Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 11 minna út úr lánamarkaðnum á næsta ári en á þessu ári samsvar- ar það nánast sömu upphæð sem ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna nemur. Lífeyrissjóðirnir hafa keypt húsbréf og önnur ríkisbréf og þetta ætti að leiða til þess að þeir endurmeti vaxtakröfur. Á sama tíma er verið að opna fyrir erlenda lánsljármarkaði og gera atvinnufyrirtækjum kleift að taka lán í útlöndum. Ef allar þessar forsendur eru settar inn í efnahagsformúlur ættu raunvextir að lækka á næsta ári. En á móti má segja, að eftir sem áður er töluverður þrýstingur á vextina og hið opinbera er eftir sem áður að taka 17-18 milljarða að láni af um 30 milljarða nýjum sparnaði. Sérfræðingar verða mjög óræðir þegar þeir eru spurð- ir um mögulega vaxtaþróun en segjast þó telja að raunvextir ættu að geta lækkað þegar líði á árið. Kröfur um vaxtalækkun hafa verið háværar undanfarið, sér- staklega í tengslum við kjara- samninga, og því er haldið fram að nafnvextir banka hafi ekki lækkað í takt við lækkun verðbólg- unnar, sem er mjög lítil um þessar mundir. Nú eru vextir á óverð- tryggðum útlánum bankastofnana um og yfir 15% og forvextir ríkis- víxla eru 12,5%, en verðbólga er Tekjur ríkisins í milljónum króna í milljónum króna Fjárlög 1991 Endursk. áætlun 1991 Frumvarp 1992 Fjárlög 1992 Tekju- og eignarskattar 20.167 19.738 20.674 21.088 - einstaklingar 14.865 15.365 15.773 16.288 - fyrirtæki 5.302 4.373 4.901 4.800 Óbeinir skattar 75.228 75.336 78.272 76.215 - innflutningsgjöld 8.719 9.566 8.099 8.608 - virðisaukaskattur 41.550 39.900 42.970 40.450 - hagnaður ÁTVR 6.700 6.500 6.800 6.650 - tryggingagjald 8.380 9.025 8.900 9.150 - bifreiðagjöld 6.030 6.430 7.130 7.140 - aðrir óbeinir skattar 3.849 3.915 4.373 4.217 Aðrar tekjur 6.303 6.320 7.490 8.160 - vaxtatekjur 3.700 3.870 3.815 3.990 - arðgreiðslur 2.328 1.835 2.310 2.205 - salaeigna — 365 1.075 1.075 - ýmsar tekjur 275 250 290 890 Heildartekjur ríkissjóðs 101.698 101.394 106.436 105.463 Skatttekjur ríkissjóðs 95.395 95.074 98.946 97.128 Sem hlutfall af vergri landsframieiðslu Heildartekjur 28% 27,1% 28,1% 28,5% Skatttekjur 26,2% 25,4% 26,1% 26,3% Allar fjárhæðir eru á verðlagi hvers árs en ekki á föstu verðlagi. háttur hafi verið hafður á, til að jafna hlutfallslega skerðingu barn- margra og barnfárra fjölskyldna. Sjómannaafsláttur skertur Á þeim ákvæðum laga um tekju og eignaskatt, sem snerta sjó- mannaafsiátt, eru gerðar þær breytingar að reglur um það hveij- ir njóta hans eru þrengdar og einn- ig eru settar nýjar reglur um hvernig telja eigi þá daga sem veita rétt til afsláttar. Þetta á að spara ríkinu 180 milljónir af 1.400 milljónum sem annars hefðu verið greiddar til sjómanna sem skatta- afsláttur. Nú fá aðeins þejr afslátt, sem eru ráðnir til sjómannsstarfa á fiskiskipi, kaupskipi eða öðru því skipi sem talið er upp í lögunum. Nokkur fjöldi manna, sem áður hafði afsláttinn en stundaði þó ekki sjómennsku í þessum skiln- ingi, fellur út úr þessu kerfi. Þar