Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 43 GULLÆÐI Sofnaði yfir jólamatnum að gengur mikið á í flestum verslunum landsins síðustu daganna fyrir jólin. Eitt er það sem ekki er hvað síst keypt til jólagjafa og það eru skartgripir. Nú er það svo, að flestir gullsmiðir hér á landi kaupa inn stærstan hlut skartgripa sinna fyrir vertíðina, en a.m.k. ein er sú búð þar sem aðstandendur kappkosta við að smíða sjálfir, bæði upp í pantanir og í búðarhillurnar. Það er Gull og Silfur á Laugarvegin- um og Morgunblaðið sló á þráðinn seint á fimmtudagskvöldið. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari var þá að sjálfsögðu á verkstæðinu að smíða undir dynjandi djassmúsík. Hann sagði að það væri mikið álag síðustu daganna, vökunætur yfir smíðunum og langir dagar á bak við verslunarborðið, „En karl faðir minn er einnig gullsmiður og ég man því ekki eftir öðru vísi jólum síðan að ég var smágutti. Salan síðustu vik- una er á við heildarsölu fjögurra mánaða eða svo og desembersalan í heild á við svona 5 til 6 mánuði. Við erum yfirleitt ekki búnir fyrr en um klukkan tvö á aðfangadag og þá er mikill léttir og hamingja. Einnig að sama skapi mikil uppsöfnuð þreyta og ég sofnaði til dæmis einu sinni yfir jólamatnum," segir Sigurður. Er þetta ekki mikið taugastríð, eða bregst þessi jólasala aldrei? „Jú, jú, þetta er taugastríð. Gullsmiðir eru með magaverki og taugatrekking fyrir hver einustu jól. Það er alltaf spurning hvort að salan bregðist. Þessi jól eru hvað krítískust, því miðað við fréttir af ástandinu í efna- hagsmálum ætti salan að bregðast nú ef hún bregst nokkru sinni á annað borð. Miðað við pantanir og almennan gang mála til þessa þá sýnist mér þó að þetta bregðist ekki, það er síst minna að gera nú heldur en vant er, en maður fagnar ekki fyrr en að leikslokum. Svo getur þetta verið tvíeggjað, þannig fáum við í magann ef það gengur óvenju- lega vel einhveija daga rétt fyrir lokasprettinn, þá förum við að óttast að allir bestu gripirnir seljist og hill- urnar tæmist. Þá er sest við og smíð- að sem aldrei fyrr,“ segir Sigurður. Sigurður heldur áfram og lýsir því hvernig undirbúningur fyrir jólavert- íðjan fer fram. Það er farið að panta hráefni á vorin og í ágúst til septemb- er gerir kvíðinn vart við sig hjá þeim feðgum í Gulli og Silfri, kvíðinn fyr- ir törninni miklu. Svona um mánaða- mót október/nóvember er byijað að srníða og svoná um og upp úr 10. nóvember er setið stíft við og smíðað alla daganna vikunnar. Þá er vinnu- dagurinn þannig, að í búðinni er stað- ið til klukkan sex til sjö og síðan haldið inn á verkstæði þar sem smíð- að er sleitulaust til tvö til þijú á nótunni. Alla nóttina síðustu dag- anna fyrir jólin. Sigurður er spurður hvort að jólaverslunin byggist að mestu leyti á því að karlar eru að kaupa handa eiginkonum og unn- ustum. „Fram undir 18.