Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 17 9Í REYKJAVÍK- • urbréfi Morgun- blaðsins 8. des. ’91 er vikið að Weimar-lýð- veldinu með skírskot- un í hagsmunaástand hér á landi og ekki úr vegi að íhuga þau orð. Blaðið vitnar í Paul Johnson og segir: „„Þýzkaland á dögum Weimar-lýð- veldins einkenndist af öryggisleysi. Það þurfti á að halda leiðtoga, sem vakti sjálfstraust með þjóðinni en slíkan leiðtoga eignaðist það aldrei. Af kænsku sinni hafði Bismarck hvatt stjórnmálafokkana til að ge- rast fulltrúar sérhagsmuna í stað þess að höfða til þjóðarinnar allrar. Flokkarnir voru í raun samtök ein- stakra stétta eða sérhagsmunahópa á dögum lýðveldisins. Þetta hafði öriagaríkar afleiðingar og leiddi til þess, að stjórnmálaflokkarnir og þar með þingræðið stuðluðu frekar að sundurlyndi en samstöðu meðal þjóðarinnar. Og það sem verra var: A vettvangi flokkanna kom aldrei fram leiðtogi, sem höfðaði til ann- arra en þrengstu hópa eigin fylgis- manna.“ Þessi lýsing Paul Johnsons á Weimar-lýðveldinu, sem var und- anfari valdatöku Hitlers, er um- hugsunarefni þegar horft er yfir svið íslenzkra stjórnmála.“ PAUL JOHNSON FJALL- • ar um Lenín, Mússolíní, Stalín og Hitler í athyglisverðum ritdómi um bók Alan Bullocks, Hitl- er and Stalin, og birtist í TLS 5. júlí 1991. Hánn minnir á að Hitler hafi kallað sig sósíalista og Mússolíní hafi upphaflega verið marxisti og Lenín mjög að skapi. Marxismi og nasizmi séu af sömu rótum vaxnir, einsog Halldór Lax- ness hefur raunar bent rækilega á í Skáldatíma þarsem hann gerir upp við gamlar marxískar freistingar. Nasizmi var fjöldahreyfing sem náði miklum árangri i ftjálsum kosningum enda hafði hann ein- stæða hæfileika til blekkingar eins- og þær voru persónugerðar í for- ingjanum sem lét sér m.a. mjög annt um hönnun á einkennisbúning- um SS-mann og var aðalpopparinn á helztu fjöldasýningum flokksins. Rússneski kommúnistaflokkur- inn varð aldrei fjöldasamtök og fór halloka í kosningum fyrir byltinguna. Hann var byggður upp á hellismennsku leiðtoganna þarsem enginn sá útum hellis- opið og utandyra bar mest á blóðugum skuggum. Hitler byggði upp nasizmann með ríkiskapítalisma sem lét fram- kvæmdamenn í friði meðan þeir unnu að eflingu ríkisins, en Stalín lét drepa alla sem eitthvað gátu. Paul Johnson bendir á ekkert at- vinnuleysi hafi verið í Þýzkalandi fyrir byltinguna, engar óeirðir og gyðingar hafi jafnvel verið byijaðir að hverfa aftur til Þýzkalands 1936-7. Bullock segir það hafi að- eins verið tíu þúsund fangar í Þýzkalandi 1937 og fjögur þúsund fangaverðir sem gættu þeirra í þremur helztu þrælabúðunum. Þjóðin studdi Hitler sem veitti henni sjálfstraust með yfirgangi í Rínar- löndum, Tékkóslóvakíu og víðar og 1938 hafi Hitler verið orðinn sá stjórnmálaleiðtogi í sögu Þýzka- lands sem mestum árangri hafði náð að dómi þjóðarinnar. „Hann var örugglega sá vinsælasti að því er ætla má,“ segir Johnson. Hann hundelti gyðinga en það höfðu aðr- ir stjórnmálamenn einnig gert, ekkisízt í Austur-Evrópu. Hann gekk af lýðræðinu dauðu og traðk- aði á lögum og reglum. En það var daglegt brauð í Evrópu um þessar mundir. Hann lét drepa nokkrar þúsundir manna en 1939 höfðu tíu milljónir Sovétborgara fallið fyrir hendi Stalíns. Það hafði gerzt án óþæginda fyrir Stalín utanlánds, en Paul Johnson fullyrðir Hitler hefði ekki verið þoluð slík hryðjuverk. Hann hefði ekki 'komizt upp með að drepa sex