Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991
eftiy Guðrúnu Guðlaugsdóttur
IBÚAR veiðimannasamfélaga
eru gjarnan áhættunnar fólk.
íslendingar eru þessu marki
brenndir. Ahættufíkn okkar birt-
ist í ýmsum myndum, meðal ann-
ars í happdrættisþátttöku, sem
er með Hflegasta móti hér á
landi. Við kaupum miða, sköfum
og „tippum“ fyrir milljónir
króna. Síðan bíðum við með önd-
-*■* ina í hálsinum í mislangan tima,
þar til úrslitin eru ljós. Þessi
andstutta óvissa er „kikkið“ í
öllu saman. Hennar vegna höld-
um við áfram að kaupa miða og
skafa þó vinningarnir láti standa
á sér. Þetta hefur árum saman
gefið ýmsum líknarfélögum
miklar tekjur og átt drjúgan
þátt í að byggja við og búa há-
skólann okkar tækjum. Nú er
raunar svo komið að háskóla-
happdrættið er orðið það fyrir-
ferðarmikið á happdrættismark-
aðinum að öðrum aðilum, sem
aflað hafa fjár til starfsemi sinn-
ar m.a. með happdrætti, er farið
að þykja nóg um. „Happdrætti
í'Háskólans með sitt Happó er að
ryðja okkur út af markaðinum,"
sagði Valdimar Jóhannsson sem
var í fyrirsvari fyrir happdrætti
Ólympíunefndar ÍSÍ.
argir aðilar sem
vinna að al-
menningsheill
hafa notað
happdrætti til að
afla fjár til starf-
semi sinnar,“
sagði Valdimar Jóhannsson í sam-
tali við blaðamann Morgunblaðsins.
„Þessir aðilar hafa ekki fasta tekju-
stofna og þessi fjáröflunarleið er
þeim því afar mikilvæg. Hins vegar
tel ég að Háskólinn gangi alltof
hart fram í að afla sér fjár með
þessum hætti og sé að tröllríða
þessum markaði. Þeir hafa sitt
gamla, góða peningahappdrætti
sem þeir hafa einkaleyfi á, síðan
gerðust þeir umsvifamiklir í skaf-
miðahappdrætti og loks hafa þeir
lagt mikið í að kynna nýjasta happ-
drættið sitt sem þeir kalla Happó.
Mér finnst þeir fara offari í því
—- máli og séu að kæfa aðra á þessum
happdrættismarkaði."
I framhaldi af þessu spurði ég
Valdimar hvernig útkoman hefði
verið hjá _ happdrætti Olympíu-
nefndar ÍSÍ. „Þetta kom ekki vel
út,“ svaraði Valdimar. „Ólympíu-
nefndin er ennþá í mikilli fjárþörf.
Happdrættið skilaði aðeins örfáum
milljónum. Þetta happdrætti hefur
alltaf gengið vel, en nú gekk það
tæplega sæmilega. Almenningur
horfist nú í augu við kjaraskerðingu
samkvæmt opinberum spám. Það
er mikilvægt þegar illa árar að
enginn einn gerist allsráðandi á
markaði eins og þessum. Háskólinn
var með tvö happdrætti fyrir og
fannst nú flestum nóg. 'Svo kom
hann með það þriðja með þessu líka
offorsi. Ég tel að þeir hjá Háskólan-
um ættu að láta sér eitt happ-
drætti nægja og gefa öðrum eitt-
hvert svigrúm líka.“
Þær raddir hafa einnig heyrst í
sambandi við Happdrætti Háskóla
íslands að þar sitji í stjórn menn
frá dómsmálaráðuneytinu og einnig
það að happdrættið auglýsi að það
dragi einungis úr seldum miðum,
en kaupi svo sjálft miða sem ekki
seljist. Hvað skyldi vera hæft í slík-
um staðhæfíngum og hvernig
skyldi hinum ýmsu líknarfélögum
vegna á happdrættismarkaðinum?.
Ragnar Ingimarsson,
Happdrætti Háskólans
„Sú tilgáta stenst ekki að Happ-
drætti Háskólans sé að ryðja öðrum
aðilum út af markaðinum. Hjá okk-
ur hefur líka orðið vart samdrátt-
ar. Happó er ekki að keppa við
venjuleg happdrætti eins og þau
sem líknarfélögin eru með. Eg tel
ekki að Lottóið keppi við slík
happadrætti. Happóið er í eðli sínu
ákaflega svipað Lottóinu. Flokka-
happdrættið hjá okkur hefur dreg-
ist töluvert saman á undanförnum
árum. Tíðarandinn er sá að fólk
vill ekki'bíða. I öðrum löndum er
þróunin sú sama, t.d. í Frakklandi.
Okkar hlutdeiíd í markaðinum hef-
ur minnkað mjög mikið. Aðrir aðil-
ar hafa komið inn sem taka mikla
peninga til sín, t.d. Lottóið og Rauði
krossinn með peningakössum sín-
um. Við hjá Háskólahappdrættinu
erum þeir einu sem borgum einka-
leyfisgjald af peningahappdrætti.
Það gera hinir ekki sem bjóða þó
uppá peningaspil. Ég tel því að það
sé fjarstæða að við séum að
tröllríða happdrættismarkaðinum.
