Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGÁR GMMWM ' i« kj'- i' SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 Guðrún Valgerður Oddsdóttír - Minning Fædd 9. desember 1916 Dáin 20. desember 1991 Móðursystir mín, Guðrún Odds- dóttir, lést óvænt á heimili sínu að kvöldi föstudagsins 20. desember sl. Nokkru áður hafði hún hress og kát staðið fyrir fagnaði á 75 ára afmælisdegi sínum þar sem ástvinir og ættingjar samfögnuðu henni í tilefni dagsins. Guðrún Valgerður Oddsdóttir fæddist 9. desember 1916 á Suður- eyri við Súgandafjörð, dóttir hjón- ana Guðbjargar Bjarnadóttur og Odds Hallbjömssonar, skipstjóra. Guðrún giftist 5. nóvember 1938 Bjarna Kristóferssyni, sjómanni, síðast starfsmanni Rafveitu Akra- ness. Börn þeirra eru: Guðbjörg, gift Sigurði Páli Gunnarssyni, hann er látinn. Þau eiga 2 böm; Kristó- fer, kvæntur Sigurlínu Guðmunds- dóttur. Þau eiga 4 börn; Júlíana, gift Jóni Trausta Hervarssyni. Þau eiga 3 börn; Haraldur, sambýlis- kona Sigrún M. Vilhjálmsdóttir. Þau eiga 2 börn. Auk þeirra á Sig- rún dóttur. Þau Guðrún og Bjarni bjuggu fyrstu búskaparárin með 3 elstu bömin á efstu hæðinni að Arnar- stað. Langafi var þá í kjallaranum, afi og amma á miðhæðinni ásamt yngstu börnum sínum, móður minni og mér þannig að fjórir ættliðir lifðu þarna og hrærðust í góðri sátt og oft við glens og gaman. Meðfram því að Bjami stundaði sjóinn stóðu þau svo að myndar- legri húsbyggingu á Vesturgötu 123 og þar fæddist yngsti sonurinn. Hafa þau átt heimili sitt þar síðan. Sakna ég þess nú að geta ekki átt von á að hitta hana og þiggja kaffi- sopa og spjalla við þau hjónin. Fyrir nokkrum ámm varð Bjarni fyrir því vegna sjúkdóms að taka jvarð af báða fætur hans við hné. Það voru erfiðir tímar, en við öll sem þekkjum til dáumst mjög að dugnaði hans og æðruleysi. Og þá var Gunna betri en enginn. Hún var stoðð hans og stytta og saman tók- ust þau á við erfiðleikana og höfðu sigur. Eg bið Guð að styrkja Bjarna minn og fjölskyldu hans á stundum sorgar og saknaðar. Að leiðarlokum vil ég og fjöl- skylda mín þakka Gunnu samfylgd- ina og góðvild hennar alla tíð í okkar garð. Guðbjörg Róbertsdóttir Það er undarlegt að minnast lát- innar manneskju sem stendur okkur enn svcx ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum. Það er eins og amma sé enn á ferðalagi með okkur um tím- ann og því ekki þörf fyrir sérstaka grein, byggða á minningum um lið- in augnablik. Sennilega varð hún aðeins að bregða sér frá í stutta stund, en svo stendur hún allt í einu Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öilkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. við eldhúsvaskinn og horfir niður Vesturgötuna, hún situr inni í stofu, pijónar og hlustar á útvarpið. Svona getur raunveruleikinn oft verið harla óraunverulegur. Minningin um Guðrúnu Odds- dóttur er minning um dugmikla konu, harða af sér og styrka í anda. Við kölluðum hana „ömmu Gunnu“ og fyrir kom að hún hét „amma á Vesturgötunni". Hún var bakhjarl í lífi okkar allra; lifandi tákn þess öryggis og þeirrar staðfestu sem við öll leitum að í lífinu. Alltaf hafði hún tíma fyrir okkur, ekki einungis á efri árum, heldur líka í þá daga er hún gekk til vinnu sinnar utan heimilis. Henni fannst gaman að vinna í fiski, það sagði hún oft. Amma hafði nefnilega ekki aðeins gaman af vinnunni, heldur líka af fólkinu sem hún starfaði með. En vinnusemin og dugnaðurinn komu ekki fyrst í ljós utan heimilisins að Vesturgötu 123. Amma var hús- móðir á sínu heimili og sá til þess að þar skorti ekki á nokkurn hlut. Aldrei varð hún vellauðug í efnis- legum skilningi, en bauð þó alltaf upp á allt það besta sem hún gat