Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 9
IHJ}I í'lííl'í .1..J t. ‘I / MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 Rússland tekur við af Sovét- ríkjunum í viðskipum við Island VIÐSKIPTASAMNINGUR milli íslands og lýðveldisins Rússlands sem undirritaður var í byrjun desember, nær yfir flesta þætti sem áður fólust í slíkum samningum við Sovétríkin. Það virðist því sem Rússland taki að miklu leyti við af Sovétríkjunum í samskiptum við ísland á viðskiptasviðinu. Rammasamningurinn milli Islands og Sovétríkjanna, sem verið hefur í gildi frá árinu 1953, verður einskis virði í kjölfar endaloka Sovétríkjanna. Á grundvelli viðskiptasamnings Islands og Sovétríkjanna hafa jafnan verið gerðar viðskiptabók- anir til skamms tíma um vöruaf- greiðslu. Síðasta viðskiptabókunin milli landanna var gerð fyrir 1991-1992 og undirrituð sl. haust. í þessum bókunum er að finna vörulista yfir inn- og útflutning milli landanna, en í nýjustu bókun- inni voru ekki neinar magn- og verðmætistölur líkt og áður. Rammasamningurinn við Rúss- land er að allri uppbyggingu mjög líkur samningnum milli íslands og Sovétríkjanna. Þar er bæði um að ræða viðskiptasamning sem er ótímabundinn og viðskiptabókun fyrir árin 1991-1992 með magni og verðmætistölum. í samningnum við Rússland er viðskiptabókun fyrir vöruaf- greiðslu 1991-1992 þar sem gert ráð fyrir gagnkvæmum viðskipt- um fyrir 4,8 milljarða íslenskra króna eða um 80 milljónir dala. Það er 30 milljón dala hækkun frá viðskiptabókun milli íslands og Sovétríkjanna fi'á haustinu 1989. Að sögn Jóns Ögmundar Þor- móðssonar, skrifstofustjóra hjá viðskiptaráðuneytinu, felur rammasamningurinn við Rússland í sér svipuð viðskipti á báða bóga og samningurinn við Sovétríkin. Samningurinn nær til hefðbund- inna íslenskra útflutningsvara, s.s. saltsíldar, freðfisks, lagmetis og ullai-vara. Þá legðu Rússar nú meiri áherslu á kaup á ýmsum vélum og tækjum til fiskvinnslu. Helstu innflutningsvörur íslend- inga frá Rússlandi væru olíuvörur, timbur og bifreiðar, eða það sama og fólst í samningnum við Sovét- ríkin. Helsti munurinn væri að kaup Islendinga á bensíni hefðu fallið niður. Jón Ögmundur sagðist hins vegar eiga von á að íslending- ar liugleiddu með tímanum samn- inga við önnur stærri lýðveldi sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, t.d. Úkraínu. Jón Ögmundur sagði ýmsar blikur á lofti varðandi viðskiptin við Rússland að því leyti að ekki væri enn ljóst hvernig þeir hygð- ust fjármagna kaupin á íslensku útflutningsvörunum. Þá væri held- ur ekki vitað nákvæmlega hvernig þeir ætluðu að standa að afhend- ingu á olíu og annarri vöru hingað til lands. Þannig væri t.d. ekki enn ljóst í reynd hvert íslenskir inn- flytjendur ættu að snúa sér í sam- bandi við- kaúþ á olíú og annarri vöru frá Rússlandi. Þessi óvissa lýsti sér m.a. í því að tvö íslensk olíufélög hefðu til öryggis gert samninga við norska ríkisolíufé- lagið um kaup á gasolíu. V IDAG kl. 12.00 Heímiid: Veöursiota (siands (Byggt á veóurspá M 16.15 igær) Akranes: Rauðsey seld til Húsavíkur Akranesi. Haraldur Böðvarsson hf. hef- ur selt loðnuskipið Rauðsey AK 14 til Húsavíkur. Kaupandi er Langanes hf. Að sögn Haraldar Sturlaugs- sonar forstjóra Haraldar Böðvars- sonar hf. er Rauðsey seld án kvóta. Verður Ioðnukvóta skipsins skipt milli Víkings AK og Höfr- ungs AK. Langanes hf. hyggst selja eða úrelda loðnuskipið Björgu Jónsdóttur ÞH, sem fyrirtækið á Rauðsey AK 14 nú og verður kvóti Bjargar færður til Rauðseyjar. Rauðsey er 306 brúttórúmlestir, smíðuð í Hollandi 1967. Skipið hefur verið endurbyggt. Fyrr á árinu seldi Haraldur Böðvarsson hf. togarann Skipaskaga AK til Voga á Vatnsleysuströnd. Aðeins lítill hluti kvótans fylgdi skipinu og var kvótanum sem Haraldur Böðvarsson hf. hélt eftir skipt milli annarra skipa fyrirtækisins. JG VEÐURHORFUR I DAG, 29. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Um 200 km norðaustur af Melrakkasléttu er 970 mb. lægð á hreyfingu norðaustur en nærri kyrrstæð 978 mb. lægð er á vestanverðu Grænlandshafi, vestur af Vestfjörðum. HORFUR í DAG OG Á MORGUN: Vestlæg átt. É1 um vestanvert landið og á annesjum norðan- og norðaustanlands, en bjart með .köflum suðaustan- og austanlands. Frost 0-5 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Hvöss sunnanátt framan af degi með rigningu og hlýnandi veðri. Um hádegisbil kólnar aftur er vindur snýst til suðvestanáttar, með éljum vestanlands en léttir til austan til. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG (GAMLÁRSDAG): Suðvestan strekkingur. É1 vestantil á landinu, en léttskýjað austan- lands. Frost 0 til 5 stig. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. Staður hiti veður Akureyri 5 rigning Reykjavík 2 slydduél Bergen Helsinki Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn 5 rigning í-5 skýjað í-1 léttskýjað 4-11 léttskýjað +'7 skýjað *5 skýjað +3 skýjað 8 alskýjað Algarve Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt 3 heiðskirt 5 skýjað 3 heiðskírt 2 þokumóða +3 heiðskírt 6.00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Glasgow 8 súld Hamborg 0 skýjað London 1 lágþokublettir LosAngeles 12 rigning Luxemborg 2 skýjað Madrid h-4 heiðskírt Malaga 3 heiðskirt Mallorca 0 léttskýjað Montreal h-6 léttskýjað New York 3 heiðskirt Orlando 20 skýjað París 4 skýjað Róm 4 heiðskírt Vín 1 skýjað Washington 0 léttskýjað Iqaluit h-22 ísnálar Q 4 a / / / Norðan, 4 vindstig: Heiðskírt f f r r Rigning V Skúrir Vindörin sýnir vind- / / / stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður Lóttskýjað * / * * er tvö vindstig. f * f * Slydda / * / V Slydduél Vindstefna Hálfskýjað 10 Hitastig: * * # * 10 gráður á Celsíus Skýjað * * * * Snjókoma * * * V Él Þoka Alskýjað ’ , ’ Súid oo Mlatur -— Þokumóða MISSIÐ EKKI AF SKATTAFSLÆTTIN U M!! : Opið allan mánudag OG Á GAMLÁRSDAG KL. 9:00-12:00 Nú fara að verða síðustu forvöð að tryggja sér skattafslátt fyrir árið 1991. Kaupið ykkur hlutabréf þar sem verðið er hagstæðast. n SPARISJÓÐIRNIR BUNAÐARBANKI ÍSLANDS KAUPÞING HF Löggilt vet'ðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, simt 689080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.