Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 26
26____________MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991_^ \_ AÐ STORKA SJÁLFtlM SÉR OG HEDVflNUM BROT ÚR ENDURMINNINGUM JÓNASAR JÓNASSONAR Útvarpsmenn á betri buxunum. í fremri röð: Árni Kristjánsson, Andrés Björnsson og Þorsteinn Ö. Steph- ensen. í aftari röð: Jón Múli Árnason, Baldur Pálmason, Jónas Jónasson, Guðmundur Jónsson og Jón Þórarinsson. Jónas Jónasson er tilfinninga- ríkur fagurkeri, skapríkur nautnamaður, hörkutól sem sí- fellt storkar sjálfum sér og heim- inum. Um hann hefur blásið hressilega og oft hefur hann orð- ið efni í sögur sem sumar voru beittar og særðu djúpt. Hann háði erfiða baráttu á vígvelli - alkóhólismans og hrósaði sigri að lokum. Aðrir hafa tjáð sig við Jónas í einlægum og opinskáum viðtölum, en nú er komið að hon- um að segja frá. Morgunblaðið birtir fáein brot úr bókinni Lífsháskinn, en svo > nefnast nýútkomnar minningar Jónasar sem Svanhildur Konráðs- dóttir skráði. Fyrst segir frá þeim *- tíma er hann hóf störf hjá Ríkis- útvarpinu, ungur að árum. Smjörkökur og afmælisfréttir Þessi ár voru tími mikillar mótun- ar í lífi mínu. Ég lét mér ekki nægja að forvitnast í öll horn leikhússins, heldur var ég að byija að feta mig áfram sem útvarpsmaður. En það var með útvarpið eins og annað — ég ætlaði mér ekki að staldra þar lengi við og fátt var fjær mér en að gera það að lífsstarfí mínu. Vor- ið eftir að ég kom frá ísafírði, kom faðir minn mér fyrir á fréttastof- unni í nokkurs konar biðstöðu. Ég settist þar í stól Bjargar systur minnar sem þá var nýgift. Það var erfítt að vera sonur útvarpsstjórans og ég látinn finna óspart fyrir því. En fréttastofan var annars skemmtilegt samfélag litríkra manna. Jón Magnússon var frétta- stjóri og hafði þau fyrirmæli frá mK föður mínum að láta mig ekki vinna önnur verk en þau sem hann tre- _ ysti mér fullkomlega fyrir. Faðir minn tók það skýrt fram að ég ætti ekki rétt á neinum forréttindum eða sérmeðferð í krafti faðernis míns. Jón tók þessari ábendingu bókstaflega og lét mig skrifa skipa- og flugvélafréttir á milli þess sem ég útbjó afmælisfréttir. Aðrir mik- ilsverðir þættir í starfi mínu voru að ná í smjörkökur fyrir séra Emil Bjömsson og fylgjast með frétta- skeytum sem bárust frá Reuter utan úr heimi. Á fréttastofunni var úrvalslið. Þar var Hendrik Ottósson, skemmtileg- ur og fjölvís maður. Hann hafði grautað í öllu en lauk ekki neinu og var að því leytinu til dálítið líkur mér. Högni Torfason, flínkur og nákvæmur, Stefán Jónsson, bráð- skemmtilegur og greindur og Margrét Indriðadóttir, kjarnorku- kona sem síðar varð fréttastjóri. Útvarpið var þá í Landsímahúsinu við Austurvöll, en fréttastofan var flutt á Klapparstíg.26 og hafði náið sambýli við leiklistardeildina. Þar hafði Þorsteinn Ö. Stephensen skrif- stofu- og upptökusal og kom alltaf yfír til okkar í kaffí. Kaffítíminn á fréttastofunni var svo skemmtilegur að ég hef aldrei komist í jafn magn- aðar samdrykkjur síðan. Þarna var -^saman komið leifturgreint fólk sem spann upp úr sér hnyttnar frásagn- ir, henti vísur á lofti og skeggræddi af hita um málefni dagsins, stjórn- mál, listir, trúmál og hvaðeina. Ég var heldur hlédrægur framan af, sótti smjörkökumar samvisku- samlega og skrifaði afmælisfréttir af djúpri lotningu. Ég fór svo smám saman að færa mig upp á skaftið og tók að skrifa burðarmeiri fréttir. Fyrsta viðtalið sem ég vann var við Júlíönu Sveinsdóttur listmálara. Ég var afskaplega hræddur og van- treysti sjálfum mér í þetta verk- efni. Ég á bágt með að dæma um hvernig frammistaða mín var, en ég hef grun um að Júlíana hafí ver- ið hálfundrandi á ungum aldri frétt- amannsins. Til þess að geta tileinkað mér þá gullnu reglu að segja sem mest í fæstum orðum, þurfti ég að sætta mig við að hver einasta frétt sem ég skrifaði væri meðhöndluð eins og stílæfíng. Þegar ég lauk við að skrifa fréttina, fór ég mað hana inn til Jóns, sem