veitt. Hún bakaði reglulega, passaði upp á að alltaf væri heitt á könn- unni, vildi ekki að nokkur maður færi svangur úr hennar húsi. Sí- fellt prjónaði hún vettlinga, sokka og húfur, jafnvel á heilu fjölskyld- urnar. Og flaug sú frétt að von væri á crfingja innan ættarinnar, þá greip amma umsvifalaust pijón- ana og galdraði fram peysur og hvers kyns skjólfatnað: Eljan var henni í blóð borin og vinnan merki þess að maður lifði á þessari jörð. Væri til. Þó minnumst við ömmu okkar miklu fremur fyrir þann hlýja hug og þá stöðugu umhyggju sem hún veitti okkur barnabörnunum og börnum okkar. Hún hafði vakandi auga með öllu þessu fólki og fylgd- ist vel með því hvað hver var að bauka, hvort heldur var í starfi eða i leik. Hún var dálítill prakkari í sér og hafði ríka kímnigáfu sem naut sín alltof sjaldan. Amma var föst á skoðunum sínum og gat orð- ið hvassyrt, t.a.m. ef stjórnmál bar á góma. „Mogginn lýgur aldrei,“ sagði hún ... brosti síðan tvíræðu brosi, enda voru hvers kyns dægur- mál ekki til þess að stjórna hug- myndum ömmu um mannlífið og manneskjur sem henni voru að skapi. Á hinn bóginn fylgdist hún mjög vel með allri þjóðfélagsum- ræðu, hlustaði til jafns á báðar rás- ir Ríkisútvarpsins og var ætíð reiðu- búin að ræða um allt milli himins og jarðar. Þannig sór hún sig í ætt við aðra Vestfirðinga: Sterk þegar á reyndi og hörð af sér, en jafnan opin fyrir fjölbreytileika veraldar- innar. Á seinni árum var hún vön að leggja sig í litlu herbergi inn af ganginum. Þar las.hún blöðin, en neitaði því staðfastlega _ að hún blundaði nokkurn tíma. Á vegg í herberginu hangir gulnuð og máð mynd í ramma.~Á myndinni eru nemendur í Húsmæðraskólanum á ísafirði, veturinn 1934-1935; hópur ungra stúlkna og amma þar á með- al. Hún brosir feimnislegu brosi á þessari mynd. Sjálfsagt hefur hana ekki rennt grun í hvernig lífshlaup hennar myndi líta út, ekki fremur en gerist með fólk. Að hún ætti eftir að giftast ungum sjómanni og standa við hlið hans þegar þungar öldur lífsins brutu á, að hún eignað- ist íjögur börn, 12 barnabörn, yrði langamma fimm drengja og einnar stúlku. Það gerist margt á langri ævi. Nú, þegar myrkrið blæs í seglin og okkur ber óðfluga út á tímans haf, horfum við um öxl og þá birt- ist hún okkur, þessi unga stúlka frá Suðureyri við Súgandafjörð, sem hélt út í hin smáu og stóru stríð tilverunnar, og sigraði þar til yfir lauk. Barnabörn Við fráfall ástvinar vilja minning- arbrotin renna í óskipulagðri röð gegnum hugann, blandin söknuði og eftirsjá. Þannig var um okkur við skyndilegt fráfall tengdamóður okkar, hennar sem varla varð mis- dægurt á langri ævi. En ef til vill eru minningar frá fyrstu komum okkar á hennar myndarlega heimili okkur hvað skýrastar, þegar hún tók á móti okkur á sinn hljóðláta hátt, og þegar hún sá að alvara fylgdi urðum við sem hennar börn upp frá því. Hún hét Guðrún Valgerður. For- eldrar hennar voru Oddur Hall- björnsson Oddsson frá Bakka í Tálknafirði og kona hans, Guðbjörg Bjarnadóttir frá Botni í Súganda- firði. Þau bjuggu þá á Suðureyri við Súgandafjörð, og þar fæddist Anna Jónasdóttír frá Álfsnesi - Minning & Fædd 1. desember 1905 Dáin 19. desember 1991 Okkur hjónin langar að minnast með örfáum orðum Onnu Jónsdótt- ur sem lést í Borgarspítalanum 19. desember sh eftir þráláta vanheilsu sem hún átti við að stríða að und- anförnu. Anna fæddist í Stykkis- hólmi 1. desember 1905. Hún gift- ist Þorláki Kristjánssyni bónda í Álfsnesi. Þorlákur, sem lést 6. júní 1966, var traustur maður og vel gerður. Ilið yfirvegaða og látlausa fas Þorláks varð öllum minnisstætt sem kynntust honum. Það var mik- ið áfall fyrir Önnu þegar Þorlákur