Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 ERLENT INNLENT Fjárhag-sáætl- un Reykjavík- ur lög-ð fram í borgarstjórn í fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar, sem lögð var fram til fyrri umræðu í borgarstjórn á fimmtu- dag, kemur fram að heildartekjur borgarsjóðs eru áætlaðar tæplega þrettán milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld borgar- sjóðs lækki um 1,4% og þar af lækki gjöld til gatnaframkvæmda mest. I áætiuninni er gert ráð fyrir að framlög til nýbygginga skóia verði aukin um 22% á næsta ári og verði 780 milljónir. Áætlað er að verja 279 milljónum til smíði bamaheimiia og framkvæmda á gæsluvöllum. Þjóðartekjur dragast saman um 6.1% Samkvæmt endurskoðaðri þjóð- hagsspá munu þjóðarútgjöld drag- ast saman um 6,4% frá yfirstand- andi ári og þjóðartekjur dragast saman um 6,1%. Þetta er mesti samdráttur þjóðartekna frá árinu 1950 og mun meiri en gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun í byijun október, en þá var því spáð að þjóðarútgjöld myndu dragast sam- an um 1,5% og þjóðartekjur um 3,1%. Engir nýnemar í haust verði fjárveiting ekki hækkuð Háskólaráð sendi í vikunni frá sér ályktun, þar sem segir að verði fjárveiting til Háskóla íslands á Qárlögum ekki hækkuð, muni eng- ir nýnemar verða teknir inn í skói- ann á næsta hausti, þrátt fyrir áform um skólagjöld og ýtrasta niðurskurð kennslu og þjónustu. í ályktuninni segir að með nýja fjár- lagafrumvarpinu yrði fjái-veiting til háskólans um 253 milljónum króna lægri en hún þyrfti að vera. Misheppnuð ránstilraun gerð við útsölu ÁTVR Hettuklæddur árásarmaður með jámstöng- að vopni réðist á útibússtjóra ÁTVR í Lækjargötu í Hafnarfirði á föstudagskvöld og gerði tilraun til að ræna af honum andvirði dagsölu útibúsins. Úti- bússtjórinn varðist en árásarmað- urinn lagði á flótta eftir átök. Talið er að um þaulskipulagt rán hafi verið að ræða. Sjómenn mótmæla samkomulagi um afsláttinn Forystumenn sjómanna víða um Iand hafa mótmælt harðlega sam- komulagi sem náðist meðal stjóm- arliða um útfærslu á skerðingu sjómannaafsláttarins á Aiþingi á fimmtudag. Samkomulagið gerir ráð fyrir að það markmið ríkis- stjómarinnar að spara 180 millj- ónir með breytingu á afslættinum náist. Framlag til Landakots verði skorið niður um þriðjung Niðurskurður á rekstrarfjár- veitingu til Landakotsspítala sam- kvæmt tillögu heilbrigðisráðherra nemur talsvert á fjórða hundrað miiljóna króna. Að sögn Sigurðar Bjömssonar, varaformanns lækn- aráðs Landakots, er á móti gert ráð fyrir að spítalinn geti aflað 150 milljónum með sértekjum og er framlag til spítalans því lækkað um tæplega þriðjung af heildar- rekstrarfé hans. Sigurður segir að verði tillagan samþykkt á Al- þingi þýði hún að segja verði upp 150-200 starfsmönnum spítalans og starfsemi hans muni koðna niður. ERLENT Jeltsín kipp- ir stoðun- um undan Gorbatsjov Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, gaf á fimmtudag út tilskip- un þess efnis, að Kreml, vald- amiðstöð Sovétríkjanna í 70 ár, heyrði undir rússneska sam- bandslýðveldið og afnam jafn- framt sovéska utanríkis- og innanríkisráðun- eytið og þann hluta KGB, so- vésku leyniþjón- ustunnar, sem starfar innanlands. Með þessum ákvörðunum hefur Jeltsín gert