Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/ERLENT MORGUNBLAÐÍÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 Pressens biId/Max Johansson Björgunarmenn draga litla slasaða stúlku á gúmmíbjörgunarbáti til að koma henni upp í sjúkrabíl. í baksýn sést þríbrotið flak Dana Viking, á akrinum þar sem flugstjóranum Stefan Rasmussen tókst að nauðlenda. Lýsingar farþega á flugslysinu við Arlanda: Háværir hvellir og neista- flug - svo var dauðaþögn Þykir ganga kraftaverki næst að enginn fórst með Dana Viking FLESTIR farþegar Dana Viking, farþegaþotu SAS-flugfélagsins, héldu að það væri þeirra síðasta þegar drapst á hreyflunum og flugstjórinn tilkynnti að farþegar yrðu að búa sig undir nauðlendingu. „Við vorum ekki komin í mikla hæð eftir flugtakið þegar nokkrir hvellir heyrð- ust að aftan,“ sagði Gram Svardström, farþegi í flugvélinni, í samtali við sænsku TT-fréttastofuna. „Fyrst hélt ég að það væru hjólin. En hvellirnir komu aftur og ætluðu aldrei að hætta, háir hvellir þannig að flugvélin nötraði. Ég heyrði fólk í kringum mig segja að þetta gæti ekki verið satt, og þannig hugsaði ég sjálfur. Síðan varð dauða- þögn — óeðlilega hljótt." Frásögnum margra farþega ber saman um að hveliir hafi heyrzt frá vængjunum, og sumir segjast hafa séð ísskæni brotna af vængjunum og sogast aftur í hreyflana. Það neistaði um flugvélarskrokkinn og sumir sáu reyk. Svo drapst á hreyfl- unum. „Vélargnýrinn þagnaði og við heyrðum aðeins hvissið í loftstútun- um,“ sagði Svárdström, sem var á leið í heimsókn til tengdamóður sinn- ar í Kaupmannahöfn ásamt Kirsten konu sinni. í hátalarakerfinu kom skipun frá Stefan Rasmussen flug- stjóra um að farþegarnir skyldu festa sætisólarnar vel, beygja sig fram og halla sætisbakinu fyrir framan sig. Þetta fer aldrei vel „Ég sá hvemig fólkið í kring um mig tók hvert í höndina á öðru. Margir hölluðu sér hver að öðrum. Ég leit út og sá að við vorum rétt yfir skýjunum, en undir okkur var skógur. Eitt augnablik datt mér í hug að við værum að snúa við til Arlanda, en skógurinn var allltof nálægt. Ég hugsaði með mér að þetta færi aldrei vel. Síðan beygði ég mig fram.“ Svárdström sagðist hafa heyrt nokkra hvelli og skelli í viðbót, svo hefði flugvélin stanzað. Aðrir far- þegar sögðu frá því að þeir hefðu litið út um gluggana meðan á nauð- lendingunni stóð og séð hvernig vængimir klipptu toppana af greni- og birkitrjám. Svo skoppaði flugvélin um 150 metra leið eftir sléttum en grýttum akri og stöðvaðist. Vana- lega þarf flugvél af þessu tagi 1.500 metra braut til að lenda. Algjör þögn eftir nauðlendinguna Svárdström og kona hans litu upp og sáu að flugvélin hafði brotnað í sundur rétt fyrir framan þau. „Þeg- ar vélin hafði stöðvazt hrópaði fólk „út, út!“ og stóð upp úr sætunum. Björgunarmenn við flakið af Dana Viking. Reuter Einhver opnaði neyðarútganginn við vænginn fyrir framan okkur og við stóðum í biðröð stutta stund eftir að komast út,“ sagði Svárdström. Úti á vængnum varð hann stein- hissa. „Við stóðum næstum því á akrinum. Ég gat klifrað beint niður. Þá fyrst sá ég að flugvélarbotninn hafði fletzt af. Síðan kom yfir mig sælutilfinning. Það ríkti algjör kyrrð, við heyrðum ekki hljóð. Við stóðum þarna í snjónum og það var algjör þögn! Ég man að ég hugsaði: Hvar eru sírenurnar? Þeir hljóta að fara að koma.