má meðal annars nefna eftirlits- menn með skipasmíðum erlendis, útgerðarstjóra og starfsmenn Ha- frannsóknastofnunar þegar þeir fara í rannsóknarleiðangra. Einnig falla út þeir sem stunda handfæra- veiðar og hafa ekki að minnsta kosti 30% tekna sinna af því starfí. Eftirleiðis verður miðað við lög- skráningu þegar taldir eru dagar, sem gefa rétt á sjómannaafslætti. talin vera um 4% um þessar mund- ir. Miðað við forsendur þjóðhags- spár og fjárlaga er síðan gert ráð fyrir að verðbólgan fari í 2-2,5% á síðari hluta næsta árs. Hér að framan hefur verið fjall- að almennt um fjárlagafrumvarpið en á eftir verður stiklað á nokkrum atriðum þess sem einkum snerta almenning. Ríkisstarfsmönnum á að fækka Undir lok fjárlagagerðarinnar var ákveðið að skera framlög til reksturs allra ríkisstofnana niður um samtals 1.500 milljónir króna miðað við fyrri tillögur. Þetta er flatur niðurskurður, þar sem fram- lag til ríkisstofnananna er skert um hlutfallslega sömu upphæð og forsendan er að ríkisstarfsmönn- um fækki á árinu. Hins vegar hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað árlega um 6-800 síðustu árin. Ríkisstjórnin hefur falið þremur ráðherrum, fjármálaráðherra, heil- brigðisráðherra og menntamála- ráðherra, að hafa yfirumsjón með niðurskurðinum. Ilann gæti þó orðið erfiður í framkvæmd, þar sem þetta eru háar tölur. Þannig samsvarar niðurskurður í skóla- kerfinu því, að fjáveiting til Menntaskólans í Hamrahlíð sé skorin niður í heilu lagi. í fjárlögunum er kveðið á um að ekki megi ráða í stöður sem losna, nema ráðningarnéfnd ríkis- ins fjalli um það. Til að styrkja þetta er nú rætt um að að endur- skoða og herða lög um ráðningar ríkisstarfsmanna og ráðningar- nefnd ríkisins, þannig að þau lög nái til starfsmannahalds ríkisins í heild. Einnig er talið koma til greina að setja tímabundin lög fyrir næsta ár, um að ekki verði ráðið í stöður sem losna. Heildarbarnabætur lækka um 10% í tengslum við fjárlögin voru upphæðir barnabóta, í lögum um tekju- og eignaskatt, lækkaðar um ákveðna krónutölu, rúmar 20 þús- und krónur með fyrsta barni og verða 8.886 krónur á næsta ári, en bætur með öðru og næstu börn- um lækka um rúmar 15 þúsund krónur og verða 27.564 krónur. Hins vegar stendur í stað upphæð þeirra bóta sem greidd er til við- bótar sé barn yngra en 7 ára, 28.917 krónur. Bamabætur til ein- stæðra foreldra lækka um sömu upphæðir og verða 66.723 krónur með fyrsta barni og 70.941 króna með öðru og fleiri börnum. Á móti er upphæð barnabóta- auka hækkuð þannig að fólk fær barnabótaauka með hærri tekjur en áður. Það þýðir að hjón með eitt barn fá barnabótaauka þar til 2,4 milljóna króna árstekjum er náð. Þessi tekjumörk hækka með auknum fjölda barna og hjón með fjögur börn og fleiri fá barnabóta- auka þar til 3,3 milljóna króna árstekjum er náð. Hjá einstæðum foreldrum eru þessi tekjumörk frá 2 milljónum til 3 milljóna. Fjármálaráðuneytið metur það svo, að eftir þessar breytingar fái 90% einstæðra foreldra og um helmingur hjóna með börn yngri en 16 ára sömu