Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991
EFNI
2 FRÉTTIR/INNLENT
V estmannaeyj ar:
Hækkun fast-
eignagjalda
samþykkt
BÆJARRÁÐ Vestmannaeyja
samþykkti á fundi á föstudag að
að hækka fasteignagjöld af íbúð-
arhúsnæði og iðnaðar- og at-
vinnuhúsnæði til þess að standa
straum af þeirri útgjaldaaukn-
ingu, sem hlýst af ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um skiptingu
kostnaðarliða umfram áður sam-
þykktan samning um verkaskipt-
ingu milli ríkis og sveitarfélaga.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun
fjalla um þetta mál á fundi á
mánudaginn.
Fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði
hækka samkvæmt þessu úr 0,335%
í 0,4% og gjöld af iðnaðar- og at-
vinnuhúsnæði úr 0,82% í 1,0%. Að
sögn Sigurðar Einarssonar, for-
manns bæjarráðs Vestmannaeyja,
mun Vestmannaeyjabær þrátt fyrir
þetta verða með lægstu álögur
kaupstaða á landinu. Hann sagði
kostnaðarauka bæjarfélagsins
vegna aðgerða ríkisstjómarinnar
verða bilinu 25-28 milljónir króna,
en með hækkun fasteignagjaldanna
fengjust 12 milljónir á móti.
Morgunblaöiö/bigurgeir
Rætt um framtíðarhorfur
Eins og kunnugt er af fréttum hafa ísfélagið, Hraðfrystistöðin og útgerðarfélagið Bergur-Huginn í Vest-
mannaeyjum sameinast og tekur nýtt félag við rekstirnum um áramót. Þessi ákvörðun var kynnt á fundi
starfsmanna Hraðfrystistöðvarinnar á föstudag, þar sem myndin var tekin. Verkafólk óttaðist uppsagnir
í kjölfar sameiningarinnar, en forráðamenn nýja fyrirtækisins sögðust reyna að draga úr slíkum áhrifum
eftir mætti. Þegar hefur öllu fastráðnu starfsfólki verið sagt upp, þ.e. yfírmönnum á skipum, skrifstofu-
fólki, verkstjórum o.fl., en reyna á að endurráða sem flesta, eða útvega þeim önnur störf.
Erlendar skuldir 200 milljarðar í árslok;
Vextir af dollaralánum
lækka um 1,9 milljarða
VAXTAGREIÐSLUR af erlendum lánum ríkisins verða tæpum
tveimum milljörðum króna lægri í ár en á síðasta ári vegna lækk-
unar vaxta af dollaralánum. Erlendar skuldir námu 189 milljörð-
um kr. í lok september, þar af um 95 milljörðum kr. í Bandaríkja-
dollurum. Að sögn Jakobs Gunnarssonar í greiðslujafnaðardeild
Seðlabanka íslands, er því spáð að erlendar skuldir þjóðarbúsins
nemi um 200 milljörðum í árslok og hafi aukist um 23,4 milljarða
á árinu.
Erlend lán á síðasta ári voru
176,6 milljarðar kr. Vaxtagreiðsl-
ur námu 14,4 milljörðum kr., sem
jafngilti 11,3% af heildarútflutn-
ingstekjum landsmanna. Afborg-
anir voru 11,4 milljarðar. Samtals
námu greiðslur af erlendum lánum
því um 25,8 milljörðum króna.
Jakob sagði að rúmlega helm-
ingur erlendra skulda þjóðarbúsins
væri í dollurum og hefðu þær hlut-
fallslega lækkað umtalsvert í fyrra
vegna lækkunar dollarans. Hins
vegar hefðu þær í raun hækkað
vegna nýrra lána. Dollarinn lækk-
aði úr rúmlega 60 kr. í um 55 >ri'
á síðasta ári en í mars á þessu
ári hækkaði hann á ný um rúm
13% fram á mitt ár. Þá lækkaði
hann aftur og er gengi hans nú
svipað og það var um síðustu ára-
mót. Þá var kaupgengi dollarans
55,81 kr. en var á föstudag skráð
55,49 kr.
