Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991
23
í fyrsta skipti á ævinni höfum
við orðið fyrir áfalli þar sem við
vitum að það sem var, verður ei
meir. Dóri er dáinn, það er stað-
reynd sem við verðum að lifa við,
hvort sem okkur líkar betur eða
verr.
Við félagarnir vorum allir sain-
ferða Dóra upp grunnskólann og
síðan tóku framhaldsskólaárin við.
Dóri hóf nám við Fjölbrautaskól-
ann í Breiðholti haustið 1988 og
þeir okkar sem áttu samleið með
honum þar fengu að reyna að
Dóri var ekki síður góður félagi í
starfi en í leik.
A þessum tíma komu saman
tveir vinahópar og urðu áð einum;
8 manna hópur sem deildi öllum
gleðistundum sem ungir menn yfir-
leitt geta deilt. Þennan vinskap
slq'alfestum við 1. júní 1990 þegar
við Pétur Bjarnason, Eiríkur Andri,
Ólafur Viðarsson, Konráð Sigurðs-
son, Gunnlaugur Örn, Arnar Barð-
dal, Davíð Logi og Dóri stofnuðum
Metalíu; félagsskap sem í fyrstu
var meira í gamni en alvöru, eina
markmiðið var að skemmta sér
sem mest. Utn leið komst meiri
alvara í vinskapinn, vinaböndin
treystust. Ef eitthvað átti að braila
þá mátti treysta því að allir mættu,
við gerðum nánast allt í samein-
ingu.
Dóri var að okkar mati í meira
jafnvægi en flestir aðrir á sama
aldri, hann var öruggur um sjálfan
sig, hann vissi hver hann var og
hvert hann ætlaði. Hann átti ein-
staklega gott samband við foreldra
sína og fjölskyldu enda var hann
mjög heimakær. Snemma á þessu
ári kynntist Dóri Ingu Jytte og
okkur, hinum varð fljótt ljóst að
þar var hann búinn að finna lífs-
förunaut sinn.
Gamall draumur var látinn ræt-
ast í ágúst 1991 þegar við fórum
öll saman, ásamt mörgum fleiri
vinum okkar, til Benidorm og átt-
um þar 3 dásamlegar vikur. Þessi
tími gaf góðar minningar sem gott
er að leita til þegar sorgin nær
tökum á sálinni. Það eru m.a. þess-
ar ánægjustundir sem maður nú
verður að leita til, góðar minningar
munu halda nafni Dóra á loft um
ókomna framtíð í hugum allra vina
hans.
Við Dóri höfðum í sameiningu
ákveðið að þegar skóla lyki mynd-
um við eyða jólafríinu saman, nú
átti einfaldlega að slæpast. Aðf-
aranótt mánudags sátu Dóri, Arn-
ar og Davíð fram á morgun við
vídeógláp og þar með var öllu fríi
lokið. Þriðjudagurinn 17. desember
líður okkur aldrei úr minni. Ein-
kunnaafhending fór fram um dag-
inn og Dóri fékk þar stórgóðar
einkunnir, lífið brosti við okkur.
Slysið, sem dró Dóra til dauða,
morguninn eftir, átti sér stað um
kl. 20 á Höfðabakkabrú og á mið-
nætti var okkur tjáð að Dóri væri
að deyja.
Það er ekki auðvelt að þurfa að
sætta sig við svona áfall. Það er
ekki auðvelt að þurfa að segja við
aðstandendur að þetta hljóti að
hafa einhvern æðri tilgang, því
þennan Itilgang eigum við svo erf-
itt með að sjá og hvað þá að sætta
okkur við. Við verðum hins vegar
öll að styrkja hvert annað í þeirri
trú og vissu að Dóri dó hamingju-
samur, hann var á leiðinni heim
frá Ingu þegar slysið varð og þau
voru ung og ástfangin.' Á þessum
degi, á þessari stundu, var Dóri
hamingjusamur.
Við viljum votta foreldrum og
bræðrum hans Dóra og öllum öðr-
um aðstandendum innilega samúð
okkar, sem og sér í lagi henni Ingu.
Við kveðjum Dóra með eftirsjá
í hjarta í þeirri vissu að við hitt-
umst á ný seinna meir. Þannig eru
Guðs vegir órannsakanlegir að
okkur finnst þeir oft ósanngjarnir,
sjaldan meira en einmitt nú. Dóri
lifði stutt; við fengum ekki að njóta
návistar hans lengi, en hann lifði
vel og hann var elskaður. Iivíli
hann í friði.
