Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991
15
Frú Vigdís Finnbogadóttir
Auðvitað fór heldur ekki hjá því
að við skiptumst á skoðunum um
hvernig heimsmyndin kæmi okkur
fyrir sjónir. Þá kom greinilega í
ljós að þau bæði voru með framtíð-
ardrauma, framtíðarsýn og mikinn
metnað fyrir sitt heimasvæði í
heiminum."
Forseti Islands segir sovésku
forsetahjónin hafa boðið sér að
koma til Sovétríkjanna en því mið-
ur hafi viljað svo til að á þeim tíma
sem lagður var til hafi ekki verið
hægt að þekkjast boðið. Hún hafi
síðan fengið skilaboð frá þeim
nokkru síðar þar sem þau sögðust
vænta þess að hún gæti komið er
betur stæði á. Vigdís segir að þeg-
ar hún fór til Moskvu fyrir tveim-
ur árum síðan, í tengslum við opn-
un norrænnar samsýningar í
Leníngrad og íslenskrar myndlist-
arsýningar í Moskvu, hafi hún'
tvívegis fengið hlýjar kveðjur frá
Gorbatsjov. Sendi hann aðstoðar-
utanríkisráðherra sinn sérstaklega
út á flugvöll, er hún var að halda
heim, til að færa henni kveðjur
hans glóðvolgar.
„Það sem stendur upp úr, nú
er Gorbatsjov hefur látið af emb-
ætti, er að hann hefur átt mikinn
þátt í að heimsmyndin er alveg
gjörbreytt að þessum fimm árum
liðnum síðan við hittúmst. Mér
finnst Míkhaíl Gorbatsjov vera al-
veg makalaus maður í samtíðinni
og enginn vafí á að þessum stór-
brotna stjórnmálamanni verður
helgaður stór kafli í sögu síðasta
áratugar tuttugustu aldarinnar.
Hans nafn gleymist ekki, á hveiju
sem veltur þegar fram líða stund-
ir. Ekki síst held ég að hann verði
sögufrægur fyrir vammleysi sitt.
Mér finnst að honum mikil eftir-
sjá því mér féll svo vel við hann.
Eitt af því minnisstæðasta við
hann er hlýjan og kínmin í augun-
um, það var alltaf mjög stutt í
brosið. Hann var líka mjög einarð-
ur og einlægur hugsjónamaður.
Mér finnst ég vera ríkari af minn-
ingum eftir að hafa hitt þennan
mann persóriulega, og eiginkonu
hans sem einnig er stórbrotin
kona,“ segir Vigdís Finnbogadótt-
ir.
og í þriðja heiminum drógu Sovét-
menn sig út úr svæðisbundnum
skærum sem kynt hafði verið undir
í nafni kalda stríðsins. Þar með gat
þróunin í átt til friðar hafist í stríðs-
hijáðum ríkjum á borð við Angóla,
Mósambík, Nikaragúa, Eþíópíu og
Kambódíu.
Sú lýðræðislega opnun sem Gorb-
atsjov hafði stuðlað að innan Sovét-
ríkjanna færði smám saman anga
sína til ríkja Austur-Evrópu og
stjórnvöld þar fóru að gerast völt í
sessi. Ólíkt því sem gerst hafði í
Austur-Þýskalandi 1953, Ungveija-
landi 1956 og Tékkóslóvakíu 1968
létu sovésk stjórnvöld sér nú fátt
um finnast er neyðarköllin fóru að
berast frá austur-evrópsku stjórnar-
herrunum. í júní 1989 sagði Gorb-
atsjov í Vestur-Þýskalandi að hvert
ríki ætti rétt á að velja sér stjórnar-
far, önnur ríki ættu ekki að hafa
afskipti af því. „Sagan refsar þeim
sem koma of seint,“ bætti hann við
og enginn var í vafa um að þau
ummæli bæri að túlka sem neitt
annað en skýr skilaboð til Erichs
Honeckers og annarra austur-evr-
ópskra leiðtoga um að tími þeirra
væri útrunninn. Mánuði síðar hélt
hann ræðu hjá Evrópuráðinu í
Strassbourg og skýrði frá því að
Rauði herinn myndi aldrei aftur
hafa afskipti af innanríkismálum
annarra ríkja: Lýðræði komst á í
Austur-Evrópu. Kalda stríðinu var
lokið.