eða hærri barna- bætur eftir þessa breytingu en afgangurinn fær lægri bætur. Samtals áætiar fjármálaráðuneyt- ið að spara með þessu móti 500-520 milljónir króna af um 5.000 milljónum, sem annars hefðu verið greiddar í barnabætur og barnabótaauka á árinu. Útgjöld ríkisins í milljónum króna Reikningur 1990 Fjárlög Fjárlög+ 1991 fjárauka- lög Fjárlög 1992 1. Rekstrarkostnaður 37.307 41.416 42.412 41.081 Laun 30.000 32.018 32.451 32.794 Önnur gjöld 12.307 14.042 14.605 15.244 Sértekjur -5.000 -e4.644 -=-4.644 +6.957 2. Tryggingagreiðslur, niðurgreiðslur, framlög 39.630 41.774 45.488 43.925 Lífeyristryggingar 12.640 13.895 14.295 14.757 Sj úkratryggingar 9.737 10.060 10.500 9.043 Slysatryggingar 443 426 546 547 Atvinnuleysistrygg.sjóður 1.031 1.280 1.360 1.280 Ríkisábyrgð á launum 220 261 548 100 Uppbæturálífeyri 672 788 908 1.200 Lífeyrissjóður bænda 280 392 392 432 Niðurgreiðslur á vöruverði Niðurgreiðslur á rafmagni 5.459 5.470 5.470 4.935 223 262 297 341 Framleiðnisjóður landbún. 592 676 676 340 Greiðsla v. búvöruframleiðslu 1.421 1.427 2.317 2.787 Sauðfjáiveikivarni'r 320 339 339 241 Lánasjóður ísl. námsmanna 2.174 1.730 2.430 2.220 Framlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga 1.207 1.366 1.366 1.497 Skipaútgerð ríkisins 180 134 234 Annað 3.031 3.268 3.810 4.205 3. Vaxtagreiðslur 8.274 9.400 9.400 9.900 4. Viðhald 2.362 2.534 2.446 2.795 Vegagerð ríkisins 1.837 1.980 1.880 2.118 Annað 525 554 566 677 5. Fjárfesting, alls 9.326 10.643 12.505 11.873 Stofnkostnaður 4.885 6.066 7.277 6.815 Vegagerð ríkisins 2.218 2.700 2.620 2.690 Flugvellir 308 333 333 267 Endurbætur menningarbygg. 396 335 585 365 Sjúkrahús í Reykjavík 269 359 511 505 Framkvæmdasjóður fatlaðra 220 225 260 320 Annað 1.474 2.094 2.968 2.668 Fjárfestingaframlög 4.441 4.577 5.228 5.058 Vegagerð ríkisins 381 425 425 468 Hafnamál 634 677 807 965 Byggðastofnun 241 - 250 250 180 Byggingarsjóðir 534 900 900 1.075 Atvinnutryggingasjóður útflutningsgreina 343 357 Sjúkrahús og læknabústaðir 296 314 314 330 Framkvæmdasjóður aldraðra 193 370 370 277 Annað 1.819 1.641 1.805 1.763 Samtals 96.899 105.767 112.250 109.575 Allar fjárliæðir eru á verðlagi hvers árs en ekki á föstu verðlagi. Með þessum aðgerðum hefur verið aukinn sá munur, sem er í barnabótakerfinu, einstæðum for- Lögskráning áhafna eða hluta af henni umfram það sem lögskylt er veitir ekki rétt til afsláttar, en eldrum í vil. Éinnig er aukinn sá munur, sem er á bótum barn'a yngri og eldri en 7 ára. Hins veg- ar segja embættismenn að þessi samkvæmt lögum er lögskráning aðeins skylda á meðan skip eru á sjó, frá brottfarardegi til komu- dags. Nái sjómaður 245 dögum í lög- skráningu á ári fær hann fullan sjómannaafslátt allt árið, í 365 daga. Þetta þýðir í raun, að sjó- menn geta bætt 49% við raunveru- lega lögskráningardaga; sjómaður sem hefur til dæmis 200 lögskrán- ingardaga á ári fær sjómanna- afslátt í 298 daga. Ýmis fjáröflun og niðurskurður Til viðbótar ofangreindu ætlar ríkið að afla fjár á næsta ári með ýmsu móti, bæði