Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 eftir Guðmund Sv. Hermannsson EFNAHAGSÁSTAND þjóðarinnar endurspeglast í fjárlögunum sem Alþingi samþykkir um jólaleytið ár hvert. Og um leið og fjárlög eru einskonar efnahagsstefnuyfirlýsing sljórnvalda hafa þau bein áhrif á einstaklingana, rekstur heimila og fyrirtækja. Nýsamþykkt fjárlög fyr- ir árið 1992 eru kreppufjárlög. Þjóðartekjur á næsta ári dragast sam- an og landsframleiðsla, sem er í kringum 373 milljarðar króna á þessu ári, er talin verða 4 milljörðum króna minni á því næsta, eða 15 millj- örðum króna minni ef reiknað er á sambærilegu verðlagi. Það svarar til að hvert mannsbarn afli þjóðarbúinu 60 þúsund krónum minni tekna. Núverandi efnahagssamdráttarskeið hófst 1987 og er orðið eitt það lengsta í lýðveldissögunni og samdráttur milli ára sá mesti. Samt eru lífskjör þjóðarinnar mun betri en áður og þar býr þjóðin enn að miklu góðæri á árunum 1985-87 þegar þjóðartekjur jukust stórlega, atvinnu- tekjur í kjölfarið og kaupmáttur launa mest. Sjómannaafsláttur __ 245 dagar á sjó (fullur afsláttur) Að neðan sést hvemig sjómannaafsláttur nýt- III ist sjómönnum með mismiklar árstekjur og mis- marga lögskráða daga til sjós. 1,5 milljón 2 milljónir 3 milljónir 3,5 milljónir ins vegar hefur þetta langvar- andi sam- dráttarskeið komið niður á ýmsan hátt. Þótt úíflutn- ingstekjur landsins hafi minnkað hafa þjóðarútgjöld vaxið áfram, og því hefur hlaðist upp mikill halli á viðskiptum við útlönd. Er- lendar skuldir hafa þvi aukist og eru áætlaðar 770 þúsund krónur á hvern landsmann í lok næsta árs. Það þýðir, að fjórðungur út- flutningstekna landsmanna fer til að greiða vexti og afborganir af erlendum lánum. A það hefur ver- ið bent af sérfræðingum, að þjóðin sé komin að ákveðnum mörkum í lántökum og líklegt að lánskjör íslendinga í útlöndum fari að versna stórlega verði farið yfir þau mörk. Niðurskurðurinn Eftir mikinn slag á Alþingi, síð- ustu dagana fyrir jól, voru sam- þykkt fjáriög sem gera ráð fyrir að tekjur ríkisins á næsta ári verði 105.5 milljarðar króna, en útgjöld 109.6 milljarðar. Þessar niðurstöð- utölur endurspegla samdráttinn. Ef þær eru bomar saman við niðurstöðutölur fjárlaga þessa árs eru þær álíka eða ívið hærri ef tekið er tillit til verðlagshækkana. Hins vegar er útgjaldatala fjárlaga næsta árs talsvert lægri en raun- veruleg útgjöld ríkisins voru á þessu ári. Samkvæmt síðustu fjáraukalög- um fyrir árið 1991 er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins verði 112,3 milljarðar króna á yfirstandandi ári og gætu reynst enn hærri, einkum vegna meiri vaxta- greiðslna í kjölfar meiri innlausnar spariskírteina ríkisins en áætlað var. Á móti er gert ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 101-101,5 milljarðar króna, en jafnvel er tal- ið að þessi tala geti lækkað eitt- hvað vegna óvissu um tekjur af þinggjöldum á síðustu mánuðum ársirrs. Því stefnir í að halli-á ríkis- sjóði verði um 11-12 milljarðar króna á yfirstandandi ári, en átti samkvæmt fjárlögum að vera rúm- ir 4 milljarðar króna. Mismunur- inn, 7-8 milljarðar, myndi duga til að byggja tvenn Vestfjarðagöng og leggja bundið slitlag á vegi í kring. Nýsamþykkt fjárlög gera einnig ráð fyrir að halli ríkissjóðs verði 4,1 milljarður króna. Er það eitt- hvað raunhæfari niðurstaða en áður? „Fjárlög