að engu vonir Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, um „iög- legt“ valdaframsal til hins nýja, sovéska samveldis en leiðtogar 10 sovétlýðvelda af 12 ræddu um fyrirkomuiag þess á fundi í Alma- Ata í Kazakhstan í gær. Sovésku lýðveldin hafa að undanförnu látið greipar sópa um stofnanir og eig- ur sovéska ríkisins og hafa Rússar verið stórtækastir. Eru fréttir um, að þ'eir hafí ákveðið, að sendiherr- ar Sovétríkjanna erlendis verði hér eftir fulltrúar Rússlands. Slóvenía og Króatía viðurkennd Evrópubandaiagið hefur ákveð- ið að viðurkenna sjálfstæði júgó- slavnesku lýðveldanna Slóveníu og Króatíu 15. janúar nk. að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum og hugsanlegt er, að Þjóðverjar gerí það fyrir jól. Á fímmtudag urðu Islendingar fyrstir vestrænna ríkja til að veita lýðveldunum fuila viðurkenningu en áður höfðu Úkraína og Litháen gert það. Slóvenar og Króatar hafa fagnað þessum tíðindum en Serbar mót- mælt þeim að sama skapi kröft- uglega. Óttast sumir, að Serbar auki nú hernaðinn á hendur ná- grönnum sínum en aðrir segja, að viðurkenningin sé aðeins staðfest- ing á orðnum hlut og líklegust til að koma vitinu fyrir serbnesku ráðamennina. NATO vill aðstoða sovésku lýðveldin Utanríkisráðherrar Atlants- hafsbandalagsins, NATO, ákváðu á fímmtudag, að bandalagið geng- ist fyrir aðstoð við sovésku lýð- veldin og buðust til að láta her- menn þess ann- ast matvæla- flutninga og -dreifingu. Er þetta í fyrsta sinn J sögu NATO, að það tekur sér fyrir hendur hjálp- arstarf. Bauðst bandalagið jafn- framt til að aðstoða við uppræt- ingu sovéskra kjarnorkuvopna en James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist fullviss um, að í framtíðinni verði slík vopn aðeins í Rússiandi en þau eru nú í fjórum sovésku lýðveldanna. Á fimmtudag var jafnframt haldinn fyrsti fundur Norður-Atlantshafs- samráðsvettvangsins en þar voru saman komnir utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna og starfsbræður þeirra í Varsjárbandalagsríkjun- um fyrrverandi. Sagði Baker í ræðu á fundinum, að NATO kynni brátt að takast á hendur öryggis- skuldbindingar gagnvart Austur- Evrópuríkjunum. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sem var í opin- berri heimsókn á Ítalíu, sendi fundinum kveðju sína og sagði, að í fyllingu tímans vildu Rússar gerast aðilar að Atlantshafsband- alaginu. Jeltsín Irak: Stj ómarbyltúig- í imdirbúningi Kolachwalan í írak. Reuter. JALAL Talabani, einn af leiðtog- um Kúrda í írak, sagði á föstudag að hreyfingar Kúrda og shíta væru að undirbúa aðgerðir til að steypa Saddam Hussein forseta af stóli. Talabani hóf viðræður við stjórn Iraks í apríl og sýndar voru myndir í sjónvarpi er hann faðmaði Saddam við það tækifæri. Helsti keppinautur Talabanis um forystuna meðal Kúrda, Massoud' Barzani, hélt við- ræðunum áfram og samdi um drög að samningi um frið og sjálfstjórn Kúrda um miðjan ágúst. Talabani hefur hins vegar gagnrýnt samnings- drögin og sagt að þau tryggi ekki að mannréttindi verði virt, auk þess sem íraksstjórn haldi svæðum, sem Kúrdar háfa gert tilkail til. Talabani sagði í samtali við frétta- ritara Reuters að dagar Saddams Husseins væru senn taldir og upp- reisnarsveitir Talabanis væru að und- irbúa lokauppgjör. „Staða Saddams veikist dag frá degi. Hann er hatað- ur innan hersins, jafnvel efnahags- kreppan ein gæti riðið honum að fullu,“ sagði hann. „Við höfum haft samstarf við írösku stjómarandstöð- una til að steypa núverandi stjórn í írak.