milljónir gyðinga á friðartímum; svoað hann þurfti á stríði að halda. Auk þess var Hitler óþolinmóður framkvæmdamaður og hvíldarlaus boðberi helstefnunnar. En Stalín kunni bezt við sig í kyrr- látri lægðarmiðjunni þarsem var skjólgott fyrir hvirfilbyljum harð- stjórnarinnar. Hann réðst aldrei inní hús, segir Paul Johnson, nema hann vissi fyrirfram það væri ólæst. Þá kom hann og sparkaði upp hurð- inni og rændi húsið. En það var enginn kerfisbundinn innbrotsþjóf- ur í eðli hans. Hitler þurfti á svig- 15% og mörg sveitarfélög hafa hækkað útsvar í lögleyft hámark, 7,5%, en það jafngildir 11,0% hækk- un. Niðurskurðurinn bitnar lítt á svo- kölluðum „mjúkum málum“ árið 1992. Til menningarmála verður varið 443,5 m.kr. sem er 11,4% hækkun. Til skólamála verður varið 1.360 m.kr. sem er 7,9% hækkun. Til æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamála verður varið 650 m.kr., sem er svipuð ijárhæð og á líðandi ári. Til dagvistar barna verður var- ið tæpum 1.077 m.kr. sem er 4,8% hækkun. Til félagsmála verður var- ið 1.516 m.kr. sem er 5,4% hækkun. í framsögu fyrir ijárhagsáætlun borgarinnar 1992 sagði Markús Örn Antonsson borgarstjóri að „nú- verandi fyrirkomulag í stjórnsýslu og rekstri Reykjavíkurborgar hafi í öllum meginatriðum reynst vel“. Þrátt fyrir það geri hann og flokks- félagar hans sér grein fyrir því „að nauðsynlegt er að draga úr miðstýr- ingu og stefna að láréttara stjórn- skipulagi" hjá borginni. „I því efni þurfum við að temja okkur fijáls- lyndari afstöðu og sveigjanlegri vinnubrögð en tíðkazt hafa til þessa. Ýmsir þættir í borgarrekstr- inum koma hér til álita, t.d. með hliðsjón af kostum einkareksturs, en breytingar af þvi tagi eru til þess fallnar að leysa úr læðingi dulda krafta og skaga nýju fólki tækifæri til áhrifa ... Ég bind mikl- ar vonir við, að merkjanlegar breyt- ingar í þessum efnum verði komnar í ljós fyrir lok kjörtímabilsins." í frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar er tekið tillit til veru- leikans í efnahagslegu umhverfi okkar á líðandi stundu. Útgjalda- segl eru rifuð og skattheimtu hald- ið í skefjum. í framsögu nýs borgar- stjóra gætir og ferskra viðhorfa sem lofa góðu um framhaldið. rúmi að halda til að geta fullnægt athafnaþörf sinni og kynþáttahatri og honum nægði ekkert minna en allur heimurinn. Leiksvið stjórn- málapopparans mikla skyldi ekki fara framhjá nokkrum manni, hæfi- leikar hans og yfirburðir. Þegar Hitler og Stalín gerðu með sér griðasáttmála sællar minningar fléttuðust saman tvær greinar af rótum sósíalismans. En þær þoldu illa hvor aðra; glæpamenn geta ekki setið á Sárs höfði nema um skamman tíma og þá að sjálfsögðu ekki lengur en hagsmunir krefjast. Siðferði Hitlers og Stalíns var svip- að. Blóðþorstinn og morðæðið og þá ekkisízt grundvallaratriðiði þeirrar pólitísku stefnu sem þeir framkvæmdu: tilgangurinn helgar meðalið. í fyrstu kunnu þeir ágæt- lega við sig í félagsskap hvor ann- ars og Ribbentrop sagði Hitler heimkominn frá Moskvu að þar hefði honum liðið einsog heima hjá sér. „Það var alveg eins og ég væri meðal gamalla félaga," sagði utanríkisráðherra Hitlers við for- ingja sinn. Og Paul Johnson fullyrð- ir flestir þeirra sem þjónuðu undir stalínisma og helstefnu Hitlers hefðu vel getað skipt um hlutverk hvenærsem var. Manngerðirnar hafi verið hinar sömu. Þótt Platon og Aristóteles greini á um stjórnarfar leggja báðir áherzlu á að bezta