Jakob sagði að erlendar skuidir
í lok júlí hefðu numið 195 milljörð-
um kr. en í lok september hefðu
þærverið 189 milljarðar. Lækkun-
Hækkun útsvars nokkurra sveitarfélaga:
Staðgreiðsluskattur
120 milljónum hærri
INNHEIMTUR staðgreiðsluskattur verður að líkindum rúmlega
120 milljónum króna hærri á næsta ári en hann var á þessu vegna
ákvörðunar nokkurra sveitarfélaga að hækka útsvar í leyfilegt
hámark, 7,50%. Á annan tug sveitarfélaga hafa ákveðið að hækka
útsvarshlutfallið og fjögur að lækka það, en nokkur stór sveitarfé-
lög eru meðal þeirra sem hækka útsvarið, svo sem Hafnarfjörður,
Mosfellsbær, Grindavík og Njarovík og því hækkar það meðaltalsút-
svar sem er innheimt í staðgreiðslu um 0,06% eða úr 6,99% í 7,05%.
Samkvæmt frétt frá fjármála-
ráðuneytinu hækkar innheimtu-
hlutfall staðgreiðslu úr 39,79% í
39,85%, þar sem hlutfall ríkissjóðs
af staðgreiðslusköttum verður
óbreytt, eða 32,80%. Samkvæmt
upplýsingum ráðuneytisins er gert
ráð fyrir að útsvar sveitarfélaga
nemi samtals 15,1 milljarði á
næsta ári sem er heldur meira en
ríkið fær í sinn hlut en það fær
13,6 milljarða samkvæmt fjárlaga-
frumvarpinu. Tekjur sveitarfélag-
anna ættu að aukast um 120 millj-
ónir miðað við þetta.
Auk framangreindra sveitarfé-
laga hafa eftirtalin ákveðið að
hækka útsvar: Kjalarneshreppur,
Reykholtshreppur, Innri-Akranes-
hreppur, Leirár- og Melahreppur,
Lundarreykjadalshreppur, Hálsa-
hreppur, Stafholtstungnahreppur
og Rauðasandshreppur. Þau fjögur
sveitarfélög sem lækka útsvarið
eru Eyjahreppur, Reykjafjarðar-
hreppur, Snæfjallahreppur og Ása-
hreppur.
Við endanlega áiagningu fá þeir
sem búa í sveitarfélögum sem
leggja á lægra útsvar en 7,05%
endurgreidda ofgreidda stað-
greiðslu, en þeir sem búa í sveitar-
félögum sem leggja á hærra útsvar
skulda það sem á vantar.
in, 6 milljarðar kr., væri að lang-
mestu leyti til komin vegna geng-
islækkunar dollarans.
Jakob sagði að rekja mætti
hluta hagnaðar í fyrra hjá fyrir-
tækjum eins og Flugleiðum, og
fleirum sem hafa hlutfallslega
miklar skuldir í Bandaríkjadollur-
um, til gengisþróunar. Einnig
mætti nefna að olía lækkaði í inn-
kaupum vegna gengisþróunar.
Hins vegar ætti þetta ekki við um
árið í ár því dollarinn væri nú svip-
aður og hann var um síðustu ára-
mót.
Hann sagði að á næsta ári nyti
þjóðarbúið góðs af lækkun vaxta
í Bandaríkjunum. Dollaravextir
voru að meðaltali í fyrra 8,5% en
hafa lækkað allt niður í 5% á þessu
ári, en voru að meðaltali 6,5%.
Vaxtagreiðslur af 95 milljörðum
kr. í Bandaríkjadollurum hafi því
lækkað um 2%, eða 1,9 milljarða
kr., miðað við síðasta ár. Lækkun-
in jafngildir 1,4% útflutningstekna
landsmanna. 20% erlendra skulda
er í þýskum mörkum og sagði
Jakob að vextir þeirra lána hefðu
hækkað um 0,6%, úr 8,8% í 9,4%.
Hins vegar hefðu vextir af öðrum
myntum lækkað á móti, þannig
að um verulega lækkun á vaxta-
greiðslum yrði að ræða í heildina.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, sagði að heild-
aráhrifin vegna géngislækkunar
Bandaríkjadollars væru ekki ýkja
mikil. Fyrir nokkrum árum hefðu
áhrifin verið mun meiri þegar
heildarútflutningur til Bandaríkj-
anna var meiri en innflutningur
þaðan. Árið 1982 hefði t.a.m. um
26% heildarútflutnings verið til
Bandaríkjanna og innflutningur
þaðan numið 8,4% af heildarinn-
flutningi það ár. 1990 var útflutn-
ingur til Bandaríkjanna 9,5% af
heildarútflutningi og innflutningur
14,4% af heildarinnflutningi.
Vísir raf-
magnslaus
og villtur
BÁTURINN Vísir frá Flateyri
lenti í vanda á föstudagskvöld,
þegar vél hans bilaði. Stuttu síðar
fann Tjaldanesið bátinn og fylgdi
honum til hafnar.
