Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐH> ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991
21
Félag áhugamanna um
harmonikuleik á Selfossi
Selfossi.
NÝSTOFNAÐ Félag áhugamanna
á Selfossi um harmonikuleik lék
í fyrsta sinn opinberlega 8. des-
ember á samkomu hjá eldri borg-
urum á Selfossi.
í stuttri kynningu á félaginu
sagði formaður þess, Ólafur Th.
Ólafsson, að starfsemi félagsins
væri opin öllum sem áhuga hefðu
á þessari tegund tónlistar. Greini-
legt er að áhuginn leyiiist víða því
fjölmargir hafa gengið til liðs við
félagið. Félagsmenn sem eiga
harmonikur taka að sér tónlistar-
flutning á samkomum.
Samkomu eldri borgaranna lauk
með því að dansað var við harmon-
ikuundirleik í góðu stuði, eins og
einn borgaranna sagði.
Sig. Jóns.
Tíu harmonikufélagar þöndu nikkurnar fyrir eldri borgara.
Morgunbladið/Sig. Jóns.
AUGL YSINGAR
TIL SÖLU
Hlutabréf
Til sölu eru hlutabréf þrotabús Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis í eftirtöldum félögum:
Hf. Eimskipafélagi íslands kr. 222.750,-
Miklagarði hf. kr. 7.800.000,-
Nýju teiknistofunni hf. kr. 50.000,-
Samvinnuferðum Landsýn hf. kr. 194.740,-
Samvinnusjóði íslands hf. kr. 6.297.000,-
Þönglabakka 1 hf. kr. 50.000.000,-
Leitað er tilboða í hlutabréfin.
Upplýsingar veitir undirritaður skiptastjóri
þrotabúsins.
Hlöðver Kjartansson hdl.
Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði,
sími 652211.
Viltu starfa á eigin vegum
í Suður-Evrópu?
Af sérstökum ástæðum er lítið fyrirtæki í
framleiðslu á íslenskum sjávarafurðum til
sölu og er fyrirtækið staðsett í Suður-Evr-
ópu. Góðir tekjumöguleikar fyrir duglegan
aðila. Verðhugmynd 2.500.000-3.000.000
kr. með tækjum. Ath. íslendingur eða ensku-
mælandi maður getur aðstoðað viðkomandi.
Lysthafendur leggi inn nafn, símanúmer, ald-
ur og fyrri störf á auglýsingadeiid Mbl. fyrir
föstudaginn 3. janúar 1992 merkt:
„E - 9637“.
TILKYNNINGAR
Jólatrés
skemmtun
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur
jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna
sunnudaginn 5. janúar kl. 15.00 á Hótel ís-
landi. Miðaverð fyrir börn kr. 550 og full-
orðna kr. 200. Miðar eru seldir á skrifstofu
VR, Húsi verslunarinnar, 8. hæð.
Upplýsingar í síma 687100.
Verzlunarmannaféiag
Reykjavíkur.
KENNSLA
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Kvöldnám
Innritað verður í eftirtalin nám 2. og 3. jan-
úar kl. 16.00-18.00:
1. Meistaranám (sveinsbréf fylgi umsókn).
2. Öldungadeild.
2.1 Almennar greinar.
- 2.2 Grunnnám í rafiðnum.
2.3 Rafeindavirkjun.
2.4 Tölvubraut.
2.5 Tækniteiknun.
Innritunargjald er kr. 13.000,-
YMISLEGT
TRYGGINGASTOFNUN
Kp RÍKISINS
Lyfjaskírteini útgefin fyrir
1. júlí 1991 falla úr gildi
umáramót
Handhafar lyfjaskírteina sem gefin voru út
fyrir reglugerðarbreytinguna 1. júlí 1991,
verða að endurnýja þau nú. Þau falla úr gildi
um áramótin óháð áritun um annan gild-
istíma. Hafa þarf samband við lækni vegna
umsóknar um lyfjaskírteini.
Tryggingastofnun ríkisins.
\
fámhj
ólp
Almenn samkoma í Þríbúðum í
dag kl. 16.00. Fjölbreytt dagskrá
með miklum söng og vitnisburð-
um. Samhjálparkórinn tekur lag-
ið. Barnagæsla. Ræðumaður
verður Kristinn Ólason. Kaffi að
lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustrcti 2
Jólafagnaður barnanna
í dag kl. 16.30 (takið fullorðna
með). Kapteinarnir Ann Merethe
og Erlingur Níelsson stjórna.
Nýársdagur 1. janúar:
Kl. 16.30: Hátíðarsamkoma.
Brigaderarnir Ingibjörg Jóns-
dóttir og Óskar Jónsson stjórna
og tala.
Föstudagur 3. janúar:
Kl. 20.00: Norrænn jólafagnað-
ur. Skólastjóri og nemendur við
Lýðháskólann á Jelöy tala og
syngja. (Dagskráin fer fram á
norsku.)
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3S11798 19533
Sunnudagur 29. des.
Blysför um Sogamýri og
Elliðaárdalinn
Brottför frá Mörkinni 6 kl. 16.30.