“ Rasmussen flugstjóri var strax kominn út úr flugvélinni. Blóðið rann niður andlitið á honum úr skeinu, sem hann hafði fengið, en hann . stjórnaði því að allir, sem gátu, kæmu sér burt frá vélinni sem fyrst vegna sprengihættu. Nokkrir sátu fastklemmdir í sætum sínum og biðu björgunarmanna. Eins og í Bergman-mynd „Um sjötíu eða áttatíu farþegar gengu eins og í Bergman-mynd, blóðugir og sveipaðir í teppi, að bóndabænum _þarna rétt hjá,“ sagði Svárdström. A bænum ætluðu hús- ráðendur, hjónaleysin Liv Grönne- berg' og Johan Forsberg, ekki að trúa sínum eigin augum þegar fyrstu farþegarnir bönkuðu uppá og sögðu: „Afsakið, en flugvélin okkar hrap- aði. Mættum við fá að nota símann?" Innan skamms voru um hundrað farþegar í litla rauða íbúðarhúsinu þeirra Liv og Johans. Liv hitaði kaffi og Johan dró fram viskíflösku og útbýtti teppum og fötum meðal kaldra og slasaðra farþega. Johan Forsberg lét svo um mælt við blaða- menn að þetta hefði verið eins og í auglýsingu fyrir Gevalia-kaffi — sér- deilis óvænt heimsókn. Björgunarlið kom fljótlega á stað- inn og þeir, sem voru heilir eftir slys- ið voru fluttir aftur til Árlanda. Hin- ir slösuðu voru fluttir á ýmis sjúkra- hús í nærliggjandi bæjum og borg- um. Flestir fengu að fara heim strax á föstudag. I gær, laugardag, lágu tveir ennþá á sjúkrahúsi í Uppsölum, en hvorugur þeirra er alvarlega slas- aður, að sögn TT. 10 metrum lægra og vélin hefði tætzt í sundur Það þykir ganga kraftaverki næst að enginn fórst í slysinu. Skrokkur Dana Viking þríbrotnaði er vélin skall niður á akurinn. Vélin liggur um 150 metra frá skógi vöxnum ási. Flugstjórinn notaði tijátoppana til að hægja á flugvélinni og í skógin- um er löng rák brotinna' greni- og birkitrjáa. Sérfræðingar segja að hefði flugstjórinn flogið vélinni 10 metrum lægra inn í skóginn hefði mótstaðan orðið of mikil og flugvél- in tætzt í sundur. Frá skógaijaðrin- um liggur slóð af málmflyksum, sem rifnuðu úr botni flugvélarinnar þeg- ar hún rann eftir akrinum. Vinstri vængurinn er enn á sínum stað, en hægri vængurinn liggur sundurtætt- ur í skóginum. Flugstjóri Dana Viking þjóðhetja í Svíþjóð: Varð að ákveða lending- arstað í 150 metra hæð ÁHÖFN Dnna Viking hafði ekki mikinn tíma til að gera upp hug sinn hvort ráðast átti í nauðlendingn eða ekki þegar vélarbilun- in gerði vart við sig. „Fimm sekúndur, þrjár sekúndur, tvær sekúndur. Ég er ekki alveg viss. En það var nóg,“ sagði Stefan Rasmussen, flugstjóri SAS-þotunnar, þegar hann ræddi við blaða- menn nokkrum klukkustundum eftir slysið. Rasmussen er nú þjóðhetja í Svíþjóð, en hann þykir hafa sýnt einstakt snarræði og færni. Rasmussen, sem slasaðist nokkuð eins og flestir farþeganna og mætti með hálskraga á blaða- mannafundinn, sagði að ekki hefði gefist tími til að undirbúa farþegana að ráði fyrir nauðlend- inguna það hafi rétt tekist að koma þessum skilaboðum áleiðis til áhafnarinnar aftur í. „Ég nýtti mér allt það sem ég hafði lært og varð að treysta á færni mína. Síðan geri ég ráð fyrir að jólin hafí veitt okkur góða gæfu,“ sagði hann um Iend- inguna sjálfa. Rasmussen sagðist hafa reynt að halda eins miklum hraða og kostur var á en það hafi ekki tekist. Er það talið stað- festa að slokknað hafi á báðum hreyflunum. Framkoma flugstjórans á fundinum var yfirveguð en hann var greinilega enn í mikilli geðs- hræringu og titruðu hendur hans er hann hellti sér ölkelduvatni í glas. Hann sagði lendinguna hafa verið erfiða enda hefði hann aldr- ei lent í aðstöðu af þessu tagi áður. Það væri einungis í eitt skipti af milljón sem flugstjóri þyrfti að taka á öllu sem hann ætti. Var hann hræddur? „Eflaust var maður það á einhverjum tíma- punkti. En þetta gerðist svo hratt og maður þurfti að nota allan tím- ann til að ákveða hvar væri best að lenda. Þegar við komum niður úr skýjaþykkninu þurfti ég að taka þá ákvörðun í hundrað og fimmtíu metra hæð.“ Rasmussen sagðist hafa séð tvo akra sem voru nógu stórir til lendingar. „Það var stór akur á hægri hönd en hann kom ekki til greina þar sem við hefðum misst of mikinn hraða ef við hefðum tekið hægribeygju. Ég þurfti því Stefan Rasmussen að lenda á minni akrinum og ótt- aðist mjög hversu grýttur jarð- vegurinn er hér. Ég sá líka tvö hús sem ég þurfti að varast. Við nálguðumst tijátoppana óðfluga og ég notað þá til að draga úr hraðanum." Lýsti hann lending- unni sjálfri sem „óundirbúinni nauðlendingu“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.