stjórnskipulagið sé í samræmi við náttúruna og umhverfið og sé gott í sjálfu sér. Maðurinn er pólitísk alæta einsog Aristóteles benti á, hefur eðlislæga og ástríðufulla þörf fyrir pólitíska útrás í einhverri mynd en nýtur sín ekki án góðrar stjórnar. Efti'i*' Weimar-lýðvekiið leitaði þessi ástríða í mannfyrirlitningarstefnu nazismans. Hið illa byijar heima, segir Aristóteles. í Stjórnmálum drepur hann einnig á lýðskrumarinn gegni sama hlutverki í lýðræðis- þjóðfélagi og smjaðrarinn við hirð- ina. Skrumarinn smjaðrar fyrir lýðnum; almenningsálitinu sem er víst einhver harðasti húsbóndi sem um getur. En lýðskrumarinn Hitler smjaðraði ekki, en hellti olíu á hat- ursloga og skaraði í hefndarglóðun- um. M. (mcira næsta sunnudag.) Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 110 kr. eintakið. Rétt viðbrögð borgaryfirvalda Ný tekjustofnalög s'veitarfélaga, sem gildi tóku í ársbyijun 1990, hækkuðu meðaltal rekstrar- tekna kaupstaða, annarra en Reykjavíkur, um 10 þúsund krónur á íbúa, eða um 12,6%. Þau hækk- uðu rekstrartekjur borgarinnar hins vegar aðeins um eitt þúsund og þijú hundruð krónur á íbúa, eða um 1,3%. Að þessu leyti stendur Reykjavík- urborg ver að vígi en ella gagnvart áformum og ákvörðunum ríkis- valdsins til að mæta þegar orðnum og fyrirséðum erfiðleikum og sam- drætti í þjóðarbúskapnum. Borgin bregst samt sem áður rétt við efnahagslegum veruleika í samfélaginu í framlagðri fjárhagsá- ætlun fyrir komandi ár. Hún tífar útgjaldaseglin. Með hliðsjón af verðbreytingum er ekki aðeins gætt verulegs aðhalds við áætlunina, heldur og beitt niðurskurði. Að gatnagerð meðtalinni er gert ráð fyrir að lækka rekstrargjöld borgar- innar milli ára um rúmlega 126 m.kr. Borgin hyggst heldur ekki hækka skattheimtu, þrátt fyrir nýjar kvað- ir af hálfu ríkisvaldsins. Þannig verður útsvar áfram 6,7% af skatt- skyldum tekjum, eins og það hefur verið óbreytt frá því staðgreiðsla var tekin upp 1988. Á sama tíma hefur ríkissjóður hækkað stað- greiðslu tekjuskatts um rúmlega HELGI spjall MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 28. desember Fyrsta manntal á ÍS- landi var tekið árið 1703. Þá töldust íslendingár 50.358 eða fimmtungur þess sem nú er. Nálægt sextíu árum síðar voru landsmenn enn taldir, árið 1762. Þá voru þeir aðeins 44.845; hafði fækkað um rúnilega 5.500. Ástæðan var meðal annars stóra- bóla, drepsótt sem geisaði árið 1707 og varð þriðjungi þjóðarinnar að bana. Enn seig á ógæfuhliðina á 18. öldinni. Mikið harðindaskeið ríkti um og eftir miðja öld- ina. Skaftáreldar árið 1783 spúðu gosösku víða um land og eyddu gróðri svo búpen- ingur féll. Talið er að 9.000 manns hafi fallið hér á landi árin 1783-1785 eða fimmtungur landsmanna. Árið 1785 töld- ust íslendingar 40.623 og hafa aldrei færri verið. Þjóðhags- stærðir stórubólu og Skaftárelda EINSTAKLINGAR og þjóðir horfa gjarnan um öxl og fram á veg um ára- mót. Hefðin sú set- ur kirfilega mark sitt á menn og mál- efni þessa dimmu desemberdaga. Og það er hvorki bros í augum né gleði í orðum þegar landsfeður lýsa fortíðarvanda og framtíðarvá, sem framundan getur verið næstu misserin, ef þjóðin heldur ekki vöku sinni. Það er talað um þjóðhagsstærðir, efna- hagshorfur og skilyrði þjóðarbúsins, eins og það heitir, þegar vísir menn horfa í kristal hins komandi árs. Með tilvísan til aðfaraorða þessa bréfs - og svartra skýrslna um þjóðhagshorfur á líðandi stundu - má leiða líkur að því að það hefði ekki verið hátíð í bæ eða sólskins- söngur hjá Hagsýslunni, Byggðastofnun, Þjóðhagsstofnun, Ríkisendurskoðun, Hag- deild Seðlabanka, eða hvað þeir nú heita þessir vísdómsvitar samtímans, ef þeir hefðu verið uppi á 18. öldinni og spáð í þjóðarspilin á árum stórubólu og Skaftár- elda. En öll él birtir upp um síðir. Frá og með nítjándu öldinni fjölgar landsmönnum viðvarandi, hægt í fyrstu að vísu (það tap- ast jafnvel einir 10.000-15.000 einstakl- ingar til Ameríku á síðustu áratugum þeirrar aldar), en vöxturinn er verulegur á líðandi öld og þarf ekki að hafa orð um hver íbúatala landsins er í dag. Þó gefur enn á bátinn, það er þjóðarskútuna, ef marka má orð forsætisráðherra þegar hann mælti fyrir skýrslu sinni um Byggða- stofnun í næstliðnum mánuði: „Landsmönnum Qölgaði um tæplega 1% á árinu 1990. Það var annað árið í röð sem fleiri fluttu af landinu en til þess. Búferlaflutningar milli landa hafa alltaf verið mjög sveiflukenndir og þeir hafa endurspeglað að nokkru efnahagsástand í landinu og viðhorf til framtíðarmöguleika. Margir þeirra sem héðan flytjast er vel menntað fólk. Það er áhyggjuefni ef at- vinnuþróun í landinu getur ekki skapað öllum sem það vilja starfstækifæri við hæfi hér á landi.“ Byggða- röskun - gjörbreyttir atvinnu- hættir A MORGNI TUTT- ugustu aldarinnar, fyrir rúmum 90 árum, eru íslend- ingar tæplega átta- tíu þúsund talsins. Atvinnuhættir og byggð í landinu eru þó gjörólík því sem er í dag. Sjö af hveijum tíu landsmönnum bjuggu í stijálbýli árið 1901. Þéttbýli er lítið _sem ekkert og störf í þjónustu sára- fá. Á Reykjavíkur- og Reykjanessvæðinu bjuggu þá um 12.000 manns eða 15% þjóð- arinnar. Þar búa nú langleiðina í sex af hveijum tíu íslendingum. Landbúnaður var höfuðatvinnugreinin á fyrstu árum aldarinnar, en sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, í miklum vexti. í íslands- ála sóttu þjóðin og sjávarplássin batnandi afkomu og vaxandi auð, sem blasir við augum hvert sem litið er í byggðum lands- ins. Upp úr heimsstyijöldinni síðari, 1939- 1945, hafði ísland skipað sér á bekk með mestu velferðarríkjum heimsins. Stóraukin menntun, þekking og tækni gerðu þjóðinni kleift að rétta verulega úr kútnum. En jafnframt að blóðmjólka sum- ar auðlindir sínar. Síldarstofninn hrundi vegna innlendrar og erlendrar ofveiði. Þorskstofninn, það efnahagslega lífakkeri landsmanna, er við hættumörk, þrátt fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur og þrátt fyrir að erlendum fiskveiðiflotum hefur verið ýtt út af veiðislóð okkar. Framleiðsluatvinnuvegirnir afkasta meiru og meiru, ár frá ári, með færri og færri starfsmönnum. Þar kemur í þjóð- hagssögunni að nýtingarmörkum helztu fisktegunda er náð. Þar kemur að þjóðin torgar ekki allri búvöru, sem boðin er, en flytur umframframleiðslu út með mikilli meðgjöf. Með öðrum orðum: nýtingarmörk fisktegunda og sölumörk búvöru sníða þessum undirstöðuatvinnuvegum stakk, hvað umsvif og mannahald varðar. Sam- hliða vex þjóðnustugreinum ásmegin, hér- lendis sem erlendis. Gjörbreyttir atvinnu- hættir breyta byggð í landinu. Fólk streymir úr stijálbýli til þéttbýlis. Gjörbreyttir atvinnuhættir, sem breyta byggð, eru ekki séríslenzkt fyrirbrigði; hafa svipað ferli hér og í Evrópu og N- Ameríku og víðast hvar í hinum vestræna heimi. Byggðaröskunin er að vísu meiri hér og gengur hraðar fyrir sig en annars staðar. Og