Stutt og skemmtileg fjölskyldu-
ganga til að kveðja gott ferðaár.
Ekkert þátttökugjald, en blys á
kr. 200,- seld fyrir brottför.
Mæting hjá nýju félagsheimili
Ferðafélagsins í Mörkinni 6
(v/Suðurlandsbraut, austan
Skeiðarvogs). Áætlaður
göngutími 1,5 klst. Gengið um
Sogamýri inn í Elliöaárdal og til
baka. Allir eru hvattir til að
mæta, jafnt höfuðborgarbúar
sem aðrir. í fyrra var i fyrsta
sinn farið í slika blysför og þá
voru þátttakendur 450. Glæsi-
leg flugeldasýning Hjálpar-
sveltar skáta verður á Gelrs-
nefl. Ferðafélag islands óskar
félagsmönnum, þátttakendum
í Ferðafélagsferðum og öðrum
velunnurum farsæls komandi
árs og þakkar gott starf á árinu
sem er að líða.
Takið þátt í starfi Ferðafélags-
Ins á nýju ári.
Velkomin i hópinn!
Ferðafélag íslands.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3 & 11796 19533
Dagsferðir Ferðafélags-
ins íjanúar '92
5. janúar kl. 11.00: Kapellan -
Óttarstaðir - Lónakot
6. janúar kl. 12.00: Þréttánda-
ganga og blysför.
12. janúar kl. 11.00: Mörkin 6 -
Árbær - Reynisvatn (K-1).
19. janúar kl. 11.00: Heiðmörk
að vetri.
20. janúar kl. 20.00: Vetrarkvöld-
ganga á fullu tungli.
26. janúar kl. 11.00: Reynisvatn
- Úlfarsfell - Suðurreykir (K-2).
26. janúar kl. 11.00: Skíöaganga.
Ferðir merktar K-1 og K-2 eru
tvær fyrstu raðgöngur af sex
upp á Kjalarnes.
Ath. brottfarartíma frá Umferð-
armiðstöðinni kl. 11.00.
Ferðafélagið óskar félögum og
öðru ferðafólki gleðilegs ferða-
árs meö þökk fyrir þátttöku í
starfi féiagsins á liðnu ári.
Ferðafélag íslands.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
VEGURINN
Kristið samfélag
Smiðjuvegi 5, Kóp.
Kl. 11.00 Fjölskylduhátíð.
Kl. 20.30 Boðunarsamkoma.
Lofgjörð. Prédikun orðsins.
Fyrirbænir. "Mannssonurinn er
kominn til aö leita að hinu týnda
og frelsa það."
Verið velkomin.
Skipholti 50b, 2. hæð.
Samkomur i dag kl. 14.00, 15.30
og 20.30. Ýmsir erlendir gestir.
Komdu og væntu þess að guð
mæti þér. Á morgun verða einn-
ig samkomur kl. 14.00, 15.30
og 20.30.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Brauðsbrotning kl. 11.00.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Garðar Ragnars-
son. Allir hjartanlega velkomnir
ÚTIVIST
HALLVEIGARSTIG 1 • REYKJAVIK • SIMI 14606
Dagsferð sunnudaginn
29. desember
Lokaáfangi póstgöngunnar:
Árbær - Gamla pósthúsið
Brottför frá BSI bensínsölu
kl. 12.30. Ekkert þátttökugjald.
Sjá nánar auglýsingu í laugar-
dagsblaði.
Um næstu helgi:
Sunnud. 5. janúar kl. 10.30
Nýárs- og kirkjuferð: Innri-
Njarðvíkurkirkja.
Útivist óskar farþegum, félags-
mönnum og velunnurum sínum
farsældar á nýju ári og þakkar
ánægjulegt samstarf á árinu
sem er að líða. Sjáumst í ferð
með Útivist á nýju ári!
KFUK
KFUM
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30 í kristniboðssalnum, Háa-
leitisbraut 58. Kveðjusamkoma
fyrir Helga Hróbjartsson og
hjónin Guðlaug Gíslason og
Birnu Jónsdóttur. Þau eru öll á
förum til Eþíópíu. Kristniboðarnir
tala. Kór KFUM og KFUK syng-
ur. Allir velkomnir.
....SAMBANO ISLENZKRA
KRISTTNIBOÐSFÉLAGA
kr^ssTni
Auðbrekka 2 . Kópavoqur
Sunnudagur: Samkoma i dag
kl. 16.30.
Gamlársdagur: Brauðsbrotning
kl. 14.00.
Nýársdagur: Samkoma
kl. 20.30.
tffl
FREEPORTKLUBBURINN
Nýársfagnaður Free-
portsklúbbsins 1992
Nýérsfagnaður Freeports-
klúbbsins verður haldinn i Átt-
hagasal Hótels Sögu á nýársdag
og hefst kl. 18.00. Veislustjóri
verður Flosi Ólafsson, leikari.
Borðapantanir og miðasala er í
Bílaleigu Akureyrar, Skeifunni 9,
sími (91) 686915.
Stjórnin.