Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 35 Jónn Axfjörð KjurUin Aniórsson ÞRJÁR ÆVIN- TÝRABÆKUR Bókmenntir Edvaró Ingó/fsson Kjarnó (Kjartan Arnórsson); Arás Uluga! Jóna Axfjörð: Dolli dropi prílar á pýramídum. Sigurbjörn Sveinsson: Dvergurinn í sykurhúsinu. Anægjulegt er að sjá hvað marg- ar fallegar íslenskar barnabækur, prýddar mörgum litmyndum sem sumar hveijar eru hrein listaverk, hafa verið gefnar út í seinni tíð. Sennilega er það einkum tvennu að þakka: Aukinni tækni og fram- förum í prentiðnaði og einnig aukn- um áhuga og velvilja útgefenda í garð barnabókaútgúfu sem eins og allir vita er ekki líkieg til að standa undir sér vegna mikils kostnaðar. Fjölvaútgáfan hefur sent frá sér þijár ævintýrabækur, ríkulega myndskreyttar. Tvær þeirra eru sjálfstætt framhald fyrri bóka en sú þriðja er endurútgáfa í nýjum búningi. Fjölvi gaf út bækur eftir þessa sömu höfunda í fyrra en þá voru þær óinnbundnar. Nú hefur útgáfan hins vegar bætt um betur og látið binda nýju verkin inn í harðan kjöl. Slíkt lengir ending- artíma bókanna og er það vel. Ævintýrin þijú eru ólík hvað varðar efnistök, mál og stíl. Sagan urn dverginn í sykurhúsinu eftir barnavininn Sigurbjörn Sveinsson er eins og önnur ævintýri hans jafn- an BÍgilt og höfðar til barna á öllum tímum. Þetta er fremur átakalítil saga en styrkur hennar felst í skemmtilegum efniviði, einföldum stíl og vandaðari framsetningu. Ævintýrið er hugljúft og kveikir margar hugsanir þjá ungum lesend- um. Og ekki spilla fallegar mynd- skreytingar Jean Posoeco fyrir sög- unni, Bókin um hermdarverkamanninn Illuga og Kaftein ísland er gerólík fyrrnefndri bókr-Hér takast á góð og ill öfi svo að um munar. Illugi á sér aðeins eitt markmið: Að iáta illt af sér leiða. Kafteinn ísland er sá eini sem getur veitt honum við- nám og forðað íslensku þjóðinni frá voða. Þessi bók er að mörgu leyti betri en sú sem kom út í fyrra. Þó að lesendur hrylli stundum við lýs- ingum á hugsunum og fyrirætlun- um Illuga þá lyftir kímnigáfa höf- undar sögunni upp úr þeim drunga. Hugmyndaflugið er þanið bæði í texta og teikningum og ég fæ ekki betur séð en myndirnar endur- spegli söguna ágætlega. Dolli dropi er kunnur af ævintýr- um sínum bæði í sjónvarpi og bók- um. í þessarí sögu ferðast hann til Egyptalands. Sagan er að ýmsu leyti ágæt. Það hefði þó mátt skerpa textann betur á stöku stað, hressa hann við. I sjálfu sér gerist fátt óvænt eða sniðugt ( sögunni. En vaxlitamyndir Jónu Axfjörð eru góðar. Þær teygja mÍHjafnlega mik- . ið úr sér á síðunum, stundum renna þær undir textann, stundum ekki. Það fer vel ú þvt að hafa þetta svona fijálslegt. Ein málvilla er í bókinni: “...fannst þær svo óskaplega draugalegt". (14.) Þessi klaufa- skapur verður að skrifast á útgef- andann. Fjölvaútgáfan hefur ekkert til sparað við prentun og annan frá- gang þessara bóka. Einungis er hægt að finna að prófarkalestrin- um; örfáar stafavillur leynast í öll- um bókunum. í stuttum texta með stóru letri má það ekki gerast. En að því slepptu þá er hér um vel heppnaða útgáfu að ræða. Hugmyndir um veiði- tjöm við Akranes AkmncBl. (iERÐ liefur verið athugun á hvort unnt sé að útbúa veiðitjörn við Akranes og skapa þannig bæjarbúum og gestum þeirra ábugaverða dœgradvöi við veiðar á vntnafiskum. Gísli Gíslason bæjárstjóri á Akra- nesi segir að áhugi manna'fyrir slík- um tjörnum við þéttbýli sé mikið að aukast og þvl hafi þessi hugmynd verið könnuð. Á Akranesi hefur ver- ið lögð aukin áhersla á ferðamál og á fundi um þennun málaflokk fyrr f yetur kom Magnús Oddsson raf- veitustjóri með þá hugmynd að láta útbúa veiðitjörn f nágrenni bæjarins. Augu manna hafa beinst að gamalli gijótnámu skammt frá Beijadalsá sein rennur skammt frá bæjarmörk- unum. Þá hefur einnig verið nefnt að hafa