Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 fyrra. Við gerum okkur vonir um að fara eitthvað yfir 20 prósent í jólahappdrættinu, en þá er ein- göngu konum sendir miðar. Við erum með þessa kynjaskiptingu til þess að koma í veg fyrir að fólk fái miða frá okkur oftar en einu sinni á ári. Skilin undanfarin ár liafa verið á milli 23 og 25 prósent. Þann 11. þ.m. vorum við komin upp í 15 prósent skil og það er nánast það sama og var á sama tíma í fyrra. A yfirliti sem ég var að fá sést að bestu skilin eru á Suðurlandi og svo kemur Vesturland og Norður- land-vestra. Við verðum sem sagt ekki vör við samdrátt miðað við sama tíma í fyrra. Þó markaðurinn sé að þrengjast þá njótum við þess að eiga stæltan stuðningsmanna- hóp.“ Björn Hermannsson, Lands- sambandi hjálparsveita skáta „Það eru orðnir margir um hit- una. Hinir gífurlegu pottar hjá getraununum og Happóið taka sitt. Eg held hins vegar að það gildi sem hefur gilt hingað til, ef menn eru með eitthvað sniðugt sem höfðar til fólks þá kaupir það. Þetta bygg- ir eins og annað á markaðssetning- unni. Nú er orðið mikið meira af hefðbundnum happdrættum. Hjá okkur virðist útlit fyrir að allt verði í lagi. Það sker endanlega úr um útkomuna hve mikið dregst út af vinningum. Það er gert ráð fyrir röskum 16 prósentum í vinninga. Við höfum hins vegar séð þá tölu fara upp í 30 prósent. í ár er _cg hvorki bjartsýnn né svartsýnn. Út- litið í efnahagsmálum okkar er heldur dökkt. Þótt gamall máls- háttur, ættaður frá Bandaríkjunum að ég held, segi að ef hart sé í ári freisti menn frekar gæfunnar í peningaspilum þá held ég ekki að sú verði raunin nú. Þessi kenning hefur aldrei sannast hér.“ Tómas Sturlaugsson, Styrktar- félagi vangefinna „Samdrátturinn hjá okkur er um 10 til 12 prósent. Markaðurinn hefur verið að þrengjst mikið og Happóið á þar talsverðan hlut að máli. Önnur ástæða er að mínu viti sú að miðaverði er haldið of háu. Ef verðinu væri stillti í hóf og sendir færri miða inn á heimilin myndi fólk frekar kaupa. Það er vert að gefa því gaum að því minni sem stuðningur fólks er við líknar- félög þess meira þurfa félögin að sækja til ríkisvaldsins. Það er stað- reynd að þessi félög eiga í vök að veijast. Loks er það mín skoðun að oft hafi umfjöllun um happ- drætti líknarfélaga verið óheppileg. Ýmsir hafa upp áróður gegn gluggaumslögum en ég svara því til að ágangur líknarfélaga í þess- um efnum er síst meiri en ýmissa annarra aðila í þjóðfélaginu." Hjördís Kröger, Hjartavernd „Skilin í happdrættinu hjá okkur eru mjög svipuð og í fyrra. Okkar drýgsta stuðning fáum við frá fyrir- tækjum og stofnunum. Sá stuðn- ingur hefur ekki brugðist okkur í ár fremur en endranær. Hins vegar er lausasalan mun lélegri en verið hefur. Sömuleiðis hafa greiðslur í gíróformi dregist verulega saman. Eg get trúað því að samdrátturinn í lausasölunni sé um 25 prósent. Að hluta til er það líklega vegna þess að Landssamtök hjartasjúkl- inga voru með happdrætti á undan okkur og fólk ruglaði því saman við Hjartavernd. En í gíróinu er samdrátturinn um 20 prósent. Við vitum ekki enn hvort Happó- ið og fleiri nýjungar á markaðinum kemur til með áð hafa veruleg áhrif á