Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 39
39
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991
Helga Halldors-
dóttír frá Dagverðará
ará. Bærinn líktist einna helst stóru
barnaheimili og má nærri geta að
vistir voru stundum af skornum
skammti og þröngt setinn bekkur-
inn, en það kom ekki að sök því
hjartarými var nóg og ástin var
næg.
Helga var á undan sinni samtíð
í uppeldismálum að mörgu leyti.
Hún trúði ekki á beitingu valds,
vildi aldrei slá barn, sagði að hægt
væri að fá öll börn til þess að hlýða
með því einu að tala við þau og
útskýra hvers vegna eitthvað mætti
ekki og umfram allt hlusta á þau
og sýna þeim virðingu. Gefa þeim
tíma. Guðstrú lagði hún mikla
áherslu á, kenndi börnum sínum
bænir og góða siði. Biblíuna las hún
mikið, kunni hana nánast utan að
og ígrundaði þýðingu boðskaparins.
Trú hennar var heit en ekki kreddu-
full. Hún velti eilífðarmálunum mik-
ið fyrir sér og því hver — eða hvað
Guð væri. Aldrei efaðist hún þó um
tilvist hans. Þessi erindi eru úr ljóði
sem hún orti:
Hver ert þú, Guð, svo ótalmargur spyr
og eins spyr eg,
með barnsins hug eg bíð við opnar dyr
að bænarveg.
Þá bregður ljóma yfir sálarsýn
mér svarar Jesús Kristur æfin þín.
Þú, Guð, ert upphaf tíma, lífs og ljóss
í ljóma þeim
vex sérhver efling andans sigurhróss
í alheimsgeim.
Þú, Guð, ert aflgjöf hverri særðri sál,
er sendir til þín einlægt bænarmál.
A æskuárum mínum, er ég eyddi
sumrunum að Malarrifi, hitti ég
Helgu oft, því talsverður samgang-
ur var á milli bæjanna tveggja. En
svo skildu leiðir og í mörg ár sá
ég hana ekki. Oft heyrði ég þó
minnst á hana þegar Snæfellsnes
bar á góma eða þegar Þórður bróð-
ir hennar kom í heimsókn til föður
míns og var þá svo, að í hvert sinn
sem einhver sagði; Helga frá Dag-
verðará, sá ég fyrir mér feitlagna,
góðlega konu og fullan disk af
pönnukökum.
Það var svo fyrir um það bil 10
árum eða svo, þegar endurnýjuðust
kynni mín við elstu dóttur hennar,
Rósu, að við hittumst aftur. Helga
bjó hjá Rósu í Kópavoginum eftir
lát manns síns og naut hjá henni
bestu umönnunar og ástar þar til
yfir lauk. Og nú fékk ég að kynn-
ast Helgu sjálfri, konunni á bak við
pönnukökurnar, og er ég þakklát
fyrir það. Helga var greind ög
skemmtileg, kunni ógrynni af sög-
um og ljóðum og ekki var minni
hennar síðra en hins fræga bróður
hennar, Þórðar refaskyttu. Mörj
dægrin sat ég hjá henni og hlustaði
með athygli á hana segja frá.
Helga skrifaði bók, sem út kom
fyrir jólin árið 1986, er hún nefndi
„Öll eram við menn“, þar rifjar hún
upp sögur af förufólki á Snæfells-
nesi fyrir og um síðustu aldamót.
Hún skrifaði hana að mestu eftir
minni en eitthvað hafði hún þó
punktað niður hjá sér áður. Þegar
hér var komið var sjónin farin að
gefa sig, þ.e.a.s. þegar líða tók á
dag, og þess vegna lagði hún á sig
að fara á fætur kl. 5.00 á. morgn-
ana og skrifa meðan augun voru
óþreytt og hugsunin skýr, — svona
var nú viljinn sterkur.
Hún sagði mér oft söguna (sem
reyndar er í ofannefndri bók) af
því, þegar Símon Dalaskáld orti um
hana 4 vísur, Helga var þá fjögurra
ára, en síðasta vísan er svona:
Þessi báru hreina hrund
hrundum af mun bera.