fyrir yfirstandandi ár voru varla raunsæ og það sem gerði útslagið var að lánsfjárlög voru ekki afgreidd fyrr en undir vor, sem var kosningavor og reyndust verða einskonar viðbót- arfjárlög. Eins kom í ljós, að að- gerðir þáverandi ríkisstjómar rétt fyrir kosningar mögnuðu allan þann vanda. Þetta voru því kosn- ingafjárlög, sem oft eru óraunsæ," sagði Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra. „Það sem gerir það að verkum, að ætla má að fjárlög næsta árs standi betur og séu trúverðugri er að undirbúningi var háttað, þannig að ráðuneytin bera ábyrgð á tölunum í frumvarpinu. Það má svo benda á, að í fyrsta sinn í áratugi var tekjuhlið fjárlaga lækkuð í meðferð Alþingis, vegna nýrra upplýsinga um tekjusam- drátt á þessu ári,“ sagði Friðrik. Hann sagði þó, að ýmis atriði í fjárlögunum gætu orðið erfið í framkvæmd, til dæmis fyrirhugað- ur flatur niðurskurður á launum og rekstrarkostnaði ríkisins. Þá væri gert ráð fyrir að ríkið aflaði Barnabætup... 400 þúsund króna bætur á ári 300 200 u 100.000 175.000 250.000 400 þúsund króna bætur á árí Barn yfir sjö ára aldri undir sjö ára aldri 400 þúsund króna bætur á ári 300 100 0 100.000 175.000 250.000 1 milljarðs í tekjur með sölu ríkis- fyrirtækja, en Friðrik sagði að þótt ekki væri enn búið að ákveða hvaða fyrirtæki það væri, eða hvernig að sölunni yrði staðið, væri ljóst að markaðurinn ætti að þola mjög vel að taka á móti millj- arðs virði af hlutabréfum á næsta ári. Lánsfjárþörf minnkar um helming. Lánsfjárlög fyrir næsta ár hafa ekki ekki verið afgreidd á Al- þingi, en að mati fjármálaráðherra og sérfræðinga hans gefa fjárlögin tilefni til að ætla að lánsfjárþörf ríkisins verði helmingi minni á næsta ári en á yfirstandandi ári — sem reyndar hefur slegið öll met. Á þessu ári eru horfur á að hið opinbera, ríkissjóður, opinberir sjóðir og fyrirtæki, hafi tekið um 36 milljarða króna að láni. Minni ríkissjóðshalli á næsta ári og minni umsvif sjóða og fyrirtækja ríkisins eiga að gera það að verkum að lánsfjárþörfin minnkar. Og fjár- málaráðuneytið gerii' ráð fyrir því að opinber lánsfjárþöi-f verði um 18-20 milljarðar króna á næsta ári, eða sem svarar nærri öllu ráð- stöfunarfé lífeyrissjóðanna. Þar af dragist lánsfjárþörf ríkissjóðs sjálfs saman úr rúmum 12 millj- örðum í um 4 milljarða króna. Mikil lánsfjárþörf ríkisins hefur að margra áliti valdið háum raun- vöxtum (vöxtum umfram verð- bólgu) á lánsfjármarkaði vegna mikillar samkeppni um lánsfé. Húsnæðiskerfið dregur til sín stór- an hluta þess og á næsta ári er' til dæmis miðað við húsbréf verði afgreidd fyrir um 12 milljarða króna, sem er samt um 20% minni upphæð en í ár. Áfram er gert ráð fyrir því að vissu aðhaldi verði beitt við útgáfu húsbréfa. Þannig verði áfram sama þak á húsbréfa- lánum, ákvæði um greiðslumat verði ekki rýmkað, og greiðsluerf- iðleikalán verþi aflögð nú um ára- mótin. Mikið magn húsbréfa á markaði hefur valdið háum afföllum á þeim á þessu ári og ýmsir telja að fram- boð húsbréfa muni minnka á næsta ári, þar sem hvort tveggja sé, að kúfurinn á húsnæðismark- aðnum, sem myndaðist þegar gamla húsnæðiskerfið stíflaðist, sé að mestu farinn og samdráttur á næsta ári muni valda því að al- menningur dragi úr fjárfestingum. Ef hið opinbera tekur helmingi t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.