Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 ERLENT IIMNLENT Ursögn úr Alþjóða- hvalveiði- ráðinu Ríkisstjórnin hefur ákveðið að segja ísland úr Alþjóðahvalveiðir- áðinu, og tekur úrsögnin gildi 30. júní á næsta ári. Stjórnvöld hafa enga ákvörðun tekið um að hefja hvalveiðar að nýju, en hins vegar verði lögð áhersla á að stofna svæðisbundin samtök hvelveiði- þjóða við Norður-Atlantshaf um vemdun og skynsamlega nýtingu sjávarspendýra. Sameining í Eyjum Samningar hafa tekist um sam- einingu ísfélágs Vestmannaeyja, Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja og útgerðarfélagsins Bergs-Hug- ins, og tekur nýtt hlutafélag, ísfé- lag Vestmannaeyja hf. til starfa 1. janúar næstkomandi. Það verð- ur þriðja til fjórða stærsta sjávar- útvegsfyrirtæki landsins, og nem- ur kvóti þess um 12.500 þorskí- gildum. Mjólkurfræðingar í verkfall Verkfall mjólkurfræðinga hófst á miðnætti aðfaranótt laugar- dagsins, og stendur það til mið- nættis á fimmtudaginn. Gert er ráð fyrir að mjólkurvörur endist fram á þriðjudag, og mjólkurvörur verði síðan aftur komnar í versl- anir um hádegisbil á föstudag. Hús eyðilagðist í eldsvoða Tvílyft timburhús á Fáfnisvegi 4 í Skeijafirði gereyðilagðist í eldsvoðá á Þorláksmessu, en húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Mikið eignatjón varð í eldsv’oðanum, en engin slys urðu á fólki. Nýlegir bátar eyðilagðir Talsverð brögð eru að því að nýlegir smábátar séu eyðilagðir vegna þess að kvótinn hefur verið seldur af þeim eða vegna þess að nota á endurnýjunarréttinn af þeim þegar nýtt skip er smíðað. Smábátaeigendur vilja breyta út- færslu banndagakerfisins til að koma í veg fyrir þessa sóun á verðmætum, en Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra segir eyðileggingu smábátanna afleið- ingu eins af meginmarkmiðum fiskveiðistjórnunar, sem sé að fækka fiskiskipum. ERLENT Gorbatsjov segir af sér Míkhaíl S. Gorbatsjov sagði af sér embætti forseta Sovétríkjanna á jóladag og degi síðar var so- véska þingið, síðasta valdastofnun Sovétríkjanna leyst upp. Þar með höfðu Sovétríkin verið lögð niður. Rússar hafa tek- ið við sæti því sem Sovétmenn áttu í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna og flest sendiráð Sovét- ríkjanna erlendis hafa verið færð undir stjórn Rússlands. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti yfír því að hann hefði tekið að sér yfírstjóm kjarnorkuherafla Sovét- ríkjanna en að þeim vopnum yrði ekki beitt nema að höfðu samráði við leiðtoga Úkraínu, Hvíta-Rúss- lands og Kazakhstan en þar er einnig að fínna langdræg gjöreyð- ingarvopn. Erlendir stjórnmálaleiðtogar lofuðu framgöngu Gorbatsjovs á þeim rúmlega sex árum er hann var við völd í Sovétríkjunum og kváðu hann hafa átt mikinn þátt í að binda enda á kalda stríðið. Þá minntust menn þess einnig að hann hefði gefíð ríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu frelsi. Sjálfur lýsti Gorbatsjov yfír því að hann hygðist áfram hafa af- skipti af stjórnmálum. Hann ósk- aði leiðtogum samveldisins nýja sem stofnað hefur verið á rústum Sovétríkjanna velfarnaðar. og kvaðst ekki hafa í hyggju að flytj- ast úr landi. Flugslys í Svíþjóð Farþegaþota a gerðinni MD-80 í eigu SAS-flugfélagsins brotlenti á föstudagsmorgun fáeinum mín- útum eftir flugtak frá Arlanda- flugvelli í Stokkhólmi. Flugmönn- um þotunnar tókst að lenda henni um 40 kílómetra norðaustur af borginni. Um borð voru 129 far- þegar auk áhafnar og þykir það ganga kraftaverki næst að enginn skuli hafa farist er þotan skall til jarðar og brotnaði í þrennt. Hins vegar slösuðust 14 manns og sum- ir þeirra alvarlega. Þotan var á leið til Kaupmannahafnar og það- an var ferðinni heitið til Varsjár. Að sögn