Freyjutára falleg grund
finnst mér engill vera.
Þetta þótti Helgu oflof sem um
munaði og brást hin versta við.
Engill var hún ekki, svo mikið var
víst, hún sem alltaf var að gera
eitthvað af sér, hluti sem enginn
engill mundi gera. Maðurinn hlaut
að vera að skopast að henni. Það
má vel vera að hún hafi ekki verið
neinn engill og kannski eins gott.
Eg er ekki viss um að hún hefði
verið eins skemmtileg ef hún hefði
verið engli líkari en raun bar vitni,
en sem mannvera var hún góð og
elskurík.
Helga hafði einhverja minnimátt-
arkennd vegna útlits síns, henni
fannst hún ekki falleg og það fór
í taugarnar á henni að hún skyldi
vera ljóshærð. Þórður hafði, framan
af ævi, blásvart hár og það fannst
Steinunn B. Ingimars-
dóttir - Kveðjuorð
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
blómaverkstæði
»INNA
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaðastrætis
sími19090
Fædd 18. júní 1903
Dáin 13. desember 1991
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
43uð þér nú fylgi,
haps dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
A morgun, ÞorláksmessU, verður
til moldar borin vinkona mín Helga
Halldórsdóttir frá Dagverðará. Var
hún á áttugasta og níunda ári er
hún lést og búin að vera mjög veik.
Það er nú svo með dauðann, að
jafnvel þótt við höfum búist við
honum um nokkurn tíma og þó svo
okkur finnist heimsókn hans til
aldraðs fólks sjálfsögð og eðlileg,
tekst honum alltaf að koma okkur
á óvart og söknuður fyllir hugann,
minningar hrannast upp. Ég man
fyrst eftir Helgu þegar ég sem
krakki var í sveit' að Malarrifi,
næsta bæ við Dagverðará, en þá
var ég eitt sinn sem oftar send eft-
ir hestunum. Þeir höfðu farið suður
undir Dagverðará og blandast sam-
an við hestana þaðan og gat ég
með engu móti skilið okkar hesta
frá þeirra. Þótti mér þetta hin mesta
skömm og fór heldur niðurlút heim
að Dagverðará og' bað um aðstoð.
Helga tók á móti mér, sagði mér
að koma inn og þyggja góðgjörðir
en hún myndi senda emhvern strák-
inn eftir hestunum. Ég settist við
eldhúsborðið hjá henni og úðaði í
mig nýbökuðum pönnukökum og
drakk volga nýmjólk með. Á meðan
ég nærði mig, spurði hún frétta frá
Malarrifi og einnig frá Reykjavík.
Ég man enn hvað mér leið vel þarna
hjá henni og hve ég fann til mín,
þarna var fullorðin kona er talaði
við mig, krakkann, sem jafningja
og ég óx heil ósköp í augum sjálfr-
ar mín og hætti að þykja minnkun
að því að hafa ekki náð hestunum,
það var hvort sem var strákavinna,
— hún Helga sagði það.
Helga fæddist að Haga í Staðar-
sveit þann 18. júní 1903. Foreldrar
hennar voru hjónin Ingiríður
Bjarnadóttir og Halldór Jónsson.
Bróður eignaðíst Helga tveggja ára
gömul,_ Þórð, og lifir hann systur
sína. Arið| 1929 giftist hún Hall-
grími Ólafssyni frá Sogni í Ölfusi
(d. ’81) og hófu þau búskap að
Dagverðará í Breiðuvíkurhreppi,
Snæfellsnesi, og bjuggu þar meðan
bæði lifðu. Éignuðust þau 7 börn;
Gunnlaug (d. ’89), Halldór, Stefán,
Ingu Rósu, Jónas, Elínu og Aðal-
heiði. Þijú stjúpbörn átti Helga:
Jónas (d. 1936) og Lilju Hallgríms-
börn og auk heldur tvær fósturdæt-
ur, þær Guðbjörgu og Svölu. Fleiri
börn áttu lengri eða skemmri við-
dvöl að Dagverðará því faðmur
Helgu stóð öllum börnúm opinn. Já,
oft var því glatt á hjalla að Dagverð-
Fædd 9. október 1916
Dáin 11. desember 1991
Ég átti eina frænku þegar ég var
barn. Hún hét Steinunn Birna og
ég undi því illa þegar hún sagði mér
einu sinni að systur hennar væru
líka frænkur mínar, meira að segja
jafn miklar frænkur mínar og hún.
