Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 32
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTIIÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Skandia lækkar ið- gjöld bílatrygginga Breytingar á bílatryggingum VÍS í lok janúar TRYGGINGAFÉLAGIÐ Skandia Island mun á næstunni bjóða öllum ökumönnum sem eru 30 ára og eldri að meðaltali 10-15% lægri iðgjöld af bifreiðatryggingum en þeir greiða nú hjá öðrum tryggingafélögum, að sögn Gísla Arnar Lárussonar, forstjóra Skandia ísland. Samkvæmt auglýsingu i Morgunblaðinu í gær boðar Vátryggingafélag íslands nýjungar í bifreiðatryggingum 26. janúar næstkomandi, en í samtali við Morgunblaðið vildi Axel Gíslason, forstjóri VÍS, ekki upplýsa í hverju þær nýjungar væru fólgnar. Gísli Örn Lárusson sagði að Skan- dia ísland væri nú að senda öllum þeim sem eru 30 ára og eldri bækl- ing þar sem þeim væri boðið upp á lægri iðgjöld. Sem dæmi um það sem Skandia Island býður ökumönnum í þessum aldurshópi upp á má nefna að ársiðgjald af tryggingu meðal- ^f^stórs bíls á áhættusvæði 1, sem ekið er undir 10 þús. km á ári, verður 15% lægra hjá Skandia ísland en hjá öðrum tryggingafélögum miðað við iðgjöld í desember, eða 35.792 kr. á Austur-Evrópa: Þróunin tor- veldar gerð námsgagna ÖRAR breytingar í Austur- Evrópu undanfarið hafa leitt til þess að kennslubækur í landafræði og mannkynssögu, sem nötaðar hafa verið í grunnskólum, eru að ganga úr sér. Að sögn Tryggva Jak- obssonar, deildarstjóra í námsefnisgerð hjá Náms- gagnastofnun, hefur verið tekin úr umferð ein kennslu- bók um Evrópu þar sem hún þótti úrelt og ónothæf. Tryggvi sagði að ný kennslu- bók í landafræði hefði verið í smíðum hjá Námsgagnastofnun í hálft annað ár, en hana átti að gefa út í fyrra. „Þá hrundi Berlínarmúrinn og við snar- stoppuðum og biðum. Síðan var ætlunin að gefa hana út í sum- ar, en við ákváðum að bíða með það til áramóta og er hún vænt- anleg nú í janúar. Einhvers stað- ar urðum við að setja punktinn og láta slag standa," sagði hann. Tryggvi sagði að ekki væri sérstaklega fjallað um Sovétrík- in í bókinni, en í henni væri þó talað um þau sem slík. En kafl- anum um Júgóslavíu hefði verið breytt. Bókin væri þannig upp byggð að mynd væri af barni frá viðkomandi ríki, sem segði í stuttu máli frá lar.di og þjóð. Hefði mynd af króatísku barni verið sett inn í stað myndar af júgóslavnesku bami. „Það eru allskonar svona til- færingar sem við höfum verið með, og einnig að breyta kortum sem sýndu landamæri Austur- og Vestur-Þýskalands. Maður er reyndar varla farinn að hugsa þá hugsun til enda hvað bíður. Nú þarf að fara að skoða kennslugögn í mannkynssögu og ýmsu fleiru. Sú mannkynssögu- bók sem við erum með núna í grunnskólanum fjallar um kalda stríðið og endastöðin er hræring- arnar í Póllandi, en um það sem síðan hefur gerst er ekkert að finna. Þessa stundina er maður að velta því fyrir sér hvort leysa þurfi málið um sinn með ein- hverri bráðabirgðaútgáfu, eða taka saman bækling um þróun mála síðustu árin og stöðuna í dag,“ sagði Tryggvi. móti 41.950 kr. I sama tilfelli á áhættusvæði 2 verður munurinn um 17%, eða 26.106 kr. hjá Skandia ís- land á móti 31.410 hjá öðrum, sam- kvæmt upplýsingum Gísla. Ilann sagði Tryggingaeftirlitið hafa samþykkt útreikninga Skandia ísland varðandi bifreiðatryggingarn- ar. Varðandi auglýsingu Vátrygg- ingafélags íslands, þar sem ökumenn eru hvattir til að gera ekki neinar breytingar á bifreiðatryggingum sín- um fyrir 26. janúar næstkomandi, sagði Gísli: „Um 40% bifreiðatrygg- inga eru enn með gjalddaga 1. mars ár hvert, og vilji fólk segja þeim upp verður það að eiga sér stað að minnsta kosti einum mánuði fyrir gjalddaga. Mér finnst því óeðlilegt að reynt sé að binda -fólk á þenna.i hátt í eitt ár án þess að það viti hvað það fær,“ sagði hann. Axel Gíslason, forstjóri Vátrygg- ingáfélags Islands, sagðist ekki vilja greina frá því í smáatriðum hveijar breytingar yrðu gerðar á bifreiða- tryggingum hjá VIS, en grunntónn- inn k þeim yrði sá að menn borgi iðgjöld af tryggingum í samræmi við þá áhættu sem verið væri að tryggja. „Það er það sem réttlátast er gagn- vart öllum, bæði gagnvart þeim sem valda mörgum tjónum og þeim sem valda fáum tjónum," sagði hann. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvá-Almennra, sagði að það ætti eftir að koma í ljós hvort um breytingar á bifreiðatryggingum yrði að ræða hjá félaginu. „Við munum fylgjast af athygli með því sem er að gerast, og við verðum ekki eftir- bátai’ annarra í þessum efnum,“ sagði hann. I sama streng tók Gunn- ar Felixson hjá Tryggingamiðstöð- inni. „Við munum aðlaga okkur að því sem vi§ teljum skynsamlegast í stöðunni. Strax upp úr nýju ári verð- ur samkvæmt venju gerð úttekl á bílatryggingunum og þá munum við væntanlega endurmeta stöðuna,“ sagði hann. Vetur við Jökulsárlón Morgunblaðið/RAX Atvinnuleysi æ algengara hjá háskólamenntuðu fólki IIÁSKÓLA- og tækiiiinennfað fólk liefur ekki fyrr átt í jafn iniklum erfiðleikum með að .fá slarf í tengslum við nám sitt og er almennt skortur á atvinnutækifæruni hjá flestum starfsstéttum. Að sögn for- svarsmanna ráðningarfynrtækja hefur framboð á störfum yfirleitt . verið piest í upphafi hvers árs og því telja þeir það eigi eftir að aukast á næstu mánuðum. Þó er útlitið ekki talið bjart vegna yfirvofandi uppsagna lijá mörgum fyrirtækjum. Stjórn Bandalags háskólainanna liyggst safna nánari upplýsingum um umfang þessa vanda nú í janúar. Ráðningarfyrirtækin segja orsakir þess, hve háskóla- og tæknimenntað fólk á erfitt með að fá starf við sitt hæfi, einkum vera þær að aukið framboð hafi verið á vel inenntuðu fólki og mikill samdráttur sé hjá fyr- irtækjum í marinaráðningum. Ragn- heiður Haraldsdóttir, varaformaður BIIM, segir að svo virðist sem at- vinnuleysi sé að stinga sér niður æ víðar meðal háskólanrenntaðs fólks. „BHM ætlár að afla sér nánari upp- lýsinga um þennan vanda nú strax í janúar," sagði hún. „Þá líður ekki á löngu þar til Evrópa verður einn vinnumarkaður. Við óttumst ekki flutning lölks hingað til lands, heldur miklu fremur að við missum háskóla- menntað fólk úr landi. Slíkt atvinnu- leysi er í raun þegar fyrir hendi. Þannig starfar til dæmis fjöldi ís- lenskra lækna erlendis, vegna þess að þeir fá ekki störf hér á landi. I slíkum tilfellum er einnig rétt að benda á, að oft virðist lítið samræmi milli starfsvals ungs fólks, þegar það fer í framhaldsnám og þeirra at- vinnumöguleika, sem eru í viðkom- andi grein. Fólk virðist einfaldlega skuldsetja sig í áratugi með háum námslánum, læra það sem hugurinn stendur til, en ekki hafa áhyggjur af framtíðarhorfum. Vegna þessa þarf einnig að endurskoða hvernig námsráðgjöf er háttað í framhalds- skólunum." Ragnhéiður sagði að stundum brygðust forsendur fyrir starfsvali fólks. Þannig væru atvinnumöguleik- ar verkfræðinga og tæknifræðinga nú verri en ella, vegna frestunar framkvæmda við nýtt álver. Sam- dráttur og uppsagnir í byggingariðn- aði kæmu einnig illa við þennan hóp. Hjá Liðsauka fengust þær upplýs- ingar að áður hefðu verkfræðingar ekki sést á starfsmiðlunum en nú kæmu þeir líkt og allir aðrir vegna minnkandi umsvifa í verklegum framkvæmdum. Þá eru forsvars- menn starfsmiðlana sammála um að fólk sé farið að gera sér grein fyrir slæmu atvinnuástandi og sé ekki jafn kröfuhart og áður. Þannig sé í dag erfitt fyrir nýútskrifaðan viðskipta- fræðing að fá stjórnunarstöðu sem það hafi ekki verið fyrir nokkrum árum. Að sögn Teits Lárussonar hjá Starfsmannaþjónustunni hf. hef- ur æ meira þrengt að vinnumarkað- inuin frá september 1988. Mikil hreyfing sé vanalega fyrstu mánuði hvers árs og að mati Teits er því eitthvað bjartara framundan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.