happdrættið hjá okkur. Næsta ár segir okkur til um það, ef við verðum með happdrætti þá. Við ætlum að reyna það, því þetta er ein helsta tekjulind okkar. Allur ágóðinn rennur til rannsókna og úrvinnslu á gögnum sem liggja fyrir, en við höfum því miður ekki peninga til að vinna eins mikið og við vildurn." Björn Björnsson - Kveðjuorð Fæddur 11. febrúar 1927 Dáinn 12. desember 1991 Tengdafaðir okkar Björn Björns- son fæddist á Selfossi 11. febrúar 1927. Foreldrar hans voru hjónin Anna Eiríksdóttir frá Sandhaugum í Bárðardal og Björn Sigurbjarnar- son frá Hringveri á Tjörnesi. Þau eru nú bæði látin. Björn var elstur sex systkina, en þau voru: Aldís, kennari búsett á Selfossi, hún lést sl. haust eftir langvarandi veikindi; Valtýr, lést 17 ára; Sturla sjómaður búsettur á Selfossi; Anna Guðrún húsfreyja í Holti, Stokkseyrarhreppi og Baldur, mjólkurfræðingur, sem býr á Selfossi. Björn ólst upp á Sel- fossi og þaðan átti hann margar góðar og skemmtilegar bernsku- minningar, sem tengdust bæði fjöl- skyldu hans og vinum. Umhverfið á Selfossi var honum alltaf hugleikið, sérstaklega Ölfusáin og kunni hann margar sögur að segja frá ævintýr- um sínum og annarra í samskiptum við það stórfljót. Á Selfossi kynntist hann vini sínum Ástráði Ólafssyni, bílstjóra og hélst mjög kær vinátta með þeim fram á síðasta dag. Björn lauk venjulegi'i skólagöngu á Selfossi, stundaði síðan nám í raf- virkjun þar og síðar í Reykjavík og lauk námi hjá Johan Rönning. í kringum 1948 kynntist Björn fyrri konu sinni Guðrúnu Hafliða- dóttur og gengu þau í hjónaband 1952. Guðrún var dóttir hjónanna Guðrúnar Daníelsdóttur og Hafliða Guðmundssonar, bónda í Búð, Þykkvabæ. Björn og Guðrún eignuð- ust fimm börn. Þau eru: Hafdís, ljós- móðir, búsett í Reykjavík gift Sæv- ari Geirssyni, tæknifræðingi, þau eiga fjögur börn; Valtýr, búsettur í Reykjavík og starfar hjá Stálsmiðj- unni; Anna Kristín, meinatæknir, býr í Reykjavík, gift Guðmundi Hall- dórssyni, skordýrafræðingi og eiga þau þijú börn; Anna Birna, svæfing- arhjúkrunarfræðingur, býr í Iowa City, Iowa, Bandaríkjunum, gift Kjartani Örvar, lækni og eiga þau þijú börn; Yngstur er Björn, sjómað- ur, sem býr í Noregi og á hann eitt barn. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur og bjó fyrst við Ránargötu, en síðar byggðu ]>au sér raðhús við Kapla- skjólsveg. Björn fór fljótt að stunda sjóinn, ásamt vinnu sinni sem raf- virki, fyrst á smábátum, en síðar á stæri'i fiskiskipum. Starfið á sjónum féll honum afar wel og því ákvað hann að afla sér réttinda sem vél- stjóri. Eftir að því námi lauk, starf- aði hann sem vélstjóri á fiskiskipum um árabil. Þegar Guðrún kona hans veiktist af alvarlegum sjúkdómi, kom Björn í land og fór að vinna hjá Vélsmiðjunni Nonna í Reykjavík. Rétt fyrir jólin 1976 lést Guðrún eftir langvarandi veikindi. Var þetta erfiður tími fyrir Björn og börn hans, en hann hélt heimili áfram með þremur yngstu börnunum, sem enn voru heima. Tveimur árum síðar kynntist Björn seinni konu sinni, Elsu Unni Guðmundsdóttur. Elsa á fimm börn frá fyrra hjónabandi. Þau hófu sam- búð og giftu sig á 59 ára afmælis- degi Björns, 11. febrúar 1986. Á heimili þeirra voru