Vinningshlutfallið hjá okkur í
flokkahappdrættinu er mjög hátt,
um 70 prósent. Af þeim 30 prósent-
um sem eftir er verðum við að
greiða allan rekstarkostnað og öll
umboðslaun. Af veltu sem er um
1.500 milljónir króna hefur happ-
drætti HI undanfarin ár haft í
tekjuafgang um 200 til 300 milljón-
ir. Af þeim þurfum við að borga
20 prósent í skatt. Um 200 til 250
milljónir króna sem eftir eru ganga
til Háskóla íslands. Ekki má nota
þessa peninga nema til fasteigna
Háskólans eða til tækjakaupa. í
happaþrennunum og Happóinu er
vinningshlutfallið 50 prósent. En
þau happdrætti er tiltölulega dýr-
ara að reka en flokkahappdrættið.
Hvað snertir mikla auglýsinga-
mennsku í kringum Happóið þá vil
ég segja að það þarf að auglýsa
nýja hluti upp. Við höfum heldur
ekki keypt óselda miða. Þegar við
byijuðum í fyrsta skipti þá vildi svo
til að íslenska bridsliðið varð heims-
meistarar. Við ákváðum að gefa
1.000 miða og gefa Bridssamband-
inu þá af þessu tilefni. Þetta gerð-
um við í stað þess að kaupa 250
þúsund króna auglýsingu í sjón-
varpinu. Þannig töldum við okkur
fá betri auglýsingu en ella. Hjá
Happóinu er dregið úr óseldum
miðum og veltan er 12 til 13 millj-
ónir króna á hálfs mánaðar fresti.
Það er alger endileysa að menn
frá dómsmálaráðuneytinu sitji í
stjórn Happdrættis Háskólans, eins
og oft hefui' flogið fyrir. I stjórn
happdrættisins situr rektor HI sem
nú er Sveinbjörn Björnsson, Arn-
Ijótur Björnsson prófessor í lög-
fræði og Þórir prófessor í viðskipta-
deild. Hins vegar skipar dómsmála-
ráðuneytið Happdrættisráð Happ-
drættis Háskóla íslands. Þetta er
eftirlitsnefnd sem sett er happ-
drættinu til höfuðs. Satris konar ráð
er skipað til eftirlits með Happ-
drætti SÍBS og DAS. Þessir aðilar
koma þegar við erum að draga til
þess að fullvissa sig um að allt sem
við séum að gera sé í samræmi við
lög og reglugerðir og útilokað sé
að svindla. í þessu happdrættisráði
okkar sitja Ólafur Walter Stefáns-
son, Jón Thors og Drífa Pálsdóttir
frá dómsmálaráðuneyti og
Höskuldur Jónsson forstjóri Afeng-
isverslunarinnar."
Þórarinn Sigurðsson hjá
Sjálfsbjörgu
„Hjá okkar happdrætti er sam-
dráttur, allt að 20 prósent. Ég hef
ekki verið lengi við þetta, en ég
veit til að slíkt hefur gerst áður.
Ég held að í okkar tilviki séu tvær
meginástæður fyrir þessum sam-
drætti. í fyrsta lagi eru mörg happ-
drætti í gangi og í öðru lagi þá
held ég að fólk hafi minna á milli
handa.
Endanleg útkoma liggur ekki
fyrir ennþá. Verði hún sú sem við
blasir nú verðum við hér hjá Sjálfs-
björgu að setjast niður og hugsa
málið. Fólk er talsvert farið að
huga að vinningshlutfalli þegar það
kaupir miða. Happóið auglýsir að
það dragi aðeins úr seldum miðum,
en hjá ýmsum öðrum er dregið úr
öllum miðum, þannig að vinnings-
hlutfallið er mun lægra. Margir
kaupa hins vegar happdrættismiða
til þess að styðja málefnið sem
ágóðinn á að renna til að styrkja."
Theodór Halldórsson, SÁÁ
„Eins og staðan er í dag virðist
mér að happdrættið okkar í ár
hafi fengið þokkalegar viðtökur.
Við höfum ekki merkt neinn sam-
drátt. Miðað við happdrættið sem
við vorum með í fyrra þá lítur þetta
svipað út. Hins vegar er ljóst að
happdrættismarkaðurinn er
þrengri en hann var og samkeppn-
in meiri. Það sem ég held að hjálpi
okkur núna er að við erum að safna
fyrir byggingu meðferðarheimilis-
ins Vík. Hjá okkur hafa verið í
meðferð um 10 þúsund manns. Hjá
þeim og aðstandendum þeirra eig-
um við stuðningsmenn.“
Þorvarður Ornólfsson hjá
Krabbameinsfélaginu
„Hjá okkur gengur bara sæmi-
lega. Við vorum með happdrætti í
vor, þá sendum við eingöngu karl-
mönnum frá 20 til 75 ára. Áður
höfðum við sent miða til manna frá
23 til 70 ára. Þessa breytingu gerð-
um við m.a. vegna þess að við vor-
um að dreifa bæklingi um krabba-
mein í karlmönnum, og þátttakan
rétt hékk í 20 prósent skilum. I
hausthappdrættinu í fyrra fengum
við aðeins betri skil, nálægt 24
prósent. Við erum ennþá í svipuðu
hlutfalli miðað við sama tíma í