-19. desemb- er er tral'fíkin í búðinni svona 95 prósent kvenfólk. En síðustu dag- anna snýst dæmið við og að minnsta kosti 80 prósent þeirra sem versla eru karlar að kaupa jólagjöfina fyrir makann. Karlarnir virðast hafa mun meiri íjárráð og þeir eru miklu fljót- ari að versla. Gera yfirleitt upp hug sinn á skömmum tíma og tvínóna ekki við hlutina. Það má því segja að þessir síðustu dagar sem mestu máli skipta byggist salan að lang mestu leyti upp á körlum sem eru að kaupa handa sinni heittelskuðu," segir Sigurður og bætir við að það geti verið mjög skemmtilegt að rýna í svona sveiflur og verslunarhætti. En að lokum, þykir fólki ekki dýrt að kaupa skartgripi? Er þetta ekki einungis fyrir efnamenn? Og Sigurð- ur svarar, „Nei, það eru til gripir á öllum verðum, allt niður í 1.000 til Fjölmargir stangaveiðimenn landsins hafa fengið árlega jóla- gjöf sína sem er í líki tímaritsins- „Veiðimaðurinn", en að þessu sinni var hann af yfirstærð þar eð ritnefnd- in ákvað að skella saman haust- og jólablaðinu. Þetta er annað tölublaðið sem unnið er undir nýjum ritstjóra, Ingva Hrafni Jónssyni og ritnefndar hans sem skipuð er Þresti Elliða- syni, Kristni Valdemarssyni og Guð- laugi Bergmann. Veiðimaðurinn á sér langa sögu, hann hefur komið tvisvar til þrisvar út á ári og síðasta tölublað var númer 136. Blaðið hefur nokkrum sinnum tekið miklum útlits- breytingum þótt brotið hafi ávalt verið hið sama. Er Ingvi Hrafn tók við ritstjórninni var gerð breyting eins og vænta mátti, en „það var ekki byltingarmaðurinn Ingvi Hrafn sem slengdi frá sér einhveijum óskapnaði í fimmföldu broti,“ eins og hann segir sjálfur. „Menn vissu að þeir héldu á Veiðimanninum er þeir handléku fyrsta blaðið sem ég ritstýrði, en það var þó töluvert breytt, því hafði verið gefin andlits- lyfting sem ég held að almennt hafi mælst vel fyrir þótt auðvitað séu alltaf einhveijir sem vilji litlar eða engar breytingar. Veiðimenn eru af- ar íhaldssamur og litríkur hópur. Til dæmis var mikil óánægja með rauðan borða í hausnum á fyrra blaðinu þrátt fyrir að rauð Frances sé einhver skæðasta fluga sem menn geta kast- að í vatn. Ég sá nokkur barkakýli hreyfast er ég sýndi stjórninni káp- una að fyrra blaðinu, en þeir sam- þykktu hana samt og létu ritstjórann um málið. Ég sleppti borðanum í blaðinu sem nú var að koma út og það er til bóta. Við eigum eftir að þróa okkur áfram og því fer fjarri að einhver stóri sannleikur hafi fund- 3.000 krónur og mikið úrval gripa í kring um tíu þúsundin. Auðvitað eru sumir skartgripir injög dýrir, en það er af og frá að þeita sé bara fyrir efnafólk. Skartgripur er einhver per- sónulegasta gjöf sem hægt er að gefa og það skiptir ekki máli hvort að menn eru fjáðir eða ekki. Svo er einn möguleiki fyrir hendi og hann er, að við erum með dálítið óvenju- legt áskriftarkerfi í gangi. Þú kemur kannski og kaupir lítinn stein, de- mant og árið eftir kemur þú með steininn og við framreiknum verðið og tökum hann upp í annan dýrari og sætrri. Þannig geta menn komið ár eftir á og alltaf eignast betri go verðmeiri stein. Á nokkrum árum geta menn með þessu móti komið sér upp hörkugóðum skartgrip. Ég nefni þetta sem dæmi.“ Veiðlmaðurinn MbVjkjn »r«nvv«t9<m«nn* • K*. 