tjörnina f Miðvognum sem er mun nær bænum. í frmnhuldi af þessum umra'ðum voru þrfr menn fengnlr í starfshóp um tnálið og hufa þeir nú skilað áliti sfnu. Skýrsla þeirra er merkileg og vel unnin og segir Gfsli uð þeirra niður- staða sé að þarna sé hægt að skapa góða aðstöðu án þess að leggja f mikinn kostnað. Þarna gæti orðið góð veiðitjörn ásumt skemmtilegri aðstöðu. Um er að ræða svæði sem ær um 2'/i hektari að stærð. Kostnað- ur við uð fullgera aðstöðuna er áætl- aður um 6'A milljón króna og segir Gfsli mikinn áhuga vera fyrir þvf að hrinda þeBsu verkefni í frainkvæmd. Ekki er talið að þurfi að fullgera aðstöðuna f einum áfanga heldur sé hægt að þreifa sig áfram og sjá hvernig til takist. Þessi hugmynd hefur verið kynnt Stangveiðiféiagi Akraness og það kannað hvort það hafi áhuga á að tcngjast þessu fram- taki á einhvern hátt. „Við væntum þesB uð ITjótlega á nu'sta ári verði tekin ákvörðun um framhaldið," sugði Gísli að lokum. - J.G. Jólasveiiminn er alltaf að Sendir 400 þúsund bréf á ári og er að komast í þrot MiirguiiMiiðia/llilrtur Fpðril(s<lóU.ir Heimsákii. Hún var dálítið feiiuin sænska telpan, þar sem hún sat í fangi jólasveinsins og átti að segja honum hvað hana langaði niest í í jólagjöf. VIÐ trúðum ekki okkar eigin augum. Þarna í vegkantinum á þjóðvegi E4 nyrst í Finnlandi stóð jólasveinn i fulium skrúða. Það væri ef til vill ekkert at- hugavert, ef þetta hefði verið í desember, en það voru aðeins llðnir nokkrir dngnr nf ngúst, sólin örlltlð farin að lækkn á himninum, veðrlð yndlslegt, stíllt og fagurt og liitinn i kringutn ’JÖ stig. Maður fór ó^álfi’átt að kíkja eftir lireitu dyrunum. En nei, hann var bara efnn á ferð, enda enginn sn,jór til að luegt vieri að draga sleða, Um 800,000 nmnns heimsiekjft jélasveininn ,jultomten“ í Rovani- emi í Finnlandi á hvefju ári, Finnar hafa sumsé eignað sér hinn eina og sanna jólasvein Qg norður við heimskautsþaug hafa þeir komið sér upp jólasveinalandi. Hugmyndinni skaut upp kollinum árið 1950 þegar Roosevelt forseti Bandaríkjanna kom í opinbera heiinsókn til Rovanienii, Það var strax hafíst handa VÍð byggingu húss, Það stóð á endum, að þegar vé! forsetans lenti var verið að Ijúka við síðasta fráganginn. Nú §r allt húsnæði í jólasveinalandinu í eigu hlutafélags, sem m.a. Ro- vamemibær er aðili að. I fyrstu voru umsvifín ekki mikil, en hafa farið sívaxandi. Árið 1986 var síðast tekið nýtt hús í notkun og eru þar meðal annars matsölustaður og 20.versl- anir, sem selja ýmis konar jóla- varning. Nú fyrir jólin var enn ein byggingin tekin í notkun, sem verður pósthús jólasveinsins ásamt gjafavöruverslun, þar sem ferðamenn geta pantað litla hluti og látið senda viðtakanda um jól- in. Viðtalstími tvisvar á dag Það var gerður stuttur stans í jólasveinalandinu og á meðan samferðarmennirnir litu inn í verslanirnar á staðnum, notaði blaðamaður tækifærið til að hitta sveinka augnablik. Yfir sumar- tímann er hann með viðtalstfma tvisvar sinnurn á dag og það vildi svo vel til að seinni tfmanum var um það bil að ljúka. Eins og vænta mátti var mikið um að vera, börn og fullorðnir komu f hrönnum að kíkja á jóla- sveininn og taka myndir. Hann heimtaði lfka að allir settust f fang sér og þeir féngu að launum merki jólasveinsins, sem segir „Santa comes from Finland" eða ,jóla- sveinninn kemur frá Finnlandi11. Það var gaman að fylgjast með hvað krakkarnir voru ýmist tregir að nálgast jólasveininn eða hlupu í fangið á honum og spjölluðu lengi við hann. Þá var ekki sfður skemmtilegt að horfu á unga par- ið, sem kom inn hönd f hönd. Fyrst settist maðurinn í fang jóla- sveinsins og stúlkan tók mynd. Sfðan vildi maðurinn fá mynd af stúlkunni og eftir miklar fortölur settist hún dauðfeimin þjá jóla- sveininum. Á eftir þeim komu bresk hjón um ejötugt