Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 25 SigurgeirJ. Ogmund- arson - Minning ur starfsfólk Iðnskólans í Hafnar- firði börnum hans og aðstandendum alúðar samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsmanna Iðn- skólans í Hafnarfirði, Steinar Steinsson Fæddur 30. júní 1939 Dáinn 16. desember 1991 Mig langar að minnast Sigur- geirs bróður míns, með nokkrum orðum. Hann varð bráðkvaddur að kvöldi 16. desember, en verður jarð- sunginn á morgun frá Fossvogs- kirkju. Sigurgeir, sem var á yngri árum yfirleitt kallaður Geiri, fæddist ásamt tvíburabróður, sem lést í fæðingu, 30. júní 1939, á Tungu á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru hjónin Anna Gunnlaugsdóttir, sem lifir son sinn og Ögmundur Kristinn Sigur- geirsson sem lést 11. apríl 1969. Haustið 1946 flyst fjölskyldan til Ilvammstanga. Þar ólst Geiri upp ásamt tveimur systrum. Ástu sem var okkar eldri systir og Bergþóru sem þetta ritar, og var tveimur árum yngri en hann. Á æskuárun- um lékum við okkur mikið saman og minnist ég þess nú, hversu góð- ur bróðir hann var mér. Þá keyrði hann mig á skíðasleða eða byggði handa okkur stórt snjóhús og sam- an fórum við á skíði. Einnig gátum við spilað eða teflt tímunum saman, en hann varð snemma miklu betri skákmaður en ég hef nokkurn tíma orðið. Þegar við vorum um fermingu bauð hann mér stundum með sér út á fjörð að veiða, en þá var mik- ill fiskur í Húnaflóa og við veiddum vel. Saman fórum við einnig í ferða- lög á hjólum og þá var oft glatt á hjalia, því hann var glaðlyndur, gamansamur og oftast með spaugs- yrði á vörum. Haustið 1955 förum við bæði til náms á Reykjaskóla í Hrútafirði. Þar lauk hann námi eftir tvo vetur. Síðan var hann einn vetur i kenna- raskólanum í Reykjavík, en kenndi veturinn 1959-1960 við barnaskól- ann á Hvammstanga, og um tíma vann hann við iyfsölu sjúkrahússins þar. Árið 1962 er aftur haldið til náms í Reykjavík, en nú í útvarps- og sjónvarpsvirkjun eins og það hét þá. Hann lærði hjá Sigursteini í Hljómi og lauk þaðan prófi. Síðan liggur leiðin aftur norður á Hvammstanga. Þar setti hann upp radíóverkstæði og vann að iðn sinni ásamt kennslu við grunnskólann á vetrum. Nokkrum árum seinna flutti hann alfarinn til Reykjavíkur, þá kominn með konu og börn. Sig- urgeir kvæntist Steinþórunni Karól- ínu Steinþórsdóttur og eignuðust þau tvö börn, Ólaf Fáfni, fæddan 2. apríl 1972, og Guðrúnu Heiðu, fædda 25. september 1973, þau eru bæði í námi. Sigurgeir og Steinþór- unn slitu síðar samvistir. En þrátt fyrir það hafði hann alltaf mikið og gott samband við börnin sín, þótti mjög vænt um þau og vildi veg þeirra sem mestan. Ég veit að þau sakna sárt föður síns, en sem huggun harmi gegn finnst mér eft- irfarandi línur eiga vel við. Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur þótt látinn mig hald- ið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug sál mín lyftist upp í mót til ljóss- ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem líf- ið gefur og ég þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Khalil Gibran) Sigurgeir var í skóla á Englandi árið 1978 í viðbótar- og endur- menntun í rafeindafræði. Um það bil í 10 ár vann hann hjá Vatns- veitu Reykjavíkur og þar næst um tíma hjá Gunnari Ásgeirssyni. í haust réðst hann sem kennari við Iðnskólann í Hafnarfirði og ætlaði þar af leiðandi að flytja til Hafnar- fjarðar, var búinn að fá sér íbúð þar, og átti að nota jólafríið til flutn- inga, en sagt er að mennirnir áætli en Guð ráði, svo þetta fór á annan veg. Ekki ætla ég að rekja ættir Sig- urgeirs hér, því lílill var áhugi hans í þeim efnum, en oft gerði hann óspart grín að mér fyrir ættfræði- áhugann, þegar hann kom að heim- sækja mig í Blesugrófina. Hans áhugamál voru aftur á móti ferða- lög og var oft farið erlendis í sum- arfríum, oftast til Ítalíu eða Spán- ar, en einnig til margra annarra landa Vestur-Evrópu. Elsku Óli og Sissa mín, við Ingv- ar sendum ykkur og öðrum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu bróður míns. Begga Sigurgeir Jóhannes Ögmundar- son rafeindavirkjameistari verður jarðsunginn 30., desember. Kynni okkar af Sigurgeiri voru stutt en, fyrir fáum dögum var hann í starfi fullur áhuga og athafnasemi. Því kom harmafregnin um lát hans okkur samstarfsmönnum hans á óvart. Sigurgeir hóf störf við Iðnskól- ann í Hafnarfirði í september sl. Starf hans fólst í að leiðbeina ungu fólki sem er að leita sér þekkingar í rafeindatækni. Sigurgeir sýndi mikla hæfileika í þessu starfi enda hafði liann langa starfsreynslu í iðngreininni og hafði alla tíð fylgst óvenju vel með allri þróun og nýj- ungum á sviðum rafeindatækninn- ar. í starfi hans sem Ieiðbeinanda komu mannlegir kostir Sigurgeirs fljótlega í ljós. Hann hafði óþijót- andi vilja til að aðstoða nemendur sína og skipti klukkan þá ekki máli. Hann lagði mikinn metnað í að vera vel undirbúinn fyrir hverja kennslustund og var oft við störf í skólanum lengi dags og um helgar við að skipuleggja kennslustundirn- ar og búa út verkefni til að auð- velda nemendum sínum skilning á flóknum viðfangsefnum. Það var sérlega gott að umgangast Sigur- geir hann var prúður, hjálplegur og vandvirkur og átti auðvelt með að tjá sig. Sigurgeir hafði áhuga á að starfa með sínum ungu nemend- um, hann hafði búið í haginn fyrir varanleg stöf við skólann m.a. var hann fluttur í Fjörðinn í húsnæði nálægt skólanum. Skólinn batt miklar vonir og væntingar við störf Sigurgeirs, sem var óvenjulega fjöl- hæfur á sínu fagsviði en viðkynn- ingin varð því miður stutt, allt óf stutt að mati okkar er kynntumst þessum Ijúfa vel menntaða manni, sem nú er saknað. Um leið og góð- ur samstarfsmaður er kvaddur flyt- Fædd 20. janúar 1912 Dáin 16. desember 1991 Á aðventunni þegar allir voru á kafi í jólaundirbúningnum þá lagði elskuleg föðursystir mín aftur aug- un og hvarf á vit æðri máttar, eft- ir löng og erfið veikindi. Það var hennar ósk, að fá að fara heim af sjúkrahúsinu fyrir jólin eða að kom- ast í ný heimkynni. Allt fram á síð- ustu daga var hún með fulla meðvit- und og skýra hugsun þó hún væri helsjúk. Hugur hennar var allur í jólaundirbúningnum og að öll barnabörnin og langömmubörnin skyldu fá jólagjafir frá henni. Þann- ig var hún Stína frænka mín, en það kallaði ég hana alltaf. Hún var alltaf að hugsa um aðra, mátti ekk- ert aumt sjá, síðustu