tvær yngri dætur Elsu, Hrönn og Arna Bára. Um 1980 flutti Björn sig til ísbjarnarins og starfaði þar sem vélstjóri, en allt- af leitaði hugurinn á sjóinn og svo fór að hann gerðist vélstjóri á bv. Ásþóri. Bv. Asþór var síðar seldur Þorbirni hf. í Grindavík og hét nú Gnúpur og var Björn áfram vélstjóri á skipinu. Var hann mjög ánægður með það, ræddi oft um það er fund- um okkar bar saman. Hann bar mikla virðingu fyrir sínum nýju hús- bændum, enda ávallt húsbóndahollur maður. Björn var mjög afskiptalaus maðui', en var alltaf reiðubúinn til hjálpar, ef leitað var til hans. Hann gat verið gagnrýninn á menn og málefni, og leti og óheiðarleiki fór sérlega illa í hann. Aldrei heyrðum við hann tala illa um skipsfélaga sína. Hann hafði mjög gaman af að ræða um áhugamál sín, sérstaklega fiskveiðar og vélar og var gaman að sitja með honum í eldhúskróknum á Kaplaskjólsveginum, með kaffi- bolla og ræðá slík málefni. Seinna eftir að hann hóf sambúð með Elsu, kom hann einatt í stuttar heimsókn- ir færandi nýjan fisk, sem hann hafði fengið hjá kunningjum sínum nýkomnum úr róðri. Af kynnum okkar af Birni var okkur ljóst • að þar fór hjartahlýr maður. Hann var feiminn og hafði sig lítt í frammi á mannamótum, en við réttar aðstæð- ur kom þessi hlýleiki berlega í ljós. Björn var sérlega barngóður og var gaman að sjá hve börn hændust að honum. Þannig dvaldi ungur dóttur- sonur hans og nafni, er býr í Banda- ríkjunum með honum nokkra daga sumarið 1990. Voru þeir nafnar að „bardúsa“ saman úti í bílskúr, eða fóru niður að höfn að hitta aðra sjó- menn. fór mjög vel á með þeim, þótt lítið hefðu þeir sést í nokkur ár. Björn var börnum sínum og barnabörnum mjög hlýr faðir og afi 19 og er missir þeirra mikill. Björn hafði unun af vinnu sinni sem vél- stjóri, en þegar hann átti frí, vildi hann helst vera heima og dunda sér í bílskúrnum. Hann hafði einnig gaman af að ferðast og kom m.a. í heimsókn til dóttur sinnar, Onnu Birnu í Bandaríkjunum, ásamt Elsu . konu sinni og ferðuðust þau um miðvesturríkin í tæpar tvær vikur. Björn hafði gaman af að skoða allt milli himins og jarðar, svo sem stóra ameríska bíla, enda var það gamall draumur hans að eignast einn slík- an. Anna Birna og fjölskylda hennar eiga kærar minningar frá þessari heimsókn. Björn átti í raun tvær fjölskyldur, börn sín frá fyrra hjónabandi og síð- ar fjölskyldu Elsu seinni konu sinn- ar. Það getur verið erfitt að vera í slíku hlutvet'ki, þar sem allir þurfa sitt og einfaldur misskilningur getur leitt til leiðinda, sem erfitt getur verið að leiðrétta. Birni tókst með miklum ágætum að sinna þessu erf- iða hlutverki, þar kom hin eðlislæga hjartahlýja honunt til góða. Elsa studdi Björn vel í þessu hlutverki. Heimili þeirra að Kögurseli 20 var því vinalegur samkomustaður fyrir þessar tvær fjölskyldur. Björn var alltaf hraustur maður. Hann var erfiðismaður og vildi ekki annað. Hann veiktist skyndilega, og áður en varði var hann allur. Björn leit- aði ávallt lækninga ef hann kenpdi sér meins, en þessi sjúkdómur sem varð honum að aldurtila, læddist að honum uns allt var orðið um seinan. Fráfall hans er mikið áfall fyrir fjöl- skyldu hans. Hér var enginn