féll frá enda hafði hjónaband þeirra ávallt verið eins og best verður á kosið. Anna naut eftir það hlýju og umhyggju dætra sinna og fjöl- skyldna þeirra. Kynni okkar hjónanna af Önnu voru löng og ánægjuleg. Akirei bar skugga á þá vináttu sem hún sýndi okkur. Þegar hún kom í heimsókn var það alltaf ánægjuefni og ekki síst fyrir börnin sem voru mjög hænd að henni. Ef til vill hefur hún að einhveiju leyti gegnt hlutverki ömmunnar í fjölskyldunni enda voru mæður okkar hjónanna báðar látn- ar þegar börn okkar uxu úr grasi. Þá var einnig minnisstætt við þessa heimsóknir hvað umgengni við hana var þægileg og hve ánægjulegt það var að ræða við hana um þau mál sem efst voru á baugi. Anna hafði ákveðnar og fastmótaðar skoðanir án þess að hún væri að troða þeim upp á aðra óumbeðin. Vinsamleg og réttlát sjónarmið hennar eru okkur minnisstæð. Anna var harð- dugleg kona og féll henni sjaldan verk úr hendi; Hún vildi alltaf hjálpa til þegar hún leit inn og ef hún fékk það ekki þá var tekið til við að pijónana. Anna stjórnaði slátur- gerðirmi hjá okkur í mörg ár á sinn röggsama hátt. Þá var hún sérstak- lega gjöful sem fram kom í því að varla brást að hún viki ekki ein- hveiju áð börnunum þegar hún kom í heimsókn. Sumarið 1980 fór fjölskyldan orlofsferð til Danmerkur. Á þeim tíma bjó Sigríður, dóttir Önnu, í Svíþjóð og ákvað Anna að heim- sækja hana en það var eina utan- landsferðin sem Anna tók sér fyrir hendur á ævinni. Ilún spurðist fyr- ir hvort hún mætti verða okkur samferða og dveljast með okkur áður en hún færi yfir til Svíþjóðar og eftir að hún kæmí þaðan. Að sjálfsögðu var okkur ljúft að bjóða hana velkomna í hópinn. Ferðin gekk vel og Anna sannaði það einu sinni enn hvílíkum kostum hún var búin og átti hún sinn þátt í að gera ferðalagið hið skemmtilegasta. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið Guðrún, önnur í röð níu systkina. Fjögur þeirra eru á lífi, þau Hall- björn, Aðalheiður, Jón og Valdimar. Áður eru látin Guðbjörn Valdimar, Bjarni, Ólafur og Þorgerður. Víst er að snemma hefur Guðrún farið að hjálpa móður sinni með yngri systkinin þar sem faðir hennar var skipstjóri. Alla tíð bar hún um- hyggju fyrir þeim og þeirra afkom- endum. Árið 1929 fluttist hún til Akra- ness með foreldrum sínum, en þangað flutti faðir hennar útgerð sína. Bjölskyldan flutti í húsið núm- er 59 við Vesturgötu, það hús sem kallað er Arnarstaður. Þar bjuggu foreldrar hennar í yfir ijörutíu ár og þar bjó hún lengi sjálf. Skólagangan varð ekki lengri en barnaskólanámið, utan eins vetrar í húsmæðraskólanum á ísafirði. En sú kennsla sem bauðst var notuð svo vel að áratugum síðar gat hún sagt sínum börnum og barnabörn- um til við heimanámið. Hún kunni alla þá sálma sem hún hafði lært í skóla og fermingarundirbúningi og allt sem hún lagði á minnið var vel geymt. 5. nóvember 1938 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Bjarna Kristóferssyni sjómanni á Akranesi. Þau hófu búskap á Arnar- stað á efri hæðinni hjá foreidrum hennar. Þar bjuggu þau í sextán ár og þar fæddust þijú af börnum þeirra. 1954 fluttu þau í nýtt mynd- arlegt hús sem þau höfðu reist á föðurleifð Bjarna á Vesturgötu 23j við hliðina á heimili móður hans. I nýja húsinu fæddist þeim yngsta barnið. að vera samvistum með henni þenn- an tíma og erum reyndar mikið upp með okkur af því að Anna skyldi treysta okkur fyrir samfylgdinni. Þegar nánir ættingjar og vinir hverfa sjónum okkar yfir móðuna miklu finnur maður fyrir sárum tómleika og söknuði. Þessar tilfinn- ingar eru ríkjandi í okkar fjölskyldu en jafnframt erum við þakklát fyrir það sem Anna gaf • okkur. Hún auðgaði líf okkar með vináttu