og það þurfti engar fortölur við öminu, hún settist með glöðu geði f fang jólasveinsins og það sama gerði afi. Nokkru eftir að viðtalstimanum átti að Ijúka varð hlé á gestagang- inum, þannig að við settumst inn f svefnherbergið, sem var inn af stofunni, lokað af með hlerum eins og í vestrænum kúrekamynd- um. í svefnherberginu var stórt og mikið fururúm, sú stærsta pósttaska sem ég hef augum litið, bangsar og dúkkur af ýmsum gerðum, jólasveinamyndir á veggjum og næturgagn undir rúminu, Ekki má gleyma stafnum jólasveinsins, né tölvunni, sent var þegar betur var að gáð hin besta eftirlíking. Pósthúsið vaxandi hluti starfseniinnar Þegar við svo tókum tal saman varð samtalið slitrótt vegna þess að lítil börn voru sífellt á ferð- inni. Þegar þau sáu jólasveininn ruku þau inn í svefnherbergið og hann gaf sér tíma til að spjalla snmstund við þau. I hfbýlum jólasveinsins er einn- ig pósthús. Þar er hægt að borga 10 mörk (um 134 fsl. kr.) fyrir jólakort, sem er undirritað af jóla- sveininum og berst viðtakendum í desember. Um 400 þúsund bréf eru árlegu send til barna alls stað- ar í heiminum. „Við notum að vísu tölvu og það hjálpar okkur rnikið," sagði jólasveinninn. „Ann- ars gætum við ekki náð að skrifa þau öll. Við leggjum áherslu á að svara öllum bréfum, sem okkur berast." Þó að bréfin séu ekki send út fyrr en f desember eru þau skrifuð allan ársins hring. Póstþjónustan er sívaxandi þáttur f starfsemi jólasveinalands- ins, enda hefur komið á daginn að sfðan blaðamaður var þarna á ferð hefur komið babb f bátinn. Jólasveinninn skuldar um eina milljón finnskra marka (um 13,4 milj. fsl. kr.) og eins og útlitið er nú stefnir allt f gjaldþrot. í samtali við Morgunblaðið sagði starfsmaður jólasveinsins, að öll börn sem hefðu skrifað honum fengju sumt sem áður bréf fyrir þessi jól. Hún kvaðst ekki vera viss um hvað tæki við eftir ára- mót. Á hveiju ári eru um 150 þús- und bréf sem berast jólasveinin- um, án þess að þeim fylgi greiðsla. Hefur atvinnumálaráðuneytið greitt fyrir þau fram til þessa, en hefur nú gefist upp og er hætt að trúa á jólasveininn. Þegar svo var kornið hljóp póstþjónustan undir bagga og ætlar að greiða póstkostnaðinn í ár. En það er ekki bara jólasveinninn sem á í fjárhagslegum erfiðleikum, heldur skulda verslanirnar á staðnum um 700 þúsund finnskra marka. Tal- að er um að þær muni reyna að bjarga sér fyrir horn með þvf að taka lán og reyna þannig að halda starfseminni áfram. Þó staifsemi jólasveinsins breytist kemur samt sem áður alltaf nokkur fjöldi ferð- amanna til að fá viðurkenningar- skjal um að hafa komist á norður yfir heimskautsbauginn. - Er mesti ferðamannastraum- urinn hingað að sumri til eða er hann rétt fyrir jól? spyr ég jóla- sveininn í Finnlandi. „Allan ársins hring er hingað stöðugur straumur, en í desember er hann. langmestur. Þá flykkjast hingað gestir víðs vegar að úr heiminum, en einkum frá Bret- landi, Frakklandi og Japan. Frá Bretlandi hafa verið gerðar út Concorde-flugvélar síðastliðin 10 , ár, eingöngu til þess að börn og foreldrar þeirra geti heimsótt okk- ur daglangt." - Hvað ert þú sjálfur búinn að vera lengi jólasveinn? Ilann lætur spurninguna eins og vind um eyru þjóta. Ég held að hann hafi ekki heyrt hana, því þegar þarna er komið er hann farinn að gefa litlum frönskum dreng gaum, sem starir stórum augum á hann og þorir ekki að koma inn. Ég spyr aftur: „Ertu búinn að vera lengi f þessu starfi?" Hann lítur upp og f augum hans er einkennilegur glampi. Sfðan segir hann djúpri, rólegri röddu með hörðum finnskum hreim: „Ég hef alltaf verið jólasveinn, alveg frá þvf ég fæddist." Ég þakka honum fyrir spjallið, geng út í sumarblíðuna og svei mér þá, ef ég trúi honum ekki bara. Hildur Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.