Vinirnir
Arnar Barðdal, Davíð Logi
Sigurðsson og Gunnlaugur
Orn Valsson
Kveðjuorð:
Lilja Torfadóttir
Lilja Torfadóttir, húsmóðir og
verkakona, Laugarnesvegi 51 í
Reykjavík, lést í Landakotsspítala
eftir stutta sjúkrahúslegu 18. des-
ember sl. Hún var fædd í Ögri í.
Helgafellssveit 26. janúar 1920.
Hún giftist Geirmundi Guðmunds-
syni, f. 28. ágúst 1914. 26. janúar
1940, og eignaðist með honum 8
börn. Þau eru: Sesselja Sigurrós
(Rósa), f. 11. júlí 1940. M. Vilhjálm-
ur Pétursson; Móses Guðmundur,
f. 22. mars 1942. M. Dóra Haralds-
dóttir; Ingibjörg Kristjana, f. 16.
desember 1944. M. Sigurpáll
Grímsson; Sædís Guðrún, f. 3. nóv-
ember 1946. M. Snæþór Aðalsteins-
son; Torfi, f. 19. desember 1950;
Númi, f. 2. mars 1952. M. Björg
Jóhannesdóttir; Rúnar, f. 19. nóv-
ember 1954. M. Kristín Sigurðar-
dóttir; Elínborg, f. 20. júní 1963.
Stjúpdóttii' Lilju, Guðrún, gift Guð-
mundi H. Guðjónssyni lést fyrir
nokkrum árum. Þá átti Lilja við
andlát sitt, 26 barnabörn og 9
barnabarnabörn. Foreldrar Lilju
voru þau Torfi Hjaltalín Illugason
og Ingibjörg Finnsdóttir er bjuggu
síðast á Garðsenda í Eyrarsveit.
Alls eru 9 systkini hennar á lífi og
eru þau: Stefán Hjaltalín rafvirkja-
meistari, Reykjavík. M. Ingveldur
Markúsdóttir; Ólafur Hjaltalín,
Stykkishólmi. M. Vilborg Jónsdótt-
ir; Guðrún, Stykkishólmi, fráfallin.
M. Þorleifur Einarsson; Herdís,
Stykkishólmi. M. Guðmundur
Bjarnason; Guðmundur Torfason.
M. Guðjónía Jóhannesdóttir; Krist-
ján, Skallabúðum, Eyrarsveit. M.
Vigdís Gunnarsdóttir; Páll B.,
Naustum Eyrarsveit. M. Margrét
Erla Hallsdóttir; Unnur húsmóðir,
Reykjavík. Fráfallinn maki Stefán
Þórhallur Stefánsson; Karl Hjaltal-
ín, Reykjavík. M. Ingibjörg Júlíus-
dóttir.
Lilja og Geirmundur bjuggu
fyrstu búskaparárin sín í Eyrar-
sveit og Grundarfirði, en fluttust
til Reykjavíkur 1950. Fyrstu árin í
Reykjavík ráku þau stórt hænsnabú
á Bústaðabletti 12 eða til ársins
1957 er þau fluttu að Árbæjar-
bletti 30. Þar bjuggu þau í litlu
húsi og þrátt fyrir þrengsli þá var
alltaf hægt að taka á móti gestum.
Þegar endurskipulagning var gerð
á Árbæjarhverfi þá var húsið þeirra
fyrir skipulagi og var síðan rifið.
Þrátt fyrir að þau voru orðin Árbæ-
ingar af líf og sál þá fluttu þau
burt úr hverfinu og keyptu sér hús
nær vinnustað sínum. Lilja vann í
íjöldamörg ár í sviðaskúrnum á
Kirkjusandi en síðustu árin vann
hún sem verkakona í afurðasölu
Sambandsins eða þar til henni var
sagt upp störfum fyrir aldurs sakir
1990. Þrátt fyrir að hún ynni erfið-
isvinnu þá lét hún ekki þar við sitja
heldur stóð hún í því að baka klein-
ur og pönnukökur allar helgar til
að geta tekið vel á móti börnum
og barnabörnum. Móðir okkar var
ein af þessum mörgu konum fyrri
tíma sem létu lítið á sér bera en
gerðu þeim mun meira. Hún helg-
aði líf sitt heimilinu og börnum og
skiptu þá blóðbönd hana engu máli.
Ilennar er því sárt saknað af þeim
sem nutu návistar hennar og er það
von okkar að henni verði að trú
sinni og sé komin á barnmargan
stað.
