Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991
SQVETRIKIN LIÐIN UNDIR LOK
frá upphafi að í Sovétríkjunum yrðu
miklar breytingar.að eiga sér stað.
Hefur fiann lýst gönguferð sem
hann og Edúard Sjevardnadse, þá
flokksformaður í Georgíu en síðar
utanríkisráðherra, áttu við strendur
Svartahafsins árið 1979 þar sem
þeir ræddu stöðu Sovétríkjanna og
urðu sammála um að eitthvað mikið
þyrfti að gerast. Raísa skýrir einnig
frá því í bók sinni að kvöldið áður
en Gorbatsjov var kjörinn aðalritari
hafi þau rölt saman um garðinn og
hann þá sagt: „Við getum ekki hald-
ið svona áfram lengur."
Skömmu eftir valdatöku sína
byijaði Gorbatsjov að boða nýja tíma
og breytingar þar sem meginstoð-
irnar áttu að vera glasnost og per-
estrojka, tvö eiginlega óþýðanleg
rússnesk hugtök sem fljótlega unnu
sér sess í flestum tungumálum
heimsins. Glasnost hefur verið þýtt
sem „opnun “og perestrojka merkir
einhvers konar blöndu af „umskipt-
um“ og „endurbyggingu“.
Þegar litið er yfir feril Gorbatsj-
ovs má segja að glasnost hafi náð
fram að ganga. Opinber umræða í
Sovétríkjunum sem um áratuga-
skeið hafði verið algjörlega gjör-
sneydd tjáningarfrelsi varð smám
Gorbatsjov útskýrir perestrojku fyrir bændum á samyrkjubúi fyrir utan Moskvu.
eftir Steingrím Sigurgeirsson
ÞEGAR síðasti forseti Sovétríkj-
anna tilkynnti afsögn sína í sjón-
varpsávarpi síðdegis á jóladag
var ekki aðeins bundinn endi á
tæplega sjö ára valdaferil hans
heldur urðu einnig kaflaskipti í
sögunni. Þegar Míkhaíl Gorb-
atsjov, bóndasonur frá Prí-
volnoje, komst til valda árið 1985
geisaði kalt strið í heiminum, ríki
Austur-Evrópu voru hernumin,
Rauði herinn barðist í Afganistan
og Sovétríkjunum var best lýst
sem rammgerðu fjölþjóðafang-
elsi. Nú þegar hann fer frá lítur
enginn lengur á Sovétríkin sem
ógnun við eitt eða neitt. Þau eru
ekki lengur til.
íkhaíl Sergejevits
Gorbatsjov fæddist
2. mars 1931 í þorp-
inu Privolnoje í land-
búnaðarhéraðinu
Stavropol norður af
Kákasusfjöllum.
Samkvæmt hinni
opinberu ævisögu
Gorbatsjovs hóf hann landbúnaðar-
störf þegar hann var enn í skóla
en nítján ára gamall tók hann
ákvörðun um að innrita sig í laga-
deild Moskvuháskóla. Hann var
virkur í ungliðahreyfingu Kommún-
istaflokksins, Komsomol, á háskóla-
árunum, gekk í flokkinn 1954 og
sneri aftur til Stavropol til að starfa
fyrir hann að loknu námi.
í Stavropol starfaði Gorbatsjov
til 1978, fyrst sem æskulýðsleiðtogi
og loks sem æðsti maður flokksins
í héraðinu. Breyting varð á högum
hans er Fjodor Kúlakov, sem sá um
landbúnaðarmál í flokksstjórninni í
Moskvu, lést árið 1978. Var Gorb-
atsjov kjörinn arftaki Kúlakovs og
flutti með fjölskyldu sinni til
Moskvu. Árið 1979 tók hann sæti
án atkvæðisréttar í stjórnmálaráð-
inu og ári síðar hlaut hann þar full-
gilda aðild.
Að kvöldi tíunda mars árið 1985
lést Konstantín Tsjernenkó, aðalrit-
ari Kommúnistaflokkksins, eftir
langvarandi veikindi sem reynt hafði
verið að halda leyndum.
Kosinn samhljoöa
Daginn eftir andlát Tjernenkós
var haldinn skyndifundur í miðstjórn
fiokksins þar sem Gorbatsjov var
valinn aðalritari. Enginn önnur
framboð til embættisins komu fram
á fundinum að því er eiginkona
hans, Raísa Gorbatsjova, skýrir frá
í ævisögu sinni. „Greinilega höfðu
flestir meðlimir miðstjórnarinnar
komist að sameiginlegri niðurstöðu
varðandi ástandið í landinu og for-
ystu þess þegar hér var komið sögu.