flugmannsins stöðvuðust báðir hreyflar þotunnar skyndi- lega skömmu eftir flugtak frá Arlanda. Barist í Georgíu Harðir bardagar brutust út í Tblisi, höfuðborg Georgíu, í vik- unni milli stuðningsmanna Zviads Gamsakhurdia, forseta þessa fyrrum Sovétlýð- veldis, og vop- naðra uppreisn- armanna. And- stæðingar for- setans, sem var fyrstur starfs- bræðra sinna í Sovétríkjunum kjörinn í Iýðræð- ' 'islegum kosning- um, væna hann um einræðislega stjórnarhætti. Forsetinn varðist í þinghúsinu í miðborg Tblisi og var stórskotavopnum og eldflaugum beitt í bardögunum. Gamsakhur- dia lýsti yfír því á fímmtudag að hann væri tilbúinn til að hefja viðræður við fjendur sína en kvað þá engan vilja hafa sýnt til samn- inga. Slóvenía og Króatía viðurkennd Þjóðveijar viðurkenndu á mánu- dag sjálfstæði Slóveníu og Króa- tíu. Verður stjórnmálasamband tekið upp við ríkin um miðjan næsta mánuð. Hart var barist í Króatíu yfír jólin en fyrr í vikunni hafði forseti Bosníu-Herzegóvínu farið þess á leit við Sameinuðu þjóðimar að friðargæslusveitir yrðu sendar til landsins til að koma í veg fyrir að átökin í Króa- tíu breiddust út. Gorbatsjov. Patrick Buchanan. Líklegt þykir að þjóðernishyggja hans og einangrunarstefna höfði til margra stuðningsmanna bandaríska Repúblíkanaflokksins. Republíkanaflokkurinn í Bandaríkjunum: Framboð Patricks Buchanans kann að veikja stöðu forsetans Það verður áreiðanlega heitt í kolunum innan bandaríska Repú- blíkanaflokksins á kosningaárinu 1992. Auk George Bush, sem og demókratanna sex, „the sixpack", eins og þeir eru kallaðir, sækjast tveir aðrir repúblíkanar eftir forsetastólnum. Eftir að hafa tapað í ríkisstjórakosningunum í Lousiana, tilkynnti David Duke, fyrrum meðlimur öfgasamtakanna Ku Klux Klan og nas- isti, að hann hygðist gefa kost á sér, og um iniðjan desember bættist Patrick Buchanan í hópinn. Ekki er talið líklegt að Buchan- an, sem samdi ræður fyrir Ric- hard Nixon þegar hann var for- seti og var yfírmaður upplýsinga- skrifstofunnar í stjórnartíð Ron- alds Reagans, muni stela útnefn- ingunni frá Bush, en hann gæti minnkað verulega mögu- leika Bush á að sigra í kosning- unum. Ritstjóri U.S. News and World Report, repú- blikaninn David Gergen, segir að framboð Buchanans sé tilraun til að lífga við „íhaldssemi að hætti Reagans". En Buchanan ætlar ekki aðeins að gjörbylta íhalds- seminni, heldur einnig Repú- blíkanaflokknum. Innan flokksins eru skiptar skoðanir um framboð hans og margir repúblíkanar eru því andvígir. Buchanan hefur verið lýst sem hægrisinnuðum þjóðernissinna. Hann hefur svipaðar skoðanir á félagslegum málum og David Duke, sem telur styrki til fátækra og einstæðra mæðra af hinu illa og hvetja til leti. Hvað varðar skatta, þá fylgir hann auðugum repúblíkönum að málum. Skoðan- ir hans á utanríkismálum, við- skiptum við útlönd og erlendum áhrifum í Washington, minna hins vegar mjög á stefnuskrá Tom Harkins, sem er einn af frambjóð- endum demókrata. í grein sem Buchanan skrifaði í Washington Post í september sl., bergmálaði hann gagnrýni Harkins á Bush: „Það sem við sjáum í þjóðfélaginu nú er villi- mennska og grimmd sem við- gengst í borgum okkar, efnahags- kreppa og kynþáttahatur. Hvað gagnar það þjóð að vinna allan heiminn, en tapa sálu sinni?“ Eins og margir íhaldssinnaðir repúblíkanar, var Buchanan lengi tregur til að trúa því að kalda stríðinu væri Iokið. En hann hefur skipt um skoðun. Hann heldur því fram að nú eigi Bandaríkjamenn að loka herstöðvum sínum erlend- is, stórminnka aðstoð til erlendra ríkja og nota sparnaðinn af þess- um aðgerðum til að lækka skatta og tekjuhallann heima fyrir. „Við erum ekki lögregluþjónn heims- ins,“ skrifaði Buchanan. „Hvaðan kemur þessi hrokafulla afskipta- semi að við eig- um að ákveða hvernig aðrar þjóðir haga sér?