orðin sem dóttir hennar skildi af vörum henn- ar voru mamma og jólagjafir og lýsir þetta henni vel. Stína frænka var yngst barna ömmu minnar og afa, Maríu Guð- mundsdóttur og Daníels Jónssonar í Hvallátrum á Breiðafirði. Elstur barna þeirra var Guðmundur, fædd- ur 1903, en hann drukknaði á Breiðafirði árið 1915 ásamt föður sínum. Næstur var Jón, fæddur Haustið 1946 var í mér mikil til- hlökkun, því að þá frétti ég, að í næsta hús við okkur væri að flytj- ast nýtt fólk. Gunnar frá Harastöð- um og Steinunn kona lians voru flutt burt en í húsið þeirra var að flytj- ast fjölskylda utan af Vatnsnesi. Það fylgdi sögunni, að þar væru þrjú börn, þar á meðal strákur á mínu reki. Til þess hlakkaði ég, því að ekki var ónýtt að eignast nýjan leikfélaga. Þetta voru þau Ögmundur Sigurgeirsson, sem búið hafði á Geitafelli þá síðustu árin og kona hans, Anna Gunnlaugsdóttir, og börn þeirra þrjú. Er mér minnis- stætt er þau fluttúst í Bjarmaland. Við strákarnir vorum forvitnir að fylgjast með og vildum fá að bera eitthvað af dótinu inn í húsið. „Þú ert að flytja í borgina," sagði kona af Vatnsnesi, sem gekk þar hjá, við Ögmund. „Já, það held ég nú,“ svarði hann og vai' gleðihreimur í málrómnum. Þarna kom að Anna, kona Ög- mundar, hún kom utan úr Verts- liúsi frá Ámunda og Ástu, þar sem allir Vatnsnesingar virtust eiga at- hvarf. Hún leiddi tvö yngri börn þeirra hjóna, Sigurgeir og Berg- þóru, hvort við sína hönd og gengu þau síðan til að líta á hið nýja heim- kynni þeirra. Ástu, elstu dóttur þeirra, sá ég ekki fyrr en nokkrum dögum síðar. Hún rak kýrnar þeirra utan frá Geitafelli ásamt Hanna í Vík og tók það einhverja daga. En hérna hafði ég fyrst séð það fólk, sem átti eftir að verða næstu ná- grannar okkar í mörg ár og ég batt mikilli tryggð við. Má segja, að heima hjá þeim í Bjarmalandi væri síðan annað athvarf mitt, þegar ég var ekki heima eða úti að leika mér. Við Geiri, en Sigurgeir var oftast nefndur svo, urðum brátt miklir vinir og samrýndir, lékum okkur saman öllum studum í æsku og vorum þau ófá kvöldin, sem ég var þar úti hjá honum eða hann heima hjá mér. Margar góðgerðirn- ar fékk ég hjá þeim Önnu og Ögmundi og mikla vináttu sýndi þetta fólk allt mínu fólki, enda vel gert, traust og trygglynt. Ögmundur var fæddur á Falland- astöðum í Hrútafirði, en ólst mest upp í Katadal. Hann var síðan alla tíð á Vatnsnesi og bjó í Tungu og á Geitafelli. Eftir að hann fluttist til Hvammstanga stundaði hann alla algenga verkamannavinnu og en 1904, dáinn 1988, Ólafur, fæddur 1905, dáinn 1980, Steinunn, fædd 1906, dáin 1907, Sveinbjörn, fædd- ur 1907, dáinn 1986, Theodór, fæddur 1909, dáinn 1984 og loks hún frænka mín sem allir bræðurn- ir báru svo mikla umhyggju fyrir, viðkvæðið hjá þeim þó fullorðnir væru var oft „hún Stína (litla) syst- ir mín“. Það kemur eflaust til af því að móður sína misstu þau svo ung, en hún lést er Stína var aðeins á öðru ári, og föður sinn misstu þau aðeins tveimur árum síðar, eins og fyrr greinir. Það var einmitt þá sem þau Ölafur Bergsveinsson og Ólína Jónsdóttir tóku fjögur af þeim systkinum í fóstur, en Ólína var föðursystir þeirra, og ólu upp sem sín eigin börn, þetta