fyrir- boði, hann var dáinn, þegar náðist til ættingja hans. Hann lá aldrei á sjúkrahúsi, heldur féll frá, meðan hann var ennþá í fullu íjöri. Kæra Hafdís, Anna Kristín, Anna .Birna, Valtýr, Björn og barnabörn, sorg ykkar er mikil á þessari stundg, en eftir stendur minningin um góðan og hjartahlýjan föður og afa. Við tengdasynirnir þökkum honum sam- fylgdina. Við vottum Elsu og börnum hennar samúð okkar. Blessuð sé ntinning Björns Björnssonar og megi hann hvíla í friði. Sævar Geirsson, Guðmundur Halldórsson, Kjartan Orvar. Karl Þórðarson sjómaður Fæddur 16. október 1923 Dáinn 17. desember 1991 Þótt vér hljótum hér að kveðja hjartans vini kærstu þrátt, indæl von sú oss má gleðja aftur heilsum vér þeim brátt. (Helgi Hálfdánarson) Þegar við missum af ástvinum okkar yftr móðuna miklu og getum ekki lengur starfað með þeim eða glaðst, er gott að vera sannfærður um að orð skáldsins í versinu hér að ofan eru ekkert hjóm, eru sann- ieikur. Karl Þórðarson fæddist á Innri- Múla á Barðaströnd, sonur hjón- anna Steinunnar Bjargar Júlí- usdóttur og Þórðar Ólafssonar. Hann var einn úr hópi 9 systkina, sem fæddust á ellefu árum, tvær systur og sjö bræður, svo ekki var aldursmunurinn mikill. Hann ryður nú brautina á nýtt tilverustig þótt hann væri fjórði yngstur af systkinum og það fer vel á því, því hans skapgerð var þannig að ganga fyrstur til verks í hvetju sem var. Systkini Karls voru: Björg, Ólaf- ur Kr., Jóhann, Júlíus, Björgvin, Kristján, Steinþór og Sveinn og eru þau öll á lífi. Karl ólst upp á þeim árum sem menn gengu ekki menntaveginn, þótt löngunin væri fyrir hendi. Fátæktin og peninga- leysið leyfðu slíkt ekki, eins og nærri má geta hjá jafn stórri fjöl- skyldu þar sem allar hendur þurfti til að vinna að framdrætti lífsins. En það var ekki alls varnað. For- eldrarnir kenndu það sem nota- drýgst mun reynast í lífinu, heiðar- leika, tryggð og trúfestu ásamt vilj- astyrk og skapfestu til að bjarga sér. Þar lærðu menn líka vinnu- - Minnhig brögð til hvers konar vinnu. Karl mun hafa hlotið margra þessa eigin- leika í vöggugjöf og þroskað þá með sér í skóla lífsins. Hann fór að heiman fyrir ferm- ingu til að vinna fyrir sér og þá sem fullgildur maður, því hann varð snemma stór og sterkur og böðull til allra verka. Fimmtán ára fór hann á togara, fyrst sem aðstoðar- matsveinn, en var fljótlega tekinn á dekkið því þar naut hann sín bet- ur. Hann var 20 ár samfellt á togur- um. Skipsfélagar hans hafa sagt mér að hann hafi verið með bestu sjómönnum og vinsæll mjög, ekki síst af óvaningum sem oft áttu ekki sjö dagana sæla á togurum á þeim tíma. Hann var kjarkmaður sem lét ekki allt fyrir bijósti brenna. Hann var á ýmsum togurum en lengst af á togurum Vatneyrar- bræðra frá Patreksfirði. Einnig var hann á togurum frá Akureyri, þótti afbragðs netamaður og laginn til allra verka. Það var víðar en til sjós sem lagni hans kom fram. Mjög - sjaldan mun hann hafa sent bíla sína til viðgerðar, heldur lagaði allt' sjálfur hvort sem það var vélin eða annað. En því Karl væri árum sam- an á sjó, uppalinn við brimgnýinn og boðaföll sjóanna, sem stæltu hann og hertu í starfi og þraut, átti hann samt hlýtt hjarta