Hlutverki Míkhaíls Gorbatsjov í
sögunni virðist nú vera lokið. Aðrir
niunu taka upp þráðinn þar sem frá
var horfið og leiða þær breytingar
til enda sem hann var upphafsmað-
urinn að. Hver endanleg eftirmæli
hans verða er enn of snemmt að spá
um þó óneitanlega verði hann talinn
til stórmenna stjórnmálasögunnar.
Austur-þýska leiðtoganum Erich Honecker heilsað með kossi í októb-
er 1989 nokkrum dögum áður en honum var velt úr sessi.
Gorbatsjov kemur aftur til Moskvu eftir hið mislukkaða valdarán í
ágúst á þessu ári. Þreyttur, reiður og valdalaus.
Sovétlýðvelda á tímum verkfalla og
efnahagslegrar hnignunar.
JÚNÍ 1991: Boris Jeltsín kosinn
forseti Rússlands.
JÚLÍ 1991: Gorbatsjov sækir leið-
togafund iðnríkjanna í London og
fær loforð um frekari aðstoð vegna
umbótaáætlunar sinnar. Gorbatsjov
og George Bush fi "eti Bandaríkj-
anna, hittast í Mt oui og skrifa
undir samning um 10% niðurskurð
kjarnavopnabirgða.
19. ÁGÚST 1991: Gennadíj Janajev,
aðstoðarmaður Gorbatsjovs, fer fyr-
ir flokki harðlínumanna í hernum
og lýsir yfír að hann hafi tekið við
forsetaembættinu vegna slæms
heilsufars Gorbatsjovs. Neyðará-
standi er lýst á sumum svæðum.
Þingið í Eistlandi lýsir yfir sjálf-
stæði.
21. ÁGÚST 1991: Valdaránið fer
út um þúfur, valdaklíka harðlínu-
manna lömuð, en sjálfstæðishreyf-
ingar í lýðveldunum fá byr undir
báða vængi. Lettneska þingið lýsir
yfir sjálfstæði landsins.
24. ÁGÚST 1991: Gorbatsjov segir
af sér embætti formanns kommún-
istaflokksins, fyrirskipar opinbera
upptöku á eignum flokksins, bannar
starfsemi hans í ríkisfyrirtækjum
og leggur til að flokluirinn verði
leystur upp. Þingið í Ukraínu lýsir
yfir sjálfstæði landsins. Innan fárra
vikna hafa öll lýðveldin gjört slíkt
hið sama, nema Kazakhstan og
Rússland.
6. SEPTEMBER 1991: Sovéskaþing-
ið viðurkennir sjálfstæði Litháen,
Lettlands og Eistlands. Þingið ógild-
ir sambandssáttmálann frá 1922 _og
fær völdin í hendur bráðabirgða-
stjórn þangað til undirritun sátt-
mála sambands sjálfstæðra ríkja
hafi farið fram.
18. OKTÓBER 1991: Átta lýðveldi
koma sér saman um viðskiptatengsl
og leggja drög að sérstökum sam-
vinnusamningi.
16. NÓVEMBER 1991: Rússland
tekur í sína vörslu næstum allan
sovéska gull- og demtantaforðann,
svo og olíuútflutning. Seinna lýsir
það yfír að það hafa tekið að sér
efnahagsstjórn ríkisins.
19. NÓVEMBER 1991: Níu lýðveldi
samþykkja að axla ábyrgð á greiðsl-
um erlendra skulda Sovétríkjanna.