þrátt fyrir byggðastefnu, sem hér hefur verið framfylgt í áratugi,_ er árangurinn sá, sem svo er orðaður í Árs- skýrslu Byggðastofnunar 1990, sem kom út um mitt þetta ár: „Ekkert lát var á þeirri búsetubreytingu innanlands, sem staðið hefur óslitið í meir en áratug og einkennst af verulegum flutn- ingi fólks frá landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins ... Enginn staður á Vestur- landi og Vestijörðum hefur vaxið umfram landsmeðaltal á þessum tíma. Á Akureyri, stærsta þéttbýlisstað utan höfuðborgar- svæðisins, er fjölgun íbúa einungis helm- ingur af hlutfallslegri fjölgun þjóðarinnar. Á allmörgum þéttbýlisstöðum landsbyggð: arinnar búa nú færri en fyrir tíu árum. í sveitum fækkar íbúum jafnt og ,þétt.“ Öldin 21. og byggð um landið allt Aflatakmarkanir í leiðslutakmarkanir LANDBÚNAÐUR og sjávarútvegur vega mun þyngra í atvinnu og afkomu strjálbýlis en höfuð- borgarsvæðisins. sjávárútvegi og fram- á búvöru hafa leikið landsbyggðina mun verr en höfuðborgina. Þar ofan í kaupið hafa þjónustugreinar, sem gegna vaxandi hlutverki í samfélagi fólks, haft betri vaxtarskilyrði í þéttbýlinu. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, komst svo að orði í umræðu á Alþingi um Byggða- stofnun í nóvembermánuði síðastliðnum: „Miklu skiptir fyrir búsetu á þéttbýlis- stöðum landsbyggðarinnar hvernig sjávar- útveginum reiðir af í þeim breytingum sem fyrirsjáanlegar eru á starfsskilyrðum hans á komandi misserum, m.a. með tilliti til þátttöku íslands í Evrópsku efnahags- svæði. Aðlögun fiskvinnslunnar að nýjum aðstæðum skiptir meginmáli en skjóta verður fleiri stoðum undir atvinnulíf á þéttbýlisstöðum landsbyggðarinnar til að það verði fjölbreyttara en það er nú þvf að það hefur sýnt sig að þeir viðhalda sér ekki af sjávarútveginum einum saman. Samgöngur skipta verulegu máli til þess að efla þéttbýlisstaðina sem þjónustu- kjarna, en Ijóst er að langmestur hluti nýrra starfa sem til verða í landinu á næstu árum verður í þjónustugreinum. Nýr áfangi er nú hafinn á þeirri braut að tengja saman þá þéttbýlisstaði sem hafa verið í mestri einangrun. Lokið er við jarðgöng milli Dalvíkur og Ólafsfjarð- ar. Ákveðið hefur verið að gera jarðgöng sem tengja saman þéttbýlisstaðina á norð- anverðum Vestfjörðum, en samgöngubæt- ur um Óshlíð milli ísafjarðar og Bolungar- víkur standa yfir.“ Það skiptir áreiðanlega miklu fyrir landsbyggðina, hvern veg undirstöðuat- vinnuvegir, landbúnaður og sjávarútvegur, laga sig að efnahagslegu umhverfi innan- lands og erlendis í næstu framtíð. Það skiptir máski meginmáli fyrir stijálbýlið, sem þjóðarbúið, að atvinnulífinu verði búin viðunandi almenn rekstrar- og sam- keppnisskilyrði við umheiminn á fyrirséð- um breytingatímum. Það ber og að stefna að færri og stærri sveitarfélögum, sem risið geti undir þeirri þjónustu við íbúana, sem nútíminn gerir kröfur til, og búið þjón- ustugreinum jarðveg til að dafna í. Og það er rétt hjá forsætisráðherra að betri sam- göngur innan atvinnu- og þróunarsvæða á landsbyggðinni eru lykillinn að þeirri þróun, sem verður til að koma, ef halda á landinu öllu í byggð á öldinni 21., sem gengur í garð eftir tæpan áratug. Það þjónar hins vegar engum langtíma- sjónarmiðum að ausa fjármunum, allra sízt teknum að láni erlendis, í taprekstur, sem ekki rís undir sjálfum sér, hvað þá batnandi lífskjörum fólksins í landinu. ÞAÐ VAR ÓHJÁ- kvæmilegt að bregðast við þeim