“ Stjómarandstöðuhreyfingarnar eru rúmlega 60 og Talabani sagði Að sögn Royal Greenland verður magnið af frysta þorskinum sem Rússarnir landa aukið í fimm þúsund tonn ef tilraunin tekst vel og Græn- lendingar geta selt fiskinn á banda- rískum og kanadískum mörkuðum. að nauðsynlegt væri að þær samein- uðust gegn Saddam. Ennfremur þyrfti Bandaríkjastjóm að ljá máls á stuðningi við nýja stjóm, þar sem Kúrdar og shítar hefðu mikil áhrif. „Ef þessi tvö skilyrði vejrða uppfyllt getum við steypt Saddam innan mánaðar," bætti hann við. Auk þorsksamningsins er í sam- komulaginu rætt um möguleikann á því að rússneskir togarar geti landað 2.000 tonnum af rækju til vinnslu í verksmiðjum á Disko-svæðinu haust- ið 1992. Grænland: Fiskveiðisamningur við Rússa Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. RÚSSNESKA fyrirtækið Sevryba og grænlenska sjávarútvegsfyrlrtæk- ið Royal Greenland haf gert með sér samning um samstarf. Fyrstu fimm mánuði næsta árs eiga Rússar að landa 4.000 tonnum af frystum þorski á Grænlandi en í staðinn fá grænlenskir togarar leyfi til veiða á rússneskum svæðum á Barentshafi. Nú er ekki tóm tfl að fagna heldur leggja hart að sér BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, hefur ekki setið auðum höndum síðan nýtt ríkjabanda- lag var stofnað á rústum Sovét- ríkjanna 8. desember síðastlið- inn. Með tilskipunum hefur hann lagt undir sig Kreml, eignir sovéska forsetaembætt- isins og sovésk ráðuneyti. í samtali Morgunblaðsins við ráðuneytisstjóra utanríkisráðu- neytis Úkraínu á föstudag kom fram að önnur fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna hlytu að eiga kröfu á hendur Rússum um hlut í þessum eignum. Yrðu þau mál rædd á fundi sovétlýðvelda í Alma Ata í dag, laugardag. Að svo stöddu vildi hann ekki tjá sig ítarlega um þetta efni, þetta væri „fjölskyldumál". Pol Tarasjuk, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyti Úkra- ínu, var fyrst spurður hver væru viðbrögð ríkisstjórnarinnar við til- skipunum Jeltsíns þar sem hann yfírtók Kreml, sovésk ráðuneyti og eignir forseta Sovétríkjanna. „Úkraína sem einn af erfíngjum sambandsríkisins hefur rétt til að fá hluta af eign- um Sovétríkj- anna erlendis." Tarasjuk sagðist gera ráð fyrir að þetta atriði yrði rætt frekar í Alma Ata. Hann benti á að Úkra- ína hefði tekið á sig 16,37% af skuldum Sovétríkjanna erlendis. Tarasjuk var spurður hvers fulltrúi sendiráð Sovétríkjanna erlendis væru nú. „í raun einskis. En aðilamir að nýja bandalaginu hafa rétt á að notfæra sér þjón- ustu þeirra." Sagði Tarasjuk að þetta gilti þar til aðildarríkin hafa samið um skiptingu sendiráðanna. Hann sagði að Úkraínumenn ætl- uðu að opna eigin sendiráð í þeim ríkjum sem skiptu hvað mestu máli. Sendiherrarnir þar myndu svo vera fulltrúar Úkraínu í öðrum ríkjum sem Úkraína hefði stjórn- málasamband við. Ekki yrði um það að ræða til frambúðar að aðildarríki samveldisins (eða bandalagsins eins og hann kaus að kalla það [á ensku commun- ity]) hefðu