25. NÓVEMBER 1991: Gorbatsjov
og leiðtogum sjö lýðvelda tekst ekki
að koma sér saman um texta nýs
sáttmála.
1. DESEMBER 1991: Úkraínumenn
samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu
að lýsa yfir sjáifstæði. Gorbatsjov
segir að þetta tákni ekki að Úkra-
ínumenn vilji hlaupast undan merkj-
um.
3. DESEMBER 1991: Gorbatsjov seg-
ir áð upplausn Sovétríkjanna geti
leitt hörmungar yfir landsmenn og
allan heiminn.
8. DESEMBER 1991: Rússland,
Úkraína og Hvíta-Rússland lýsa
yfir stofnun samveldis án miðstýr-
ingar og Gorbatsjovs. Gorbatsjov
þumbast við í fyrstu og neitar að
segja af sér. Smátt og smátt mild-
ast afstaða hans og hann viðurkenn-
ir hið óumflýjanlega.
21. DESEMBER 1991: Átta lýðveldi
til viðbótar gerast stofnaðilar hins
nýja samveldis.
25. DESEMBER 1991: Gorbatsjov
tilkynnir afsögn sína.
Tjútt og tregi
fyrir norðan
LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýndi sl. föstudagskvöld Tjútt og
trega, nýjan íslenskan gleði- og söngvaleik með alvarlegu ívafi.
Valgeir Skagfjörð er höfundur handrits og tónlist auk þess sem
hann leikstýrir verkinu. Sögusvið er ónefndur staður á lands-
byggðinni og Reykjavík árið 1955.
Yfír tuttugu sönglög í anda
sjötta áratugarins bera framvindu
verksins áfram. Sjö manna hljóm-
sveit leikur undir og auk 12 leik-
ara koma fjórir dansarar við sögu.
Helstu leikarar eru Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir, Skúli Gautason,
Felix Bergsson og Aðalsteinn
Bergdal. Baldvin Björnsson hann-
ar leikmynd og Henny Hermanns-
dóttir hefur samið dansa.
Mikil stemming var á frumsýn-
ingunni og söngleiknum forkunar-
vel tekið. Á myndfylgjandi mynd-
um má sjá þær Sunnu Borg og
Þórdísi Arnljótsdóttur fagna höf-
uðpaurnum Valgeiri Skagfjörð að
frumsýningu lokinni og áhorfend-
ur þakka fyrir sig að leik loknum,
þar á meðal tvo gamla liðsmenn
leikfélagsins, hjónin Jakob Frí-
mann Magnússon, menningarfull-
trúa í London og Ranghildi Gísla-
dóttur söngkonu.
Leikritið „Fugl í
búri“ sýnt í Risinu
LEIKFÉLAGIÐ Snúður og
Snælda hefur unnið að uppsetn-
ingu leiksýningar á leikritinu
„Fugl í búri“ eftir Iðunni og
Kristínu Steinsdætur og verða
sýningar í Risinu, Hverfisgötu
105, eystri sal dagana 4. 5. 8.
og 11. janúar.
Leikarar eru alit áhugaleikarar
úr F.E.B. og flestir í fyrsta skipti
á sviði. Eins og áður er vikið að
eru þegar ákveðnar fjórar sýning-
ar á leikritinu. Frumsýning verður
4. janúar klukkan 17, þá verður
sýning sunnudaginn 5. janúar
klukkan 17, miðvikudaginn 8. jan-
úar klukkan 21 og laugardaginn
11. janúar klukkan 17. Félag eldri
borgara í Reykjavík annast sölu
aðgöngumiða.
Leikfélagið Snúður og Snælda
var stofnað 20. janúar 1990 og
er leikfélag á vegum Félags eldri
Úr leikritinu „Fugl í búri“.
borgara í Reykjavík og nágrenni.
í sumar fékk leikfélagið inngöngu
í Bandalag íslenzkra leikfélaga og
varð það mikil vítamínsprauta fyr-
ir leikhópinn.