11C 1**1 VOIMN MflLAÐI TÖUJUNA VAXANDI ítSDKN IflNLEHDR# ÍE ERIÆNDRA AUB4ÖFRA Kápa Veiðimannsins, gerbreyt- ing frá því sem áður var... ist,“ sagði Ingvi Hrafn í samtali við Morgunblaðið. Ingvi sagði enn fremur, að er hann hafði samþykkt á dögunum að taka að sér ritstjórn Veiðimannsins hefði hann leitað til vinar síns og veiðifé- laga Árna Jörgensen, fulltrúa rit- stjóra á Morgunblaðinu. „Ég álít að Árni sé einn færasti útlitshönnuður landsins og er ég hafði höfðað til veiðimannsins í honum sló hann til og niðurstaðan liggur nú fyrir, Veiði- maðurinn er nú kominn í smóking og það er hugmyndum Árna og út- færslum á þeim að þakka,“ sagði Ingvi. Það er ekki til setunnar boðið, Ingvi er þegar í .óða önn að skipu- leggja næsta tölublað sem til stendur að gefa út um mánaðamót Tebrúar og mars. „Þá þróum við enn betur nýja útlitið, “ sagði Ingvi Hrafn að lokum. ÚTGÁFA Sá nokkur barkakýli hreyfast Ég þakka innilega börnum mínum og öörum vinum, sem glöddu mig á áttrœðisafmœli mínu 5. des. sl. og gjöröu mér daginn ógleymanleg- an. Þakka einnig allar gjafir og kveöjur er bárust víðsvegar að. Guö blessi ykkur öll og launi ykkur kœrleika ykkw. Sigfús B. Valdimarsson, Pólgötu 6, ísafiröi. Inni/egt þakklœti til allra þeirra, sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötiu ára afmivli mt'nu 30. nóvember sl. Sérstakar þakkir til barna minna og tengda- barna fvrir veglega veislu. Guö gef' ykkur g'^ilegjól. GisliCMaso„, EINNIG: ★ Aldrei meira úrval af orkusteinum ★ Silkipokarfyrirsteinana ★ Reykelsi fyrir jólin ★ llmkerti ★ Tarot spil og bsekur ★ Medicine Cards ★ Sacred'PathCards ★ Styttur og veggmyndir ★ Dagbækur’92 ★ Dagatöl’92 ★ O.m.fl. Qpiö í dag frá kl. 13-18 Morgun mánudag kl. 9-23 Þriðjudag, aðfangadag kl. 9-12 Póstkröfuþjónusta Greiðslukortaþjónusta Pantanasímar: (91)623336 og 626265 I 'ió vcititm persónulega þjónitslu og ráðgjöj beuR^ir Laugavegi 66. ' 101 Revkjavik. Simar 623336. 626265 (GAGNIEGAR OG ÞROSKANDIl JOLAGJAFIR M0NDIAL ARMBANDIÐ OG SEGULARMBANDIÐ • Ekki aðeins heilandi gjöf - heldur líka fallegt skart. • Góður valkóstur • SEGULARMBANDIÐ: Silfur- og gullhúðað, verð kr. 2.590,- í jólapakkann. • MONDIAL ARMBANDIÐ: Silfur og silfur m/gullkúlum, verð kr. 2990,- Með 18 karata gullhúð, verð kr. 3.990,- NÝALDARTÓNLIST 0G HUGLEIÐSLU- 0G SLÖKUN- ARÆFINGAR Á SNÆLDUM IMokkrir af best seldu titlunum: ★ SilverWings ★ FairyRing ★ BrighterSide ★ Harmony ★ Tranquility ★ CanyonTrilogy ★ EarthSpirit ★ Leiðin til innri friðar ALDREI MEIRA ÚRVAL AF SKARTGRIPUM MEÐ NÁTTÚRULEGUM 0RKUSTEINUM ★ Hringarog eyrnalokkarúrsilfri með mexíkönskum ópölum ★ Hálsmen-margar útlitsgerðir ★ Eyrnalokkar meðal annars silfurfjaðrir ★ Stjörnumerki úr silfri og með 24 karata gullhúð með kristöllum ★ Pendúlarog margtfleira. Gott úrval af innlendum og erlendum bókum BESTU SELDU BÆKURNAR BETRA LÍF í DESEMBER: f. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 0 8. 9. 10. VÍGSLAN AUKTU STYRK ÞINN MIKAEL HANDBÓKIN HJÁLPAÐU SJÁLFUM ÞÉR NOSTRADAMUS - Við upphaf nýrrar aldar UNAÐSDRAUMAR OG ÍMYNDANIR KYNLÍFSIb BÓKIN UM RÚNIR ANDLEG UPPBYGGING MANNSINS MÖRG LÍF, MARGIR MEISTARAR EFTIR DAUÐANN HVAÐ ÞÁ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.