Heimili hennar og Sigga á Vegamót-
um, en Sigga kallaði ég líka frænda,
en annað heimili mitt í bernskuminn-
ingum mínum. Þar var mér alltaf
vel tekið, lesið fyrir mig á kvöldin
og ég skammaður þegar ég átti það
skilið. Ekkert fannst mér sjálfsagð-
ara.
Ég hef sennilega ekki verið nema
fimm ára þegar ég rak einu sinni
augun í merkilegan hlut í stofunni
hjá afa og ömmu, var gáttuð á
ósvífninni í mér þegar ég bað ömmu
um að gefa mér loftvogina hans
afa, eða barómetið eins og hún var
kölluð. Amma sagði svo sem ekki
mikið en Birna sagði það dónaskap
að heimta eitthvað sem ég ætti ekki
og hafði um það mörg orð. Löngu
seinna, eftir andlát afa, var mér
sagt að hann hefði ánafnað mér
barmótinu. Þá rifjaðist upp fyrir mér
að þegar við Birna vorum að ganga
inná Vegamót eftir heimsóknina til
ömmu að hún sagði mér að ég ætti
örugglega eftir að eignast það
seinna. Eg tók gleði mína á ný, enda
sagði Birna frænka aldrei ósatt. Hún
annaðist afa til hins síðasta og ákvað
líklega að barómetið færi til mín,
því ég minnist þess ekki að hafa
nokkru sinni þorað að láta í ljós
áhuga á því við afa, eftir að hún
kenndi mér að ekki væri sjálfsagt
að fá gefið allt sem mig langaði í.
Blessuð sé minning hennar.
Ingimar Ingimarsson
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
tíl kl. 22,- elnnlg um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
henni fallegt. Helgu fór, eins og svo
mörgum öðrum, að hún sá ekki
sjálfa sig eins og hún raunverulega
var. Hún var fríðleikskona, björt
yfirlitum með skínandi blá augu
sem lýstu djúphygli og blíðu.
Það mætti halda, af ofantöldu,
að líf hennar hafi liðið við lestur
bóka og ljóða og hlátrasköll barna
eingöngu, en svo var ekki. Um hana
geisuðu oft stormar og sorgin sótti
hana heim sem aðra. En Helga var
að mörgu leyti mjög merkileg kona.
Hún var draumspök og næm og
vissi oft óorðna hluti.
Sem öldruð kona varð hún fyrir
þeirri sáru reynslu að missa elsta
son sinn, Gunnlaug. Hann lést á
laugardegi og þegar fregnin barst
um kvöldið ákvað Rósa að bíða með
að segja móður sinni frá því þar til
um morguninn, til þess að spilla
ekki nætursvefni hennar. Allir
kviðu ósköpin öll fyrir því að þurfa
að færa gömlu konunni þessi sorg-
artíðindi, en þegar hún var komin
á ról morguninn eftir sagði hún:
„Það er undarlegt, en mig dreymdi
hann Lauga minn í alla nótt. Mér
bókstaflega fannst hann koma til
mín og leggjast fyrir hjá mér.“ —
Láti hans tók hún með æðruleysi.
Enn einu sinni sannaðist vissa
hennar fyrir visku Alföður og ró
sinni hélt hún þó að höggið væri
þungt. Já, trúin hjálpaði henni oft,
en Guð hafði líka fært henni í vögg-
ugjöf einstaklega létt skap, skop-
skyn og bjartsýni. Síðustu misserin
voru henni erfið á stundum, heilsan
var að bila og fætur hennar, sem
aldrei voru fullkomlega góðir, neit-
uðu næstum að bera hana, svo
bólgnir voru þeir orðnir. Oft þurfti
hún að gista sjúkrahús, var stund-
um flutt þangað upp á líf og dauða,
en lífsviljinn var mikill og alltaf
reis hún upp og komst heim aftur.
