Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Friðrik Lúðvfk Karlsson Suðurgötu 15-17, Keflavik, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur föstudaginn 27. desember. Lúðvík Karl Friðriksson, Gunnar Jóhann Friðriksson, Begljót Grímsdóttir, Oddur Guðni Friðriksson, Vigdfs Karlsdóttir, og barnabörn. t Frændi minn, VIGGÓ B. BACHMANN, Hrafnistu, Reykjavík, lést 23. desember. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 2. janúar kl. 15.00. Jóhann Jónatansson. t Eiginmaður minn, KRISTJÁN BJARNI SVEINSSON, Kópavogsbraut 1a, verður jarðsettur frá Kópavogskirkju mánudaginn 30. desember kl. 10.30. Inga Þórunn Jónsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN ÖRN ÞORSTEINSSON, Njálsgötu 43, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 27. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Geirsdóttir. t Faðir okkar, JÓN ÞÓRARINSSON frá Skeggjastöðum, Ránargötu 29, Akureyri, sem andaðist 19. desember, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 30. desember kl. 13.30. Blóm og kransar af- beðnir. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Halla Jónsdóttir, Þráinn Jónsson, Herdís Jónsdóttir, Þórey Jónsdóttir, Guðni Jónsson, Ævar Jónsson, Sæbjörn Jónsson og aðrir vandamenn. t Ástkær eiginmaður minn og tengdasonur okkar, MICHAEL R. LEPORE, kvikmyndasýningastjóri, New York, lést 23. desember, jarðarförin hefur farið fram. Sigríður J. Lepore, Jón Hjörtur Gunnarsson, Sesselja Steingrímsdóttir. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, KARL ÞÓRÐARSON, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 30. des- ember kl. 1 5.00. Hafdís Karlsdóttir, Bernt Hellström, barnabörn og aðrir aðstandendur. t Faðir okkar, SIGURGEIR ÖGMUNDSSON rafeindameistari, Stakkholti 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvo'gskirkju mánudaginn 30. desember kl. 10.30. Ólafur Sigurgeirsson, Guðrún Sigurgeirsdóttir. Halldor G. Ragnars son - Minning Fæddur 24. maí 1972 Dáinn 18. desember 1991 Þá varð mér orðfall einu sinni í ljóði, er andlátsfregn þín barst mér, vinur minn: Rímvana sat ég, harm minn bar í hljóði, - höfgasta gull í minninganna sjóði ber fölskvalaus, fagra svipinn þinn. (Guðm. Guðmundsson.) Þegar góður vinur hverfur af sjónarsviðinu, verður sár söknuður og þakklæti þær tilfinningar sem fyrst og fremst knýja á huga vina og vandamanna. Svo varð mér einnig er ég vissi að kærasti minn var ekki lengur meðal okkar. Vegir guðs eru órannsakanlegir. Nú mun ástvinur minn þræða veg til æðri þroska á hærri sviðum. Ég minnist hans hressilega við- móts og ljúfu lundar, lífsorku, starfsþreks og starfsgleði. Hann fékk notið sín bæði í námi, leik og starfi og á heimili foreldr- anna. Við Halldór áttum mikil sam- skipti og hittumst oft. Fórum í ferðalög saman með félögum og kunningjum innanlands og utan. Ég fór ætíð ríkari af hans fundi og naut þess einlæglega að blanda við hann geði. Heilsteyptur var hann og ein- lægur. Minningar mínar um Halldór eru mér dýrmætar. Svo reyndi ég hann af öllu góðu. Og svo mikla skuld á ég honum að gjalda. Það er gott að hafa átt hann að vini svo ljúfan og traustan. Hann var sem hellubjargið er ekki bifast, vinur, sem í raun reyn- ist. Fátækleg orð segja að vísu fátt, en hjartað er fullt af þakklæti. Ég flyt ástvinum hans, foreld- rum Ragnari Þorsteinssyni og Þóru Vignisdóttur, bræðrunum Þor- steini og Valgeir innilegar samúð- arkveðjur. Ég blessa minningarnar ,um ástvin minn. Þakka guði fyrir gjöfina. Hittumst heil. Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafst mér, í þinni birtu hún brosir öll, í bláma sé ég lífsins fjöll. (E.H. Kvaran.) Inga Jytte Það þyrmdi yfir okkur, starfs- fólk Breiðholtsskóla, þegar Ragn- ar, félagi okkar og samstarfsmað- ur, hringdi að morgni miðvikudags 18. desember og tilkynnti lát Hall- dórs, elsta sonar síns. í miðjum undirbúningi hátíðar Ijóss og friðar voru hugsanir okkar allra hjá Ragnari og fjölskyldu hans, sorg og samúð. Það er erfitt að skilja, hvers vegna ungur og glæsilegur piltur er hrifinn fyrir- varalaust frá fjölskyldu og vinum. Það verður fátt um svör og eftir situr sorg og ófyllt tómarúm. En þótt sorgin sé þungbær og söknuð- urinn sár lifir minningin um góðan dreng, kæran son og bróður. Sorgarhjör mér sviða gerði, samt ei vann mér slig, iífsteinn var í sáru sverði, sem að græddi mig. (Steingr. Thorsteinsson) Elsku Raggi, Þóra, Steini, Valli og aðrir ástvinir. Við Lára vottum ykkur djúpa samúð á þessari erfiðu stund. Guð gefi ykkur styrk. Jóhannes Atlason Mig langar með örfáurn orðum að minnast elskulegs frænda míns, Halldórs Gunnars Ragnarssonar sem jarðaður verður 30. desember 1991. Ein af þeim skýru og góðu minning- um sem ég á frá menntaskólaárum mínum er minningin um Halldór Gunnar sem þá var lítill drengur. Við nutum bæði þess öryggis á þeim árum að dvelja á Suðurlandsbraut- inni hjá ömmu hans Fjólu, föðursyst- ur minni, og Þorsteini afa hans. Halldór var ákafur og viljafastur drengur sem eins og gengur vafði fullorðna fólkinu um fingur sér. Hann setti eignarhald sitt á eldhúsá- höld ömmu sinnar, jafnt potta sem vélknúin tæki, og geislandi ánægju hans yfir fijálsræðinu gleymir eng- inn. Sá sem nýtur þess öryggis að vaxa úr grasi með heilsteyptum manneskjum hann er gæfusamur. Sá sem nýtur þeirrar ástúðar að borða úr ömmufaðmi hafragraut með ijóma á morgnana og skyr með ijóma í hádeginu hann er gæfusam- ur. Gæfan verður ekki mæld í fjölda ára. Halldór Gunnar Ragnarsson hafði hér skamma viðdvöl og kvaddi þegar ljós sólarinnar hefur hér stysta viðdvöl. Með hveijum deginum hækkar nú sól á lofti og Halldór Gunnar sameinast hinu mikla Ijósi sem víddir huga okkar fá ekki skil- ið. Minningin um Halldór Gunnar tengist birtu sólar sem er og mun alltaf verða. Elsku Ragnar, Þóra, Steini og Valli. Elsku Fjóla mín, Þorsteinn og aðrir aðstandendur — samúðarkveðj- ur. Jóhanna S. Einarsdóttir Hvað er hægt að segja þegar dauðinn knýr dyra? Engin orð megna að tjá þær sáru tilfmningar eða þá hluttekningu sem bærast innifyrir. Þetta orðvana hjálpar- leysi til þess að tjá foreldrum og bræðrum og öðrum nánum ættingjum gerir manneskjuna svo smáa gagnvart dauðanum. Halldór Gunnar var mikið hjá afa og ömmu úti á Einarsnesi sem barn. Hann var afskaplega skýr og yndislegri dreng var ekki hægt að hugsa sér. Tímunum saman gátum við leikið okkur, hann hafði afskaplega auð- ugt ímyndunarafl og við ferðuð- umst saman í hugarheimi ævintýr- anna, eltumst við sjóræningja eða kynjaverur frá öðrum stjörnum. Ég átti segulband og oft lékum við sögumar okkar og ævintýri inn á það. Og það var unun að finna hvernig litli afastrákurinn fylgdist með og tók þátt í leikjunum af lífi og sál. Ef það lá illa á honum og afi tók hann í fangið og hvíslaði í eyra hans litlu ævintýri færðist yfir hann friður. Bernskuárin liðu og ég fylgdist með því hvernig litli afastrákurinn þroskaðist og dafn- aði í foreldrahúsum. Það er svo margt að gerast, lífið sýnist bjóða upp á svo mörg hugðarefni. Alla tíð hefur Halldór Gunnar verið tengdur nánum böndum við föður- afa- og ömmu sína og er missir þeirra mikill og sár. Guð gaf og Guð tók. En hvers vegna að gefa manni yndislegt barn, treysta for- eldrunum fyrir að vaka yfir