Vísir er 83 tonna bátur frá Flat-
eyri-. Landhelgisgæslunni barst til-
kynningfrá Ísafjarðarradíói kl. 18.39
á föstudag um að Vísir væri ramm-
vjlltur út af Vestfjörðum, með bilaða
vél. í þann mund rofnaði samband
við bátinn, sem var að verða raf-
magnslaus. Kallað var í alla báta á
svæðinu og þeir beðnir að svipast
um eftir Vísi. Skömmu síðar til-
kynnti Tjaldanesið að það hefði siglt
fram á Vísi. Skipvetjar á Tjaldanes-
inu aðstoðuðu áhöfn Vísis við að
koma vélinni í gang á ný, en þar sem
báturinn var áfram rafmagnslaus
fylgdi Tjaldanesið honum til hafnar.
Slasaður beið 11 tíma
SLASAÐUR maður frá Höfn í
Hornafirði komst á sjúkrahús í
Reykjavík í fyrrinótt, eftir langa
og erfiða sjúkraflutninga frá
Ilöfn.
Um kl. 16 á föstudag var Land-
helgisgæslan beðin um aðstoð við
að flytja manninn til Reykjavíkur.
Hann hafði orðið fyrir slysi og rif-
beinsbrotnað. Brotið rifið stakkst í
annað lunga hans, sem féll saman.
Landhelgisgæslan gat ekki sinnt
hjálparbeiðninni, né heldur varnar-
Iiðið, þar sem skyggni var afar
slæmt og þyrluflug því ómögulegt.
Skömmu síðar átti að reyna að fá
sjúkrafiugvél frá Egilsstöðum til
aðstoðar. Þegar verið var að gera
hana klára á flugvellinum þar var
henni ekið á, svo hún komst ekki
í loftið. Þá fór sjúkrabíll af stað
með manninn til Reykjavíkur og
ók annar bíll á móti honum frá
borginni. Maðurinn komst svo loks
á sjúkrahús í Reykjavík um kl. 3
aðfaranótt laugardagsins, 11
stundum eftir að hjálparbeiðni
barst.
A
► 1-32
Kreppufjjárlög komin í
höfn
►Fjárlögin sem Alþingi sam-
þykkti eftir miklar sviptingar rétt
fyrir jól bera efnahagsástandinu
vitni. Hér er litið nánar á þennan
umdeilda jólapakka ríkisstjórnar-
innar og hvernig hann snertir al-
menning á ýmsum sviðum./ 10
Síðasti Kremlarbónd-
inn bregður búi
► Sovétríkin eru liðin undir lok.
Afsögn Gorbatsjov um hátíðarnar
var einungis staðfesting á orðnum
hlut. Hann hratt breytingunum af
stað en leysti um leið úr læsingi
öfl sem hann fékk ekki ráðið
við./12
Samdráttur
►Það eru þrengingar á happ-
drættismarkaðinum um þessar
mundir. ./18
Þarna erísland
► Elín Pálmadóttir heldur áfram
að segja frá för sinni til Kamerún.
Hún heimsækir nemendur í ka-
þólskum skóla þar syðra. Hún
kemst líka að þeirri dapurlegu
staðreynd að það er einmitt
menntafólkið í þessu hijáða landi
sem mælirgöturnar./l & 8-9
Síðasta ferð Mörtu
►Rætt við þýsku konuna Hannel-
ore Dylia sem í sumar tók sér far
með Laxfossi frá Hamborg með
dagbók afa síns í farteskinu til að
líta staðinn þar sem afi hennar
varð skipreika við Isiandsstrendur
11. desember 1920. /6
Brúðurnar hennar
Helgu
►Nýr liðsmaður hefur bæst í hóp-
inn sem stendur að Leikbrúðu-
landi, Helga Arnalds. Hún er ný-
kornin frá námi á Spáni, þar sem
hún lagði stund á leikbrúðugerð
og uppsetningu leikbrúðuleik-
húss./lO
Með reiðhjól á bakinu
►Myndafrásögn af för tveggja
ungi-a manna á fjallahjólum á
hæstu tinda landsins. /12
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 15b
Dagbók 8 Myndasögur 16b
Leiðari 16 Brids 16b
Helgispjall 16 Stjömuspá 16b
Reykjavíkurbréf 16 Skák 16b
Minningar 22 Bíó/dans 17b
Fólk í fréttum 26 A förnum vegi 20b
Útvarp/sjónvarp 28 Velvakandi 206
Gárur 31 Samsafnið 22b
Kvikmyndir 14b
Mannlífsstr. 4b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR-
1-4
----------—___________