sinni og einlægri framkomu. Minningin um hana mun ekki gleymast. Við færum dætrum Önnu og fjölskyld- um þeirra okkar innilegust samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Önnu Jónasdóttur. Ragnheiður Þorgeirsdóttir Bjarni stundaði sjó allt fram til 1967 og öll þekkjum við hlutskipti sjómannskonunnar við þær aðstæð- ur. Því hlutskipti sinnti hún af dugnaði og alúð. Hjónaband þeirra í fimmtíu og þijú ár var farsælt og gott. Samstaða, trygglyndi og ást réðu þar ríkjum. Myndarlegt heim- ili bjó hún manni sínum og börnum og velferð Ijölskyldunnar sat ávallt í fyrirrúmi. Minnisstæð er um- hyggja hennar fyrir manni sínum í erfiðum veikindum hans og er hann kom heim af sjúkrahúsi fatlaður, umönnun, hjálpsemi og uppörvun hennar. Og eins og í öllu öðru, án þess að hafa um það sérstök orð. Missir hans er mikill og söknuður sár. Algóður Guð veiti honum styrk á erfiðum stundum. Börn Guðrúnar og Bjarna eru: Guðbjörg f. 1940. Hennar maður var Sigurður Páll Gunnarsson. Hann lést 1985. Þau eignuðust tvö börn; Kristófer f. 1944, hans kona er Sigurlína Guðmundsdóttir. Þau eiga fjögur börn; Júlíana f. 1946, hennar maður er Jón Trausti Her- varsson, þau eiga þijú börn; Harald- ur f. 1955, hans kona er Sigrún Vilhjálmsdóttir, þau eiga þijú börn. Barnabarnabörnin eru orðin sex. Umhyggja hennar fyrir okkur öllum var takmarkalaus. Guðrún tengdanióðir okkar var sterkur persónuleiki. Vinnusemi var henni í blóð borin og afkastamikil var hún í hveiju verki sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var dul og bar ekki tilfinningar sínar eða áhyggjur á torg, en inni fyrir bjó hlýja og góðvild sem aldrei gleym- ist. Hún var hreinskilin, sagði sína skoðun ,umbúðalaust væri hún spurð en var ekkert að troða þeim uppá aðra. Hún var gamansöm í sínum hópi og höfðingi heim að sækja. Hennar mestu gleðistundir voru þegar hún hafði sem ílesta ættingja og vini í kringum sig. Skemmst er að minnast 75 ára af- mælis hennar 9. desember síðastlið- inn. Það hélt hún uppá af myndar- og rausnarskap, umkringd skyldul- iði og vinum, og lét ekki aldurinn aftra sér frá að sjá um það sjálf. Við söknum hennar sárt en minn- ingin um góða konu mun lifa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Tengdabörn Núna er hún amma okkar farin. Hún skilur eftir sig stórt skarð og söknuður okkar er mikill, en við vitum að henni líður betur nú en síðustu dagana á meðal okkar. Við viljum minnast hennar eins og hún var sem amma. í huga okk- ar allra var hún fyrirmyndar amma og um leið ættarhöfðingi sem við bárum virðingu fyrir. Hún var mjög góður vinur sem tók okkur alltaf opnum örmum og var okkur öllum jafn kærkomin. Við minnumst henn- ar ömmu sem mikillar dugnað- arkonu sem aldrei sat auðum hönd- um og eru þeir ófáir ullarsokkarnir og vettlingarnir sem hún hefur pijónað á okkur í gegnum tíðina. Ekki vorum við há í loftinu þegar hún amma kenndi okkur að spila Svarta-Pétur og bauð okkur upp á kræsingar eins og kaffi og kringlur, því það fengum við sko hvergi ann- ars staðar. Hún var mjög hreinskilin og ákveðin kona enda vorum við ekki alltaf sammála henni. Hún hafði ótrúlegan viljastyrk og þrátt fyrir veikindi sín undanfarin ár kvartaði hún aldrei. Hún var mjög umhyggju- söm og lýsandi dæmi um það, var að henni var það kappsmál að öll fengjum við jólagjafir frá henni þessi jól. Jólin eru tími friðar og gleði, við finnum fyrir friði en jólin nú eru öðruvísi en nokkur önnur jól, það vantar hana ömmu okkar. Ilún er ekki þar sem hún var vön að vera, en í huga okkar og hjarta mun hún alltaf verða til staðar. Megi hún hvíla í friði. Barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.