því veiku, styðja það og styrkja, ala það upp og koma því til mennta, og þegar lífið virðist blasa við þá er það á svipstundu tekið frá manni? Halldór Gunnar Ragnars- son var áfskaplega vel gefinn drengur og búinn öllum þeim kost- um sem prýtt geta ungan mann. Iiann var hvers manns hugljúfi, samviskusamur og reglusamur. Halldór hafði mikinn áhuga á íþróttum og hafði oft unnið til verð- l.auna í sínum þyngdarflokki í júdó, sem hann stundaði af kappi með skólanáminu. Það er dimmur des- ember, úti er myrkur og hálka. Halldór Gunnar var að koma frá stúlkunni sem átti hug hans og hjarta. Hann var glaður og ham- ingjusamur því einkunnirnar voru góðar og ekki nema ár í stúdentinn ef Guð lofaði. En Guð ætlaði hon- um annað hlutverk. Guð sem við tölum til í bænum ókkar, sem við biðjum að vernda börnin okkar og gæta þeirra með okkur, getur stundum verið svo miskunnarlaus. Eða það finnst okkur ailtaf þegar hans vilji fer ekki saman við okkar. Hvers vegna máttu föreldrarnir, afarnir og ömmurnar, bræðurnir, vinirnir og ættingjarnir ekki hafa hann lengur hjá sér, þennan yndis- lega dreng? Góður Guð veit einn svarið og barnatrúin segir okkur að þann sem Guð elski taki hann til sín. I dimmunni og hálkunni rann bíllinn fyrir annan bíl. Guð hafði tekið drenginn okkar til sín. Elsku Þóra og Raggi, Steini og Valli, megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Elsku Fjóla og Þorsteinn. Guð gefi ykkur styrk til þess að skilja hvers vegna hann vildi fá til sín afa- og ömmudreng- inn kæra, sem bar nafn drengsins ykkar ástsæla, sem einnig lést af slysförum. Góður guð styrki einnig Ingu og ættingja hennar, sem sjá á bak ástkærum dreng. Afi, amma og móðursystkini Hann Halldór vinur okkar er látinn. Enn hefur slys í um- ferðinnni tekið sinn toll. Halldór var vinnufélagi okkar í Laxeldis- stöðinni í Kollafirði tvö síðastliðin sumur. Þegar hann byijaði fyrra sumarið lét hann h'tið yfir sér og var hlédrægur. Smám saman þeg- ar við kynntumst honum sáum við hvílíkur sómadrengur hann var. Oft furðuðum við okkur á því hversu viljugur hann var til verka og hve vel hann vann það sem honum var sett fyrir. Fyrr en varði gekk hann í öll verk í stöðinni. Enda var auðsótt hjá honum að sækja um vinnu síðastliðið sumar og var það og keppikefli okkar hinna að fá að vinna með honum. Hann hafði mikið yndi af júdó sem hann æfði af kappi og ræddum við félagarnir oft um glímur og æfingakerfi sem krafist er til að ná árangri og var greinilegt að hann stefndi langt. Við erum mjög þakklát að hafa notið góðverustunda með Halldóri meðan hans naut við. Við sendum ykkur, Þóra, Ragn- ar, bræður og allir vinir og vanda- menn Halldórs, innilegar samúðar- kveðjur. Megi hann hvíla í friði. Samstarfsfólk í Laxeldis- stöð ríkisins í Kollafirði og á Veiðiinálastofnun. Um það leyti er nemendur FB fengu niðurstöður úr haustannar- prófum lést einn af nemendum skólans, Halldór G. Ragnarsson, í hörmulegu bílslysi. Halldór heitinn hóf nám við FB haustið 1988 og hafði nýlokið sinni sjöundu önn í skólanum. Hann var því langt kominn í námi til stúd- entsprófs á viðskiptasviði skólans er hann lést. Þar fór dagfarsprúður nemandi sem stundaði nám sitt af alúð og ái-vekni. Hann vakti at- hygli kennara sinna fyrir hve ákveðinn hann var án þess að vera framhleypinn. Það er ætíð skarð fyrir skildi er ungir og efnilegir menn hverfa á braut svo skyndilega, en eftir lifir minningin um góðan dreng. Hans verður sárt saknað. Aðstandendum öllum vottum við okkar dýpstu samúð. Kennarar við Fjölbraula- skólann I Breiðholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.