“ Þjóðernis- hyggja Buchan- ans hefur komið fram í viðhorfum hans gagnvart viðskiptum og fjár- festingum erlendis. En sem íhaldssamur repúblíkani, er hann hlynntur fijálsri verslun; að sömu reglur eigi að gilda um viðskipti heima fyrir og á alþjóðamarkaði og hann neitaði t.d. áfið 1986 að reyna að fá stuðning Reagans við aðgerðir til að vernda bandarískan vefnaðariðnað. Ári síðar varð Buchanan hins vegar æfur yfir áhrifum þrýsti- hópa í Washington, bæði á banda: ríska þingmenn og Hvíta húsið. í júní 1987 uppgötvaðist að Tos- hiba og annað norskt fyrirtæki voru leynilega að selja Sovét- mönnum hátæknilegar kafbáta- skrúfur ssem voru mun fullkomn- ari en á bandarískum kafbátum. Þingið samþykkti viðskiptabann án tafar, en lét undan eftir að Toshiba hafði eytt 10 milljónum dollara í herferð, sem miðaði að því að telja ráðamönnum hug- hvarf. Buchanan áleit eftirgjöf þingsins vera landráð. Áður en Buchanan gaf kost á sér, höfðu hann og Sam Francis, dálkahöfundur fyrir Washington Times ákveðið að stofna sérstaka „America First Committee," eða „Ameríka fyrst og fremst“ nefnd til þess að stuðla að aukinni þjóð- ernishyggju meðal Bandaríkja- manna. Þessi áætlun sýnir tvær hliðar á stefnu Buehanans. Buchanan og Francis gerðu sér grein fyrir að þjóðernishyggja þeirra var ekki í samræmi við stefnu og hugmyndafræði Repú- blíkanaflokksins, svo þeir ákváðu að fá fijálslynda og demókrata, sem og íhaldsmenn og repúblík- ana, í lið með sér. En þeir kusu að kenna nefndina við „America First“ samtökin sem voru stofnuð árið 1940 í þeim tilgangi að koma í veg fyrir þátttöku Bandaríkja- manna í heimsstyijöldinni síðari. Bæði íhaldsmenn og fijálslyndir voru í samtökunum, en hins vegar hafði einn helsti talsmaður þeirra, flugkappinn frægi Charles Lind- bergh, andúð á gyðingum. Með því #að reyna að endurvekja „Am- erica First“ sýndi Buchanan dökka hlið á þjóðernishyggju sinni. Hann túlkaði einnig aðgerðir Bush- stjórnarinnar í Persaflóa sem ráðabrugg til að veija hagsmuni ísraels. Barátta Buchanans gegn Bush mun sennilega líka hafa sínar skuggahliðar. Búast má við að Buchanan ásaki Bush um að hafa svikið bandarísku þjóðina og varið meiri tíma og ijármunum í erlend- ar þjóðir en sína eigin. En hvað varðar Ameríkana heima . fyrir, hefur greinilega komið fram í skrifum Buchanans, að þar sér hann fyrir sér hvítar, ríkar og „rétttrúaðar" ijölskyldur. Chri- stopher Atkins, stjórnmálaskýr- andi hjá The San Fransisco Exam- iner, hélt því blákalt fram í sjón- varpssviðtali á C-SPAN (sjón- varpsrás tileinkuð stjórnmálum og stjórnmálaskýringum) að Buchan- an væri kynþáttahatari. Buchanan mun sennilega takast að afla nægilegs fjárstuðnings til að mæta Bush í New Hampshire 18. febrúar. En hvernig honum gengur í suður- og vesturhluta Bandaríkjanna mun velta á efna- hagsástandinu og hvaða aðferðir hann ákveður að nota í kosninga- baráttu sinni. Hann hefur orð á sér fyrir að vera ógætinn í orðavali og hann gleymir sér oft í orðaskaki við aðra stjórnmálamenn og fjölmiðla og það gæti orðið honum Ijötur um fót. En ef efnahagskreppan versnar og Buchanan sýnir meiri varkárni í umgengni við ijölmiðla, gæti hann skaðað kosningabar- áttu Bush verulega. Þjóðernis- hyggja hans mun án efa valda klofningi hjá repúblíkönum og sjálfstæðum kjósendum. Sú stað- reynd gæti gefið demókrötum - ef þeim tekst að sýna að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum, tæki- færi til að komast í Hvíta húsið. Ilöfundur stundar nám í fjölmiðlafræðum í Bandarikjunum. BAIiSVIÐ Iris Erlingsóttir skrifar frá Kalifomíu \ \ I I I I I i I \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.