og hjart- næmt viðmót. Hann bar mikla tryggð til landsins síns og átthag- anna og væri óskandi að við ættum mikið af slíkum tryggðatröllum í ölduróti nútímans. Hann mátti ekki vamm sitt vita í neinu, ekki skulda neinum neitt og ekki bregðast skyldum sínum. Öll stríðsárin sigldi hann með aflann og var margt að sjá og heyra, sem ekki var heiglum hent. Fljót- andi menn í blóðugum sjónum, skot- hvelli og sprengjudrunut'. Hann var vinafastur maður og vinmargur, en hann smjaðraði ekki fyrir neinum því hann var skapmaður og hélt fram sínum skoðunum, hvort sem þær líkuðu betur eða verr. Spaug- samur var hann og eru margir bún- ir að hlæja glatt að bröndurum hans. Eftir að hann kom í land fór hann að vinna í Áburðarverksmiðj- unni og var hann þar liðtækur ekki síður en annars staðar. Síðustu árin í verksmiðjunni fór að hetja á hann þessi illræmdi sjúkdómur sem dró hann að lokum til dauða. Aldrei heyrðist til hans æðruorð í þessu erfiða stríði, þar var eins og baráttan við hafið og sjóana hafi hert huga hans og kennt hon- um að taka æðrulaust á móti því sem að höndum bar. Karl var tvíkvæntur ntaður og lifði báðar konur sínar, Jökulrósu Magnúsdóttur og Helgu Sæmunds- dóttur. Jökulrós og hann áttu eina kjördóttur, Hafdísi, sem nú er orðin þriggja barna móðir og býr i Sví- þjóð. Hún er hér á landi um þessar mundir. Þau unnu hvort öðru svo heitt, Karl og hún, að það var gleði- efni fyrir þau að hún skyldi geta hitt hann á lífi og fylgt honum hans síðustu för. Ég get ekki stillt mig um að láta í ljós þá ánægju sem ég hef haft af því að eiga samleið með Karli bróður mínum á lífsleiðinni. Okkar vinátta hefur verið svo traust og sönn allt frá æsku. Hann kenndi mér margt þó yngri væri og gaf mér heilræði. Konan mín, Helga, sem var fermingarsystir hans átti einnig mjög traust og vinsamlegt samband við hann og heimili hans. Ég held að ég megi segja að við systkinin og makar okkar þökkum góða samfylgd og sitjum hnípin eftir. Maðurinn sem var okkur öllum svo kær og góður er farinn. Hann var mikill heimilisfaðir, góður og trúr, hjálpsamur og vann innan- hússstörf sem utan, ef þess þurfti með hvort sem það var matargerð eða annað. Það voru líka ótaldar ferðirnar sem hann fór um borgina til útrétt- inga fyrir fólk sem bjó úti á landi. Enda uppalinn við greiðasemi og hlýhug sem var honum meðfæddur. Það má segja að það beri hver síns heimalandsmót. Hann kynntist hlýjunni og friðsældinni við hinar fögru hlíðar Barðastrandar og lygn- um sæ við ströndina heima eins og oft gat orðið á kyrrum vorkvöldum. Þó að systkini hans og ættingjar beri sáran söknuð um góðan dreng, þá er dýpstur harmurinn hjá dóttur hans, Hafdísi, og fjölskyldu hennar. Biðjum við góðan Guð að vernda hana og styrkja um leið og við þökk- um ógleymanlega samfylgd með Karli í þessu lífi. Hafdís mín, við hjónin óskum þér og þínum alls hins besta unt ókomna tíð og að þú yljir þér við minningar um góðan föður sem aldrei brást. Að lokum vil ég þakka af alhug læknum og hjúkrunarfólki á Vífils- staðaspítala frábæra umönnun og hjúkrun við Karl bróður minn með- an hann dvaldi þar. Olafur Kristinn Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.