þótti mjög sér- stakt á þessum tímum fátæktar og þröngra húsakynna. Erfiðleikarnir byijuðu snemma hjá frænku minni og rná segja að þeir hafi markað hana ævilangt, en þrátt fyrir það var mjög bjart yfir henni, þó þú gætir lesið ýmislegt úr augum reyndrar konu. Hún var mjög falleg kona, meðal manneskja á hæð og samsvaraði sér mjög vel. Það var því ekki skrítið að ungur maður úr Gufudalssveit felldi Kristín Daníels- dóttír - Minning hafði auk þess nokkrar skepnur, kýr og fáeinar kindur. Endurbyggði hann Davíðsbæinn sem hlöðu og smiðjunni hans Gunnars breytti hann í fjárhús. Enda máttu menn þá liafa sig alla við að sjá fjölskyldu sinni farborða og því var smábú- skapur til búdrýginda hjá mörgum. Anna var fædd á Stóru-Borg í Víðid- al en alin upp á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi, þau hjón voru því Vatns- nesingar að uppeldi og áttu því heimili þar alla tíð og í því nágrenni. Húsið þeirra á Hvammstanga, Bjarmaland, var ekki stórt, steinhús sem Guðmundur, bróðir Ögmundar, liafði reist fyrr á árum. Þar var ein stofa sem jafnframt var svefnher- bergi uppi og smáherbergi annað, 'í kjallara eldhús og geymsla og fjós áföst við húsið. Víða voru liúsa- kynni ekki stærri en hér og var ekki um fengist. Ögmundur varð ekki gamall mað- ur, varð bráðkvaddur í apríl 1969. Þótti mér, er ég frétti lát hans, sem einn úr minni fjölskyldu væri horf- inn. Hann var ævinlega léttur í lund, kátur og glaðvær, vinnusamur mað- ur og ötull, vinsæll og gestrisinn eins og þaú hjón bæði. Anna, ekkja hans, er enn á lífi, rúmlega níræð að aldri og dvelst á elliheimilinu á Hvammstanga, lúin að heilsu eftir langan vinnudag. Geiri var lítið eitt yngri en ég, fæddur 30. júní 1939 í Tungu á Vatnsnesi, þar sem foreldar hans bjuggu þá. Strax er við kynntumst urðum við miklir mátar og leikfélag- ar, svo að nánast leið aldrei svo dagur, að við værum ekki saman flestum stundum. Leitaði hvor hinn uppi og fann ég ætíð mikla hlýju í minn gárð hjá þessu fólki, sem enn yljar um hjartarætur, þótt nú sé langt um liðið og dagleg kynni löngu snemma hug til hennar. En það var 16. júlí 1932 sem þau Arnfinnur Þórðarson, fæddur 6. febrúar 1903, gengu í hjónaband og hófu búskap í Hlíð í Þorskafirði. Þar fæddust þeim börnin fimm en þau eru: Daní- el, fæddur 1933, vaktmaður, kvæntur Unni Óladóttur, Guðmund- ur, fæddur 1936, ritari, Ingibjörg, fædd 1939, búsett í Noregi, gift Kjell Frydenlund, María, fædd 1942, húsfreyja í Holti Fellum, gift Braga Hallgrímssyni og Þóra, fædd 1943, hjúkrunarfræðingur. Barna- börnin eru fimmtán og langömmu- börnin níu. Hjónaband þeirra Stínu og Finns var mjög farsælt og ein- kenndi Finn ekki síður en Stínu liðin. j Geiri var drengur góður, viðfelld- inn, gamansamur og hlýr og gædd- ur góðufn eðliseiginleikum. Var vin- átta okkar heilsteypt, þó með stríðn- isköstum og smáertingum á milli. En þau styrktu aðeins vináttuna, yfir greri á dagstund og vináttan var tekin upp á ný. Eftir að ég fluttist að norðan og var hér syðra á vetrum héldum við stöðugt samskiptum, skrifuðumst oft á og ævinlega þegar ég kom norður að vori var þráðurinn tekinn upp á ný. Síðan unnum við svo sam- an í nokkur sumur í