sameiginleg sendiráð. Hins vegar þýddi þetta ekki það að Úkraínumenn samþykktu þegj- andi og hljóðalaust að Rússar yfir- tækju sovésku sendiráðin erlendis. Míkhaíl Gorbatsjov, (fyrrver- andi) forseti Sovétríkjanna, sagði á fimmtudag að hann teldi að aðildarríki samveldisins hlytu að hafa sameiginlega utanríkisstefnu að einhvetju marki. Um þetta Forseti Sovétríkjanna. sagði Tarasjuk: „Úkraínska þing- ið samþykkti Minsk-samkomulag forsetanna þriggja með þeirri við- bót að samveldisríkin ættu að hafa samráð um utanríkismál. Við erum andvígir sameiginlegu utan- ríkisráðuneyti. Aðildarríkin. munu fram- fylgja eigin utanríkis- stefnu.“ Tara- sjuk sagði að aðild að Atlantshafsbandalaginu væri ekki á dagskrá hjá Úkraínu- mönnum enda væri kveðið á um það í sjálfstæðisyfirlýsingu Úkra- ípu að ríkið væri hlutlaust. Að sjálfsögðu útilokaði slíkt ekki samskipti við hernaðarbandalög á meðan einungis væri um „sam- skipti" að ræða. Tarasjuk ítrekaði það sem oft- sinnis hefur komið fram að Úkra- ínumenn ætluðu að hafa eigin her. „Við viljum því ekki sameig- inlegan her samveldisins eða sam- eiginlegt varnarmálaráðuneyti. En við munum taka þátt í starfi sameiginlegs herráðs vegna kjamorkuvopnanna í Úkraínu." Ráðuneytisstjórinn var spurður hvort það væri ásættanlegt fyrir Úkraínumenn að Rússland yrði eina fyrrum sovétlýðveldið sem hefði kjarnavopn. „Stefna okkar er sú að útrýma öllum kjarnavopn- um í Úkraínu. Það er undir öðrum lýðveldum komið hvað þau gera.“ En eruð þið reiðubúnir að eyða ykkar kjarnavopnum þótt Rússar haldi sínum? „Við ætlum ekki að fara að halda kjamavopnunum til að ógna einum eða neinum. Vopn- in eru arfur frá Sovétríkjunum sem við erum neydd til að ráð- stafa. Hins vegar er það úrelt að okkar mati að beita vopnunum fyrir sig í pólitískum tilgangi. Þangað til vopnunum á okkar landi hefur verið eytt erum við tilbúnir til að vinna með öðram ríkjum í þessum efnum." Tarasjuk sagði að best væri ef hægt hefði verið að eyða kjarnavopnunum í Úkraínu. En þar sem það væri ekki hægt yrðu þau flutt til Rúss- lands en þó með því skilyrði að þeim yrði eytt þar. Rússar hafa gert tilkall til þess að taka við sæti Sovétríkjanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Um þetta atriði sagði Tarasjuk: „Við munum fallast á þetta svo fremi sem öll önnur aðildarríki bandalagsins geri það.“ Jeltsín hefur lýst því yfir að Sovétríkin heyri fortíðinni til um áramótin. Þá verði fáni Sovétríkj- anna dreginn niður í Kreml. Tara- sjuk sagði að Úkraínumenn litu ekki svona á málið. „Úkraínu- menn lýstu því yfir í byijun mán- aðarins að stofnsamningur Sovét- ríkjanna frá 1922 væri ógildur. Þegar bandalagið var stofnað í Minsk sagði þar að Sovétríkin væru ekki lengur til. Auðvitað tekur það einhvern tíma að leggja heimsveldi niður. Það er ekki rétt að einskorða það ferli við einhvern einn dag.“ Þannig að Úkraínu- menn munu ekki fagna sérstak- lega á gamlárskvöld? „Nú er ekki tími til að fagna heldur leggja hart að sér. Við þurfum að tre- ysta hið nýja ríki í sessi og leysa efnahagsvandann. Okkar hátíða- höld vora 1. desember [þegar þjóðin samþykkti sjálfstæði lands- ins með níu af hveijum tíu greidd- um atkvæðum].“ BAKSVMÐ eftirPál Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.