Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 27 BOKMENNTIR Aldarafmæli höfundar Hringadróttinssögu R.R.Tolkien. ann 3. janúar næstkomandi eru liðin 100 ár frá fæðingu R.R. Tolkien Breta, sem þekkt- astur er fyrir að hafa „búið til“ Mið-Jörð í klassískum ævintýra- bókmenntum sínum „The Hobb- itt“, „The Lord of the Rings“ og „The Silmarilion". „The Lord of the Rings" eða Hringadróttins- saga eins og hún hefur verið nefnd á íslensku var fyrst gefin út í þremur bindum á árunum 1954 og 1955. Bækurnar heita „The Fellowship of the Ring,“ „The Two Towers" og „The Re- turn of the King“. Síðan 1954 hafa þær verið gefnar út ótal sinnum á ótal tungumálum. Les- endur og aðdáendur sagnanna skipta milljónum um heim allan. I tilefni af aldarafmæli Tolkiens hefur útgáfufyrirtækið BCA í samvinnu við Harper/Collins útgáfuna, gefið út sérstaka af- mælisútgáfu af Hringadróttins- sögu. Veglegt rit þar sem bæk- urnar þijár eru bundnar saman í einni kápu og skreyttar með 50 málverkum Alans Lee, þekkts myndlistarmanns í Bretlandi. Sögusviðið er Mið-Jörð, furðuheimur margra kynstofna og er þá ekki átt við mislita menn, heldur koma einnig við sögu tröll, dvergar, álfar, svart- álfar, „hobbar“, menn, drúíðar og ótrúlega fólskulegir galdra- menn, risaköngulær og fleiri kykvendi. Allt er þetta fléttað saman í spennusögu sem samein- ar alvörugefinn undirtón og á stundum létt yfirbragð. Mið-Jörð varð í höndum Tolkiens nánast raunveruleg. Hann skráði alla sögu hennar, langt aftur í ald- ir ... Ronald Reuel Tolkien fæddist 3. janúar 1892 í Bloemfontain. Er Hringadróttinssaga kom út í fyrsta sinn árið 1954 og 1955 voru móttökurnar ótrúlega góð- ar, ekki síst í ljósi þess að sögur Tolkiens þóttu vera vel á undan samtíð sinni og síðustu tvo ára- tugina hefur rignt á markaðinn þrenningum af ýmsu tagi, sumar hafa reynst vera lélegar eftir- apanir, aðrar snjallar og óstoln- ar. Tolkien ruddi brautina og bókmenntategund þessi á sér fjölmarga fasta aðdáendur. W.H. Auden sagði um bækurnar: „Enginn skáldskapur sem ég hef lesið síðustu árin hefur verið þessum fremri.“ Bernard Levin sagði: „Einhver merkustu bók- menntaverk okkar tíma, allra tíma.“ C.S.Lewis: „Eins og eld- ing á heiðskírum himni, falleg, Svipmyndir úr Hringadróttins- sögu, myndverk eftir Alan Lee í afmælisútgáfu. fáguð, óvæmin, rómantísk hetju- saga!“ Og í The Sunday Times stóð þetta: „Heimurinn skiptist nú í tvo hópa: Þá sem hafa lesið Hringadróttinssögu og þá sem ætla að lesa hana.“ R.R. Tolkien lést 2. september árið 1973. Örn og Margrét lialda á viðurkenningarplatta sem Nils Hasselmo stjórnarformaður Minnesotaháskóla aflienti þeim í hófi þeim til heið- urs. GJÖF Gáfu Minnesotahá- skóla 10.000 dollara Islensk hjón búsett í Minneapolis höfuðborg Minnesota, Örn Arnar og Margrét Kristjánsdóttir, hafa ver- ið boðin velkominn í „Forsetaklúbb" Minnesotaháskóla og var haldið mik- ið matarboð þeim til heiðurs fyrir skömmu. Þar var þeim þökkuð 10.000 dollara gjöf til háskólans, en boðið í klúbbinn var í heiðursskini fyrir gjöfina. Hugmyndin með gjöf- inni er að greiða götu íslenskra nem- enda sem vilja nema við Minnesota- háskóla og verður upphæðin greidd með jöfnum greiðslum á tíu árum. Örn Arnar er hjartaskurðlæknir og starfai- sem slíkur við Abbott- Northwestern sjúkrahúsíð í Minnea- polis. Hann fór til Minnesota til fram- haldsnáms eftir útskrift við HÍ árið 1959. Örn og Margrét voru gefin saman ytra árið 1960 og var Örn við nám og störf þar til ársins 1970. Hann starfaði í Reykjavík og á Húsa- vík tvö næstu árin, en hélt síðan aftur til Minnesota þar sem þau hjón hafa búið síðan. Þau eiga fjögur börn, öll uppkomin, tvær giftar dæt- ur og tvo syni sem báðir eru í há- skólánámi. O O) *CT) o J < LJOSRITUNARVELAR ★ TELEFAX ★ DISKLINGAR ARMULA 8 - S/MI 67 90 OO Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.