vanda, sem við blasti í íslenzkum þjóðar- og ríkisbú- skap. Hættuteikn blöstu við þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð svo áð segja hvert sem litið var í samfélaginu: Vandinn er til þess að takast á við hann samdráttur þjóðartekna, hrikalegur halli í viðskiptum við umheiminn, viðvarandi eyðsla í ríkisbúskapnum langt umfram tekjur og tilheyrandi samansöfnun opin- berra skulda. Nauðsynlegur aflasamdrátt- ur og frestun ál- og orkuversframkvæmda valda 3,5% samdrætti í landsframleiðslu á komandi ári, sem, ásamt rýrnandi við- skiptakjörum, valda um 6% lækkun þjóðar- tekna 1992, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Seðlabanka íslands um horfur í peningamálum, gjaldeyrismálum og geng- ismálum. í forystugrein Morgunblaðsins 11. des- ember sl. segir m.a. um þetta efni: „Það skiptir meginmáli við rikjandi að- stæður að draga verulega úr ríkissjóðs- halla og opinberri lánsfjáreftirspurn, ef raunvaxtalækkun, sem aðilar vinnumark- aðarins gera kröfu til, á að verða annað og meira en orðin tóm. Gengisfestan, sem felst í yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar, ger- ir og kröfuna um aðhald í þróun útgjalda og eftirspurnar enn mikilvægari. Þetta tvennt er eins konar bakland þjóðarsáttar- innar, sem treysta verður í sessi, til að unnt verði að ná þjóðarskútunni upp úr öldudal þeirra þrenginga í þjóðarbúskapn- um, sem við verður að stríða næstu misseri. Þjóðarsáttin og hjöðnun verðbólgunnar eru stefnuvísandi leiðarljós í skammdegi íslenzkra efnahagsmála. Það á að vera forgangsverkefni hjá aðilurn vinnumarkað- arins og ríkisvaldinu að það ljós megi lifa og vísa veginn í tilraun sem verður að takst.“ í upphafi þessa bréfs er horft um öxl til 18. aldarinnar, þegar íslands óham- ingju varð flest að vopni. Þjóðhagsstærðir þeirrar aldar, þegar tala landsmanna féll niður í um fjörutíu þúsund, voru ekki til að hrópa húrra fyrir. Trúlega hafa lands- menn á þessum myrka tíma stórubólu og Skaftárelda horft með miklum ugg fram á veginn. Og víst er að þeir höfðu ekki þau vopn í höndum í lífsbaráttunni, mennt- un, þekkingu, tækni og tækifæri, sem við ráðum yfir í dag, til að takast á við vanda- málin. Vandamál þjóðarinnar á líðandi stundu, sem vissulega eru ærin, eru samt sem áður viðráðanleg ef þjóðin stendur saman, þekkir sinn vitjunartíma og „sendir út á sextugt djúp sundurlyndisfjandann“. Vandamál á hverri tíð eru til að takast á við þau og sigrast á þeim. Þá þarf stund- um að gera fleira en gott þykir, meðan á aðgerðpm stendur, þótt lyktir verði stund- um þær, að allir vilji Lilju kveðið hafa eftir á. Þannig var það með þjóðarsáttina í febrúar 1990. Þannig verður það von- andi með efnahagsaðgerðir þær, sem að er stefnt á þessum áramótum. En nauðsyn- legt er að hafa í huga kjörorðin frelsi með mannúd þegar gengið er inn 5 nýtt ár til erfiðra verka. Mannúðin má alls ekki, reyndar sízt alls, heltast úr þjóðarlestinni / á vegferð hennar inn í óráðna framtíð nýrra ára og nýrrar heimsinyndar. Morgunblaðið árnar lesendum sínum og landsmönnum öllum farsældar, friðar ,og hamingju á árinu 1992. „Þjóðarsáttin og hjöðnun verð- bólgunnar eru stefnuvísandi leiðarljós í skammdegi ís- ienzkra efnahags- mála. Það á að vera forgangs- verkefni hjá aðil- um vinnumarkað- arins og ríkisvald- inu að það ljós megi lifa og vísa veginn í tilraun sem verður að takast.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.