brúarvinnu og eftir að hafa verið um hríð í Kenna- raskólanum kenndi hann við barna- skólann og síðar við unglingaskól- ann á Hvammstanga nokkra vetur og lét það honum vel og var hann vinsæll kennari. Hann lærði út- varpsvirkjun og síðar rafeindavirkj- un hér syðra, rak um hríð fyrirtæk- ið Húnaradíó á Hvammstanga, en fluttist síðan suður aftur til Reykja- víkur og var lengst af starfsmaður Vatnsveitu Reykjavíkur og síðar var hann á radíóverkstæði Gunnars Ásgeirssonar. Nú í vetur kenndi hann starfsgrein sína við Iðnskóla Hafnarfjarðar. Sigurgeir kvæntist 1972 Stein- þórunni Steinþórsdóttur og eignuð- ustu þau tvö börn, ólaf Fáfni og Guðrúnu Heiðu. Þau Steinþórunn slitu samvistir og eftir það bjó hann einn. Eftir að við Geiri héldum hvor inn í sitt lífssvið slitnuðu samskipti okk- ar og einhvern veginn urðu þau ekki tekin upp á ný. Hvor hafði fallið inn í starfssvið og fór svo, að ég vissi nánast ekki mikið af honum síðari árin. Ég vissi þó, að lífið var honum á ýmsan hátt óvægið. Hann var ekki heilsuhraustur, sýktist af berklum um hríð og einnig mun hann hafa þurft að takast á við ýmsa þá erfiðleika aðra, sem svo oft berja að dyrum á lífsleið manna. Fyrir nokkrum árum gekkst Geiri undir hjartaaðgerð í Lundúnum og fékk hann góða heilsu á ný, en lík- legast fór hann nokkuð óvægilega með sjálfan sig á stundum. Vinnu stundaði hann þó alla tíð af sam- viskusemi og var vinsæll af öllum, er hann þekktu. Nú er þessi bernskuvinur minn allur og einn lífsþráður slitinn. Hann varð bráðkvaddur síðdegis mánu- daginn 16. desember langt um aldur fram, aðeins 52 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 30. desember. Endurminningin lifir um góðan dreng og varpar birtu á æviferil okkar hinna, sem enn eigum eitt- hvað ógengið að endadægrum. Þór Magnússon samheldni, gjafmildi og hugsunin um aðra. Þau hjón bjuggu í Hlíð til ársins 1959 en þá brugðu þau búi og fluttust til Reykjavíkur og bjuggu lengst af og nú síðast í Hlégerði 29 í Kópavogi. Fyrir mér er eins og fasti punkt- urinn í tilverunni hafi hninið við lát frænku minnar. Hún var mér ekki bara föðursystir, hún gegndi svo mörgum hlutverkum, ekki síst í æsku. Hún var amman í huga mín- um, sem tók mann í fangið og sagði sögur. Sú sem kenndi mér að pijóna, elda kjötsúpu, steikja læri og margt fleira. Stína var sú sem aldrei brást á erfiðum stundum, ef hún gat ekki verið viðstödd þá var hugurinn hjá manni, hún vakti yfir og bað fyrir manni. Stína var heill hafsjór af fróðleik og hafði mjög skemmtilega frásagnargáfu. Nú er Stína lá banaleguna, mátti glöggt sjá hversu gott veganesti þau hjón hafa gefið bömum sínum, en þau viku vart frá sjúkrabeð móður sinnar, slík var umhyggjan og kærleikurinn til hennar. Elsku Dani, Unna, Mundi, Inga, Kjell, Mæja, Bragi og Þóra, minn- ingin um góða konu verður ekkl tekin frá okkur, konu sem var lítil- lát og gladdist yfir litlu. Ég veit hún brosir til okkar þar sem hún er nú, eins og hún gerði alltaf. Henni verður vel tekið í nýjum heimkynnum. Megi góður Guð styrkja ykkur öll, blessuð sé minn- ing elsku Stínu frænku. Hvíli hún í friði. Lára María Theodórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.