með beinum sköttum og öðrum hætti svo sem þjónustugjöldum. Til dæmis var framlengdur sérstakur skattur á verslunar og skrifstofuhúsnæði. Lög um jöfnunargjald á innfluttar iðnaðarvörur voru framlengd til loka september á næsta ári. Lög voru sett um aukatekjur ríkis- sjóðs, sem leysa af hólmi fyrri reglugerðir um það efni. Þar eru helstu breytingar að gjaldtaka fyr- ir dómsmálaaðgerðir er einfölduð og hækkuð, og tekjurnar renna í ríkissjóð. Með nýjum reglugerðum um bensíngjald og þungaskatt hækka þessi gjöld um 2% um ára- mót. Að auki var hækkað sérstakt gjald af bifreiðum yfír 1.100 kíló að þyngd, eða með vél yfir 2.000 rúmsentimetra sprengirými. Þá tekur gildi um áramót ný reglugerð um jöfnunartoll af súkkulaði. Hætt verður að niður- greiða mjólkurduft til sælgætis- framleiðslu, en lagður á 44 króna tollur á hvert kíló af innfluttu súkkulaði til að vega upp verðmun á mjólkurdufti hér á landi og á heimsmarkaðsverði. Reglum um skattafrádrátt fyr- irtækja var breytt nokkuð á Al- þingi í tengslum við íjárlögin. Á næsta ári geta fyrirtæki ekki nýtt tap til skattafrádráttar ef það er eldra en 5 ára. Þá voru settar þrengri skorður við nýtingu taps við sameiningu fyrirtækja. Þetta mun þó ekki nýtast ríkissjóði til tekna fyrr en að nokkrum árum liðnum. Einnig var afnumin heim- ild fyrirtækja til að draga útborg- aðan arð frá tekjum fyrir skatt, en sú breyting er háð því að lög um skattlagningu fjármagnstekna verði að veruleika. Þjónustugjöld ríkisstofnana hækka talsvert. Skólagjöld á há- skólastigi verða hækkuð, en ekki náðist samstaða um skólagjöld í framhaldsskóla. Þeir sem nota heilbrigðisþjónustu þurfa nú að greiða gjald, bæði vegna lyfja- kaupa og þjónustu lækna og sér- fræðinga. Þá mun sjávarútvegur- inn taka þátt í kostnaði við ha- frannsóknir. Hafnagjöld verða hækkuð til að standa straum af hafnaframkvæmdum. Niðurskurður útgjalda birtist í ýmsum myndum. Þannig á að fresta framkvæmdum við hluta af Yestfjarðagöngunum um eitt ár. Ákveðið hefur verið að sameina Borgarspítala og Landakotsspítala í Reykjavík' og færa starfsemi Fæðingarheimilisins við Þorfinns- götu yfir á Landspítala. Þótt fjárlög hafi verið afgreidd eru enn nokkrir lausir endar. Af- greiðslu nokkurra lagafrumvarpa, sem tengjast fjárlögunum, var frestað fram yfir áramót. Þar má nefna svonefndan bandorm, ýmis lög um niðurskurð í ríkisrekstri. Áformað er að sveitarfélög taki þátt í rekstri löggæslu á næsta ári og spari ríkinu um 500 milljón- ir króna, en ekki hefur verið geng- ið endanlega frá með hvaða hætti það verður gert. Þá er áformað að setja lög um skattlagningu opinberra fjárfestingarsjóða en því var frestað fram yfir áramótin. Loks eru lánsfjáilög óafgreidd, eins og áður sagði. Eins og sést af þessari upptaln- ingu spá fjárlögin ekki sérlega vel fyrir árinu sem er að ganga í garð. Állt er undir formerkjum aðhalds og niðurskurðar og það er enginn öfundsverður af því verkefni að framfylgja þeim fyrirætlunum sem þar eru boðaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.