunni minni. Einn daginn er bankað á dyr og fyrir utan stendur bílstjóri frá BSR. Hann er mjög laumulegur og heldur að sér hönd- um eins og hann sé með virka hand- sprengju undir jakkanum. Hann hafði stungið vodkapela í buxna- strenginn og var kominn færandi hendi. Ég hafði hringt og sent hann þessará erinda án þess að mér væri í rauninni sjálfrátt. Ég tók við pel- anum og um leið upphófst heilmikið leikrit sem ég samdi, leikstýrði og lék öll aðalhlutverkin í. Ég sagði við sjálfan mig að ég ætlaði eigin- lega ekki að gera neitt við þennan pela. Ég ætlaði kannski að eiga hann í skúffunni minni svona rétt til að geta boðið einhveijum sjúss. Þannig liðu nokkrir dagar. Svo kom að því að ég varð leiður á pilsn- ernum og sagði við sjálfan mig: — Voðalegir aumingjar eru þetta að selja ekki almennilegan bjór á þessu landi! Og í uppgerðarbræði og uppreisn teygði ég mig ofan í skúffu, náði í fleyginn og skrúfaði tappann af. Ég man að það var sárt. Ég mældi svo matskeið í glas- ið og hélt uppteknum hætti næstu daga. Mér þótti þetta ósköp sak- laust og gat ekki séð að heimurinn hefði ástæðu til að standa á öndinni þótt ég drykki einn bjór á dag. En glösin urðu tvö. Ég hætti að nenna að blanda í pilsner, setti stút- inn á munninn og var kominn á fyllerí. Það leið ekki á löngu þar til aftur var barið að dyrum og úti stóð ann- ar bílstjóri með flóttasvip í augum og átappaða skelfmgu í buxna- strengnum. Feluleikurinn var flókinn og ég varð brátt ótrúlega útsmoginn og flinkur í honum. Eg drakk yfirleitt alltaf einn. Ég gat farið í samkvæmi eða á veitingastaði, þótt ég forðað- ist það af fremsta megni, og látið vín algjörlega vera, eða drukkið aðeins eitt eða tvö glös. Þannig héldu vinir okkar og kunningjar að ég væri ósköp settlegur og jafnvel hófsamari í drykkju en margir aðr- ir. En heima sat ég einn og drakk. Ég geymdi flöskuna undir stólnum og lokaði augunum þegar ég bar hana að vörum mér. Þannig sá ég sjálfan mig ekki drekka. Og svo kom sólin upp Hér er þar komið í frásögn Jónasar þegar hann hefur leitað sér hjálpar á Freeport-sjúkrahús- inu í New York. Vilji minn tók að mótast hægt og bítandi. Ég fór að hjálpa til við að taka á móti þeim nýkomnu og sat við rúm margra sem vöknuðu af vímunni. Þessu hlutverki átti ég eftir að gegna í mörg ár og fljúga óteljandi ferðir yfir Atlantshafið með fólk sem átti ekki einu sinni vonina eftir. En mér var lítil huggun í því að aðrir væru á sama báti og ég í eymdinni. Ég var farinn að geta séð sjálfan mig fyrir mér lifa án brennivínsins. Ég dáðist enda- laust að því fólki sem gat gengið reist, en þurfti ekki að styðja sig við húsveggi eins og ég. Ég var eins og landkönnuður; ég vissi hvert ég ætlaði mér en þekkti ekki siglingar- leiðina. Ég fann að ég var einnW þessum hópi.lifandi dáins fólks, en sá kraftaverkin gerast á hveijun\ degi. Mér fannst stundum að þarna væri sköpunarsagan að endurtaka sig og að Guð væri að vinna með okkur. Ég hef aldrei almennilega skilið A. hvað fólk á við þegar það talar um að vinna í sjálfu sér. Ef til vill er þetta enn eitt merkið um vanþroska minn. Það fyrsta sem endurfæddist í mér var hláturinn. Ég gat farið að gera grín að sjálfúm mér og aumingjaskap mínum. Við Freeport- “ arar hneyksluðum fólk oft með því að gera opinbert grín að sjálfum okkur. Við stóðum auðvitað fyrir meinsemd í þjóðfélaginu og ég held að mörgum hafí sámað sú ósvífni að við skyldum svo bara hlæja að ^ öllu saman. En þessi hlátur var sprottinn af. óumræðilegum sárs- auka og hann er þúsundfalt betri en að eyða orku sinni og gleði í drykkju. Fyrstu árin voru Freeport- samkomumar óskaplega skemmti- legar. Við héldum þétt saman og í ^ hvert sinn sem bam fæddist í félags- skapnum vomm við allir komnir á fæðingardeildina til að vera guðfeð- ur. Við tókum ríkan þátt í gleði og sorgum hvers annars og engin fyrir- höfn var of mikil þegar þjáningar- bróðir eða þjáningarsystir átti í hlut. Ákvörðunin fæddist einn sólríkan dag þegar ég hafði verið tvær vikur á Veritas Villa. Ég gekk niður að vatni, einn með sjálfum mér og hugleiddi líf mitt og framtíð. Landið var skógi vaxið og þar sem ég stóð á vatnsbakkanum með hávaxin trén á bak við mig, glampaði á spegil- sléttan vatnsflötinn. Gedda gáraði vatnið, hringimir stækkuðu og tóku að eyðast, rétt eins og maðurinn þegar hann eldist. Gárumar dóu loks út og allt var kyrrt. En það var ekki kyrra í sál minni. Ég var fjömtíu og fimm ára. Land- flótta. Einn í angist og fannst heim- urinn hafa gleymt mér í eitt skipti fyrir öll; allar brýr brotnar, ekkert öryggi í neinu, enginn vinur, enginn Guð. Eða hvað? Þar sem ég stóð í sólskini og geddan hringaði vatnsflötinn, hvísl- _ uðu gamlar raddir sem ginhvem tímann tilheyrðu fólki sem var lif- andi og ofbauð hvað ég drakk og vildi að ég hætti því. — Af hveiju drekkurðu, af hveiju? í fimm ár hafði ég hitt Jóhannes Bergsveinsson Iækni sem gaf mér sífellt sama svarið: —/Sættu þig við að vera þú. í öll þessi ár hafði ég leitað langt yfir skammt. Svarið var í sjálfum mér. Allt í einu var eins og ég stæði baðaður mildum úða sem steyptist hægt yfir mig. Ég gat ekki hrært mig. Andaði ekki. Sárs- aukinn sem hafði búið um sig í bijóstinu, svo rækilega að hann var orðinn hluti af mér, leystist upp í sólskininu, liðaðist upp í tært ioftið, blandaðist laufinu, sussaði á fugla himins. Þessi ósýnilegi úði kitlaði mig í kinnamar og ég lokaði augun- um, stóð eins og steinn í eilífðinni, bautasteinn fyrra lífs og á hann <■— letrað: Þú drekkur ekki framar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.