Blessuð sé minning hennar.
Með kveðju frá börnum.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA JÓNASDÓTTIR
frá Álfsnesi,
Hörðalandi 4,
verður jarðsungin frá Lágafellskirkju mánudaginn 30. desember
kl. 14.00.
Anna Þorláksdóttir, Óskar Guðmundsson,
Sigríður Þorláksdóttir, Helgi Þórarinsson,
Guðmunda Þorláksdóttir, Hafsteinn Sigurðsson,
Jóna Þorláksdóttir, Sigurður Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdasonur,
REMO ROLLINI,
andaðist 22. desember sl. f Róm. Jarðarförin hefur farið fram.
Sigurbjörg Sigurðardóttir Rollini, Flavia Annis Rollini,
Magðalena Stefánsdóttir, Sigurður Baldvinsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN DANÍELSDÓTTIR,
Hlégerði 29,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 30. desembér
kl. 13.30.
Daníel Arnfinnsson, Unnur Óladóttir,
Guðmundur Arnfinnsson,
Ingibjörg Arnfinnsdóttir, Kell Frydenlund,
María Arnfinnsdóttir, Bragi Hallgrímsson,
Þóra Arnfinnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu er auðsýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður okkar,
JÓHANNS MARELS JÓNASSONAR
stórkaupmanns,
Laugavegi 55, „VON“,
Reykjavik.
Sigríður Gunnarsdóttir,
Viðar Marel Jóhannsson, Bára Snorradóttir,
Birgir Marel Jóhannsson, Jarþrúður Jónasdóttir,
Björk Jóhannsdóttir, Gunnlaugur Bjarnason,
fjölskyldur og systkini hans.
t
Þökkum innilega samúðarkveðjur, blóm og vinarhug við andlát
móður minnar, tengdamóður og ömmu,
BJARGAR JÓNSDÓTTUR,
sem lést 3. desember.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar, Skjóli.
Sigurbjörg E. Eiríksdóttir, Pjetur M. Helgason,
Hulda Pjetursdóttir, Björg Pjetursdóttir,
Bryndís Pjetursdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Stóru-Giljá,
til heimilis í Víðilundi 141,
Akureyri,
er andaðist 23. desember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 3. janúar næstkomandi kl. 13.30.
Þeim, er vildu minnast hennar, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið
Akureyri.
Erla Hallgrímsdóttir, Jóhann Karl Sigurðsson,
Elisabet Hallgrímsdóttir, Óskar Þór Árnason,
Sigurður J. Hallgrímsson, Ásta Gunnlaugsdóttir,
Hallgrfmur Asgeir Hallgrímsson, Anna Hallgrímsdóttir,
Jónas Hallgrímsson, Ðrífa Þorgrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa,
langafa og langalangafa,
SÆMUNDAR BJARNASONAR
pfpulagningameistara,
Skúlagötu 40a.
Kristín Grímsdóttir,
Guðrún Erna Sæmundsdóttir, Hreiðar Jónsson,
Ingunn Ragna Sæmundsdóttir, Siggeir Jóhannesson,
Bjarni Sæmundsson, Gíslína Vilhjálmsdóttir,
Gylfi Sæmundsson, Guðfinna Sigurðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
JÓNS BERGSTEINSSONAR
múrarameistara,
Vesturgötu 52.
Svanbjörg Halldórsdóttir,
Þórður H. Jónsson, Regfna Gfsladóttir,
Ragnhildur Jónsdóttir, Lárus Helgason,
Gunnar M. Jónsson, Kristfn Halldórsdóttir,
Guðrún Asgeirsdóttir, Anna Edda Ásgeirsdóttir,
Karl Ágústsson, Guðrún Guðmundsdóttir,
Sigurður Asgeirsson, Þórhalla Loftsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Til greinahöfunda:
Minningar- og
afmælisgreinar
Það eru eindregin tilmæli rit-
stjóra Morgunblaðsins til þeirra,
sem rita minningar- og afmælis-
greinar í blaðið, að reynt. verði
að forðast entíurtekningar eins og
kostur er, þegar tvær eða fleiri
greinar eru skrifaðar um sarna
einstakling. Þá verða aðeins leyfð-
ár stuttar tilvitnanir í áður birt
ljóð inni í textanum. Almennt
verður ekki birtur lengri texti en
sem svarar einni blaðsíðu eða
fimm dálkum í blaðinu ásamt
mynd um hvern einstakling. Ef
meira mál berst verður það látið
bíða næsta eða næstu daga.