Heima vildi hún helst vera og henni
lánaðist þáð þangað til undir það
allra síðasta. Kátust var hún þegar
sem flest hennar fólk var í kringum
hana, börn hennar, barnabörn og
barnabarnabörn, en öll veittu þau
henni ómælda gleði. Þó tók fyrst
kólfinn úr þegar Þórður bróðir
hennar kom í heimsókn og bættist
í hópinn, þá var nú fjör. Frásagnar-
gleði beggja" reis upp í hæstu hæð-
ir og töluðu þau þá gjarnan hvort
upp í annað þegar best lét. Sannar-
lega var oft gaman, þessi systkin
varðveittu bæði barnið í hjarta sér
og töldu lán sitt vera að mega njóta
samvista við sína nánustu, skítt
með allan veraldarauð og annan
hégóma.
Síðustu skiptin sem ég sá Helgu,
notaði hún staf. Hún skyldi standa
upprétt meðan stætt var, ekki sétf-
aði hún að leggjast í kör. Þegar ég
kom til hennar, kom hún höktandi
við stafinn á móti mér og þegar
hún hafði kysst mig og boðið mig
velkomna, sagði hún brosandi: „Ég
er ekta stafkerling. Annars er ekk-
ert að mér nema fæturnir, en svo
er Guði fyrir að þakka að ’hendurn-
ar eru í lagi. Ég get ennþá pijónað
og sjónin er góð.“ Svo hló hún,
bauð mér sæti, settist hjá mér og
bætti við: „Jæja, ég hætti við að
deyja, Guð ætlar mér eitthvað
meira.“ — Svo fór hún að segja frá
og enn eina notalega stund gaf hún
mér.
Nú er hún Helga mín farin.Jui
nýrra heimkynna, til fundar við Guð
sinn, er hún studdist við gegnum
jarðvistina. Ég kveð hana með
þakklæti fyrir að hafa fengið að
vera henni samferða smáspöl og
bið henni blessunar Guðs á nýjum
leiðum.
Ég bið Guð að gefa ástvinum
hennar styrk. Megi ljóssins hátíð
færa ykkur öllum frið.
Anna Herskind
t
RAGNAR H. JÓHANNESSON
bifreiðastjóri,
Strandgötu 37, Hafnarfirði,
lést þann 18. desember síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þann 27. desember kl.
13.30.
Jónína Ragnarsdóttir,
Guðmundur Bryde.
t
Þakka auðsýnda samúð og stuðning við andlát og útför móður
minnar,
EDITH CLAUSEN.
Innilegustu þakkir til Hrafnistu i Reykjavík og starfsfólks á F-2.
Elísabeth Ciausen
og fjölskylda.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR ÓFEIGSSONAR,
Gnoðarvogi 34,
Reykjavík.
Aðalheiður Þóroddsdóttir,
Hólmfríður Davíðsdóttir,
Ófeigur Sigurðsson,
Þórey Sigurðardóttir,
Sigríður Sigurðardóttir,
Svanhildur Sigurðardóttir,
Auður Margrét Sigurðardóttir,
og barnabörn.
Fritz Bjarnason,
Jónína M. Þórðardóttir,
Hafliði Sævaldsson,
Grétar Óskarsson,
Borgþór Yngvason,
Magnús Magnússon,
+
Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og útför
STEINGRÍMS MAGNÚSSONAR
fyrrverandi fiskkaupmanns.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Skjóli.
Sigríður Vilborg Einarsdóttir,
Agústa Steingrímsdóttir,
Magnús Steingrimsson,
Kristinn Einar Steingrímsson,
Guðlaug Steingrímsdóttir,
Ingirfður Steingrímsdóttir,
Steingrímur Steingrímsson,
Kristjana Steingrímsdóttir,
Auður Steingrímsdóttir,
Örn Helgi Steingrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Magnús Sigurjónsson,
Sigriður Meyvantsdóttir,
Joyce Steingrímsson,
Gunnar Þórsson,
Hrund Káradóttir,
Gústaf Þ. Tryggvason,
Alice Nilsen,