strikaði út, breytti og yfirheyrði mig um hvert smáatriði. Ég fór svo og skrifaði allt uþp aftur og gekk sömu leið til fréttastjórans í þeirri veiku von að nú hefði mér tekist bærilega. Lengi framan af var ekki óalgengt að hann léti mig skrifa fréttina upp í þriðja sinn áður en hann var ánægður. Þetta var óhemju góður skóli án þess þó að bera það nafn, agaður en skemmti- Iegur og ég undi þessu vel. Ég fann því að mér var treyst til stærri hluta og var sendur í fleiri og stærri viðt- öl. Jón Múli Árnason fylgdist með mér og benti loks Jóni Magnússyni á að þarna hefði hann mann sem hugsanlega gæti gert sitthvað fleira en sendast eftir smjörkökum. Á þessum árum var tekinn upp sá háttur að fréttamennirnir sjálfir lásu fréttirnar síðdegis, en áður höfðu allar fréttir verið lesnar af ákveðnum þul. Ég var látinn í frétta- lestur og fljótlega birtust fyrirspurn- ir í blöðum um það hver ætti þessa þokkalegu rödd. Þá var ekki til siðs að fréttaþulur kynntu sig líkt og nú tíðkast. í kjölfar þess sóttist Jón fréttastjóri eftir því að láta mig lesa og ég varð fréttaþulur og síðar dag- skrárþulur útvarpsins í mörg ár, en með nokkrum hléum. Ég hafði titilinn aðstoðarfrétta- maður, en sökum ungs aldurs bjó ég við meira frelsi en aðrir. Það fylgdi þó böggull skammrifi að eldri og reyndari fréttamenn voru tregir til að viðurkenna mig sem fullgildan félaga í sínum hópi. Þeir kölluðu mig gjarnan Lilla í spaugi og vísuðu þá til aldurs míns fremur en hæðar. Það kom þó að því að ég sannaði karlmennsku mína, því ég slóst við séra Emils og Högna og lagði báða. Við Högni slógumst meira í gamni en alvöru og stofnaði Iíendrik Ottós- son veðbanka af því tilefni. Ég var átján ára, stór og stæðilegur og rammur að afli. Ég lagði því Högna að velli án mikilla erfiðismuna. Séra Emil átti það til að yrkja vísur og þá gjarnan undir dulnefninu Brandur bílstjóri. Hann tók sig svo til einn daginn og orti til mín klám- vísu þar sem lagt var út af dvöl minni á Kirkjubæjarklaustri, en þar hafði ég verið í sveit. Séra Emil flétt- aði svo einhveijum nunnum inn í vísuna og það á heldur vafasaman og ókristilegan máta. Hann hafði skrifað vísuna á ritvélina sína og afhenti mér með miklum hlátri, því séra Emil hló oft dátt að eigin fyndni. Mér þótti nú illt í efni og vildi ná fram hefndum. Ég vissi að ég hafði ekki roð við Emil í skáld- skap og varð því að upphugsa ann- að ráð. Ég tók svo til að stæla skriftina hans. Hann skrifaði dálítið stórkarlalega, enda hafði hann verið hraðritari á Alþingi og skráð niður allar þingræður. Ég æfði mig dijúga stund, sýndi svo Emil blaðið og sagði: — Sjáðu, ég get auðveldlega hermt eftir skriftinni þinni. — Hvaða vitleysa, svaraði Emil. — Þetta er ekkert líkt. Ég skal sýna þér. Og með það þreif hann blaðið og skrifaði nafn sitt undir. Um þessar mundir var hann að sækja um prestembættið við Frí- kirkjuna í Reykjavík. Ég tók af honum blaðið, braut það í sundur og þá blasti við klámvísan með eig- inhandarundirskrift prestsins tilvon- andi. Mér þótti nú bragð mitt hafa tekist vonum framar og sýndi hon- um plaggið hlæjandi. — Hvað heldurðu að þeir segi nú í Fríkirkjunni ef ég sendi þeim þessa klámvísu frá þér? Séra Emil brá svo mikið að hann náfölnaði og stóð eins og steingerð- ur í nokkur augnablik. Svo tók hann við sér með ægilegu herópi, stökk yfír skrifborðið sitt og beint á mig. En ég hafði búist við einhverju svip- uðu og var ekkert á því að láta hann ná blaðinu af mér. Séra Emil var mjög þéttur vexti og handleggirnir á honum álíka að sverleika og lærin á mér. En hann var eldri og þyngri á sér. Ég hló að honum og hélt blaðinu hátt uppi og utan seilingar. Þegar hann hafði árangurslaust hamast við að ná þessu örlagaríka skjali, missti hann stjóm á sér og danglaði í mig. Því reiddist ég og tók á móti, hafði hann upp að vegg og þjarmaði að honum þangað til menn gengu á milli. Hann hafði ekki náð af mér vísunni og heldur ekki haft mig undir