Þetta var hvorki einföld né augljós
staða og mikil innri spenna. Ut á
við leit hins vegar allt út fyrir að
vera eins og venjulega.- Míkhaíl var
kosinn samhljóða," segir Raísa.
Rúmri viku áður höfðu verið
haldnar kosningar til Æðsta ráðs-
ins. Kosningaþáttaka hafði sam-
kvæmt opinberum tölum verið
99,98% og 99% kjósenda höfðu
greitt þeim frambjóðendum atkvæði
sitt sem Kommúnistaflokkurinn
hafði stillt upp. Allt var eins og það
„átti að vera“. En ekki miklu leng-
ur. í Kreml var kominn tii valda nýr
leiðtogi, yngsti aðalritarinn frá því
Stalín tók við völdum, og sá fyrsti
sem hafði einhveija menntun að
ráði. „Kosningar" af fyrrgreindu
tagi áttu ekki eftir að verða margar.
Gorbatsjov var að miklu leyti
óskrifað blað árið 1985 og umheim-
urinn var ekki alveg viss til að bytja
með hverju hann ætti að búast við
af þessum manni sem svo skyndi-
lega var orðinn einn valdamesti
maður veraldar. Ber frétt Morgun-
blaðsins þann 12. mars 1985 því
greinilega vitni en þar segir m.a.:
„Gorbatsjov hefur getið sér gott orð
í ferðum sínum til útlanda, m.a. í
Lúndúnaferð sinni í desember sl.
Þótti hann líflegur og óvenju fús til
skoðanaskipta. Margaret Thatcher,
sem Rússar gáfu viðurnefnið
„Járnfrúin" á sínum tíma, sagði
m.a. að sér líkaði vel við Gorbatsjov
og að hún ætti auðvelt við hann að
skipta. Kvaðst hún álíta, að enda
þótt Gorbatsjov væri kappsmál að
breyta sovéska hagkerfinu, væri
hann ekki það frjálslyndur að hann
vildi gera miklar bréytingar á þjóð-
félaginu.
En sú saga er sögð að Gorbatsjov
viði að sér alls konar hugmyndum
um að hleypa nýjum krafti í efna-
haginn og þjóðfélagið. Þetta er mik-
ilvægt, því flestir sjá að gamlar
aðferðir bera ekki lengur árangur
og vilja nýjar — ekki einungis efna-
hagslegar, heldur einnig þjóðfélags-
Iegar og pólitískar — svo landið búi
ekki áfram við óviðunandi einangr-
un.
Vonir um slíkar breytingar, sem
.gætu smátt og smátt breytt hug-
myndum umheimsins um Sovétrík-
in, hafa tengst nafni þessa kæna
sveitadrengs. Kannski eru þær út í
bláinn. Kannski er Gorbatsjov meiri
kerfissinni en umbótasinni. Kannski
skortir hann hörku, eins og sumir
óttast, til að sigra í valdabarátt-
unni. En það skiptir alla máli að í
Sovétríkjunum er upprennandi leið-
togi, sem vonir af þessu tagi eru
bundnar við.“
Útför Tjernenkós fór fram 13.
mars og var fulltrúi bandarískra
stjórnvalda þar George Bush, sem
þá gegndi embætti varaforseta.
Ræddi Bush í hálfa aðra klukku-
stund við Gorbatsjov að lokinni út-
förinni og sagði að þeim fundi lokn-
um að „ef einhvern tímann á síð-
ustu árum hefur verið möguleiki á
því að ná árangri í samskiptum ríkj-
anna tel ég að hann sé nú fyrir
hendi“.
Gorbatsjov virðist hafa verið Ijóst
saman opnari. 1 íjölmiðlum fór að
bera á gagnrýni á stefnu stjórnvalda
og gekk þetta jafnvel svo langt að
sala á ákveðnum sovéskum tímarit-
um var bönnuð í Austur-Þýskalandi.
Hins vegar hefur perestrojka
Gorbatsjovs mistekist í grundvallar-
atriðum. Honum hefur ekki tekist
að bijóta á bak aftur skrifræðið og
umbylta efnahagslífinu. Þó að hann
hafi óteljandi sinnum lýst því yfir
umlukinn vegfarendum, verk-
smiðjustarfsmönnum eða bændum
að allir þyrftu að taka höndum sam-
an til að fræ perestrojkunnar myndu
ná að festa rætur var hann í augum
flestra einungis að endurtaka sömu
loforðin og aðrir leiðtogar Sovétríkj-
anna á undan honum. Það hafa
verið „betri tímar framundan" í
Sovétríkjunum í rúmlega sjötíu ár
en sjaldan hafa þeir virst fjær en nú.
SJÁ NÆSTU OPNU.