Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
296. tbl. 79. árg.
Gorbatsjov boðið
starf í spilavíti
Síðasta Sovétforsetanum, Míkhaíl Gorb-
atsjov, bjóðast nú mörg störf í Bandaríkj-
unum þar sem hann hefur alltaf notið
meiri og traustari vinsælda en í heima-
landi sínu. Ovæntasta tilboðið er líklega
frá Don Laughlin sem rekur spilavíti í
Nevada og vill fá Gorbatsjov fyrir
fjölmiðlafulltrúa. Margir háskólar hafa
boðið Gorbatsjov prófessorsembætti og
einn gekk svo langt. að bjóða Raísu Gorb-
atsjovu einnig stöðu. Ekki er útilokað
að forsetinn fyrrverandi feti í fótspor
þeirra Margaret Thatcher, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, og Hcnrys
Kissingers, er eitt sinn var utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna. Þau hafa bæði
drjúgar tekjur af fyrirlestrahaldi og fær
Thatcher 50.000 dollara (2,8 milljónir
ÍSK) fyrir kvöldið.
Bandarískt rík-
isfang selst illa
Bandaríska þingið samþykkti á síðasta
ári lög sem gera auðkýfingum kleift að
fá ríkisborgararétt gegn því að fjárfesta
fyrir að minnsta kosti eina milljón doll-
ara í landinu. Búist var við því að allt
að 10.000 manns myndu nota tækifærið
í Bandaríkjunum en annað hefur komið
á daginn; umsóknir hafa aðeins verið 177
til þessa. „Þetta segir heldur dapurlega
sögu um ástandið í landinu," segir How-
ard Hom, lögfræðingur, sem fjallar um
innflytjendamál í Los Angeles. „Áður
hefðu auðkýfingar drepið mann fyrir
vegabréf en nú segja þeir okkur að éta
það sem úti frýs.“
Líkið vó meira
en hálft tonn
Walter Hudson, sem fyrir fáeinum árum
var talinn þyngsti maður í heimi, lést
nýlega í New York-ríki, 46 ára að aldri.
Banameinið var hjartaslag, en Hudson
fór í megrun fyrir nokkru og hafði losn-
að við nokkra tugi kílógramma. Er hann
var þyngstur vó hann 1190 pund eða
rúmlega hálft tonn. Fyrir megrunarkúr-
inn hóf Hudson daginn með því að hest-
húsa eitt kíló af beikoni, 32 pylsur, tylft
cgKÍa’ brauðhleif, sultu og kaffi. Miðdeg-
isverðurinn var fjórir Big Mac-hamborg-
arar, fjórir tvöfaldir hamborgarar með
osti, átta öskjur af frönskum kartöflum,
sex bökur og sex kókdósir. Kvöldverður-
inn var sex maísstönglar, þrjár voldugar
svínasteikur, hálf tylft jamróLa, sex eða
sjö bakaðar kartöflur og loks stór epla-
baka. Auk þessa át Iiudson hraustlega
milli mála. Eina líkamsræktin var ferða-
lög á salernið, en Hudson var klukku-
stund að mjaka sér þangað.
STOFNAÐ 1913
SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
* Morgunblaðið/Árni Sæberg
DUMBUNGURIDESEMBER
Talið að ísmolar hafi sogast inn í hreyfla SAS-þotunnar:
Háværir smellir heyrðust
áður en drapst á hreyflunum
SÆNSKIR fjölmiðlar telja flestir líklegast
að ísing á vængjum hafi valdið því að
hreyflar SAS-þotunnar, sem fórst. í Svíþjóð
í fyrradag, urðu aflvana. Ilafi ísing brotn-
að af rétt eftir flugtak og molarnir sogast
inn í hreyflana. Þá segir Svenska Dagblad-
et frá því í gær að fjórir SAS-flugmenn
sem voru meðal farþega þotunnar hafi
heyrt háværa smelli og óhljóð frá hreyflun-
um strax eftir að þotan Jyfti sér og klifr-
aði eftir flugtak. Síðan hafi drepist á þeim.
Einn flugmannanna gerði sér ljóst hvert
stefndi, stökk upp úr sæti sínu og rauk
fram í flugstjórnarklefann til þess að að-
stoða starfsbræður sína. Stefan Rasmuss-
en, 44 ára danskur flugstjóri þotunnar,
þykir hafa 'sýnt mikla færni með því að
nauðlenda þotunni án þess að nokkur fær-
ist.
„Eg sat og las blað þegar ég heyrði að
hreyflarnir störfuðu ekki eðlilega. Það var
aðeins einni minútu eftir flugtak og þotan inni
í skýjum,“ sagði Per Holmberg, 47 ára flug-
stjóri. „Það fyrsta sem ég hugsaði var að reyna
að hjálpa til, sex augu sjá betur en fjögur.
Ég sá strax að mótormælarnir sveifluðust til
og frá. Síðan hringdi brunabjalla án afláts og
í hátalara gall tölvurödd: „Eldur í vinstra
hreyfli." Viðvörunarljós blikkuðu og aðstoðar-
flugmaðurinn lokaði fyrir eldsneyti, rafmagn,
olíu og loftræstinguna. Rasmussen flugstjóri
einbeitti sér að því að reyna fljúga þotunni
og hafa stjórn á henni. Hann náði enn svo-
litlu flugafli og kom þotunni upp fyrir skýin.
En síðan sveif hún niður á við og var lítið
svigrúm til aS finna lendingai'stað þegar þotan
kom aftur niður úr skýjunum," sagði Holm-
berg.
Ising á búk og vængjum • flugvéla er al-
gengt vandamál á Norðurlöndum og þrátt
fyrir að íseyði sé sprautað yfir vængina vill
það stundum brenna við að ísingin eyðist ekki
við rætur vængs og hreinsist því ekki sjálf-
krafa af þegar flugvél er ekið af stað.
Tveimur mínútum eftir flugtak, klukkan
8:42 að morgni í fyrradag, tilkynnti Rasmuss-
en að hann ætti við ísingarvanda og hreyfilbil-
un að etja og væri að reyna að gangsetja
hreyflana að nýju. Var þotan þá í um 800
metra hæð.
Flugstjórinn tilkynnti síðan flugturni Ar-
landa-flugvallar að brotlending væri óumflýj-
anleg og hefði hann um eina mínútu til þess
að finna bésta nauðlendingarstaðinn. Kom
þotan niður á akri 20 km frá flugvellinum og
á síðustu sekúndum flugsins straukst hún við
tijátoppa við lendingarsvæðið. Skrokkur
SAS-þotunnar brotnaði í þrennt e_r hún skall
í jörðina og vængirnir rifnuðu af. í þeim voru
16 tonn af þotueldsneyti sem fór ekki til spill-
is og er það megin ástæða þess að eldur kvikn-
aði ekki í flakinu við brotlendinguna. Að geym-
arnir skyldu ekki rifna við átökin er vængirn-
ir rifnuðu af er talið til marks um framfarir
í flugvélasmíði. Innra borð tankanna er úr
níðsterku kevlar-kolefni, gerviefni sem notað
er við gerð skotheldra vesta.
í gær var lokið rannsókn á svörtum kössum
þotunnar og var vonast til að á grundvelli
upplýsinga sem þeir geyma yrði hægt að sjá
nákvæmlega hvað olli hreyfilbiluninni.
Sjá einnig fréttir á bls. 6.
Síðasti
Kremlarböndinn
bregður búi
12
SAMDRÁTTUR
Fjallað um þrengingar á happ-