og það gramdist honum. Leið nú sumarið. Séra Emil var mestmegnis að vinna við sumarhús sitt við Elliðavatn, en þegar Iíða tók á haustið hitti ég hann þar sem hann var að koma á vakt. Hann hafði þá verið í gijótburði allt sumarið og hefur eflaust fundist hann vera fílefldur. Um leið og Emil sá mig, barði hann sér bylm- ingshögg á bijóst og hrópaði ógn- andi: — Ah, nú skal ég taka í lurginn á þér, strákur! Og með það hjólaði hann í mig. En allt fór á sömu leið. Hann danglaði í mig og ég reiddist, hóf hann á loft og lagði ofan á stórt skrifborð. Þar lamdi ég höfðinu á honum í öskubakka og argaði um leið og ég dró hann út af borðinu: — Nú ferð þú út, helvítið þitt! Þá bað guðsmaðurinn Guð að hjálpa sér. Ég man ekkert hver gekk á milli, eft ég var illa reiður. Eftir þessi átök lét séra Emil mig njóta sannmælis og allt varð gott á milli okkar. Ég gleymi því aldrei þegar ég kynntist föður mínum fyrst í hlut- verki yfirmannsins. Til þess tíma hafði hann aðeins verið ljúfur faðir á Ásvallagötunni. Þegar flugvélin Geysir fórst á Vatnajökli árið 1950, var ég gerður að þræli Stefáns Jóns- sonar, ók honum hvert sem hann vildi fara og las upp tilkynningar um framgang mála. Þegar leiðangur Þorsteins Þorsteinssonar lagði upp frá Akureyri var útvarpið opnað honum til þjónustu, en þetta var á þeim árum sem útvarpið sendi að- eins út á ákveðnum tímum dagsins. Inn til fréttastofunnar bárust upp- lýsingar um það hvar flakið væri niður komið. Ég var ógurlega spenntur og óstyrkur yfír því að taka þátt í þessum ósköpum og skellti mér fyrir framan hljóðnem- ann til að lesa tilkynninguna. En í æsingnum gleymdi ég að hefja lest- urinn með orðunum „Útvarp Reykjavík". Þess í stað barst út í eterinn ung rödd sem ekki lét svo lítið að kynna stöðina. Eftir að ég hafði lokið lestrinum, hringdi síminn. Það var þá útvarps- stjórinn og hann hélt yfir mér ræðu sem ég gleymi aldrei. Hann spurði bálreiður hvort ég vissi ekki hvar ég starfaði og hvað það ætti að þýða að vaða í loftið án kynningar. Hann vildi fá að vita hvers konar virðingarleysi þetta væri og hvar ég væri eiginlega alinn upp! Ég reyndi að koma því inn á ská að reyndar væri ég alinn upp af hon- um, en hann tók slíkar mótbárur ekki gildar. Hann sagði að ég skyldi muna það til æviloka að útvarpið væri ekki neinn hrákadailur. Þar með skellti hann á. Þetta var ekki faðir minn sem hafði verið að tala við mig, heldur yfirmaður stofnun- arinnar sem vakti yfir virðingu hennar. Ég var sneyptur og skekinn og kveið því talsvert að fara heim til kvöldverðar. En við matarborðið sat faðir minn og minntist ekki einu orði á atburði dagsins. Hann var jafn heilsteyptur í föðurhlutverkinu og hann var í hlutverki yfírmanns míns. Hann ákvað strax að ég skyldi ekki njóta þess að vera sonur hans, henda hefur komið á daginn að á vettvangi útvarpsins hef ég heldur verið látinn gjalda þess. Ég varð alltaf að gera eins vel og ég gat og helst betur. Gerðu það ekki vegna hennar móður þinnar Tuttugu og þriggja ára gamall og nýkvæntur hélt Jónas til Akur- eyrar. Þar starfaði hann m.a. vetrarlangt með Leikfélagi Akur- eyrar og segir hér af þeim við- skiptum. — Ég var ungur og frekur og kunni mér ekki hóf. Ég var sann- færður um að ég væri fantagóður leikstjóri, og þó að ég hafi talsvert sjálfstraust á því sviði, þykir mér heldur ósennilegt að ég hafi haft full efni á að vera svona borubratt- ur, aðeins tuttugu og fjögurra ára. Ég held reyndar að ég hafi ekki kunnað að fara nægilega vel með hæfileika mína og álpaðist því til að lenda upp á kant við Jón Norð- fjörð. Ég ætlaði ekki að láta hann vaða yfir mig og tók hann miskunn- arlaust til bæna ef mér fannst eitt- hvað betur mega fara. Jón var auð- vitað miklu eldri en ég, vel metinn og virðulegur leikstjóri, en ég lét mér ekki segjast því hann kunni ekki hlutverkið sitt nægilega vel að mínum dómi. Skömmu síðar sýndi Leikfélag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.